Tíminn - 15.11.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.11.1973, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. nóvember 1973. TÍMINN 5 BAHÁÍAR GEFAÚT KYNNINGARRIT ÚTER KOMIN' á vegum þjóöráðs Rhá’ia á íslandi bókin ,,Og sólin ris’’ eftir William Sears. Bók þessi fjallar um sögu Bahá’í- trúarinnar fyrstu ár hennar. allt frá þvi að hinn fyrri af tveimur spámönnum hennar, bábinn, kunngerði köllun sina í Persiu 1844, og þangaö til hann var liflát- inn sex árum siðar, þritugur að aldri. Höfundur bókarinnar var kunnur útvarps- og sjónvarps- maður i Bandarikjunum, en hætti þvi starfi og hefur siðan helgað * Ovenju- leg hljóm- plata á markað- inn BLAÐIÐ hefur fregnað að á næstunni sé von á hljómplötu á markaðinn, sem hlotið hefur nafnið „Skaup 73''. Plata þessi, sem einnig hefur verið kölluð „partiplatan 73” er stór plata og meðal skemmti- krafta, sem þar koma fram eru Guðrún A Simonar, Hrafn Páls- son, Karl Einarsson og nokkrir meðlimir sinfóniuhljómsveitar- innar. Platan mun koma á mark- aðinn um næstu mánaðarmót, að þvi að sagt er. sig kynningu á Báhá’i-trúnni viða um heim. Bók sú, er nú kemur út á islenzku, hefur verið þýdd á öll helztu tungumál heims og er eitt aðgengilegasta kynningarrit um forsögu Bahá’i-trúarinnar, er völ er á, vegna hins ljósa máls og lipru frásagnar, sem er aðall bókarinnar. Hún er hin fyrsta af þremur bókum, sem fjalla um spámenn Báhá’i-trúarinnar. Aður hefur komið út á islenzku „Þjófur á nóttu”, eftir sama höfund. Sears skiptir bók sinni i nitján kafla, sem rekja i meginatriðum hið umbrotasama spámanns- timabil bábsins. Þar segir frá helztu lærisveinum hans, blóðug- um og miskunnarlausum ofsókn- um á hendur þeim, og að lokum hinum einstæða fórnardauða sjálfs frumherjans. t viöauka og eftirmála við bók sina segir höfundur frá spádóm- um i helgiritum allra trúarbragða heims, sem hann telur benda til þeirra viðburða, sem lýst er i bókinni. „Og sólin ris” er 250 blaðsiður, prentuð i prentsmiðju Jóns Helgasonar. Káputeikningu gerði Max Bossi. Bókin verður til sölu i bókabúðum og hjá þjóðráði Bahá’i á tslandi, Óðinsgötu 20. Sýning í glugga AAálarans Baldvin Árnason listmálari, sem meöal annars var höfundur þjóöhátiöarmyndarinnar á sögusýningu i Menntaskólanum i Keykjavík hér á árunum, sýnir um þessar mundir myndir i glugga Málarans við Bankastræti. Stendur sýningin fram á mánudag, og er þetta sölusýning. Vcgna þess, að ekki komast nema þrjár myndir I gluggann I scnn, skiptir listamaðurinn um myndir annaö veifið. — Myndin, sem hér fylgir, er af einu málverka hans. Undirbúningur að Jökulsdrvirkjun: Borinn skilinn efti sé til taks að vori nyðra svo hann OLÍA hækkar sifellt i veröi, og enginn veit, hvar sú veröhækkun lætur staðar numið. Aður en til þessara tiðinda dró, var þörf fyrir aukna raforku i landinu orðin mjög knýjandi en verðhækkunin á oliunni hefur það i för með sér, að sú þörf verður ennþá bráðari en ella, bæði til iðnrekstrar og húsa- hitunar. Rannsóknum vegna nýrra virkjana er þvi hraöað mjög. — Meðal stórframkvæmda af þessu tagi, er verið hafa mjög á dagskrá um alllangt skeið, er virkjun Jökulsár á Fjöllum. — Við vorum i sumar i tvo mánuði við jarðboranir og jarð- fræðilegar athuganir þar nyrðra, sagði Oddur Sigurðsson, jarð- fræðingur hjá Orkustofnun, er við spurðum hann um rannsóknirnar þar. Eins og menn rekur minni til fórum við með tæki i þyrlu mður i Jökulsárgljúfur hjá Hafragils- fossi, þar sem við boruðum tvær holur. Borinn skildum við eftir nyrðra, þegar við lélum staðar numið i sumar, og af þvi má ráða, aðfyrirhugað er að halda borun- um áfram næsta sumar. Jökulsárvirkjun sú, sem nú er höfði í huga, er ekki bundin við Dettifoss, hélt Oddur áfram, heldur er ætlunin að stifla ána ofan við Selfoss, sem er litlu ofar en Dettifoss, og leiða vatnið eftir skurði niður vesturbarm Jökuls- árgljúfurs að Hafragilsfossi, þar sem það á að steypast niður brött göng að stöðvarhúsi við Hafragilsfoss. Með þesum hætti mun nýtast 140 metra fall. Nýtt jólakort frá Ásgrímssafni JÓLAKORT Ásgrimssafns á þessu ári er gert eftir vatnslita- myndinni ÚR SKÍÐADAL. Mynd þessa málaði Asgrimur Jónsson árið 1951, i siðustu ferð sinni til Norðurlands. í endurminningum sinum segir hann m.a. um þennan norðlenzka dal: „Skiðadalur er einn þeirra staða, sem ég mundi hafa kosiö að kynnast miklu fyrr, og fegurri dal getur naumast á þessu landi" . Þetta nýja kort er i sömu stærð og hin fyrri listaverkakort safnsins, með islenzkum, dönskum og enskum texta á bakhiið, ásamt ljósmynd af Asgrimi, sem ósvaldur Knudsen tók af honum árið 1956. Mýndiðn sá um ljósmyndun, Litróf gerði myndamót, en Vikingsprent hf. annaðist prentun. Einnig hefur safnið látið endurprenta kortið úr Fljótshlið, en það hefur verið ófáanlegt i nokkur ár. Nokkuð af hinum fyrri listaverkakortum Asgrimssafns eru enn til sölu. Verð kortanna er mjög i hóf stillt. Það er venja Ásgrimssafns aö byrja snemma sölu jólakortanna til hægðarauka fyrir þá, sem langt þurfa að senda jóla- og nýárskveðju, en þessar litlu eftir- prentanir má telja góða land- kynningu. Eins og fyrr hefur verið frá sagt, er ágóði kortasölunnar notaður til greiðslu á viðgerð og hreinsun gamalla listaverka i safninu, en slik vinna kostar mikið fé. Listaverkakortin eru aðeins til sölu f Ásgrímssafni, Bergstaða- stræti 74, og- i verzlunum Rammagerðarinnar i Hafnar- stræti 17 og Austurstræti 3. Ásgrimssafn er opið sunnu- daga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1,30-4. 4 Hunter De Luxe ’74: Vandaöur og rúmgóöur. Sameinar orku (1725ccvél) og sparneytni (101 á 100 km). Sérlega hagstætt verö, frá kr.408 þús. Allt a sama Staó Laugavegi 118-Simi 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.