Tíminn - 11.05.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.05.1974, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. mai 1974. TÍMINN 3 Álag á út- svör ekki leyft MAGNOS TORFI Ólafsson félagsmálaráöherra hefur ákveöið aö veita ekki samþykki sitt til hækkunar á útsvörum á árinu 1974 sam- kvæmt lögum um tekju- stofna sveitarfélaga frá árinu 1972. Félagsmálaráðuneytiö sendi fjölmiðlunum fréttatil- kynningu um þessa ákvörö- un i gær. Nýtt rauð sokkublað Hinn 1. mai þá kom út á vegum Rauðsokkahreyfingarinnar 4. blað af „Forvitin rauð.” Fyrsta blaðið kom út 1. des 1972 og fjallaði um ýmis almenn atriði varðandi uppbyggingu og starf hreyfingarinnar. Annað blað kom út 1. mai 1973 og i þvi var nær eingöngu sagt frá aðstöðu og kjörum kvenna á vinnumarkaðin- um. Þessi tvö fyrstu blöð munu nú ófáanleg. Þriðja blaðið kom út i jan. sl. og var efni þess eingöngu helgað fóstureyðingum. Fjórða blaðið, er i beinu fram- haldi af opnum umræðufundi, sem Rauðsokkahreyfingin gekkst fyrir i nóv. s.l. i Norræna húsinu um fyrirvinnuhugtakið. Máls- hefjendur á þeim fundi voru Svava Jakobsdóttir alþm., sem sagði frá umræðum um þessi mál á Norðurlöndum oghugmyndum, sem þar eru uppi og Auður Þor- bergsdóttir, borgardómari, sem sagði frá þvi hvernig fram- færandasjónarmið birtist i is- lenzkum lögum og hvernig það lýsir sér i reynd. í þessu blaði „Forvitin rauð” er frásögn af fundinum, ræðum málshefjenda og umræðum fundarmanna. Ræða Svövu birtist i heild i dagblaði skömmu eftir fundinn og erindi Auðar mun koma óstytt i 19. júni mál- gagni Kvenréttindafélags ís- lands. Margt annað efni er i blaðinu. „Forvitin rauð” er offset- prentað hjá Offsetmyndum sf„ Mjölnisholti 14. 011 vinna við blaðið, þar til það er tilbúið til prentunar, er unnin i sjálfboða- vinnu af áhugafólki um málefni rauðsokka. Umsjón með útliti blaðsins höfðu Edda óskarsdóttir og Hildur Hákonardóttir. Fastir útsölustaðir „Forvitin rauð” i Reykjavik eru i Bókabúð Braga, Hafnarstræti 23, Bóksölu stúdenta, Félagsstofnuninni v/Hringbraut og BókabúðMáls& menningar, Laugavegi 18. Blaðið er undanþegið söluskatti og kostar kr. 100,00. Veitt lausn frá embætti Forseti Islands hefur i dag, að tillögu dómsmálaráðherra, veitt Jóhanni Skaptasyni, sýslumanni i Þingeyjarsýslu og bæjarfógeta á Húsavik, lausn frá embætti frá 1. júli 1974 að telja. Jóhann Skaftason sýslumaður. Rækjuvinnsla í Stykkishólmi. Þótt fullkomnum vélum sé beitt eftir þvi sem unnt er, þarf ýmislegt aö vinna með handafli. Rækjuvinnsla með full- komnum vélum í Hólminum KBG-Stykkishólmi, í vetur var hafin hér i Stykkishólmi rækju- vinnsla meö fullkomnum vélum. Hlutafélagið Rækjunes, sem stofnað var i þessum tilgangi, keypti slikar vélar frá Banda- ríkjunum og setti þær niður i stóra bogaskemmu, sem það tók á leigu hjá Kaupfélagi Stykkis- hólms. Þar hefur einnig verið komið fyrir frystiklefum og annari innréttingu sem þarf viö rækjuvinnslu. Fjórir bátar leggja upp hjá fyrirtækinu og er afli þeirra orðinn á milli 30-40 lestir af rækju. Þar vinna átta konur og fjórir karlmenn. Aðal hvatamenn að stofnun Rækjunes h/f voru þeir Þor- varður Guðmundsson og Bragi Húnfjörð. ASÍ mótmælir breytingu launa- samninga og skerðingu vísitölu Timanum barst I gærkveldi eftirfarandi fréttatilkynning frá Alþýðusambandi Islands: Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða á Sambands- stjórnarfundi Alþýðusambands íslands, sem haldinn var föstu- daginn 10. mal 1974. Sambandsstjórnarfundur Al- þýðusambands Islands haldinn föstudaginn 10. r I 1974 ályktar