Tíminn - 26.02.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.02.1974, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. febrúar 1974. TÍMINN 5 Blaðaútgdfa í Vestmannaeyjum: 900 EINT. DREIFT f EYJUM 600 FARA UPP Á LAND FB—Reykjavik. — t Vestmanna- eyjum er gefið út blað, sem nefn- ist Dagskrá. Það átti eins árs af- mæli um það leyti sem gosið hófst þar, en útgefandinn lét ekki gosið á sig fá, né heldur það, að prent- smiðja er ekki lengur i Vest- mannaeyjum, heldur hóf hann að gefa út blaðið fjölritað. Kemur það nú út i 1500 eintökum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Dagskrár er Hermann Einarsson kennari. Hann sagði i stuttu við- tali við Timann, að blaðið hefði komið út i 1500 hundruð eintökum fyrir gosið, og væri nú komið i sama upplag aftur. Það kemur út einu sinni i viku, og er þvi dreift ókeypis meðal fólks, en hins veg- ar þurfa þeir, sem óska eftir að fá Varadekk í hanskahólfi! ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 skyndiviðgerð Puncture Pilot ef springur á bílnum án þess að þurfa að skipta um hjól. Þér sprautið Puncture Pilot, sem er fljótandi gúmmíupplausn, í hjól- barðann. Brúsinn er me_ slöngu og tengingu til að tengja við ventil hjólbarð- ans. Efnið lokar fyrir lekann og þér akið áfram. Tvær brúsastærðir og 2ja brúsa sett fyrir vörubíla. — Islenskar notkunarreglur fáanlegar með hverjum brúsa. Menntamálaráðuneytið, 21. febrúar 1974. Norrænir iðnfræðslustyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sviþjóðar munu á þessu ári veita nokkra styrki handa tslendingum til náms við iðnfræðslustofnanir i þessum löndum. Er stofnað til styrkveitinga þessara á grundvelli álykt- unar Norþurlandaráðs frá 1968 um ráðstafanir til að gera islenskum ungmennum kleift að afla sér sér- hæfðar starfsmenntunar á Norðurlöndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir. 1. Þeim sem lokið hafa iðnskólaprófi eða hliðstæöri starfsmenntun á islandi, en óska að stunda framhalds- nám í grein sinni, 2. Þeim sem hafa hug á að búa sig undir kennsiu f iðnskólum, eða iðnskólakennurum, sem leita vilja sér framhaidsmenntunar. 3. Þeim sem óska aö leggja stund á iöngreinar, sem ekki eru kenndar á tslandi. Varðandi fyrsta flokkinn hér aö framan skal tekiö fram, að bæði koma til greina nokkurra mánaða námskeið og lengra framhaldsnám fyrir þá, er lokiö hafa sveinsprófi eöa stundað sérhæfð störf I verk smiðjuiönaði, svo og nám við listiðnaðarskóla og hlið- stæðar fræðslustofnanir, hins vegar ekki tæknifræði- nám. Hugsanlegt er, að í Finnlandi yrði styrkur veittur til náms I húsagerðarlist, ef ekki bærust umsóknir til náms á þeim sviðum, sem aö framan greinir. ... . , . Styrkir þeir, sem i boði eru, nema sjo þusund dönskum krónum eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar I norskum og sænkum krónum, og er þá miðað við styrk til heils skólaárs. 1 Finnlandi verður styrkfjárhæöin væntanlega nokkru hærri. Sé styrkur veittur til skemmri tima, breytist styrkfjárhæðin i hlutfalli við timalengdina. Til náms i Danmörku eru boðnir fram fjórir fullir styrkir, þrir I Finnlandi, fimm i Noregi og jafnmargir i Sviþjóð. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 30. mars n.k. 1 umsókn skal m.a. skýrt frá náms- og starfsferli og tekið fram, hvers konar nám umsækj- andi hyggst stunda, hversu lengi og við hvaða náms- stofnun. Fylgja skulu staðfest afrit prófskirteina og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. það sent að borga burðargjaldið sjálfir. Um þessar mundir fara 900 eintök til Vestmananeyinga heima fyrir, en 600 til Eyjamanna uppi á fastalandinu. Staðlar í byggingar- iðnaðinum — spara mikið fé við íbúðabyggingar Húsnæðismálastofnun ríkisins og Iðnþróunarstofnun Islands hafa nýlega gert með sér samning um skipulagt samstarf um gerð nýrra islenzkra staðla og um notkun staðla við framkvæmd á sviði ibúðabygginga. A grund- velli þessa samstarfs mun Iðn- þróunarstofnun Islands auka verulega starf sitt að staðlagerð til notkunar i byggingariðnaða- inum og Húsnæðismálastofnun rikisins mun stuðla að þvi, að islenzkir staðlar verði i vaxandi mæli notaðir við hönnun þeirra ibúðabygginga, sem hún veitir lán til. Með aukinni notkun staðla við hönnun ibúðabygginga er m.a. stefnt að lækkun byggingar- kostnaðar. I fyrsta áfanga þessa samstarfs verður höfuðáherzla lögð á fjölgun staðla, sem tengdir eru svokölluðu „mátkeríi”, en það er stærðarkerfi fyrir byggingariðnaðinn. Verður stefnt að þvi, að i þessum áfanga liggi fyrir staðlar um ákveðin kjörmál fyrir veggi, tröppur, hurðir og karma, innréttingar, gluggahluta og gluggastærðir. A siðasta ári hafa orðið stór- felldar hækkanir á ýmsum byggingavörum og sér enn ekki fyrir endann á þeim. Er mikil- vægt að við þeim verði brugðizt með jakvæðum hætti. Vafalaust er, að eitt ráðið til varnar er stór- aukin stöðlun byggingahluta, er tryggir m.a. miklu hagkvæmari notkun byggingarefnanna og stórbætta nýtingu þeirra. Er þessi þvi vænzt, að byggingar- iðnaðurinn og allur almenningur taki vel og veiti brautargengi þeim islenzku stöðlum, sem þegar eru fyrirliggjandi og koma munu út á þessu ári og siðar. Víðtæk áhrif gróðureyði- efna í Víet- nam NTB—Washington — Dreifing gróðurdrepandi eiturefna úr ameriskum flugvélum i Vietnam i striðinu veldur skemmdum og eyðileggingu á gróðri næstu hundrað árin, segir I skýrslu, sem Visindaakademian i Washington hefurgert fyrir bandariska þingið og varnarmálaráðuneytið. 17 þekktir visindamenn frá Bandarikjunum, Bretlandi, Sviþjóð og Suður-VIetnam tóku þátt i skýrslugerðinni. Skýrslan verður lögð fyrir þingið einhvern næstu daga, en New York Times birti hluta úr henni i gær. Þar stóð m.a., að dreifing gróðurdrepandi efna hefði leitt til barnadauða i þeim héruðum, sem urðu fyrir barðinu á eiturdreifingunni. 1 skýrslunni segir, að þetta hafi haft alvarleg- ar afleiðingar, einkum fyrir hita- beltisskóginn i innri héruðum S.- Vietnams og eyðilagt 36% skóg- anna meðfram strönd Suður-Viet- nams. ÖSKUDAGS- MERKJASALA RAUÐAKROSSINS Á öskudaginn er hinn órlegi merkjasöludagur Rauða krossins. Merki verða afhent á neðan töldum útsölustöðum frá kl. 9,30. Börnin fá 10% sölulaun og þau söluhæstu fá sérstök verðlaun. Vesturbær: Skrifstofa R.K.I., öldugötu 4 Efnalaug Vesturbæjar, Vesturgötu 53 Melaskólinn, v/Furumel Skjólakjör, Sörlaskjóli 42 Skerjaver, Einarsnesi 36 Verzlunin Perlon, Dunhaga 20. Austurbær: Fatabúðin, Skólavörðustig 21 Verzlunin Barmahlið 8 Björgunartækni, Frakkastig 7. (Friðrik Brekkan). Silli og Valdi, Háteigsvegi 2 Sunnukjör, Skaftahlið Hliðaskóli, Hamrahlið 8-12 Dagheimilið Lyngás, Safamýri 5 Austurbæjarskólinn Verzl. Skúlaskeið, Skúlagötu 54. Smáíbúðar og Fossvogshverfi: Fossvogsskóli Breiðagerðisskóli Alftamýrarskóli Verzlunin Faldur, Háaleitisbr. 68. Laugarneshverfi: Laugarnes-apótek, Kirkjuteig 21 Laugalækjarskóli, v/Sundlaugaveg. Kleppsholt, Vogar og Heimar: Langholtsskóli Vogaskóli Þvotahúsið Fönn, Langholtsv. 113. Árbær: Árbæjarskóli Rofabæ 7 Breiðholt: Breiðholtsskóli, Arnarbakka 1 Fellaskóli — Breiðholti III. Seltjarnarnes: Mýrarhúsaskóli Kópavogur Karsnesskóli, Skólagerði Kópavogsskóli, Digranesvegi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.