Tíminn - 09.11.1973, Síða 16

Tíminn - 09.11.1973, Síða 16
16 TÍMINN Föstudagur 9. nóvember 1973. ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt 20 til Edvards, þar sem stóö aö þær vonuöust til aö hann kæmi i heimsókn áöur en hann héldi af staö. Edvard sat inni i dagstofunni og velti tebollanum i hendi sér án þess aö láta sér detta i hug aö setja hann á borðiö. Hann hélt uppi kurteislegum samræðum viö móöur hennar, um leið og hann sendi henni leynilegar augnagot- ur. Þegar móöir hennar sá það, var hún svo hugsunarsöm, að hún leit undan og lét sem hún sæi það ekki! Já, móöir hennar hafði meira að segja verið svo skilningsrik að hún geröi sér er- indi niöur til Láru og Haralds og varþar ( hálftima, svo að unga fólkiö fengi tækifæri til aö talast viö i einrúmi. Þetta hafði veriö hamingju- samasti timinn i lifi Constance. Hún sat við gluggann og saumaði út. Edvard haföi setiö við stóra kringlótta mahónyboröiö. t fyrstu vissu þau ekki hvaö þau áttu aö segja, þetta var svo nýtt fyrir þeim, og þau höföu ekki haft mörg tækifæri til aö vera ein og tala saman, en þó haföi þaö komiö fyrir. Þau höfðu tvisvar mætzt i lystigaröi konungsins, og þau höföu stöku sinnum spilaö krikket á sveitasetri Tesjens heildsala við Kampenborg. Einnig höföu þau oft fariö i gönguferöir i fallega garöinum hans Tejsens ásamt ööru ungu fólki, og þá höföu þau gætt þess aö dragast aftur úr, og þannig fengiö tækifæri til aö kynnast hvort ööru nánar. Þau höföu aö visu ekki talaö mikiö um tilfinningar sinar. Þaö var ekki fyrr en daginn, sem Edvard var kallaöur i herinn, aöhann sagöi: „Frk. Constance, þýöir mér nokkuö aö vona”, — og hún haföi roðnaö og hvislaö já. Þetta sama kvöld haföi hún, ör af gleði, trúaö móöur sinni fyrir leyndarmálinu. Hún vissi vel aö móöur hennar gazt vel aö Edvard, og hún vissi sömuleiöis aö móöur hennar var mjög umhugaö aö hún giftist, giftist góöum manni. „Ógift kona er ekki öfunds- verö”, haföi hún eitt sinn heyrt móöur sina segja. „Konan á aö eignast mann heimili og börn, til þess er hún sköpuö”. Þegar hún heyröi móöur sína segja þetta, haföi hún ekki skiliö af hverju ógift kona væri ekki öfundsverö, en fáum árum seinna skildi hún þetta. En það var vist ekki öfundsvert aö verða ekkja á unga aldri eins og mamma hennar hafði orðiö. En hún haföi þó þrátt fyrir allt verið gift og eignazt tvö börn, hana og Hinrik, sem var þrem árum eldri en hún. Hinrik var faöir Fritz litla. Þaö sem Constance þótti verst, var aö hún myndi aldrei eignast börn. Henni féll þaö enn ver en lát Edvards. 1 byrjun haföi hún auövitað syrgt hann djúpt, en hún varö aö leyna harmi sínum, þvi aö þau voru aldrei opinberlega trúlofuö. Aöeins móöur hennar var kunnugt um sorg hennar og haföi reynt aö hugga hana eftr mætti. Þó aö hún heföi gert allt sem i hennar valdi stóö, til aö leyna utanaökomandi sorg sinni haföi hún þó vitaö aö fjölskyldan og vinir hennar töluöu um hana. „Aumingja Constance litla, það var vist eitthvað á milli hennar og Edvards Tejsens....” En svo aftur að deginum, þegar þau voru ein i stofunni daginn áð- ur en Edvard átti að ganga i her- inn, þá höfðu þau talað hreinskilnislega saman þegar mesta feimnin var rokin af þeim. Edvard hafði beðið hennar, skýrt og skorinort. Hann haföi beðið hana að giftast sér um leið og striðið væri búið. Hann sagði henni einnig að hann væri búinn að fá vinnu á gamalli og rótgró- inni lögfræöiskrifstofu, svo hann gæti séð sómasamlega fyrir henni. Constance hafði roðnað og gleymt að halda áfram við