Tíminn - 09.11.1973, Page 19
Föstudagur 9. nóvember 1973.
TÍMINN
19
00 <}Q <0Q <30 <00
AXEL AXELSSON...sést hér
skora hjá GUNNARl EINARS-
SYNI...markverði Hauka, sl.
miðvikudagskvöld.
(Timamynd Gunnar)
SflTwöíSHlif-as
Svar við grein Alfreðs Þorsteinssonar:
„STÓÐ TIL AÐ SETJA
AXEL ÚR LANDSLIÐINU?
— sem birtist í Tímanum þriðjudaginn 6. nóv. s.l. i
Að stinga niður penna, blaða-
manni til andsvars, er sama og
stinga höfðinu i gin ljónsins, sem
venjulega klippir á með þvi að
hnýta litilli grein aftan við and-
svarið.
Ósannindi og órökstuddar
dylgjur, er inntak þeirrar grein-
ar, sem birtist i Timanum þriðju-
daginn 5. nóv. 1973 undir fyrir-
sögninni — Stóð til að setja Axel
úr landsliðinu? Er greinin
bersýnilega rituð til þess eins að
koma á stað moldviðri, gefa
slúðri byr og sundra einingu
innan forustu handknattleiks-
iþróttarinnar.
Greinin byrjar þannig: „Það
er hvorki stjórn H.S.l. né lands-
liðsnefnd að þakka, að islenzka
landsliðið hefur svo gott sem
tryggt sér farseöla i lokakeppni
H. M. i Austur-Þýzkalandi i byrj-
un næsta árs. Litlu mátti muna,
að handvömm við stjórn og
sundurþykkja i landsliðsnenfd
gerði þennan draum að engu”.
Þarna varpar blaðamaður
Timans fram órökstuddum
ásökunum og ósannindum.
I. Það er stjórn H.S.l. að þakka,
að Geir Hallsteinsson lék með
gegn Frökkum þann 4. nóv., og
það er einmitt sá leikur, sem
tryggir svo gott sem farseðla i
lokakeppni H.M.
2. Það eru getsakir, að litlu hafi
munað að sundurþykkja i
landsliðsnenfd gerði drauminn
um stór-sigur að engu. Ég tel,
að auk þeirra sex útispilara,
sem léku svo til allan siðari
hálfleikinn, hafi Gunnar
Einarsson markvörður skipt
sköpum i þessum leik. Þennan
mann vildi Jón Erlendsson út
úr liðinu en fékk ekki ráðið.
Páll Jónsson og ég vorum
aldrei i vafa um að Gunnar ætti
að leika þennan leik.
1 þriðju málsgrein segir blaða-
maður Timans:
„Þessi ákvörðun Jóns er
heiðarleg, en það er siður en svo
að hún leysi nokkurn vanda,
miklu fremur eykur hún hann, þvi
aö Jón Erlendsson var sá
nefndarmaður, sem mest traust
var borið til”.
Ekki hirðir blaðamaður Tim-
ans um að geta þess, af hverjum
traustið var borið, og á meðan
annað kemur ekki fram, verður
að álita, að það sé af honum sjálf-
um. Stjórn H.S.I. er sá aðili, sem
ábyrgð ber hverju sinni á fram-
gangi mála, til þess er hún kosin
af heildarsamtökum iþróttarinn-
ar, og þar erif þeir menn, sem
mest traust er borið til hverju
sinni, til að leysa aðsteðjandi
verkefni. Hennar traust er það,
sem skiptir máli.
1 síöari hluta þriöju málsgrein-
ar keyrir um þverbak:
„Og það er sennilega Jóni að
þakka að Axel Axelsson lék með i
leiknum gegn Frökkum á sunnu-
daginn, en einhverjum i lands-
liðsnefnd hafði dottið það i hug að
setja Axel út úr landsliðinu”.
