Tíminn - 26.02.1974, Qupperneq 15

Tíminn - 26.02.1974, Qupperneq 15
Þriðjudagur 26. febrúar 1974. TÍMINN 19 GULLLEITIN Norsk gamansaga eftir Frederik Kittelsen. Sigriður Ingimarsdóttir þýddi. ekki að beita neinni kúg- un”, sagði Eðvarð fljót- mæltur. „Qestir minir hafa fullt athafnafrelsi og ég treysti þvi, að þeir rjúfi ekki lög gistivinátt- unnar!” Hann gaf þeim merki um að standa upp frá borðum. Drengirnir gengu hikandi út. Þeir fóru upp á loft og sátu þar lengi i alvarlegum samræðum. — Þegar þeir laumuðust niður i garðinn eftir nokkra stund heyrðu þeir pró- fastinn og frænda hlæja dátt i dagstofunni. Áður en prófasturinn fór frá Tröllahaugi, þakkaði hann drengjun- um hjartanlega greið- ann og bauð þeim til veizlu hjá sér næsta sunnudág. Drengirnir þökkuðu boðið feimnis- lega og urðu fegnir þeg- ar hann fór. Þá langaði til þess að segja Eðvarði frænda allt af létta, en þeir þorðu það ekki vegna þess að þeir héldu, að hann myndi draga dár að þeim fyrir vikið. Bezt var að biða og ganga úr skugga um, hvort ,,gull- ið” væri ósvikið. Daginn eftir fór Jens til bæjarins með gull- sekkinn. Hann ætlaði að hafa upp á sérfræðingi og vita hvað hann vildi greiða fyrir gullið. Hann kom heim seint um kvöldið, tómhentur. ,,Nú, hvað sagði hann?” hrópuðu strák- arnir i kór. ,,Hann sagði, að við værum heimskingjar. Og það get ég sagt ykk- 1B—jj BI ffl Hafnarf jörður Framsóknarfélögin i Hafnarfirði, Garða- og Bessastaðahreppi halda spilakvöld i húsakynnum Iðnaðarmannafélags Hafnar- fjarðar, að Linnetsstig 3, miðvikudagskvöldið 27. febrúar kl. 20.30. Góð verðlaun. Eysteinn Jónsson, forseti sameinaðs alþingis, flytur ávarp. Stjórnirnar. Framsóknarmenn Kjördæmisþing Framsóknarmanna i Norðurlandskjördæmi eystra fer fram að Hótel Varðborg , Akureyri, laugardaginn 16. marz. Þingið hefst kl. 10 fyrir hádegi. Fulltrúar eru beðnir að mæta stundvislega. Stjórnin. Skrifstofa FUF Reykjavík Skrifstofa FUF i Reykjavik að Hringbraut 30 er opin þriðjudaga ■ frá kl. 13 til 17 og miðvikudaga og fimmtudaga frá 9 til 12. Hafið samband við skrifstofuna. FUF. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavikur verður haldinn að Hótel Esju mánudaginn 4. marz n.k. og hefst fundurinn kl. 20.30. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Tillögur stjórnar um fulltrúa félagsins — aðalmenn og vara- menn — i Fulltrúaráð framsóknarfélaganna i Reykjavik, liggja frammi á skrifstofu félagsins að Hringbraut 30. Viðbótartillögur ber að leggja fram á sama stað eigi siðar en tveim sólarhringum fyrir fundinn. Stjórnin 80 l>USUND LITR AR I VINNSLU — ef verkfall leysist fljótt O Fróðleikur eftir hinn látna málara. Næst kemur grein, sem heitir Um atvinnulýðræði, og er eftir Árdisi Þórðardóttur. Þetta er stutt grein og ekki vel skrifuð. Þar stendur meðal annars þessi setning: ,,Siðan á fyrri hluta þessarar aldar hófst þróun bæj- anna.” Setningin er sjálfstæð, punktur á undan henni og eftir — en hún er nú