Tíminn - 11.05.1974, Qupperneq 9

Tíminn - 11.05.1974, Qupperneq 9
Laugardagur 11. mai 1974. TÍMINN 9 Útgefandi Framsúknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18390-18306. Skrifstofur i Aðaistræti 7, simi 26500 — af- - greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Blaðaprent h.f. Einstætt ábyrgðar- leysi I þingsögu íslendinga mun vart finnast dæmi um ábyrgðarlausari og úrræðalausari fram- komu en afstöðu Sjálfstæðisflokksins, Alþýðu- flokksins og Hannibalista til efnahagsfrum- varps rikisstjórnarinnar. Forsætisráðherra hóf viðræður við þessa aðila strax 20. marz um lausn þess mikla vanda, sem við blasti um næstu mánaðamót, sökum fyrirsjáanlegrar stórhækkunar á kaupgjaldsvisitölunni. Allir þessir aðilar viðurkenndu, að þessi vandi væri mikill, og nauðsynlegt væri að gera a.m.k. bráðabirgðaráðstafanir til að afstýra honum ekki siðar en fyrir 20. mai. Þegar svo til þess kom að taka afstöðu til ákveðinna atriða, hrökkluðust þessir aðilar undan og vildu enga ákveðna afstöðu taka, og bentu ekki heldur á aðrar leiðir. Rikisstjórnin átti þá ekki annan sæmilegan kost en leggja ákveðnar tillögur fyrir þingið i frumvarpsformi, en lýsa þvi jafn- framt yfir, að hún væri fús til viðræðna um breytingar á þeim, ef þvi aðalmarkmiði yrði náð að afstýra verðbólguskriðunni, sem var að hefjast um næstu mánaðamót. Samkvæmt öll- um venjum, þegar um timabundnar aðgerðir vegna efnahagsvanda er að ræða, hefði frum- varpið átt að ganga til þingnefndar, og þar hefðu svo farið fram viðræður og samningar milli flokkanna um lausn málsins. Þingmenn áðurgreindra flokka fengust þó ekki til að fall- ast á þessa málsmeðferð. 1 stað þess hótuðu þeir að fella frumvarpið strax við fyrstu um- ræðu, án þess að koma sjálfir með nokkrar raunhæfar tillögur. Hér var um að ræða vinnu- brögð, sem eru einstæð að ábyrgðarleysi og ráðleysi. Þrátt fyrir þessi vinnubrögð taldi for- sætisráðherra rétt að gera enn eina tilraun til samkomulags, og bar fram tillögu um myndun þjóðstjórnar, sem sæti fram yfir þjóðhátið og leysti umræddan vanda, a.m.k. með bráða- birgðaaðgerðum fram yfir kosningar i septem- ber. Þessu var einnig hafnað. Þegar stjórnar- andstöðuflokkarnir voru þannig með algeru ábyrgðarleysi og ráðleysi búnir að gera þingið óstarfhæft, var ekki um annan réttan kost að ræða en að leggja málin sem fyrst i hendur þjóðarinnar með þingrofi og nýjum kosning- um. Framsóknarflokkurinn stóð i svipuðum spor- um og stjórnarandstöðuflokkur i ársbyrjun 1959. Þáverandi stjórn hafði meirihluta i Sameinuðu þingi, en ekki i efri deild. Hún þurfti að fá efnahagsaðgerðir samþykktar. Framsóknarflokkurinn tók þá afstöðu að bregða ekki fæti fyrir þær, heldur sat hjá i efri deild. Þannig haga ábyrgir stjórnarandstöðu- flokkar sér, þegar um sérstök vandamál þjóðarinnar er að ræða. Þjóðin þarf nú ábyrga og trausta forustu. Vandinn er mikill, en vel leysanlegur, ef brugðizt er mannlega við honum. Sjálfstæðis- flokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Hannibalistar hafa sýnt svo einstætt ábyrgðarleysi og ráð- leysi á nýloknu þingi, að útilokað er að þjóðin geti treyst þeim til forustu i þessum efnum. Þ.Þ. Norman Cousins, Long Islands Press: Er langt milli Aðal- strætis og Votugáttar? Spilling magnast víða í þjóðlífinu Nixon forseti Höfundur þessarar greinar er þekktur biaðamaður i Bandarikjunum, og birtast greinar hans i mörgum blöð- um, viðsvegar um Bandarik- in. í grein þessari ræðir hann um það, hvort Watergate- málið sé nokkurt einstakt fyrirbrigði, heldur aðeins dæmi um sjúkt ástand, sem sé að skapast i þjóðlifi Bandarikjanna. Vert er að hyggja að þvi, hvort lýsing hans á ástandi umræddra inála eigi ekki viðar við en i Bandarikjunum, og geti jafnvel að einhverju leyti átt við hérlendis. Vissuiega er hér um máiefni að ræða, sem ástæða er til að gefa gaum viðar en i Bandarikjunum. HVE langt skyldi vera frá Aðalstræti (Main Street) til Votugáttar (Watergate)? Bandarikjamenn komast ekki undan þvi að velta fyrir sér þeirri spurningu, hvort Votagátt sé aðeins stundar- villa, eða ef til vill öllu fremur ægileg endurspeglun og út- færsla annars miklu meira og verra, sem hafi verið að grafa um sig á nálega öllum sviðum þjóðlffsins. UNDANGENGIN tvö ár hefur orðið uppvist um spill- ingarhneyksli hjá lögreglulið- inu i að minnsta kosti tylft stórborga