Tíminn - 16.12.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 16.12.1973, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunnudagur 16. desember 1973. Sunnudagur 16. desember 1973. TÍMINN 21 Aft sögn borgarverkfræöings má búast viö, ef núverandi áætlanir haldast, aö Austurstræti veröi fullbúin sem göngugata voriö 1976. Austurstrætiö er forljútt eins og er, — vart veröur annaö sagt. llrislupottarnir, sem dritaö er niöur hcr og þar á gölunni eru gersamlega út í hött og áreiöan- lega fáum eöa engum til augna- yndis. En livaö er hægt aö gera viö Austurstræti, svo þaö bcri nafniö göngugata meö réttu? Aö dúmi undirritaös var þetta gamla stræti jafnvel viökunnarlegra, meöan bilarnir ösluöu þar um, en uú er. Aö þramma eftir malbikinu meö þverhnipta steinsteypu á báöan liliöar og ekkert annaö er ekki sérlega viökunnanlegt. Eöa hverjum finnst þaö. Eins og einn viömælenda okkar vék aö,ein- kennist islenzkur arkitektúr og skipulag á seinni timum ööru fremur af kulda Noröurpúlsins, 90 gráöu hornum og beinum línum, hagsýni og slöast en ekki sizt fádæma (I mörguin tilfellum) skammsýni og einstrengings- hætti. Ilér var ætlunin aö fjalla örlltiö uin göngugötuna Austur- stræti. <Jt af fyrir sig má afsaka upphafiö, ef framhaldiö veröur ekki eftir þvi. Ýmislegt væri hægt aö gera fyrir þessa göngugötu og hafa þar a.m.k. aö nokkru aö fyrirmynd hliöstæöar götur erlendis. Koma mætti upp vegg- skýlum meö báöum hliöum göt- unnar, sem byöu upp á ýmsa starfsemi, og hlýleik. Koma mætti fyrir fallegum, ekta grúöurreitum, listaverkum og fleira o.fl. Umfram allt mættu endurbætur á Austurstræti veröa upphafiö aö stúrfelldum breyting- um á sviöi skipulagsmála bæja og arkitektúrs á islandi. Eins og kunnugt er lauk tveggja mánaða tilraun meö Austurstræti sem göngugötu 12. október s.l. Austurstræti er enn lokað bllaum- ferð, en á sunnudaginn kemur, 2. desember, verður vestur- helmingur strætisins opnaður. Nú er ekki um tilraun að ræða lengur, þar eð sú ákvörðun hefur verið tekin i borgarstjórn, að Austurstræti skuli vera göngu- gata, — til frambúðar. A vegum borgaryfirvalda voru gerðar nokkrar kannanir meðal almennings á timabilinu, sem að sögn borgarverkfræðings, bórðar Þ. Þorbjarnarsonar, leiddu i ljós, að fólk væri almennt hlynnt göngugötu-hugmyndinni. Voru niðurstöðurnar svipaðar yfir timabilið Við spurðum Þórð, hvort það væri rétt, að kaupmönnum við Austurstræti hefði verið gefið það loforð af hálfu borgaryfirvalda, að gatan yrði opnuð bílaumferð aftur, eftir að tilraunatimabilinu lauk 12. okt. s.l. — Það er nú ekki alveg rétt, sagði borgarverkfræðingur. — Þvi var hins vegar lofað, að þeim yrðu kynntar allar þær niður- stöður, er kæmu út úr þessúm könnunum. Þetta var jú tilraun, og það var ekki fyrirfram gefið, að hún myndi mislukkast. Enda kom það ekki i ljós. Að sögn borgarverkfræðings má vænta þess, að Austurstræti verði fullfrágengið sem göngu- gata vorið 1976, nema annað verði ákveðið i millitiðinni. Kvað hann opnun vesturhelmings götunnar nú um helgina standa i sambandi við það að taka „göngugötu- stigið” i áföngum. Verður vestur- helmingurinn trúlega opinn fram yfir áramót 1974/75. Núna eftir áramótin verður farið i það að skipta um ræsi i austurhelmingn- um og helluleggja götuna. A hún að verða komin i endanlegt horf sem göngugata i vor. Það yrði svo vetrarverk á árinu 1975-76 að ganga frá vesturhelmingnum. — Það er hreinlega ekki mögu- leiki á þvi að gera þetta allt i einu, sagði borgarverkfræðingur. — Annað er það, að reynslan af göngugötunni, eins og hún hefur verið framkvæmd hingað til, var betri fyrir kaupmenn i eystri helmingnum, en i vestur- Kolbrún Júhanncsdúttir, verzlun- arstjóri Rammagerðarinnar, Austurstræti 3 — Mér lizt ágætlega