lika lakasta dæmið i greininni. Á eftir grein Árdisar kemur stutt og hnyttin saga úr Þjóð- sögum Jóns Arnasonar. Hún lifgar upp á umhverfi sitt og er til verulegra bóta. Að lokum er i heftinu fyrri hluti þýddrar greinar eftir Herbert Reed. Nefnist hún Heimspeki stjórnleysis. Greinin er þrjátiu og þriggja ára að aldri og sitthvað hefur breytzt i henni veröld á þeim tima. Þá staðreynd verða menn að hafa i huga, ef þeir vilja lesa þessa grein sér að einhverju gagni. Þá hefur verið getið — þótt i litlu sé — efnis þessa Eimreiðarheftis. Ótalinn er aðeins stuttur formáli Hannesar Gissurarsonar. Að lokum má geta þess, að ritið er mjög þokkalega úr garði gert, pappir- inn er góður og prentið sömuleiðis, þótt málfærið mætti viða vera betra. Á forsiðu er mynd af Sigurði Lindal á sjón- varpsskjá, og var það ekki illa til fundið. En það eintak, sem undirritaður fékk i hendur, var svo illa heft (limt), að arkirnar losnuðu upp úr kilinum, ein af annarri, um leið og þær voru opnaðar til fulls. Það er slæmur galli, ef þannig er ástatt um allt upplag ritsins — en það er að sjálfsögðu engan veginn vist. — VS. o 1% félaga úr jöfnunarsjóði gangi upp i vanskilin. Ingólfur Jónsson, Gylfi Þ. Gislason, og Bjarni Guðnason taka fram, að þeir telja, að inn- flutningstollar og söluskattar af Viðlagasjóðshúsunum eigi að ganga til uppbyggingar i Vest- mannnaeyjum jafnóðum og hús- unum er komið i verð, en þessir tollar hafa ekki verið innheimtir af þessum húsum, en gert ráð fyr- ir, að þeir verði greiddir jafnóð- um og húsin verða seld, þ.e.a.s. jafnóðum og einhverjir aðrir eiga að njóta þeirra heldur en þeir, sem áttu að fá i þeim húsnæði vegna áfallsins. Hins vegar taka 3 af flutnings- mönnum þeir, Eysteinn Jónsson, Gils Guðmundsson, og Halldór S. Magnússon, fram, að upplýst sé, að rikisstjórnin hefur, samkvæmt heimild i 8. gr. 32. lið gildandi fjárlaga, ætlað þetta fé, þ.e.a.s. það, sem kæmi inn i Viðlagasjóð jafnóðum og húsin eru seld frá honum i hafnarframkvæmdir, sem teknar voru ákvarðanir um i beinu sambandi við náttúruham- farirnar i Vestmannaeyjum. En þá er þess að geta, að þótt skoðanamunur komi þarna fram varðandi þessa fjármuni, þá er samkomulag um að blanda þeim skoðanamun ekkert inn i af- greiðslu þessa máls. Auk Eysteins Jónssonar töluðu þeir Ingólfur Jónsson, Gylfi Gislason, og ólafur Jóhannesson við 1. umræðu málsins. Færði for- sætisráðherra þakkir til þeirra sem stæðu að flutningi málsins, og fagnaði þeirri samstöðu allra flokka, sem um málið hefði myndazt. Garðar Sigurðsson sagði, að með frumvarpinu væri annað söluskattsstig Viðlagasjóðs skor- ið niður. Lýsti hann sig fylgjandi þvi, að i stað 1% Viðlagagjalds, eins og. frumvarpið ráðgerði, kæmu 2%, enda væri það tillaga stjórnar Viðlagasjóðs. Taldi hann. að vegna samkomulags við stjórnarandstöðuna hefði tekju- stofninn verið skorinn niður um helming. Ingólfur Jónsson sagði, að Garðar væri aö reyna að sundra þvi samstarfi, sem