i Bandarikjunum. Við sjálft liggur, að mein- semdin fylgi ákveðnu formi. Lögregluþjónar i einkennis- búningi hafa brotizt inn i verzlanir, venjulega þegar þeir voru á næturvakt. Sumir lögregluþjónar hafa aðstoðað eiturlyfjahringa, eða gengizt inn á að þegja fyrir mútufé veitingamanna og annarra, sem brotið hafa hinar ýmsu reglur borgaryfirvaldanna. UPPLJÓSTRANIR um mútur mega heita daglega i fréttum. Er jöfnum höndum um að ræða verk- eða sölu- samninga við herinn, fram- kvæmdir á vegum rikis, borga og sveitarfélaga og byggingar sjúkrahúsa og skóla. Alls stað- ar eru á kreiki sögur um leyni- legar greiðslur, ýmist til þess að þagga niður ákærur eða öðlast ivilnanir. Almúgamaðurinn er meira að segja daglega i vafa um, hverjum hann geti treyst og hverjum ekki. Ef hann fer i gistihús, sér hann sig til- neyddan að kanna reikninginn gaumgæfilega. Fyrir skömmu var nokkrum virtustu gisti- húsunum i New York skipað 'að hætta að færa rangar kröf- ur á reikninga gesta sinna. Upp hafði komizt, að stjórn- endur sumra þessara gisti- húsa höfðu greitt lögreglufor- ingjum fé til þess að fá þá til að þegja. Undangengna mán- uði hef ég tvivegis rekið augun I rangar færslur á reikningum veitingahúsa. ÞURFI einhver að láta gera við bilinn sinn eða sjónvarps- tækið sitt, fyllist hann ósjálf- rátt kviða vegna ótölulegra frásagna blaðanna um sam- vizkulausa uppskrúfun við- gerðarreiknininga. Þeir, sem leggja á sig þá fyrirhöfn að leita tilboða i slikar viðgerðir, hafa ekki aðeins rekið sig á furðulega mismunandi mat á kostnaði viðgerðanna, heldur og I lýsingum á þvi, hvað vanti og hvað þurfi að laga. Ibúðabyggingar, endurnýj- un og viðgerðir hafa ærið oft reynzt kosta svimandi fjár- hæðir, þegar til kastanna kom. Stundum hefur verið leitað til dómstólanna, og við hefur borið, að verktakar, sem vinna eftir reikningi, hafa reynzt taka laun fyrir tvöfalt eða þrefalt fleiri menn en að verkinu'unnu i raun og veru. Votugáttaráhrifa þykir einnig gæta i þvi athæfi að nota ákveðnar efnablöndur til þess að auka fallþunga hænsna og nautgripa, þó að oftast sé um að ræða vatn eða óholla fitu. Hve margir for- eldrar skyldu gera sér grein fyrir þvi, að börn þeirra drekka cola, sem i er blandað koffeini, sem fjarlægt hefir verið úr „koffeinlausu” sölu- kaffi? EINSTAKLINGURINN er óðum að glata hæfileikanum til að hneykslast á spillingu og rangsleitni. Votugáttarmálið eina og sanna gerðist á nægi- lega háu sviði til þess að valda almennri hneykslun, en það ú- ir og grúir af Votugáttarmál- um af einstaklingsstærð og hreppsstærð i daglegu lifi okk- ar. Þar er i raun og sannleika fólginn uggvænlegasti vandinn, og hann verður ekki fjarlægður með brottrekstri fáeinna embættismanna. Saga Pelopsskagastyrjald- anna eftir Thucydides íýsir ekki siður framkomu og veik- leika Aþenumanna en hernað- arátökum þeirra og Spart- verja. Einn fjörlegasti kaflinn I bókinni segir ekki frá orr- ustu, heldur hnignun heiðar- leikamats og einingar fólksins sjálfs. Borgararnir vantreystu ekki einungis yfirvöldum, heldur hvorir öðrum. Styrj- aldarævintýri, sem oftar áttu rætur að rekja til ákvarðana stjórnmálaleiðtoga en eðli- legra orsaka, áttu sinn þátt i að eyða trausti manna á stjórninni og ala á vantrausti i samfélaginu yfirleitt. Trosnun siðferðisvefsins átti sinn rika þátt í hrörnun menningarinn- ar i Aþenu, hvað sem öðru lið- ur. BANDARIKJAMENN hafa alvarlegar áhyggjur af samfé- lagsástandinu heima fyrir og stöðu sinni i heiminum, ein- mitt i sama mund og þeir ætla að fara að undirbúa 200 ára af- mæli rikisins. Sú hátið verður haldin eftir hálft annað ár, og margs konar stórfengleg há- tiöahöld eru fyrirhuguð. En á þessu tveggja alda af- mæli er ekki brýnust þörfin á stórfenglegum flugeldasýn- ingum. Arið 1976 gæti orðið ár endurreisnar og endurvakn- ingar. Við gætum þá reynt að finna okkur stað i tima og rúmi, efla einingu okkar, end- urnema grundvallarlærdóma fortiðarinnar, læra að þekkja okkur sjálf og meta rétt hinn sanna styrkleika okkar. Við þurfum að treysta grunninn undir endurvöktu sjálfstrausti. Við þurfum að öðlast að nýju hæfileikann til þess að vona og treysta. Við þurfum fyrst og fremst að geta treyst leiðtogum okkar og hvert öðru. Það er réttasta og öruggasta leiðin til þess að öðlast sjálfsvirðingu að nýju-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.