Tíminn - 11.05.1974, Síða 7

Tíminn - 11.05.1974, Síða 7
Laugardagur 'íl'. mai 1974. SSÍfíSf 7 „Heyr mitt ljóö, Vlóletta, er ég syng viö gluggann þinn..” eða fjögur erindi, með tilheyrandi viðlagi. Þegar við spurðum hverju þetta sætti, fengum við þau svör, að einn bekkjarfélag- inn, — sem er auðvitað ákafur Leeds-unnandi, — hafi komið með sönginn f jölritaðan upp i skóla og kennt sinum bekkjarfélögum. Og gleðskapurinn hélt áfram án þess að nokkur þreytumerki væru sjáanleg i andlitum. Um siðir stytti sönginn upp og gltarhljóm- arnir hættu að heyrast. Nemend- ur höfðu lokið þessum áfanga dagsins og matur beið þeirra á hótelinu. Þá var húsið kvatt og hópurinn hélt i fylkingu suður Birkimelinn til fundar við mat og dans fram eftir nóttu. i Þaö þótti tilhlýöilegt aö fá sér smá snúning I tilefni dagsins og þessi blómarós vakti athygli ijósmyndarans, sem var ekki seinn á sér aö festa hana á filmu. Akranes 0 taka engu þeirra. Var þá sett fast verð á húsin, frá 4,1 til 4,3 millj. króna og þeir skilmálar, að við- komandi sveitarfélögum og siðan bjóðendum, eftir upphæð tilboða, skyldu boðin húsin með þeim kjörum að borga helming verðs á tólf mánuðum, en húsnæðismála- stjórnarlán og eftirstöðvar skyldu lánaðar til sjö ára. Heyrzt hefur, að áhugi manna hafi glæðzt við þetta allviða, en hvergi þó eins og á Akranesi, þar sem 5 hús voru til sölu. Um þessi 5 hús bárust umsvifalaust 19 tilboð frá einstaklingum, og þótti bæjar- yfirvöldum slikur áhugi athyglis- verður. Húsunum fimm var þegar i stað úthlutað, en til að gera hinum umsækjendunum einhverja úr- lausn var sú ákvörðun tekin, að skipuleggja húsahverfi með allt að tuttugu húsum, sem byggð verði úr timbri. Má búast við, að skriður sé kominn á það mál og vitum við ekki betur en jafnvel sé búið að úthluta flestum lóðunum. Siöast, þegar við höfðum spurnir af málinu, hafði tólf lóðum verið úthlutað, en þær gætu allt eins verið miklu fleiri núna, þar eð nokkrir dagar eru siðan. ‘ Ávallt fyrstur á morgnana Lofum þeim að lifa Uppbætur á elli- og örorkulífeyri A NÝAFSTÖÐNU alþingi var samþykkt breyting á ákvæöum almannatryggingalaga um tekju- tryggingu elli- eða örorkulifeyris- þcga. Samkvæmt þeirri breytingu skulu elli- og örorkulifeyrisþegar eiga rétt á óskertri uppbót, að fjárhæð 80.000 krónur á ári, til viðbótar elli- eða örorkulifeyri, eins og hann er á hverjum tima. Þessi uppbót helzt óskert, þótt lif- eyrisþegi hafi aðrar tekjur allt að kr. 37.500.- á ári. Fari aðrar tekjur hins vegar fram úr 37.500.- kr. á ári, skal skerða uppbótina um helming þeirra tekna, sem umfram eru. Uppbótin fellur þannig niður, þegar lifeyrisþegi hefur 197.500 króna árstekjur auk lifeyrisins. Hiiðstæðar reglur gilda um hjónalifeyri, eftir þvi sem við á. Þeir, sem telja sig hafa öðlazt rétt til uppbótar samkvæmt þessari breytingu, snúi sér til Tryggingastofnunar rikisins eða umboðsmanna hennar um land allt. Sérstaklega skal vakin á þessu athygli þeirra, sem nú eiga rétt á lágum greiðslum úr lifeyrissjóð- um verkalýðsfélaga og hafa af þeim sökum ekki notið góðs af tekjutryggingarreglum almanna- tryggingalaganna. Reiknað er með að breyting þessi geti tekið gildi frá og með næstu mánaða- mótum. Myndlistaskólinn í Reykjavík: Sýning á vinnu nemenda Gsal—Reykjavík. — Myndlista- skólinn i Reykjavik opnar i dag, laugardag, sýningu á verkum nemenda i húsakynnum skólans, Asmundarsal við Skólavörðuholt. Sýningin opnar klukkan tvö og verður opin laugardag og sunnu- dag frá tvö til tiu báða dagana. Aðsókn að skólanum hefur auk- izt mjög á siðastliðnu starfsári. 