Ein ósannindin enn. Enginn af
okkur þremur landsliðsnefndar-
mönnum hefur lagt það til, að
Axel léki ekki með á móti Frökk-
um hér heima. Og ef þessu er
beint til min, sem allar líkur
benda til, þá sjá allir, sem á leik-
inn horfðu, hvort heldur i Laugar-
dalshöllinni eða i sjónvarpi, að ég
set mitt traust á Axel Axelsson
frá byrjun leiks til enda. Og trúi
þá hver sem vill, að mér hafi
komiðtilhugaraðsetja Axelút úr
liðinu
1 sjöttu málsgrein segir:
„Mál Einars er raunar dæmi-
gert um þau sjónarmið, sem ráða
ferðinni i landsliösnefnd og munu
ráða áfram, ef ekki verður gripið
i taumana”.
Þarna er skeytum beint að mér
og Páli Jónssyni fyrir þá sök að
hafa ekki viljað taka Einar út úr
landsliðinu og setja i staðinn
Stefán Gunnarsson eöa Sigurberg
Sigsteinsson , eins og Jón Er-
lendsson hefur viljað. Ekki þarf
að eyða mörgum orðum i rök fyr-
ir þvi, að hvorki Sigurbergur né
Stefán fylla stöðu Einars
Magnússonar. Ég vil mótmæla
þvi, að Einar hafi staðið sig verr
en margir aðrir, sem klæöast
landsliðspeysunni þessa dagana.
Sannleikurinn er hins vegar sá,
að til Einars eru gerðar meiri
kröfur en margra annarra leik-
manna vegna likamsyfirburða
hans.
Þá segir ennfremur i sjöttu
máisgrein:
....en þvi er ekki að neita, að
honum geta verið mislagðar
hendur um val manna i lið, hvort
sem um landslið eða félagslið er
að ræða Sömu sögu er aö segja
um innáskiptingar hans”.
Enn einu sinni er veitzt að mér
og tilraun gerð til að draga niður i
svaðið. Læða inn hjá unnendum
handknattleiks ummælum um
mig, sem ekki fá staöizt ef litið er
á staðreyndir. Blaðamanni Tim-
ans, sjálfum Alfreð Þorsteinssyni
formanni knattspyrnufélagsins
Fram.hlýturaðvera það ljóst, aö
enginn hefur valið, þjálfað og leitt
lið oftar til sigurs i meistara-
fiokki karla innanhúss en ég.
Honum má það einnig vera ljóst
að það er ekki bara heppni.
Ef leikur tapast og veldur
vonbrigðum, er oft gripið til þess
ráðs að kenna innáskiptingum
um, en horft framhjá kjarna
málsins, sem i flestum tilfellum
er geta einstaklingsins og samæf-
ing. Þeir leikmenn.sem þjálfar-
inn leggur traust sitt á hverju
sinni, eru litillækkaðir, en þeir,
sem á bekknum sitja, fá hólið, og
látið að þvi liggja, að leikurinn
hefði unnizt, ef-ef-ef.
Leikmönnum tekst misjafnlega
vel upp i einum leik eru þeir góð-
ir, öðrum lélegir. Þessi staðreynd
villir oft fyrir bæði þeim, sem
skiptir inná, áhorfandanum og
blaðamanninum. Þessi mannlegi
þáttur „amatör”- leikmanns
verður ekki lagfærður nema þá
helzt með auknum æfingum.
Frægur iþróttablaðamaður i
Englandi sat inni á „pöbb” og
sötraði sinn bjór. Vinur hans,
annar blaðamaður, settist hjá
honum.
„Eins og þú veizt, hef ég skrifað
um knattspyrnu i 20 ár, en nú er
ég að átta mig á þvi, að ég hef
ekkert vit á knattspyrnu", sagði
sá frægi iþróttablaðamaður við
vin sinn. „Nú”, sagöi vinurinn,
„hvers vegna hættirðu þá ekki að
skrifa?” „Það get ég ekki”, sagði
sá frægi, „það trúa mér allir”.
Blaöamaöur Timans þarf aö
vera varkár með penna sinn og
hafa jákvæða afstöðu til iþrótta-
mála. Meðan okkar iþróttir eru
byggðar upp af áhugamönnum og
nauðsyn ber til, aö allir leggist á
eitt með að færa iþróttirnar til
betri vegar, má iþróttaforustan
ekki sofa á verðinum og láta það
ltðast, að eitri sé spýtt inn i hreyf-
inguna til þess eins að skapa þar
sundrung og leiðindi. Draga úr
áhuga manna til að starfa. Og i
stað starfsgleði færist doði yfir
athafnir.