eftirfarandi: Frá þvi er samningar ASÍ við vinnuveitendur tóku gildi i lok febrúarmánaðar s.l„ hefur ný verðbólgualda risið i landinu með þeim alvarlegu afleiðingum, aö nú er svo komiö, að kauphækkun sú.sem um var samið þeim lægst- launuðu til handa, er að engu orð- in. Þessari neikvæðu þróun veldur, ásamt erlendum verðhækkunum, fyrst og fremst hið sjálfvirka verðlagskerfi, þar sem m.a. hverri hækkun launa er óðar velt út I verðlagið og verðbólgan þannig stigmögnuð. Rikan þátt á hér sú tilhögun, sem gildir við verðlagningu landbúnaðar- afurða, svo sem skýrast kom i ljós 1. marz s.l„ þegar afurðaverð var m.a. hækkað vegna kaup- breytinga, sem ekki voru kpmnar til framkvæmda, þ.e. áður en vinnslustöðvar landbúnaðarins höfðu greitt krónu i hækkuðu kaupi. Nú er svo komið að átt hefur sér stað stórfelld hækkun fram- færsluknstnaðar, og mun fram- færsluvisitalan 1. mai vera a.m.k. 19% hærri en 1. febrúar. Ljóst er, að með slikri þróun er kaupmætti láglauna stefnt i beinan voða, auk þess sem hún leiðir fyrr en siðar til samdráttar og atvinnuleysis. Verkalýðshreyfingin mótmælir harðlega öllum aðdróttunum um, að rammasamningar ASÍ við vinnuveitendur eigi sök á þessari alvarlegu þróun. Stefna samtak- anna, sem mörkuð var fyrir gerð kjarasamninganna, er óbreytt, sú að tryggja beri fyrst og fremst kaupbætur hinum láglaunuðu til handa. Engum er ljósara en verkalýðs- hreyfingunni, i hvern vanda af- komu láglaunafólks er stefnt með framhaldi þeirrar þróunar, sem að framan er rakin. Eigi að siður hljóta samtökin að mótmæla þvi, að gripið sé til þeirra óyndisúr- ræða að freista þess að leysa þennan vanda með ihlutun lög- gjafarvaldsins i frjálsa kjara- samninga stéttarfélaga. Sambandsstjórnarfundurinn mótmælir þvi hugsanlegri ihlutun i kjarasamninga stéttarfélag- anna bæði varðandi kaupgjalds- ákvæði samninganna og ákvæðin um verðtryggingu launa. Jafnframt mótmælir fundurinn áformum um bindingu á ráö- stöfunarfé almennra lifeyris- sjóða umfram frjálsa samninga. Þá mótmælir fundurinn sérstak- lega hugmyndum um bindingu ráðstöfunarfjár atvinnuleysis- tryggingasjóðs. sem er þegar mjög fjárhagslega aðþrengdur vegna lögbindinga á ráöstöfunar- tekjum. Það er álit fundarins, aö þann vanda, sem við blasir nú i efna- hagsmálum þjóðarinnar — og stefnir afkomu og atvinnuöryggi launafólks i hættu — beri að leysa I fullu samráði við verkalýðssam- tökin, og að samningsbundnum kjörum verði ekki breytt nema á grundvelli samningsréttar laun- þega og atvinnurekenda. FUNDUR HJÁ FEF Kélag einstæðra foreldra heldur félagsfund i Atthagasal Hótel Sögu n.k. þriðjudagskvöld, 14. mai og hefst hann kl. 21. Þar mun Páll Asgeirsson, læknir, tala um geðræn vandamál barna og unglinga, en hann er sem kunnugt er sérfræðingur á sviði barnageðlækninga og yfir læknir á geðdeildinni við Dal- braut. Hann mun einnig svara fyrirspurnum fundargesta. Umræðu við lækninn stýrir Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður FEF. Þá verða skemmtiatriði á dag- skrá og happdrætti. Bent er á, að þetta er siðasti almenni fundur- innivorog eru félagar hvattir til að mæta vel og stundvislega. Nýir félagar eru velkomnir. MILLJÓNIRNAR í REYKJA- VÍK, EYJAR OG HÖFN FÖSTUDAGINN 10. mai var dregið 15. flokki Happdrættis Há- skóla islands. Dregnir voru 4,000 vinningar að fjárhæð 37.500.000 krónur. Hæsti vinningurinn, fjórir milljón króna vinningar, kom á númer 10734. Tveir miðar af þessu númeri voru seldir hi-,‘ Fri- manni Frimannssyni i lar- húsinu, einn i umboðinu Vest- mannaeyjum og fjórði miðinn i Höfn i Hornafirði. 