Tíminn - 15.12.1973, Side 6
6
TÍMINN
Laugardagur 15. desember 1973.
Þorvaldur Árnason:
Hugleiðingar um her
Hugvekja i 4 þáttum
HERSTÖÐVAMALID getur nú
með sanni talizt vera mál mál-
anna, þegar um sjálfstæöi Is-
lenzku þjóöarinnar er aö ræöa.
Þetta er afar umfangsmikiö
mál og vert þess aö menn velti þvl
vandlega fyrir sér og ræði sin á
milli og myndi sér sjálfstæða
skoðun út frá sinni eigin sann-
færingu og beztum fáanlegum
forsendum. Það er von min, að
þessar hugleiöingar minar megi
ýta dálitið við þeim, sem enn sofa
og láta aðra um að hugsa fyrir
sig.
1. þáttur: Mælt fyrir
munn islenzks góðborg-
ara á fullveldisdegj ís-
lands
(Leturbreytingar og athuga-
semdir innan sviga eru frá rödd
hrópandans i eyðimörkinni)
,,t augum okkar íslendinga,
sem muna timana tvenna, er her
gjöf af himnum ofan. Hann kem-
ur á dögum atvinnuleysis og
eymdarog gefur fátækum erfiðis-
yinnu og rikum auð, konum elsk-
huga og börnum sælgæti, allir fá
eitthvað viö sitt hæfi. Allir verða
ánægöir, nema einstaka skáld og
sérvitringar (hugsjónamenn).
Stundum heyrum við samt
fréttir utan úr löndum af fólki,
sem hefur aðrgr skoðanir á her,
ef til vill að fenginni annarri
reynslu (skyldi þó ekki vera?).
Til dæmis i Grikklandi og Chile er
mörgum (hér mun átt við alþýðu
manna) meinilla viö herinn og
láta heldur drepa sig en að sýna
hernum tilhlýðilega virðingu (al-
gjöra undirgefni). En þar eru lika
aörir (hér mun átt við stóreigna-
menn og þeirra skósveina), sem
beinlinis elska herinn, enda eiga
þeir allt sitt honum að þakka,
eignirnar og jafnvel lif sitt. Trú-
lega væri hann Onassis annað
hvort landrækur eða þá stein-
dauður, ef herinn hefði ekki tekið
I taumana i tima. (Stjórnarfarið i
Grikklandi var að þróast til
vinstri, þegar herinn gerði sina
byltingu og eignarnám heföi orðið
eina raunhæfa leiðin til að bæta
kjör almennings).
Það er alltaf dálitið erfitt að
skilja hér, það eru svo margir
leyndardómar i kring um hann. t
Sviþjóð urðu margir ruglaðir i
riminu fyrir skömmu, þegar þrir
blaðamenn einhvers
kommúnistablaðs (FIB Kultur-
front) héldu þvi fram, aö stofnun
innan hersins heföi um árabil
njósnaö fyrir útlendinga um
ýmsa óvini þeirra, svo sem ýms-
ar þjóöfrelsisfylkingar og skæru-
liða (fólk, sem berst fyrir frelsun
lands sins úr klóm nýlendukúg-
ara). Einnig áttu þeir að hafa
njósnað um innlenda kommúnista
og verkalýðsfélög, svo að stjórn-
völd gætu fylgzt með, að ekkert
ósæmilegt færi þar fram.
En allir heiövirðir (heiðvirðir
= heiðrikir) borgarar létu þetta
smámál alls ekkert á sig fá, enda
engin ástæða til þess (eða hvað? ).
Kommúnistablöð ljúga alltaf, og
þar að auki er vel trúlegt, að
þessir óforskömmuðu, blaða-
menn hafi veriö útsendarar
Rússa (Rússagrýlan vinsæla).
Sænsk stjórnvöld tóku þetta
mál föstum tökum og létu varpa
blaöamönnunum i fangelsi
(prentfrelsi I praksis).