saumaskapinn. Edvard sat kyrr á stólnum nokkra metra frá henni. En svo haföi hann allt i einu lagt frá sér tebollan, kropið á kné fyrir framan hana, tekið saumadótið úr höndum hennar, og þakið hendur hennar og arma kossum. Hún haföi setið grafkyrr og fundið til gleði, sem hún hafði aldrei fundið til áður. Hann reis á fætur dró hana að sér og spurði hikandi. Má ég, á morgun legg ég af staö, og það væri mér svo óendanlega mikils viröi, ef ég mætti kyssa yð- ur áöur en ég fer. Minngingin um kossinn myndi ylja mér um hjartaræturnar á köldum og dimmum v e t r a r n ó 11 u m . Constance lét hallast upp að hon- um. Hún haföi lifað fyrir þennan koss og fyrir failegu bréfin hans, sem hann sendi henni, á meðan á striöinu stóð. Hún haföi hlakkaö svo ósegjanlega til þess dags er þau mundu hittast á ný. Hún hafði meira að segja byrjað að sauma i búið. Móðir hennar sem var svo einkar skilningsgóö stakk upp á þvi brosandi að hún skyldi hefj- ast handa, það væri ekki eftir neinu að biöa. Constance tók aldrei þessa handavinnu með sér, þá sjaldan aö þær fóru að heimsækja vini eða kunningja, og gætti þess vandlega að enginn utanaökomandi sæi þaö sem hún var að gera, en ófáar voru stund- irnar sem hún sat i vistlega súðarherberginu, og saumaði hverja servéttuna á fætur ann- arri. En allt þetta var liöiö, og þessi fallega hálfkláraöa handa- vinna lá nú neðst i kommóöu skúffu. Edvard haföi fallið fyrir þýzkri byssukúlu seint aö hausti. Þaö er aö segja, hann dó fyrst eftir að hann hafði verið fluttur á sjúkrahús og læknirinn, sem hafði annast hann hafði seht henni signethringinn hans, og skrifað örfáar linur með, þar sem hann sagöi að Edvard hefði talað svo fallega um hana, unnustu sina og beðið hann að sjá til að hún fengi þennan hring til minningar um sig. Nú lá hringurinn i litilli öskju ásamt bréfum Edvards. 011 þessi ár haföi hún hugsað mikið um Edvard, en með árunum hafði sorgin og þráin eftir honum blikn- að fyrir annarri sorg. Allar jafn- öldrur hennar voru giftar og áttu börn. Constance langaði meir og meir til aö eignast barn. Hún hafði elskað Edvard innilega og af öllu hjarta, en hún hafði ákaf- lega oft hugsað sér hann sem föð- ur barna sinna, fremur það, en sem elskhuga. Þetta mátti vissu- lega rekja til tiöarandans og þess uppeldis sem ung stulka af góðum ættum var vön að fá á þessum timum, en þetta átti ekki siður rætur sinar að rekja til þess að Constance var i eðli sinu móður- leg en ekki ástriðufull. Það sorglega við þetta allt saman, var það — hún vissi það ekki sjálf — aö hún heföi hæglega getað orðið móðir. En þegar sá möguleiki var fyrir hendi, var sorgin yfir láti Edvards alltof sár til að hún gæti tekið bónorði annars manns, sem hafði þó án efa gert hana hamingjusama. Það var trésmiðameistari Haralds frænda Bernhard Lange sem baö um hönd hennar. Enn þann dag i dag striddi frændi henni með þvi aö það væri hennar sök að hann hefði misst einn sinn duglegasta mann og fengið skæöan keppinaut að auki. Bernhard Lange haföi sett á stofn trésmiöafyrirtæki, og þaö var orðið jafn þekkt og fyrirtæki Werners fjölskyldunnar. Nú var Bernhard hamingjusamlega kvæntur og faðir þriggja barna. Constance haföi aldrei hugsað út i að hún hefði átt að giftast hon- um. Hún lifði enn i þeirri vissu að Edvard hefði verið hennar eina og sanna ást. Konan elskaði að- eins einu sinni á lifsleiðinni. Hún yröi einungis hamingjusöm meö þessum eina manni.. En þetta var nú löngu liöiö, og hún að verða gömul. Fritz litli var uppáhaldiö