Tíminn - 15.11.1973, Qupperneq 7

Tíminn - 15.11.1973, Qupperneq 7
..I y.MV'iíV Fimmtudagur 15. nóvember 1973. Otgefandi Framsóknarfiokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusfmi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakiö. Blaðaprent h.f. -■ ■ ■ - ■ j Klofningur Sjálfstæðisflokksins Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins snerust á siðustu stundu gegn bráðabirgða- samkomulaginu við Breta. Hver hefði trúað þvi fyrir aðeins einni viku, að það yrðu fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, sem snerust gegn bráðabirgðalausn land- helgisdeilunnar, er 54 þingmenn vildu sam- þykkja? Þeir, sem fylgzt hafa með stjórnmálaskrif- um Mbl. undanfarin misseri og hlýtt á ræður forystumanna Sjálfstæðisflokksins, myndu hafa hlegið hátt að þvi sem argasta öfugmæli, ef einhver hefði reynt að telja þeim trú um, að hörðust andstaða gegn bráðabirgðasamkomu- lagi við Breta myndi koma frá Sjálfstæðis- flokknum. Engu að siður varð staðreyndin sú i hinum löngu og ströngu umræðum, sem urðu um mál- ið á Alþingi á mánudag og aðfararnótt þriðju- dags, að það voru ráðherrar Alþýðubandalags- ins, sem stóðu i hörðustu vörninni fyrir sam- komulagið, en þeir, sem árásirnar gerðu, til- heyrðu þingflokki Sjálfstæðisflokksins!! Þetta eiga lesendur Mbl. erfitt með að skilja, og margir munu þeir, sem enn trúa ekki augum sinum og eyrum. Og þeim verður varla láð það, þar sem Mbl. hefur látlaust hvatt til samninga og hefur marglýst yfir stuðningi við samkomulagið og talið.að Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, hafi unnið mikinn sigur i Lundúnum. Sá boðskapur fékk að sjálfsögðu aukna áherzlu, þegar öll þau samtök i sjávarútvegi, þar sem máttarstólpar Sjálfstæðisflokksins hafa tögl og hagldir, höfðu lýst yfir eindregn- um stuðningi við samkomulagsgrundvöllinn frá Lundúnaviðræðum forsætisráðherranna. Má þar nefna Félag islenzkra botnvörpuskipa- eigenda, sem mjög ákveðið og einróma lýsti yfir stuðningi, og tóku allir aðilar þess félags- skapar þátt i afgreiðslu ályktunar. Stjórn og varastjórn Líú ásamt formönnum útvegs- mannafélaga viða um land samþykkti svipað- an stuðning við samkomulagið með 21 atkvæði gegn aðeins einu. Aðilar að þessum ályktunum og ef til vill þeir, sem mestu hafa um þær ráðið, eru einmitt mennirnir, sem mótað hafa og ráðið stefnu Sjálfstæðisflokksins i sjávarútvegsmálum undanfarna áratugi. Andstaðafimm þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins á siðustu stundu, er þetta lá allt fyrir, var þvi bein árás á alla þessa menn og samtök þeirra. Þá má einnig minna á það, að Sjómanná- samband Islands sendi frá sér fréttatilkynn- ingu og ályktun um bráðabirgðasamkomulag- ið, þar sem lýst var yfir ákveðnum stuðningi við það. 1 þeirri fréttatilkynningu var enginn fyrirvari á hafður, en i stjórn Sjómannasam- bandsins á Pétur Sigurðsson sæti. Pétur var, eins og kunnugt er, einn þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem greiddi atkvæði gegn samkomulaginu! Með þessum klofningi Sjálfstæðisflokksins i stærsta máli þjóðarinnar er hann orðinn að hreinum skripaflokki. TÍMINN 7 Lewis Simons, The Guardian: Frú Bandaranaike á í vök að verjast Ástandið í Sri Lanka er mjög alvarlegt AUSTURLENZK þjóðsaga segir, að eitt sinn hafi fimm blindir menn hitzt á förnum vegi og ákveðið að elda sam- eiginlegan kvöldverð. Þeir komu sér saman um að láta hnéfafylli hver af hrísgrjónum I sama pottinn. Hver