A þvi leikur enginn vafi, að viö
Islendingar þurfum að vera i
varnarbandalagi og hafa varnar-
lið i landinu. Þótt allir herir séu i
eðli sinu varnarliö, þá getur alltaf
brotizt út striö, þar sem varnar-
herir þurfa að verja hagsmuni
landa sinna hvor fyrir öðrum og
þetta gerist oft utan heimkynna
þesara herja. Svo þarf stundum
að vernda aðrar þjóðar gegn
einhvers konar villutrú, einkum
vinstrivillunni. Já, það er allt
strið i raúninni varnarstrið. T.d. i
Vietnam-striðinu höfðu báðir
aðilar sitt að verja. Bandarikja-
menn voru að verja hagsmuni
sina i Indókina með þvi að verja
Vietnama gegn kommúnisma
(brjóta á bak aftur hreyfingu al-
þýðunnar til frelsunar landi sinu
undan erlendum og innlendum
blóösugum) og Vietnamar væru
að verja land sitt gegn erlendri
Ihlutun (alveg hárrétt).
Já, við þurfum svo sannarlega
aö hafa varnarliö. Frændur okkar
Norðmenn, sem alltaf hafa verið
okkur til fyrirmyndar á öllum
sviöum (viö öpum allt eftir þeim
gagnrýnislaust), eyöa tals-
verðum hluta þjóðarteknanna til
aö halda uppi varnarher. Þó svo
aö Bandarikjamenn láti þeim i té
ókeypis ráðgjafa og lærifeður
(sem I raun ráöa mestu i hernum)
og slatta af tækjum, þá er herinn
sjálfur skipaöur Norðmönnum og
kostaður af norska rikinu. En
Norðmenn eru smáþjóö og verða
að sniöa sér stakk eftir vexti og
hafa þeir hannað her sinn þannig,
hafa hannaö her sinn þannig, að
hann á aö geta varizt Rússum eða
tafið fyrir þeim i 24 k5lt. Það sést
bezt á þvi, hve bara 24 tima vörn
er mikils viröi (að dómi norskra
hermangara) aö Norðmenn skuli
fórna mörgum prósentum af
þjóðartekjunum ár hvert, svo og
öllum (heilbrigðum karlmönnum
(úr lágstéttum), ef til striðs
kæmi, til aö verjast með dæmd
(eins og þaö heitir), þó ekki sé
nema I fáeina klukkutima. Aö
þessum sólarhring liönum ættu
þá bræöraþjóðirnar i vestri að
vera komnar á vettvang og tækju
við aö berja á Rússum og eftir
þaö þyrftu Norömenn bara að
lána landið sitt fyrir vigvöll.
(Þetta myndi þýöa landeyðingu
og óskapleg manndráp. Annað
mál er þaö, að Rússar myndu
aldrei ráðast inn i Noreg, nema ef
einhvert Nató-riki hefði ögrað
þeim sérstaklega, en það er mjög
ótrúlegt, að Noregur yrði til þess.
Þvi er Noregur dæmigerður
pislarvottur).
En viö tslendingar erum fáir,
20sinnum færri en Norömenn , og
ef við settum markið jafnhátt og
Norðmenn, miöaö við höfðatölu,
þ.e 1. klst og 12 minútur vörn, þá
hefðum við oröiö aö eyða til þess
það miklu fé, að við vildum
ógjarna fara þá leiö. En á það
hefur ekki reynt, þvi vinaþjóðir
okkar hafa af mikilli rausn haldið
okkur hér i 3 áratugi allt frá þvi
að við urðum sjálfstæð þjóð (?)