náðst hefði um afgreiðslu málsins, en samstaða væri um það á Alþingi að áfla Við- lagasjóði þess fjár i framtiðinni, sem með þyrfti. Með frumvarp- inu væru Viðlagasjóði tryggðar 1200 milljónir i viðbótartekjur. EKKI MIKLAR VEGA SKEAAMD IR Klp-Reykjavik. I rigningunum nú um helgina urðu talsverðar vega- skemmdir viðsvegar á Suður- landsundirlendinu, og einnig i Borgarfirði. Að sögn Hjörleifs ólafssonar vegaeftirlitsmanns fór t.d. vegur- inn yfir Skeiðarársand i sundur á einum stað, og var unnið að við- gerð hans i gær. Þá sagði hann, að viða væru komin varasöm skörð i vega- kantana, einkum i Arnessýslu. Væri verið að kanna það betur, svo og aðrar skemmdir, en engin tilkynning væri enn komin um verulegt tjón fyrir utan þetta á Skeiðarársandi. Tveir fá vís- indastyrki NEFND sú, er sér um úthlutun styrkja til visindarannsókna á vegum Atlantshafsbandalagsins, hefur samþykkt að veita tveimur islenzkum visindamönnum. þeim Sveinbirni Björnssyni eðlis- fræðingi og Guðmundi Eggerts- syni erfðafræðingi, styrki til sér- stakra yerkefna. Styrkurinn til Sveinbjörns Björnssonar nemur 10.000 dollur- um. Er það framhaldsstyrkur til framkvæmdár 4ára áætlunar um að koma upp neti af skjálfta- mælingastöðvum á Suðurla/di, við strönd Norðurlands, svo og á helztu gosbeltum landsins og á 'miðhálendinu. Guðmundur Eggertsson hlýtur styrk að upphæð 9.740 dollarar til erfða- og lifefnalegra rannsókna á myndun eggjahvituefna i bakterium. álykta að engin mengun liafi átt sér stað. Lýkur þar með skýrslu Geirs Arnesen, en þess má geta, að hann er heimsþekktur á sinu sviði fyrir rannsóknir sinar og uppgötvanir varðandi söltun fisks og meðferð salts. Hann mun hafa uppgötvað fyrstur manna, að salt, sem komizt hefur i snertingu við kopar, veldur þvi að fiskurinn, sem er saltaöur með þvi verður gulur og þ.a.l. slæm söluvara. Gsal-Iteykjavik. Hjá mjólkur- samlagi Kaupfílags Borg- firðinga iiggur öll mjólkurviimsla niðri, sakir verkfalla mjólkur- fræðinga. Frá föstudagskvöldi i siðustu viku hefur mjólk ckki verið send frá sainlaginu. Að sögn Sigurðar Guðbrandssonar m jólkursa nt lagss tjóra, hafði mjólk verið sótt til bænda i gær, og fyrirhugað er að sækja mjólk einnig i dag. Allt svæði samlagsins er tankvætt, og standa tankbilar fullir af mjólk fyrir utan miólkurstööina og biða þess að verkíallið leysist. Sagði Sigurður, að hátt i 80 þús. litrar yrðu i bilun- um, þegar búið væri að sækja mjólkina i dag. — Ef nýta á þessa mjólk til dyrkkjar, þolir hún ekki meira en tveggja sólarhringa bið, en eitt- hvað lengur, ef vinna á úr henni afurðir, eins og t.d. smjör og ost, sagði Sigurður. Ef verkfallið leysist fljótlega, fara þessir 80 þús. 1. beint i vinnslu, en bilarnir sækja þá nýja mjólk til drykkjar. Að öðrum kosti verður að fleygja mjólkinni. Geir Ar.nesen, efnaverkfræðingur viö tæki það sem hann hefur notað við rannsóknirnar. — Timamynu: Gunnar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.