Tíminn - 16.12.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. desember 1973.
TÍMINN
7
—
Ylhýr
blær,
sem
heillar
öll börn
Kári Tryggvason:
Skemmtilegir skóla-
dagar.
Úlla horfir á heiminn.
Isaf oldarprentsmið ja.
Barnasagan, Skemmtilegir
skóladagar, eftir Kára
Tryggvason, kom út fyrir tiu
eöa ellefu árum og hlaut þá þeg-
ar svo miklar vinsældir ungra
lesenda, eins og flestar aðrar
barnabækur þessa höfundar, að
hún hefur ekki verið fáanleg á
markaði siðustu árin. Þvi kem-
ur hún i annarri útgáfu með
teikningum Odds Björnssonar
eins og fyrra sinnið, en Benedikt
Gunnarsson hefur gert kápu-
teikningu, hvort tveggja ágæt
verk eins og sagan.
t þessari sögu sýnir höfundur
ungum lesendum sinum inn i
óvenjulegan heim — óvenjuleg-
an þeim, sem nú sitja á skóla-
bekk, en kunnuglegan og hug-
þekkan þeim, sem áttu þvi láni
að fagna á barnsárum að njóta
kennslu góðs farkennara i sveit.
Þá gerðust ævintýri, sem aldrei
gleymast, og sá skóli gat verið
ævintýri börnum jafnt sem
kennara, þar sem vel tókst til.
Slfk kennsla fór oft fram á stór-
um heimilum, þar sem nokkrar
vetrarvikur rikti gleði, fjör og
eining andans. Kappið við nám-
ið var stundum með ólikindum
og árangurinn eftir þvi. Allt
varð skóli — heimilisfólkið,
búskapurinn, kennslan og
samlifið.
Það er barnasaga af slikum
vetrartima, sem Kári segir i
þessari sögu, og það er gert af
slikum næmleik og þekkingu á
þessu skólasamfélagi, að eng-
um dylst, að þar fjallar um sá,
sem til þekkir af eigin reynslu.
Þess er varla að dyljast, að höf-
undurinn er hálfur heima i
Bárðardal i þessari
sögu, þar sem hann var sjálfur
sveitarkennari fyrr á árum og
leysti það starf af hendi svo að
orð fór af. Inn i söguna vefst
skemmtilegt ævintýri um
heimasvan, sem elst þar upp á
bæ og verður mannvanur, en
hlýðir þó köllun lifs sins, þegar
kynbræður kalla. Söguhetjurnar
eru annars kunnar úr öðrum
barnasögum Kára.
Hin sagan er ný af nálinni —
Úlla horfir á heiminn. Þetta eru
raunar nokkur hversdagsleg
ævintýri af þvi, hvernig barnið
nemur umhverfi sitt og þroskast
til skynjunar á lifinu. I þessum
smámyndun felst margvisleg
fræðsla, sem ekki er þrengt að
lesandanum, heldur kemur til
sögunnar af brýnni nauðsyn. Og
þarna hefur Kári sama lagið og
oftast áður — að lifga frásögn-
ina með gamansömum smásög-
um, skritlum og ævintýrum.
Fáir kunna slikan samleik bet-
ur. Yfir öllu er þessi ylhýri blær,
sem heillar hvert barn. Málfar-
ið er auðskilið, setningarnar
stuttar og ljósar, en orðafar er
þó fjölskrúðugt og stillinn lipur,
hvergi auðveldað um of. Þetta
meðalhóf kann Kári lika, svo að
varla bregzt. Það er óhætt að
mæla með þessari bók handa
börnum, sem farin eru að
stauta.
Sigrid Valtingojer teiknaði
kápu og myndir, sem eru af-
bragðsgóðar, einfaldar, sannar
og listrænar. Þetta er undur
geðþekk barnabók.
— AK.
Cjðv§9lL9
Þú kaupir ekki
Volvo vegna
útlitsins
Volvo selst fyrst og fremst vegna traustra eiginleika, jafnt í byggingu
sem í akstri. Enda tala sölutölur í Volvo veröflokki sínu máli:
BÍLAR í VOLVO VERÐFLOKKI 1972 SELDIR:
1. VOLVO 140 381
2. TOYOTA CORONA 161
3. FORD MERCURY 124
4. SAAB 99 79
5. OPEL REKORD 68
6. CITROÉN DS 66
7. CITROÉN GS 57
8. PEUGEOT 504 505 52
9. TOYOTA CROWN 47
10. CHEVROLET NOVA 35
Volvo öryggi er meðal annars:
D>
CO
£Z
cn
Innbyggöur öryggisbiti í öll-
um hurðum til varnar í
hlióarárekstrum.
Öryggispúöi í miöju
stýrinu. I árekstri gefur
stýrisbúnaöurinn eftir
á tveim stööum, auk
þess sem púðinn ver
ökumanninn fyrir
meiðslum.
Stillanleg stólbök búin sérstökum
öryggislokum, sem gefa eftir við
mikinn þrýsting, t.d. ef ekiö er
aftan á bifreiöina.
Hemlakerfi, löngu heims-
þekkt sem eitt hiö örugg-
asta, sem til er.
Þríhyrningsvirkni tvöfalda
kerfisins í Volvo heldur 80%
hemlunargetu, þó aö annað
kerfiö bili skyndilega.
Farþegarými, sem er hannaö innan í niösterka öryggisgrind,
til verndar ökumanni og farþegum.
ÞAÐ ER KOMIÐ
í TlZKU AÐ FÁ MIKIÐ
FYRIR PENINGANA
SUÐURLANDSBRAUT 16. SÍMI 35200
Viö tökum notaða bila upp í greiöslu á nýjum. Athugið lánakerfi Veltis h.f.