Tíminn - 11.05.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.05.1974, Blaðsíða 1
Auglýsingadeild TÍMANS Aðalstræti 7 Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga kl. 1 til 3 Sími 40-102 ■- - Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra: VALDIÐ ER HJÁ ÞJÓÐINNI — og engin goðgá að skjóta málum undir hennar dóm JH-Reykjavik. — Þeir eru stór- orðir, sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, er Timinn leit- aði álits hans á ummælum and- stæðinga rikisstjórnarinnar i dagblöðunum I gær, þar sem Gylfi Þ. Gislason talaði um Estrup-stjórn og Björn Jónsson um „hreint valdarán”, þar sem , vantaði ,,bara byssustingina”, og fleiri á þá lund. Er það ekki kenn- ing sumra uppeldisfræðinga, að börnin þurfi að fá að veita reiði sinni útrás? bætti hann við. — 1 fullri alvöru talað finnst mér þessir menn gleyma þvi, hver fer með æðsta valdið i land- inu. Það er hjá landsmönnum, is- lenzku þjóðinni, og það getur með engu móti verið nokkur goðgá að skjóta ágreiningsmálum undir dóm hennar. Það er þetta, sem ég hef gert og annað ekki. Það er alveg út I bláinn hjá Gylfa að tala um Estrup-stjórn. Ég geri ekki ráð fyrir, að gefin verði út nema ein bráðabirgðalög um efnahagsmál einhvern tima siðari hluta þessa mánaðar. Það verða timabundnar ráðstafanir, sem miðast við það, að koma i veg fyrir vandræði næstu mánuði, og farið eins vægt i sakirnar og ástandið leyfir. Þar verður ekki um það að ræða að lögfesta efna- hagsmálafrumvarpið, sem lagt var fram á þingi, heldur þær ákvarðanir einar, er nægja til þess að firra verulegum skakka- föllum, þar til þjóðin hefur fellt sinn dóm. Þessi bátur var að taka baujuna, ef til vill I siðasta sinn á þessari ver tið, skammt undan Stokkseyri I gærmorgun. Vertiðin I ár hefur verið með lakasta móti, eða sú léiegasta I a.m.k. áratug, fyrir Suður- og Suðvesturlandi. Timamynd: Gunnar. Versta vertíð í óratug - viö Soður- og Suðvesturlond, að sögn formanns LÍÚ 'leg-Jee”!J131«hígrKSS“-: —hs—Rvik. Lokadagurinn er i dag samkvæmt almanakinu, þ.e. sá dagur þegar vetrarvertið lýk- ur. Eins og gefur að skilja eru vertiðarlok þó ekki rigbundin við þennan dag. Sumir hætta fyrr, ef enginn veiðist fiskurinn, og ólik- legt er að menn færu að hætta veiðum, vegna þessarar gömlu hefðar, ef afli væri nægur. En hvernig hefur svo vertiðin verið I vetur? Það mun vera aimennt álit manna að vertiðin hafi gengið illa við Suður- og Suðvestur-landið að þessu sinni, cn hún hafi aftur ver- ið nokkuð góð, eða i meðallagi á Snæfellsnesi, fyrir vestan og norðan land. Við höfðum I gær samband viö vegsmanna, og spuröum hann þd nokkuö misjafnlega eftir Kristján Ragnarsson, formann hvernig afkoma bátaflotans væri, landshlutum. Sérstaklega hefur Landssambands islenzkra út- aö lokinni þessari vertiö. Framhaid á 7. siðu. 1300 BÖRN Á BIÐLISTA LEIKSKÓLA OG DAG- HEIMILA í REYKJAVÍK — verst er ástandið í nýiu hverfunum Viðlagasjóðshúsin á Akranesi runnu út BH-Reykjavik. — Viðlagasjóðs- húsin, sem boðin voru til sölu á al- mennum markaði, munu hafa fengið nokkuð inisjafnar móttök- ur, en á Akranesi geröust þau tið- indi, að þau runnu út eins og heit- ar iummur, og fengu mikiu færri Viölagasjóðshúsin á Akranesi. en vildu. Hafa bæjaryfirvöld á Akranesi gripið til þess ráðs að skipuleggja ibúðarhúsahverfi með allt að tuttugu húsum, gerð- um úr timbri, til að fullnægja eftirspurn. 1 marzlok rann út umsóknar- frestur, er Viðlagasjóður hafði sett varðandi kaup á auglýstum húsum á vegum sjóðsins i nokkr- um byggöarlögum. Nokkur tilboð bárust, en þóttu á þann veg, að Viðlagasjóður tók þá ákvörðun að Framhald á 7. siðu. — Timamynd: Gunnar. SJ-Reykjavik — Mikill skortur er á dagvistunarrými handa börn- um i Reykjavík eins og raunar hefur verið minnzt á hér i blaðinu áður. Yfir þrjú hundruð börn biða nú vistar á dagheimilum og um þúsund eru á biðlista leikskól- anna samkvæmt upplýsingum frá Barnavinafélaginu Sumargjöf. Þessar tölur eru stundum túlkað- ar þannig að miklu meiri þörf sé á leikskólum en dagheimilum. Þetta er ekki rctt, þvi að eins og er veit allur almenningur, að til- gangslaust er fyrir aðra en for- gangshópa, svo sem einstæða for- eldra og námsfólk, að sækja um vist fyrir börn á dagheimilum. Hins vegar geta allir foreldrar sótt um aö koma börnum á leik- skóla, en aðeins i fjórar klukku- stundir á dag annaðhvort fyrir eða eftir hádegi. Það sýnir m.a. þörfina á dagvistunarstofnunum aö mikill fjöldi barna i Reykjavik er i einkafóstri. Rekstrarkostnaður fyrir hvert barn á dagheimili er nú um 15.000 kr, þar af greiða foreldrar 5.800 kr. Leikskólarnir eru ódýrari i rekstri, t.d. fá börnin ekki máltíð- ir þar. Rekstrarkostnaður á leik- skólunum er 4.500 kr. (fyrir hálf- an daginn) miðað við hvert barn. Foreldrar greiða 2.900 kr. Tólf dagheimili, sem rúma 672 börn, eru nú i borginni og þrjú skóladagheimili fyrir 69 börn. Leikskólarnir eru fjórtán fyrir 1471 barn. Lengstir eru biðlistarnir um leikskólavist i nýju hverfunum, Breiðholti, Árbæjarhverfi og Fossvogi. í Breiðholti einu biða nær 300 börn eftir leikskólavist. Óvenjumikið greiðist úr dag- heimilaþörfinni nú i sumar eða á næstunni. Nýtt dagheimili fyrir 60-70börn tekur senn til starfa við Háaleit'sbraut. 1 húsi Thorvald- sensfélagsins við Langholtsveg verðuropnuð dagvöggustofa fyrir 30börn. Og i efra Breiðholti er að risa dagheimili fyrir 50 börn og eiga Vestmannaeyjabörn þar for- gang. Ólögleg hækkun Morgunblaðs og Vísis MORGUNBLAÐIÐ auglýsti I gær, að áskriftarverð blaðs- ins hækkaði upp i sex hundr- uð krónur á mánuði frá og með júni, og i lausasölu myndi eintakið kosta þrjátiu og fimm krónur. i maimán- uði yrði áskriftargjaldið 430. Þessi verðhækkun er ólög- leg og gerð i trássi við verð- lagsyfirvöld i landinu. Verð á blöðum er aðeins leyfilegt að hækka að fengnu leyfi verð- lagsyfirvalda. Sömu slóð hefur Visir fet- að.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.