á það, að gatan (vesturhelmingurinn) verði opnuð aftur. Það gildir einkum fyrir þennan tima. Þetta gafst ágætlega fyrir okkur i sumar, en aftur lakar i haust og vetur, og munar þar allmiklu, hvort sem það er vegna lokunar- innar eða annars. Samkvæmt reynslu okkar tel ég æskilegast, að Austurstræti væri göngugata á sumrin, en opin bilaumferð á vet- urna, og gildir það ei sizt um mánuðina fyrir jól. Þetta er nú svona svolitið út úr, og ég held, að fólk veigri sér frekar við þvi að koma hingað niður eftir, einkum ef eitthvað er að veðri. Ormar Skeggjason, verzlunar- stjóri Gefjunar, Austurstræti 10: — Okkur hér hjá Gefjuni finnst, að lokunin hafi alls ekki haft slæm áhrif á verzlunina, eins og sumir kaupmenn hér við götuna halda fram. Þvert á móti. Verzlunin hefur aukizt. Þeir, sem eru á móti lokuninni, hafa ekki sizt bent á, að hún væri óheppileg, er vetur og kuldi gengju i garð. Hjá okkur er hins vegar þá sögu að segja, að mest söluaukning hefur orðið i þessum mánuði, nóvember, af öllum mánuðum ársins, miðað við mánuði siðasta árs. Ég er sem sagt hlynnut þvi, að Austurstræti, — öll gatan, — verði lokuð. A móti kæmi svo betri bilastæði. Þaö er grund- vallaratriði, að bilastæði séu næg hér i grenndinni og gott eftirlit með þeim. Gæti Grjótaþorp komið þar til greir.a Sigrlður Siguröardúttir, verzlun- arstjóri Bókaverzlunar fsafoldar, Austurstræti 8. — Ég vil, að Austurstræti verði allt lokað til frambúðar, og að sú lokun nái til Bankastrætis einnig. Viðskiptin hafa aldrei verið betri hjá okkur en eftir lokunina. Nú er fólk ekkert að flýta sér, hefur ekki áhyggjur af stöðumælunum. Af hverju má aldrei gera neitt nýstárlegt hér? — En ég vil lika láta skreyta götuna vel og smekklega, svo sem með ljósum og greni, rétt eins og var i desember hér i gamla daga. Eins og er er „skreytingin” ekki til að dást aö, en þaö má afsaka sem upphaf að öðru meira. Það er veriö að tala um, að hér sé allt i voða eftir lokunina. En má ekki koma auðveldlega i veg fyrir það með góðri gæzlu? Fyrst til stendur að opna vesturhelming götunnar, þvi þá ekki að beina umferöinni i öfuga átt, frá Aðal- stræti austur Austurstræti og hringinn? Það væri þó alltaf til- breyting. Þetta hafði „Sissa” i tsafold að segja um Austurstrætið, og kvaðst ekki búast við að eiga marga fylgismenn i vestur- helmingnum. Gunnlaugur Hjálmarsson, trésmiður. — Endilega að hafa þetta göngugötu. Ég tel, að það sé nauðsynlegt að dreifa kaupmannaveldinu viðar! En gatan er ljót eins og hún er, en það má sjálfsagt afsaka það sem upphafið að öðru meira. helmingnum hafa þeir borið sig heldur verr, þó er það mjög mis- munandi. Þaö er reynslan af göngugötu almennt, að helmingur kaupmanna telur sig hafa gróða af þvi og hinn helmingurinn skaða. Aætlanir um frekari fegrun göt- Sigurjún Ragnarsson, veitinga- stjóri Hressingarskálans, Austur- stræti 20. — Lokunin hefur haft það i för með sér fyrir okkur, að aðsóknin hefur stórlega minnkað á kvöldin eða eftir kl. 7-8. En hún hefur verið ákafiega svipuð á öðrum timum dagsins og var áöur. Ég myndi vilja, að gatan yröi lokuð öll á sumrin fyrir bilaumferð, en opin yfir veturinn. Fólk gerði mikið af þvi aö skjótast hingað niður eftir á bilum, t.d. á kvöldin, en nú hefur það sem sagt minnk- að. . i JpJ A \ . ^ J | á I_ mmm \ IgjF i I L f||?. 1 S W !}' 1 PzA p Einar óskarsson framkvæmdastjóri Bókaverzlun- ar Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18: — Ég vil, að gatan verði lokuð áfram, eða a.m.k. austur- helmingurinn! Þó með þvi skil- yrði, að eitthvað verulegt verði gert i þvi að fegra götuna. Þetta er úsköp litilfjörl., eins og það er núna. Salan hefur ekki minnkað hjá okkur eftir lokunina, fremur hitt. Ég er bjartsýnn á framtið þessa, ef vel tekst til með fegrun- ina og held, að það muni koma verzlun okkar til góða. Edda Júnsdúttir.