um sig ákvað svo að bregðast sam- komulaginu fyrir sitt leyti, og árangurinn varð sá, að ekki var annað en soðið vatn i pottinum, þegar til átti að taka. tbúar Sri Lanka (áður Cey- lon) í Indlandshafi eru 13 milljónir. Farið hefir fyrir þeim liktog blindu mönnunum i þjóðsögunni, sem sviku sjálfa sig með því að svikja hver annan. Þeim hefir nú orðið ljóst, að þeir hafa svikizt of lengi um útákastið i pottinn, tekið úr honum, án þess að i hann væri látið, unz ekkert er eftir. ÞESSI sannleikur varð lýð- um óþægilega ljós um daginn, þegar frú Sirana Bandaran- aike forsætisráðherra brá út af kosningaloforðum sinum. Hún minnkaði um þrjá fjórðu skammt landsmanna af ókeypis hrisgrjónum, hóf skömmtun á hveiti, minnkaði sykurskammtinn og hækkað verulega verð á öðrum mikil- vægustu matvörum, þar á meðal brauði. Sú varð raunin i höfuðborg- inni Colombo, að ibúarnir söfnuðust fyrir dögun á morgnana i biðraðir við út- hlutunarstaðina. Þarna stóöu þeir og stóðu fram eftir öllum degi i steikjandi sólarhita og biðu eftir hinum litla viku- skammti af matvælum. Stjórnarandstæðingum þótti bera vel i veiði og hófu að skipuleggja óhlýðnibaráttu borgaranna, en rikisstjórninni tókst að halda öllu i skefjum. ASTANDIÐ i Sri Lanka er mjög alvarlegt. Forsætisráð- herrann hefir takmarkað svo afhendingu ókeypis matvæla, að nærri stappar stöðvun, en fjölmargir Ceylonbúar hafa löngum talið slikt jafngilda sjálfsmorði i stjórnmálum. Tilgangur frúarinnar er að binda endi á þá háttu að verja öllum tiltækum erlendum gjaldeyri til matvælakaupa og forða rikinu blátt áfram frá gjaldþroti með þessum hætti. Akvörðun forsætisráðherr- ans er þó ekki sprottin af hug- rekki, enda þurfti þess ekki með. Ekki var annars kostur en að hverfa frá áætlun rikis- stjórnarinnar um velferð þegnanna frá vöggu til grafar, ef leitast átti við að forða bráðu efnahagshruni. 1 fjárhirzlum rikisins var jafnvirði 16 milljóna sterlings- punda af erlendum gjaldeyri, en það hrekkur aðeins fyrir mánaðarforða af erlendum nauðþurftum landsmanna, eins og notkun var háttað. Svo knappur fjárforði þykir stappa háskalega nærri þroti, jafnvel meðal vanþróaðra þjóða. AÐ óbreyttum fjögurra punda vikuskammti lands- manna af hrisgrjónum og hveiti blasti beint við, að birgðir i landinu og vörur á leið til landsins erlendis frá yrðu þrotnar með öllu i lok desembermánaðar. Gert er ráð fyrir, að fenginn og pantaður forði hrökkvi fram i marz, þegar búið er að skera Frú Baiularanaike skammt einstaklings af ókeypis hrisgrjónum niður I pund á viku og takmarka leyfð hveitikaup á kostnaðarverði rikisstjórnarinnar einnig við pund á viku. Ný hrisgrjóna- uppskera er einmitl væntan- leg i marz, en matarskortur verður, unz hún kemur á markaðinn. Hvað veldur sliku öngþveiti á Sri Lanka? Einn af erlend- um ibúum landsins hefir sagt það „allt að þvi ósæmilega frjósamt”. Hvernig getur á þvi staðið, að slikt land getur ekki brauðfætt börn sin? Skylt er að játa, að mjög óvenjulegir óþurrkar i tvö ár hafa dregið verulega úr upp- skeru hrisgrjóna. Ort hækk- andi verð á matvælum á heimsmarkaði kom jafn framt i veg fyrir, að rikis- stjórn landsins gæti fyllt korn- forðabúr sin með innfluttri kornvöru, en landsmenn eru orönir vanir þeim rándýra munaði. MEGINSKÝRINGIN á erfiðleikunum á Sri Lanka er þó annars eðlis. Keppandi stjórnmálaflokkar á eynni hafa keppt i mat og velferð, hver stjórnin tekið viö af ann- arri og flokkarnir yfirboðið hvor