hennar, en þó að hann væri hæglátur af strák að vera, þá varð ekki hjá þvi gengið að hann var strákur, og það var ákafiega erfitt að verða strák aö einhverju gagni. Svo var það hún Lena litla frá Noregi, en það var lika ákaf- lega erfitt að veröa henni að ein- hverju gagni. Hún var allt öðruvisi en allar aðrar ungar stúlkur, sem hún hafði kynnzt. Hún var einkennilega sjálfstæð, og svo var hún æ hún vissi ekki hvað hún átti aö kalla það, en hún var frjálsari, óbundnari af sið- venjum, en gott þótti i góð- borgarafjölskyldu i Kaupmanna- höfn. Nei það var ekki auðvelt að fá leyfi til að vera stoð og stytta fólks, nema móöur hennar, auð- vitað. Dyrnar opnuðust aö baki henn- ar: „Constance, við erum að verða of seinar....” Það var móöir hennar, frú 1548 Lárétt 1) Mjólkurmatur,- 6) Óhrein- ar,- 10 öfug röö,- 11) Fer á sjó,- 12) Viöburöurinn.- 15) Þunguð.- Lóörétt 2) Und.-3) Ótta.- 4) Kvöld.- 5) Reiöi.- 7) Alegg,- 8) Land- námsmaður.-9) Fræöimaöur.- 13) Fugl.- 14) Glöö,- Ráöning á gátu nr. 1547 Lárétt I) Júdas,- 6) Spillti.- 10) Ná,- II) Og.- 12) Armlegg,- 15) Stöng.- Lóðrétt 2) Oði.- 3) Afl,- 4) Asnar.- 5) Sigga,- 7) Pár,- 8) LLL,- 9) Tog,- 13) Met,- 14) Ein,- zmzm* íi n Föstudagur 9. nóvember 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.00 Meö sínu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siödegissagan: „Saga Eldeyjar-Hjalta” eftir Guö- mund G. Hagalin. Höfundur les (6). 15.00 Miödegistónleikar: Tón- list eftir Richard Strauss og Richard Wagner Oskar Michallik, Jurgen Buttke- witz og hljómsveit Berlinar- útvarpsins leika Duettkon- sertinu fyrir klárinettu, hörpu og strengjasveit eftir Strauss, Heinz Rögner stj. Frida Leidker, Friedrich Schorr og hljómsveit Rikis- óperunnar i Berlin flytja tvö atriði úr óperunni „Valkyrj- um” eftir Wagner, Leo Blech stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt” eftir Stefán Jónsson. Gisli Hall- dórsson leikari les (6). 17.30 Framburðarkennsla I dönsku. 17.35 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Frcttaspegill. 19.20 Þingsjá. Davið Oddsson sér um þáttinn. 19.45 Tannlæknaþáttur. Börk- ur Thoroddsen tannlæknir talar um tannskemmdir i börnum og unglingum. 20.00 Frá tónlistarkeppni ungra organleikara á Norðurlöndum, sem fram fór i Stokkhólmi 9.-12. f.m. Árni Kristjánsson tónlistar- stjóri flytur inngangsorð og kynningar. 21.00 Tveggja manna tal.Þor- steinn Matthíasson kennari talar við Sigurö Jóhanness. fyrrum bónda á Vermund- arstöðum i ólafsfiröi. 21.30 Útvarpssagan: „Dverg- urinn” eftir Par Lagerkvist. i þýðingu Málfriðar Einars- dóttur. Hjörtur Pálsson les (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. 22.40 Draumvísur. Sveinn Magnússon og Sveinn Árnason sjá um þáttinn. 23.40 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. IIB liill Föstudagur 9. nóvember 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Að ári liðnu (Last Year's Confetti) Breskt sjónvarps- leikrit eftir Adel Rose. Leik- stjóri Alan Gibson. Aöal- hlutverk Stephanie Beac- ham, Terence Edmond og David Langton. Þýðandi Jón O. Edwald. Aðalpersón- ur leiksins, Jenny og Peter, hafa verið gift i eitt ár, og Jenny er farin að efast um ágæti hjónabandsins. Hún reynir að ræða vandamál sin við móður sina, en án verulegs árangurs. 21.25 Landshorn Frétta- skýringaþáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 22.00 Músik og myndirBanda- riskur skemmtiþáttur með poppmúsik og myndefni af ýmsu tagi. 22.25 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.