Tíminn - 26.02.1974, Síða 9
Þriðjudagur 26. febrúar 1974.
TÍMINN
13
Rétt er að láta í ljós ánægju sina yfir velfluttri tónlist, ekld siöur á
barnatónleikum en þegar áheyrendurnir eru úr eldri
aldursflokkunum.
Hvenær skyldi ég sitja þarna uppi á sviðinu og leika með
hljómsveitinni, gæti þessi litla alvariega stúlka verið að hugsa.
Kannski það verði einhvern tima.
Alitaf er gaman að mega taka sjálfur þátt I skemmtuninni, og hér taka börnin lagiö.
Það eru tilþrif Istjórninni hjá Páli P. Pálssyni.
Hvað er f róðleikur?
Ekki alls fyrir löngu var
höfundur þessara lina beðinn að
skrifa nokkur orð um siðasta
hefti Eimreiðarinnar, það er að
segja 2.-3. tölublað 1973. Þetta
skal nú reynt, þótt sannast
sagna sé það ekki neitt sérlega
skemmtilegt verk, þvi ranglátt
væri að segja.að þetta Eimreið-
arhefti sé kjarnmikil lesning,
þótt sumt sé þar þokkalega sagt
og auðvelt að vera sammála
sumum skoðunum, sem þar
koma fram.
Fremst i heftinu er langt
viðtal við Sigurð Lindal prófess-
or. Þar kennir margra grasa,
þótt meginuppistaða viðtalsins
sé um þjóðræknisstefnu al-
mennt, og þjóðrækni íslendinga
sérstaklega.
Margt segir Sigurður Lindal,
og sumt skynsamlega. Hann
talar mikið um islenzka stjórn-
málaflokka og vandar þá ekki
alltaf Sjálfstæðisflokknum eða
málgögnum hans kveðjurnar.
„Þegar þetta er haft i huga,
sést, hversu fráleit þau skrif
eru, sem hafa birzt i Morgun-
blaðinu og Visi um mörg undan-
farin ár þess efnis, að islenzk
menning standi svo traustum
fótum, að ekkert megni að
granda henni, og þv.i séu allar
áhyggjur út af framtið hennar
óþarfar.” (Bls. 100). Og á bls.
110 stendúr: „Málgagn þessa
hálftryllta liðs virðist vera Vel-
vakandi Morgunblaðsins.”
Hér skulu þessi orð prófess-
orsins hvorki lofuð né löstuð. Ég
þykisthingað til hvorki hafa lát-
ið menn njóta né gjalda stjórn-
málaskoðana og ætla ekki að
byrja á þvi i þessu greinarkorni.
Hins er ekki að dyljast, að
sumar staðhæfingar Sigurðar
Lindals i þessu viðtali eru
slikar, að ekki er hægt að neita
sér um að minnast á þær, hvort
sem mönnum kann að lika betur
eöa verr. Á bls. 97 standa meðal
annars þessar linur: „Stór hóp-
ur þjóðarinnar kallar sig krist-
inn, hvað sem liður afstöðu til
grundvallarkeppninga kristinnar
trúar, jafnvel sýnist orka
tvimælis, hvort unnt sé að kalla
alla presta þjóðkirkjunnar
kristna.” Um þetta skal ég ekki
þræta við Sigurð Lindal, fremur
en um pólitikina. Ég hef aldrei
rannsakað trúarlif islenzkra
presta, en kannski hefur
Sigurður gert það — ég veit það
ekki.
Enn skulum við lesa orð
prófessors Lindals og fletta nú
upp á bls. 95. Þar segir svo,
fi>
meðal annars: „Stúdentafélag
Reykjavikur heldur kannski
einna bezt uppi þessari tegund
viðtekinnar þjóðernisstefnu.
Þar er enn háð sjálfstæðisbar-
átta við Dani, eins og ekkert
hafi gerzt siðan 1918.” Nú, jæja,
þá veit maður það. En ekki er ég
viss um, að þeir I Stúdentafélagi
Reykjavikur séu þau nátttröll i
nútiðinni, sem Sigurður vill
vera láta.
Þá er loks komið að þeirri
staðhæfingu, sem prýðir upphaf
þessa mikla viðtals. A bls. 94 má
lesa eftirfarandi: „Ef opinber-
lega er fylgt hreintungustefnu,
ef konur bera þjóðbúning — að
ekki sé talað um, að karlmenn
smeygi sér i fornmannabúning
— ef menn háma i sig islenzkan
mat — helst úr trogum — og ef
menn kunna einhver kynstur af
þeim gömlu kjaftasögum, sem
gengur undir nafninu þjóðlegur
fróðleikur, er það talið bera
vitni um trausta þjóðmenn-
ingu.” Hér skulum við nema
staðar andartak og ihuga orð
prófessorsins.