— Ég hef ekki velt þessu mikið fyrir mér. En mér finnst ósköp gott að gera skroppiö hingaö niöur eftir og verzlað i hreinu lofti, laus við bilamergðina. Annars fer ég nú eins og áður eins sjaldan hingað niður i miðbæ og mér er unnt. Mér finnst Austurstr. ákaflega ljótt, eins og það er núna. Þessar hrislutitlur eru ekki til augnayndis. Það á að setja hér um fram allt upp listaverk og skipta um af og til, en ekki hluti, sem hér eiga ekki heima. unnar eru i vinnslu hjá skipulags- ráðunautum borgarinnar, en eru ekki enn komnar á pappirinn. Við spurðum borgarverk- fræðing að þvi, hvort tekið myndi tillit til þess, ef i ljós kæmi, að meiri hluti kaupmanna i Austur- stræti væri á móti göngugötu. —Það hefur nú verið mjög náiö samband við þá um þessa fram- kvæmd alla. Eins og ég segi hefur komið i ljós, að sumir þeirra telja sig hafa verulegan hag af þessu en aðrir bera sig verr. Ég hefði haldið, að meira en helmingur þeirra væri meðmæltur göngu- götunni. — Step — Rúnar Valsson, lögregluþjúnn— Mér lizt vel á hugmyndina, en gatan er hálfsnauð enn sem komið er. Enda þótt ég sé hér núna, hef ég ekki mikla reynslu af vörzlu hér. En mér hefur skilizt að það sé bara ósköp rólegt hérna. Sjálfsagt versnar þetta, þegar vesturhelmingurinn verður opnaður, og þá getur skapazt hætta, ef fólk heldur áfram að þramma yfir götuna þvers og kruss eftir nýja siðnum. Logi llelgason, verzlunarstjóri Silla & Valda, Austurstræti 17: — Viðskiptin voru meiri en áður fyrstu tvær til fjórar vikurnar eftir lokunina, en eftir þaö virtist þetta smám saman verða eins og fyrr, þannig að lokunin hefur . hvorki orðiö til aö minnka né auka viðskiptin hjá okkur. Þetta er bara ósköp svipað. En ég er hlynntur lokuninni. Það er fram- tiðin. Bilastæðin eru þó enn sem áður óleyst vandamál, en það er mál, sem þarfnaöist úrbóta hvort sem var. Reynir Sigurösson, verzlunar- stjóri ócúlus h.f., Austurstræti 7: — Það getur komiö að þvi, að maður verði hlynntur lokun göt- unnar, þegar gengiö hefur verið frá málunum á viðunandi hátt. Ég held, að það sé samhljóða álit kaupmanna við Austurstræti, aö undirbúningur lokunarinnar hafi ekki verið nægur. Stutt-tima bila- stæöi er undirstaðan, þvi aö við tslendingar erum nú einu sinni þannig, að viö „göngum ekki spönn frá rassi”, ef hægt er að komast hjá þvi. — Viöskiptin hjá okkur drógust greinilega saman eftir lokunina. Við gerum okkur þó von um, að þau muni aukast með opnun vesturhelmings götunnar, en tim- inn sker úr um það. Ég er á móti lokuninni, eins og hún var fram- kvæmd og tel, aö þar sem bilastæöin voru ekki fyrir hendi, er lokunin átti sér stað, sé ekki komin sú reynsla, sem þarf til að loka henni um framtið. Gott bilastæöi er frumskilyrði, — undirstaðan. — Nú nota konurnar mjög mik- ið bila, — er þær fara aö verzla niður i bæ. Meðan Austurstræti var opið, kom fólk á bilum upp á von og óvon, hvort það fékk stæöi eða ekki. En þegar slfkt er fyrirfram dauðadæmt, eins og nú er, fer fólk einni einu sinni á stað- inn. örn Haröarson, kvikmyndatökumaður. — Ég hef eiginlega ekki mynd- aö mér skoðun á þessu ennþá, en ég held bara, aö þetta sé helv.. góð hugmynd. En ég hefði viljað, að hér væri skjólmeira. Það hefði átt aö skylda eigendur bygginga hér viö götuna að gera skýli út frá þeim yfir gangstéttina. Þannig eru almennilegar göngugötur erlendis, og ekki bara göngugötur. Það vantar eitthvað i islenzkan arkitektúr. Hér eru allar götur þráðbeinar og mynda 90 gráðu horn. Basta. Nei, Austur- stræti er ekki sérlega aðlaðandi göngugata núna, vindblásin og nötur- leg. En hugmyndin er engu að siöur góö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.