Nú höfum við hér her, sem auk
þess að heita varnarlið, hefur
orðið tekjuling fyrir marga okkar
mest metnu menn (metnum
eftir eignum). Þó svo að stað-
reyndin sé sú, að þessi her geti
engan veginn varið okkur fyrir
Rússum i 1 klst og 12 minútur og
sé alls óhæfur til að verja okkur
gegn Bretum og öðrum banda-
laesbióðum okkar (ekki veitti þó
af), en hafa bara það hlutverk að
njósna um feröir Rússa, þá gerir
það ekkert til. Herinn heitir jú
varnarlið og hvers vegna getur
fólk þá ekki trúað þvi, aö hann sé
hér til að verja okkur? Reyndar
hafa einhverjir haldið þvi fram,
aö okkur tslendingum stafi bara
hætta af þessari herstöð, þvi að
Rússar hlytu að reyna að eyöi-
leggja þessa njósnastöð sem
fyrst, ef strið skylli á og gætu þá i
leiðinni sprengt i loft upp allt
þéttbýli á Reykjaneskjálkanum
og þar með 60% af fólkinu og 90%
af þjóðarauðnum. En slikar stað-
hæfingar hafa verið bornar til
baka af mikilli hörku (aðallega
heilaþvottaraðgerðin) i biaði
allra landsmanna, Morgun-
blaðinu, og er þvi ótrúlegt að
slikar skoöanir eigi trúnað
margra (enda þótt þær séu mjög
góðar og gildar).
Nei, við ,,sjálfstæðis”-menr
munum berjast til siðasta stór
kaupmanns fyrir að varnarliðið
fái að sitja hér i friði- sem og
ófriði — til styrkingar Islenzku
auðvaldi, þvi að þannig verður
Islenzkt lýðræði bezt tryggt (lýð-
ræði merkir hér stjórnkerfi, þar
sem raunverulegir valdhafar
telja lýðnum trú um að hann ráði
öllu). Það er aldrei að vita nema
alþýðuskrillinn gæti óhlýðnazt
réttkjörnum (og réttbornum)
yfirvöldum og verið með uppsteit
eða jafnvel uppreisn. Væri þá
ekki gott að geta leitað suður á
Miðnesheiöi og fengiö aðstoð sér-
þjálfaðra manna búnum nýtizku
verkfærum til að berja á slikum
uppreisnarseggjum? Það hefur
komið sér vel fyrir rikisstjórnir
margra þróaðra rikja (rikja með
háþróuðu auðvaldsskipulagi) að
geta leitað til hersins, þegar ai-
þýðan hefur ógnað kerfinu með
kröfum um jafnrétti. ( Hér er
komiö aö aöaltilgangi hers, sein
er — aö styöja viö þjóðfélags-
kerfi, sem hefur misst fótanna og
riöar til falls).
Her er mjög hentugt tæki til að
tryggja öryggi auðvaldskerfisins.
Þaö er þannig uppbyggt, að það
er nóg að kaupa fáeina æðstu
kokkana til að gera þaö, sem gera
þarf, þvi að æðstu menn hersins
geta gefið skipanir til undir-
manna sinna, án þess aö þurfa aö
réttlæta þær eöa útskýra á
nokkurn hátt. Heragi er heragi. 1
æðstu stööur hersins veljast
venjulega gallharðir ihaldsmenn,
sem vinna slik verk af einlægni.
Svo er lika margfalt ódýrara að
kaupa fáeina herforingja, jafnvel
þótt þeir væru dýrkeyptir (her-
foringjar eru vel borguö stétt), til
að láta herinn lækka rostann i
óánægöri alþýðunni, heldur en að
þurfa aö kaupa stóran hluta al-
þýðunnar til sátta með kaup-
hækkunum eða jafnvel stjórnar-
farslegum tilslökunum.
2 þáttur:
Vöngum velt
Þaö er eftirtektarvert, hvernig
merking margra orða er
afskræmd, þegar þau eru notuð i
blekkingarskyni (sbr. aths. innan
sviga i 1. þætti) Sorglegt er að
hugsa til þess, aö margir láti
blekkjast á þennan hátt.
1 1. þætti gerist góðborgarinn
allopinskár undir lokin, meira en
gerist yfirleitt um herunnendur
opinberlega. Þessu likt má þó oft
lesa milli linanna i Morgun-
blaðinu og þótt viöa væri leitaö.
