Tíminn - 16.12.1973, Blaðsíða 31

Tíminn - 16.12.1973, Blaðsíða 31
Sumiudagur l(i. desember 197:!. TÍMINN 31 Ógnvekjandi frásögn, sem veiklaS fólk ætti ekki að lesa. HAIXOÓH nxrvMSSon SÓI af loftl I iöur... Per Hansson: trunaðarmaður NAZISTA NR. 1 „Tíu byssuhlaup beindust að manninum, sem á að skjóta. Tiu vísifingur kreppast um gikkina . . . Það er nístandi kalt og bjart veður . . . Aftökusveitin stendur kyrr og jörðin er auð, grjóthörð og úfin af langvarandi frosti." Þannig hefst þessi bók, sem er skjalfest og sönn frásögn um föðurlands- svikarann Henry Rinnan, Norðmanninn, sem varla átti sinn lika meðal þýzkra Gestapomanna, sakir grimmdar og mannvonzku, manninn, sem skrikaði fótur á götu samfé lagsins fyrir strið og á hernámsárunum hugsaði aðeins um hefnd. — Og Gestapo veitti lionum f æri á hefnd. Skapföst og þrekmikil, hreinskiptin og svarahrein. Halldór Pjetursson: SÓL AF LOFTI LÍUUR Minningar Þorbjargar Guðmundsdóttur, Ijósmóður, frá Ól- afsvik. Lifsreynslusaga Þorbjargar Guðmundsdóttur er saga mikill- ar og strangrar baráttu við áföll og erfið kjör, saga mikilhæfrar og gáfaðrar konu, sem af óvenjulegu þreki, skapfestu og sálarró barðist lifsbaráttu sinni, konu, sem voru ætlaðir þyngri baggar að bera en flestum samferða- mönnum öðrum. Þorbjörg kemur viða við i sögu sinni og segir sögur af merkum samtiðarmönnum, svo sem stór- bóndanum og sveitarhöfðingjanum Óla á Stakkhamri, séra Árna Þórarinssyni og Einari Þorkelssyni, og fagur þáttur er um ekkjuna Steinunni Kristjánsdóttur, móður Jóhanns Jónssonar skálds. Dulrænn spekingur og mannvinur segir frá. Olafur Tryggvason: HINN HVÍTI GALDUR Höfundur segir um efni og tilgang bókarinnar: „I bók þessari er sagt frá fleiri furðulegum atburðum en i fyrri bókum minum, atburðum. sem ég hef sjálfur lifað . . . Ég hafði skráð þessa atburði af ýmsum ástæðum, en ekki hugsað mér að þeir yrðu prentað mál . . . Efni bókarinnar er að hálfu ieyti frásagnir af staðreyndúm, gæddar lifsmætti lifandi reynslu, þar sem tveir heimar eru i eðli sinu ein óskipt heild . . . Tilgangur bókarinnar og ætlunarverk er að vekja menn til umhugsunar ..." Þetta erfögur bók að efni og hollt lesefni leitandi sálum. Hvass penni, hispurslaus og sanngjarn. Slgvaldl Hiáimarsson: AU HORFA OG HUGSA Úrval greina ihuguls manns um margvísleg efni: Lifsspeki og pólitík, alþjóðamál og umhverfisvernd, dýr og dýra- vernd, ný lifsviðhorf, sem skapazt hafa vegna uppgötvana i visindum og tækni og hið svo kallaða unglingavandamál. AÐ HORFA OG HUGSA á erindi við alla þá, sem horfa opnum augum á umhverfi sitt, hafa löngun til að sjá hlutina i réttu Ijósi og bregðast við vandamálum af mann- dómi og góðvild. Höfundurinn er hvass penni, sem hirðir litt um vinsældir eða óvinsældir, en flettir miskunnarlaust ofan af hégómaskap, grimmd og sjálfsblekkingu. SIGVALDl HlXLMARSSON AÐ HORFA OG HUGSA Ástarsagan fagra og skemmtilega. Theresa Charles: HÆTTULEGUR ARFUR Brennt barn forðast eldinn, — og Lavinia Fernleigh bjóst ekki við að hún mundi nokkurn tima upplifa ástina eftir þau miklu vonbrigði, sem hún hafði orðið fyrir. En svo kom þessi leyndardómsfulla auglýsing, sem öllu breytti. „Ef ég hef erft peninga. þarf ég ekki að snúa aftur til sjúkrahúss- ins og hitta Pétur lækni", hugsaði Lavinia, — en það var gifurlegt áfall fyrir hana að frétta um arfinn og hið dularfulla hús, Tröllaskóg. — og i Tröllaskógi, þessu húsi leyndardómanna, hlóðust ævintýrin upp, æsileg og spenn- andi. Hið rauða lífsblóð góðs skáldskapar. Þðroddur Guömundsson: LEIKID Á LANGSPIL „Þóroddur Guðmundsson er þegar kominn i fremstu röð islenzkra Ijóðskálda", segir Jakob Jóh. Smári, skáld. „Hann á í Ijóðlist sinni undraþýðan og mjúkan streng, sem snertir lesandann notalega. er hugljúfur og angurvær og býr yfir duldu seiðmagni," segir séra Benjamin Kristjáns- son. „Fáa veitégsem ganga á vit hennar hátignar listgyðjunnar, af slfkri lotningu", segir Guðmundur Böðvarsson, skáld. „Undir hringabrynju rims og hátta slær trútt hjarta, i Ijóðum höfundar streymir hið rauða lífsblóð góðs skáld- skapar og 'fagurrar listar," segir Gestur Guðfinnsson, skáld. Ofanritað er úr ritdómum um Sólmánuð Þórodds Guð- mundssonar, — en hið sama má með sanni segja um hina nýju Ijóðabók hans, Leikið á langspil. Metsöiubók ársins er umtöluð og umdeild. RAGNHEIDUR BRYNJOLFSDOTTIR Frá mlðlissambandl Guðrúnar Slgurðardðllur á Akureyrl Um margt í lífi Ragnheiðar Brynjólfsdóttur hefur menn greint á og mörgum spurningum hefur verið ósvarað. Svörin er að finna í þessari bók, því nú hefur Ragnheiður sjálf rakið áhugaverðasta þáttinn í ævi sinni, í sérstæðurstu bók, sem gefin hefur verið út á íslandi. Saga Ragnheiðar er saga átaka og ásta, átakanlegra þjáninga og dýpstu sorgar, sannfærandi frásögn um mátt hins mikla kærleika, sem einskis krefst, en fórnar öllu, — jafrivel lífi og sálarheill. RAGISIHEIÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR er þegar seld í fleiri eintökum á þessu hausti en nokkur önnur íslenzk bók, — og verður trúlega uppseld löngu fyrir jól. SKUGGSJÁ Strandgötu 31 — Sími 50045 — HafnarfirÖi RAG N H E H)UR BRYN J Ó L F S DÓTTI R áC FRÁ MIÐILSSAMBANDI GUDRÚNAR SIGURÐAROÓTTUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.