Iþróttafréttamenn dagblað-
anna skrifa, þegar á heildina er
litið, mjög jákvætt um handknatt-
leik og aðrar iþróttir, og eiga
þakkir inni hjá iþróttahreyfing-
unni, en þessi grein i Timanum 6.
nóv., skrifuð af Alfreð Þorsteins-
syni, var neikvæð, og fann ég mig
knúinn til andsvars.
Karl Kenediktsson.
Hibs
tapaði
í víta-
spyrnu-
keppni
Hiberniun, skoska liðið sem
sló Keflvikinga úr UEF"A-
keppni Evrópu i knattspyrnu,
náði frábærum árangri gegn
enska toppliðinu Leeds i 2.
uinferð. Hibs gerði jafnteíli,
(1:0, á heimavelli Leeds, og á
miðvikudagskvöldið skildu
liðin aftur jöfn, 0:0, i Edin-
borg. Vilaspyrnukeppni þurfti
til að skera úr um. hvort liðið
liéldi áfram I UEKA-keppn-
inni. Leeds bar sigur úr býtum
i vltaspyrnukeppninni og held-
ur þvi áfram í keppninni.
Af þessum úrslitum sést, að
Keflvikingar hafa náð mjög
góðum árangri gegn Hibs i 1.
umferðinni, bezta árangri,
sem islenzkt félagslið hefur
náð fyrr og siðar gegn at-
vinnumannaliði. Keflvikingar
töpuðu aðeins 0:2 i Edinborg,
og gerðu jafntefli, 1:1, á
Laugardalsvellinum. Mega
þvi Keflvikingar vel við una,
að hafa aðeins tapað 1:3 fyrir
Hibs, samanlagt.
að hengja
bakara fyrir smið
Ég get huggað Karl Benedikts-
son með þvi, að ótti hans um að
lenda i gini Ijónsins er ástæðu-
laus, þó að hér fylgi nokkrar linur
fremur til skýringar en andsvara.
Það hefur aldrei þótt sniðug
„taktik" að hengja bakara fyrir
smið. Og þar sem „taktikin” er
nú sterkasta hlið Karls Kene-
diktssonar, hcföi verið einfaldara
og skynsamlegra fyrir hann að
beina spjótum sínum til annarra
aðila en þeirra, er skrifa íþrótta-
siðu Timans. Það er nefnilega
upplýst, að það sem Karl Kene-
diktsson nefnir ósannindi og órök-
sluddar dylgjur, er lalinn sann-
leikur af fyrrverandi formanni
landsliðsnefndar IISI, Jóni Er-
lcndssyni. Ilér notar Karl rúss-
nesku aöferöina, skammar Al-
bani, þegar þarf að koma höggi á
Kinverja.
Nóg um það. Um önnur atriði
rikir skoðanamismunur milli min
og Karls Kenediktssonar. Hverj-
um manni er frjálst að hafa sinar
skoðanir. En varðandi það atriði,
sem snýr að stjórn HSI, þá hefur
það e.t.v. ckki komið nógu skýrt
fram, að handvömm stjórnar IISI
lá ekki i þvi, að hún heilti sér fyrir
þvi að fá Geir llallsteinsson heim
fyrir siðari leikinn gegn Frökk-
um, heldur i þvi að beita sér ekki
af alefli til að fá hann i fyrri leik-
ina gegn italiu og Frakklandi.
Það verður hver og einn að fá
að dæma um það sjálfur, hvað
telst jákvætt og neikvætt i
iþróttaskrifum. Þó hygg ég, aö
það geti varla talizt neikvætt að
ræða um mistök, sem verða við
stjórnun handknattleiksmála, i
þvi skyni að koma i veg fyrir, að
þau endurtaki sig.
Karl Benediktsson hefur beitt
sér fyrir margvislegum nýjung-
um i islenzkum handknattleik og
hefur hugmyndir um það, hvernig
megi gera hann enn sterkari. Um
þaö og fleira verður rætt við hann
i sunnudagsblaðinu.
—alf.