1 vetur stunduðu 250 nemendur nám við skólann, en 120 nemend- ur árið á undan. Kennarar voru átta i vetur. Kennt var i málara- deildum, teiknideildum og högg- myndadeildum. Teiknun og leirmótun var kennd i sjö deildum barna og unglinga, svo og lát- bragðsleikur i deild yngstu barn- anna. Vertíð O vertiðin gengið illa við Suðvest- ur-landið. Við getum gert nokk- urn samanburð þessu til skýring- ar og kemur þá I ljós, að aflinn hefur minnkað verulega á þessu svæði. Frá vertiðarbyrjun til 1. mai var aflinn á svæðinu frá Horna- firði til Akraness um 79 þúsund tonn, en var I fyrra 102 þúsund tonn. Aflinn á þessu sama svæði var svo 115 þúsund tonn árið 1972. A Vestfjörðum hefur vertiðin ekki orðið mikið lakari en i fyrra, en þar kemur til ný og meiri sókn en áður, vegna togaranna. A Norðurlandi mun vertiðin hafa orðið svipuð og I fyrra og á Snæfellsnesi er ástandið mjög viðunandi. Þar hafa fiskazt 19.400 tonn á móti 20.300 tonnum i fyrra, 23 þúsund tonnum 1972 og 15 þús- und tonnum 1971. Verst hefur vertiðin sem sagt orðið við Suðvesturlandið og á Hornafirði, mesta vertiðar- svæðinu. Það eru ekki dæmi til minni afla á þessu svæði s.l. ára- tug. — Hvernig hefur samsetning aflans verið? — Auk þessa hefur aflinn verið rýrari þessa vertíð, vegna þess, að mikið meira er i aflanum af ufsa en áður, en ufsaverðið er ekki nema um helmingur á við þorskverðið. Þorskurinn, sem veiðzt hefur i vetur, hefur verið tiltölulega vænn, sem kom mönn- um reyndar nokkuð á óvart, en sérstaklega var litið um smærri fisk, og gefur þaö okkur ekki bjartar vonir. Kristján sagði að lokum, að stjórnarfundur Llú yrði haldinn i næstu viku, þar sem þessi mál yrðu öll rædd, en allt væri enn I óvissu um það, hvað gert yrði. Hann gat þess einnig, að auk slæmrar vertiðar, væri fiskverð allt of lágt. Aðeins hefði fengizt 11.5% fiskverðshækkun um ára- mótin, en almenn launakjör hefðu hækkað um 30% að meðaltali, svo þeir þættust telja sig eiga inni nokkra hækkun á fiskverði. Er blaðið hafði samband við Ragnar Jakobsson hjá Fiski- félaginu, lágu ekki enn fyrir tölur um afla vertiðarinnar. Þó var vit- að, að aflinn á svæðinu frá Horna- firði til Stykkishólms er um 117 þúsund tonn fram að siðustu mánaðamótum. Á sýningunni er úrval af vinnu nemenda úr öllum deildum, en sýningar Myndlistaskólans hafa á undanförnum árum eingöngu verið helgaðar vinnu nemenda i barnadeildum. Sýningin er þvi öll stærri og veigameiri en áður hef- ur tiðkazt hjá skólanum. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Á víðavangi O Árnesinga. Sanit sem áður var réttilega litið svo á, að Jörundur Brynjólfsson væri enn handhafi forsetavalds, þar til Aiþingi hefði komið saman og kjörið nýjan þing- forseta. Jörundur Brynjólfs- son fráfarandi forseti sam- einaðs Alþingis var þvi til kallaður til innsetningar For- seta islands, scm einn af hin- um þremur handhöfum for- setavalds. Enginn hreyfði mótmælum og voru þó saman komnir við þá athöfn lögfróð- ustu menn landsins. Þvi miður er Timanum ókunnugt um hvar „lagaprófessor” Mbl. og allir hinir „lögspekingarnir”, sem ónafngreindir eru, voru þá! Árið 1963 hafði þing verið rofið um vorið og nýtt Alþingi kjörið. Það kom ekki saman til starfa fyrr en um haustið. Fráfarandi forseti sameinaðs Alþingis var þá Friöjón Skarphéðinsson. Hann var hættur þingmennsku, bauð sig ekki fram aftur. Mcð aug- lýsingu nr. 65, 17. ág. 1963 i Stjórnartiöindum var gefin út tilkynning um, að handhafar forsetavalds færu með vald Forseta islands i fjarveru hans. Enginn var þar undan skilinn — og enginn mótmælti þá, að Friðjón Skarphéðinsson væri enn einn handhafa for- setavalds, þótt nýr þingmaður hefði verið kjörinn til að fara með það untboð, sem Friðjón haföi farið mcð áður. Birgir Finnsson var fráfar- andi forseti sameinaös Al- þingis er þing var rofið 13. júni 1971. Hann féll við kosningar til nýs Alþingis þann hinn sama dag i Vestfjarðakjör- dæmi. Engu að siður var liann forseti sameinaðs Alþingis þar til i október 1971, er þing kom saman til starfa og kaus Eystein Jónsson, forseta sam- einaðs Alþingis. Þaö er þvi enginn vafi á þvi, að Eysteinn Jónsson er einn handhafa forsetavalds sem fráfarandi forseti sameinaðs Alþingis þar til það Alþingi, er kjöriö veröur 30. júni n.k., hef- ur komið saman til starfa og kjörið nýjan forseta sam- einaðs Aiþingis. Hvernig væri að „laga- prófessorinn" og aðrir ,,lög- spekingar” Mbl. skrifuðu und- ir nafni næstu greinar sinar um „einræðisstjórnina". sem skýtur málum undir þjóðar- dóm til ákvörðunar i lýðræöis- legum kosningum. —TK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.