Hvað er „kjaftasaga”? 1
munni flestra landsmanna þýðir
oröið nokkurn veginn sama og
Gróusaga, slefburður, sem litið
mark er takandi á. Og undir öll-
um kringumstæðum er kjafta-
sagan ósönnuð, nánast slúður.
Vitanlega getur kjaftasaga lika
stundum verið sönn: „Oftratast
kjöftugum satt á munn.”
Þjóðsaga getur lika verið
sönn eða ósönn eftir atvikum, en
hún er allt annars eðlis en það,
sem venjulega er nefnt kjafta-
saga. Og svo er annað: Þjóðleg-
ur fróðleikur er margt fleira en
þjóðsögur. Þjóðlegur fróðleikur
er meðal annars vitneskja um
verktækni, vinnubrögð og dag-
legt lif genginna kynslóða. Er
slikur fróðleikur „kjafta-
sögur”?
Til þess nú að vera ekki of ein-
strengislegur, skal það viður-
kennt, að tilvitnuð ummæli
Sigurðar Lindals bera á sér
nokkurn blæ gamansemi, sbr.
orð hans um að éta mat úr
trogum. En flestu gamni fylgir
nokkur alvara, og háskóla-
prófessorar, sem leggja mikið
upp úr lærdómi og virðuleik,
eiga að sniða fyndni sinni verð-
ugan stakk, en ekki hafa uppi
vafasamar alhæfingar án und-
antekningar og fyrirvara.
Eins og kunnugt er, er
Sigurður Lindal mjög á móti
hermannasjónvarpinu i Kefla
vik. „Ofan á þetta bætist svo,
að sjónvarpsstöðin er algerlega
ólögleg að islenzkum lögum og
sennilega einnig að bandarisk-
um,” segir á bls. 103. Vonandi
hefur Sigurður hér á réttu að
standa, og hafi hann þökk fyrir
að láta slik ummæli frá sér fara.
Næst á eftir viðtalinu við
Sigurð Lindal koma fjórar
smásögur eftir Matthias Jó-
hannessen. Þær eru allar
örstuttar, og um þær sýnist
mega nota orð Noregskonungs,
þegar hann atti þeim saman,
Þjóðólfi og Sneglu-Halla, að
heldur væri skáldskapurinn
fenglitill, enda yrkisefnin smá.
Þá er að geta greinar eftir
Þráin Eggertsson hagfræðing.
Hún heitir Mannauður. Nafnið
segir strax nokkuð um efni
hennar, en kaflafyrirsagnir
veita frekari innsýn: „Áhrif
skólagöngu á tekjur.”
„Fjárfesting og menntun vinnu
aflsins.” „Mannaflaáætlanir.”
Hér er sem sagt á ferðinni sigilt
vandamál og umhugsunarefni
manna i velferðarþjóðfélögum
okkar tima. — Aður
fyrr var menntunin hamingja,
sem nálgaðist að vera æðst
jarðneksra gæða. Nú er hagnýtt
gildi hennar „hvort tveggja i
senn, orsök og afleiðing hag-
vaxtar,” — þessarar sálarlausu
ófreskju aldarinnar.
Þessu næst birtir Eimreiðin
bréf Alexanders Solsjenitsyns
til Pimens kirkjuföður i Sovjet.
Bréfið er ritað „á stóruföstu i
krossbænaviku 1972.” 1 skýring-
um segir, að i rússnesku rétt-
trúnaðarkirkjunni sé sex vikna
föstutimi næst á undan kyrru-
viku og páskum kailaður stóra-
fasta. Af bréfinu má ráða, að
Solsjenitsyn sé sanntrúaður
kristinn maður, sem leggur
mikið upp úr brauði og vini
heilagrar kvöldmáltiðar, og
hann er, svo sem alkunnugt er,
harla ósáttur við stjórnendur
lands sins, svo i trúarefnum
sem stjórnmálum. — En hinn
islenzki búningur bréfs hans
hefði að skaðlausu mátt vera
betri, bæði hvað stil og orðaval
snertir.
Læsilegasti hluti þessa Eim-
reiðarheftis er grein Hjörleifs
Sigurðssonar um Gunnlaug
Scheving. Þetta er einkar
viðfelldin grein, prýdd myndum
Framhald á bls. 19