Tíminn - 16.12.1973, Blaðsíða 32

Tíminn - 16.12.1973, Blaðsíða 32
32 ■ ?. t m j i\ *r }* r TÍMINN Suiiiiudagur l(i. desembcr l!17:i. Drengurinn með EINU sinni i fyrndinni, fyrir óralöngu, var litill drengur, sem villtist að heiman. Hann hafðist við i holum trjábol i stórskógi einum. En skammt þaðan var bit- hagi, og þar var fjöldi nautgripa á beit. Drengurinn gældi við litlu kálfana, klappaði þeim og kjassaði þá, þvoði þeim og kembdi. Þegar kálfarnir komu heim um kvöldið, þá sögðu mæður þeirra: ,,Hver hefur iagað ykkur til? Hver hefur þvegið ykkur, og hver hefur kembt ykkur?” Kálfarnir svöruðu: ,,Ef þið lofið þvi, að gera vini okkar ekkert mein, þá skulum við segja ykkur það”. Þessu lofuðu kýrnar, og nú sögðu kálfarnir frá þvi, hvar drengurinn hafði falið sig. Kýrnar kölluðu á litla drenginn og hann steig út úr hola trénu og kom til þeirra. Þær klöppuðu honum og hrósuðu og leyfðu hon- um að drekka heilnæmu mjólkina úr spenunum sinum. Drengurinn óx upp og varð stór og sterkur, með glóbjart og gljáandi hár, skær augu og rjóðar kinnar. Kýrnar gáfu honum einnig hljóðpipu: ,,Ef einhver ætlar að gera þér mein”, sögðu þær, ,,eða ef þú þarft að kalla á okkur, þá skaltu blása i hljóðpipuna og segja: „Hlaupi nautahjörðin, svo hristist undir jörðin. Hlaupið kýr og kálfar, þá kætast skógarálfar”." Dag nokkurn klippti drengurinn glókoll sinn. En einn hárlokkurinn fauk með blænum út i ána. Straumurinn bar lokkinn þangað, sem kóngsdóttirin fagra var að baða sig i ánni, ásamt þernum sinum. Kóngs- dóttirin fann hárlokkinn og fór með hann heim i höllina. ,,Ef ég fæ ekki þann fyrir eiginmann, sem þessi hárlokkur er af, þá hljóðpípuna (Indverskt ævintýri) gifti ég mig aldrei”, sagði kóngsdóttirin við föður sinn. Kóngur lét nú boð út ganga og sendi menn til þess að leita að eiganda lokksins. En sendimenn- irnir komu jafnnær aft- ur, þeir fundu hvergi mann, sem hefði svona glóbjart hár, þvi að á Indlandi, þar sem saga þessi gerðist endur fyrir löngu, eru allir dökkir á hár. Þá sendi konungur hrafna sina til þess að leita. Einn þeirra fann piltinn hjá nautahjörð- inni. Hrafninn settist á öxl sveinsins og krunk- aði i eyra hans eitthvað, sem pilturinn skildi ekki. Þá vildi pilturinn reka hrafninn burt og sló til hans með hljóðpip- unni sinni. En krummi náði pipunni út úr hönd- um hans og flaug með hana i nefinu, hægt og hægt, en pilturinn hélt i humáttina á eftir. Þann- Skammt frá skóginum var nautahjörð á beit. DAN BARRY

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.