annan,unz þeir réðu ekki neitt við neitt. Óánægöur kaupmaður i Colombo sagöi um þetta: „Hér hjá okkur hef- ur maturinn alltaf ráðið mestu um stjórnmálin og þau snúizt um matinn”. Aðalflokkarnir eru tveir, stjórnarflokkur frú Bandaran- aike, Frelsisflokkur Sri Lanka, og stjórnarandstöðu- flokkurinn, Sameinaði þjóðar- flokkurinn. Hvor um sig hefur gefið hinum menntuðu og há- pólitisku kjósendum há- stemmd loforð, þegar hann var i stjórnarandstööu. Þegar sigur var unninn, varð stjórnarflokkurinn hverju sinni að eyða enn meira fé en áður til þess að standa við kosningaloforð sin, einkum til kaupa á hrisgrjónum og hveiti. Með timanum hafa bændur slegið slöku við framleiðsluna af misskildu öryggi vegna si- aukins örlætis stjórnarvald- anna. Þau létu ókeypis lyf fylgja öðrum rausnarlegum rikisframlögum, og menntun á háskólastigi er ókeypis. ÞEGAR Sameinaði þjóðar- flokkurinn var siðast við völd, fyrir kosningarnar 1970, af- nam hann innflutning á kartöflum og skoraði á bænd- ur landsins að auka kartöflu- framleiðsluna. Flokkur frú Bandaranaike réðst með of- forsi á rikisstjórnina og sakaði hana um tilraun til að svelta þjóðina. En kartöfluþörf landsmanna var fullnægt fyrr en varði. Nú hefur taflinu verið snúið við. Mynduð var samfylking þriggja flokka undir forustu frú Bandaranaike, og vann hún óvæntan stórsigur i kosningunum 1970, með þvi að lofa tvöföldun á vikulegum skammti landsmanna af ókeypis hrisgrjónum. Frú Sirama Bandaranaike er nú 57 ára. Hún varö for- sætisráðherra fyrst kvenna hér I heimi árið 1960, þegar hún tók við af Salomon, manni sinum, sem var my rtur. En nú er svo komið, að hún getur ekki staðið við loforð sin. Hún reynir að. eggja bændur lil dáða og knýja landsmenn til þess að fullnægja hrisgrjóna- þörf sinni fyrir lok næsta árs, en hrisgrjón eru aðalfæða landsmanna. Og nú eru þaö forustumenn Sameinaða þjóðarflokksins, sem hrópa: „Svik”. HVORKI er sanngjarnt né sannleikanum samkvæmt að kenna frú Bndaranaike einni um erfiðleikana, og raunar er ekki neinni einni rikisstjórn um að kenna. Sú staðreynd ræður hér mestu um, að markaðsmöguleikar ibúa Sri Lanka fyrir aðalútflutnings- vörur landsins, te, gúmmi og kókoshnetur, hala farið versn- andi um alllangt skeið hvar vetna um heim. Útflutningur á miður verð- mætum skrautsteinum hefur aukizt að mun siðustu árin og lofar góðu i framtiðinni, en þrátt fyrir það hefir verðmæti útflutnings frá Sri Lanka stað- ið i stað og nemur 120 milljón- um sterlingspunda á ári. Mat- væli ein eru flutt inn fyrir fast að 80 milljónum sterlings- punda. Erlendar skuldir nema um 100 millj. sterlingspunda, og rikisstjórnin verður að taka ný lán til að greiða þau gömlu. Það gefur auga leiö, að litið verður afgangs til að efla hvers konar framfarir. SKORTUR á matvælum og erlendum gjaldeyri eru þó ekki einu erfiðleikar lands- manna. Atvinnuleysingjar eru orðnir um milljón, og kveður mest að atvinnuleysinu meðal ungra menntamanna. Fyrir hálfu þriðja ári efndi þetta vonsvikna, unga fólk til upp- þota, sem ollu miklum blóðs- úthellingum um allt land, áður en herinn kvað þau niður. Enn er þjóðin ekki búin að ná sér eftir þetta áfall. „Við höfum allt, sem til þarf”, segir ungur blaðamað- ur I Colombo. „Við eigum gott land, vatn og mannafla. Þessu er öllu til að dreifa, en okkur hefur ekki enn tekizt að beina þvi saman og nýta það. Það er blátt áfram til skammar”. TK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.