500.000 króna vinningurinn kom á númer 54082. Voru allir fjórir miðarnir af þessu númeri seldir i umboðinu á Akureyri. 200,000 króna vinningurinn kom á númer 37067. Tveir miðar af þessu númeri voru seldir i Aðal- umboðinu 1 Tjarnargötu 4, þriðji miðinn i Borgarbúðinni, Hófgerði 30 i Kópavogi og sá fjórði i Lita- skálanum, Kársnesbraut 2 i Kópavogi. 878 3155 4080 10733 10735 10929 11275 11278 15094 15787 15851 16086 19118 19381 22064 25522 25561 26163 28422 31924 35458 40183 41750 43067 46142 48271 48538 51299 54244 54749 59695 59929. „Lagaprófessor", sem ekki vill Idta nafns síns getið Mbl. birti i gær grein eftir „lagaprófessor”, sem ekki vill þó láta nafns sins getið.Er það raunar engin furöa, þvi að „lagaprófessorinn” verður fljótlega uppvis að fáfræði, sem Mbl. hefur nú beint að öll- um prófessorunum við laga- deild Háskóla islands, þar til Mbl. upplýsir nafn þess, er umrædda Mbl.-grein hefur rit- að. i greininni segir m.a. undir fyrirsögninni „Vottur að ein- ræðisstjórn” um leið og vitnað er til fleiri „lögfróðra manna” en hulduprófessorsins: „Það kom einnig fram i við- tölum við hina lögfróðu menn, að handhafar forsetavalds eru nú aðeins tveir, forsætisráð- herra og forseti llæstaréttar. Forscti sameinaðs Alþingis er enginn þessa stundina, enda þótt ætlazt sé til, að hann sé æöstur þeirra þriggja manna, sem samkvæmt stjórnar- skránni fará með forsetavald i fjarveru eða forföllum forseta tslands.” Stjórnarskrd og hefð Það er engum vafa undir- orpið, að stjórnarskráin gerir ráð fyrir því, að ætið sé til for- seti sameinaðs Alþingis, sem einn af handhöfum valds For- seta tslands i fjarveru hans eöa forföllum. Þessi fullyrðing er studd þeirri hefð, sem urn framkvæmd viðkomandi ákvæða stjórnarskrárinnar hafa skapazt, en styðja má það dæmum, að þeir, sem með æösta vald i landinu hafa farið á undanförnum árum, hafa jafnan litið svo á, að ætið sé til forseti sameinaðs Alþingis, sem einn handhafa forseta- valds, og er það fráfarandi forseti saineinaðs Alþingis, ef þing situr ekki, hvcrnig sem þingið hefur verið leyst upp eða hvaða form á þingrofi við- hal't. Það skiptir engu máli hvaða stöðu fráfarandi forseti sameinaðs Alþingis hefur er Alþingi situr ekki. Hvort sem liann er þingmaður, hættur þingmennsku eða hefur fallið i kosningum til Alþingis eftir að þing hefur verið rofið: Ilann er sem fráfarandi forseti sam- einaðs Alþingis einn af liand- höfum forsetavalds, þar til Al- þingi hefur verið kallað saman og nýr forseti sameinaðs Al- þingis hefur verið kjörinn, en stjórnarskráin og þingsköp bjóða, að það skuli vera eitt fyrsta verk Alþingis er það kemur saman. Þr|ú dæmi Hér skulu i flýti rifjuð upp 3 dæmi frá siöustu árum, sem sanna þetta: Hinn 1. ágúst 1956 fór fram innsetningarathöfn i Alþingis- húsinu. Asgeir Asgeirsson, ný- kjörinn Forseti íslands, var þá settur inn i embætti. Við þá at- höfn eru handhafar forseta- valds kallaðir til, allir þrir. Fráfarandi forseti sam- einaðs Alþingis var þá Jörundur Brynjólfsson. Voriö 1956 var Alþingi rofið án þess að skylda heföi verið fyrir hendi. Kosningar til Alþingis höfðu farið fram, ný rikis- stjórn mynduð, en nýkjörið Alþingi hafði ekki komið sam- an til að kjósa nýjan forseta sameinaðs Alþingis. Jörundur Brynjólfsson hafði tekið sömu ákvörðun vorið 1956 og Ey- steinn Jónsson nú, þ.e. að bjóða sig ekki fram til þings að nýju. Nýr þingmaður hafði verið kjörinn i kosningum til Alþingis til að taka viö umboði Jörundar sem 1. þingmaöur Framhald á 7. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.