Svo er það ekkert launungarmál,
að Nató-samningurinn gerir ráð
fyrir að bandalagsþjóðir megi
gripa inn i, ef stjórnmálaþróunin i
einhverju aðildarlandinu er
á mo'ti skapi. Fer maður nú ekki
að skilja, hvers vegna islenzkum
hægrisinnum er svo umhugað að
halda hernum kyrrum i
landinu ? Það er ekki bara
gróðinn, sem vakir fyrir þeim,
þótt vissulega sé hann sumum
valdamiklum aöilum mikils virði.
Hvert stefnir meö islenzkt sjálf-
stæði? Getur islenzk alþýða
nokkru þar um ráðið hvernig hún
vill móta og þróa sitt eigið þjóð-
félag? Ráðum við þvi sjálf
hverjar þjóðir við teljum vini
okkar og hverjar ekki?
Við tslendingar erum ófrjáls
þjóð i ófrjálsu landi meðan við
sitjum i Nató og höfum hér
erlendan her. Væri ekki vel
viðeigandi að minnast 1100 ára
afmælis tslandsbyggðar með þvi
að vinna sigur i sjálfstæðisbarátt-
unni okkar, væri það ekki öllum
skrautsýningum og snobbsam-
komum verðugra? Þá ættum við
þess kost að ákveða samkvæmt
eigin samvizku að hve miklu leyti
við vildum vera samábyrgir
meðreiðarsveinar mestu
nýlendukúgara okkar tima.
3. þáttur: Áskorun til
þeirra, sem ennþá sofa:
Vaknið og takið afstöðu til þessa
mikilvæga máls og látið i ykkur
heyra. Þetta er ekki neitt
feimnismál og þvi siður mál
fáeinna valdamanna. Þetta er
mál okkar allra.
4. þáttur:
Spurning dagsins:
Verður herinn látinn fara?
Þorvaldur Arnason
.g|Sfe|*.
tiuStfiu
ENN EIN
JÓLABóK FRÁ HILMI
HILMISBÓK
ER VÖNDUD BÓK
Varahlutir
Cortina, Volvo, Willys, Aust-
in Gipsy, Land/Rover, Opel,
Austin Mini, Rambler,
Chevrolet, Benz, Skoda, Tra-
bant, Moskvitch.
Höfum notaða varahluti i
þessar og flest allar eldri
gerðir bila meðal annars:
Vélar, hásingar og girkassa.
Bilapartasalan
Höföatúni 10, simi 11397.
Endurminningar
Fridriks Gudmundssonar
Seinna bindi þessarar
merku minningabók-
ar er komið út. Gils
Guðmundsson hefur
séð um útgáfuna og
fylgir síðara bindinu
nafnaskrá yfir bæði
bindin.
Enginn þeirra, sem unna íslenskri menningu og sögu,
getur látið þessa bók fram hjá sér fara. Nokkur ein-
tök af fyrra bindinu eru ennþá fáanleg í bókaversl-
unum VÍKURÚTGÁFAN
Sögusafn Heimilanna
AONCi M.
KVNLffi filfTING
tiÓCUSALN HCIMILANNA
»ÓOU»AFW 44CIMILAWWA
Kynleg gifting
cftir Agiics M. Elcming cr 12. bók-
in í bókaflokki Sögusafnsins. IIún
cr cin af Jk'ssuiu „góðu gtinilu siig-
um“ scm alltaf eru nýjar og vin-
sælar. Bókin cr 367 blaðsíður og
bundin í fallcgt. band.
Arabahöfðinginn
eftir E. M. IIull cr 13. bókin í sama
flokki. Þctta cr ein liin viiisælasta
skcmmtisaga, scm komið befur út
liér á landi. IIún cr 221 blaðsíða
og innbundin í samskonar band og
aðrar bækur í þessum flokki.
■» i i .sfcw.* - -
; hystih ’
Systir Angela
eftir George Slicldon var 2. bókin í
bókaflokki Sögúsafnsins, en scldist
upp á skömmum tíma. Ilún er nú
komin út á ný og liefur verið send
bóksölum um land allt.
SÖGUSAFN HEIMILANNA