Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 8. júnl 1974 Laugardagur8. júní 1974 4 N atnsberinn: (20. jaa-18. febr.) Þú skalt yfirfara gömul viðfangsefni og leggja nýjar áætlanir — en það er alltof snemmt að hugsa til þess að reyna að koma þeim i fram- kvæmd. Það er ekkert á móti þvi að bregða sér úr bænum undir kvöldið. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Þú skalt reyna að vera hugmyndarikur i skemmtunum og hvers konar endurnýjun — þú ættir meira að segja að leggja þig fram um að losa þig úr viðjum vanans. Taktu þátt i sam- kvæmum i dag. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Mikiö skelfing virðist ætla að veröa lltið úr helgaráformunum hjá þér, en misstu ekki móðinn. Þetta kann að lagast með kvöldinu. Gættu þin að fljótfærnin skapi þér ekki erfiði. Nautiö: (20. april-20. mai) Eitthvað veldur þvi, að þú tekur við þér og það með einhverjum ógurlegum gassagangi. Þetta verður samt til þess að opna augu þin fyrir ýmsu, sem þig hafði ekki órað fyrir, þrátt fyrir allt. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Það er rétt eins og allt sé að róast, og það er þvi að þakka, að þú hefur hugsað málið og komizt að réttri og skynsamlegri niðurstöðu. Nú skaltu leggja dálitið að þér til að halda friöinn við fjöl- skylduna. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Það verkefni, sem þú veldur ekki, skaltu láta eiga sig i dag. Þú skalt alls ekki eyða orku i að brjóta heilann um það yfirleitt. Hugsaðu heldur ekki um að fjárfesta i vafasömu fyrirtæki. Ljónið Ljóniö: (29. júli-23. ágúst) Það litur út fyrir, að þin biði óvænt upphefð á einhverju sviði i dag. Það sakar ekki að láta óskir sinar og löngun i ljós á ákveðnum, heppi- legum stöðum. Þú hefur yndi af einhverjum menningarviðburði. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Þetta er rólegur dagur, sem þú skalt nota sem allra bezt til að búa þig undir fridagana. Slappaðu af, þú hefur nóg að gera i næstu viku, og þér veitir sannarlega ekki af. Einhver ná- kominn þarfnast vináttu. Vogin: (23. sept-22. okU Þetta er dagur athugasemdanna, ef þér finnst hafa verið breytt illa við þig. En það er óþarfi að gera það með frekju og leiöindum, svo aö særi. Þú hefur bein i nefinu til að koma vel frá þessu máli. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þessi dagur er afskaplega heppilegur til að koma frá alls konar bréfaviðskiptum, sem þú hefur lengi trassað. Annars er þetta hálf-um- hleypingasamur dagur, og þú ættir að fara að öllu með gát i sambandi við ástamálin. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Það litur út fyrir, að áhugi þinn beinist inn á ný svið. Það er rétt eins og eitthvað trúarlegt eða heimspekilegt sæki á þig i dag, og alls ekki ólik- legt, að alls konar grillur og fyrirfram skoðanir hverfi. Steingeitin: (22. des-19. jan.). Það eru þó nokkrar Hkur til þess, að áætlanir standist með versta móti i dag. Það er alveg ástæðulaust að láta slikt fara i taugarnar á sér, þvi að dagurinn getur orðið ágætur fyrir þvi. AUSTUR- Um Grimsnes — Laugarvatn — Geysi — (Jm Selfoss — Skeiðaveg — Hreppa — CCDJTMD Gullfoss. I C l\L/1 IV Um Selfoss — Skálholt — Gullfoss — Geysi. Ilaglega frá BSl — Simi 2-23-00 — ólafur Ketilsson. A1 Copley og Una Dóra. Lengst til hægri er sjálfsmynd Ninu Tryggva- dóttur. Neðri myndin t.v. er af útsýni frá heimili fjölskyldunnar viö Fálkagötu i Keykjavik. Tlmamvnd Róbert FJÖLBREYTT SÝNING NÍNU TRYGGVADÓTTUR SJ-Reykjavik. A laugardag verð- ur opnuð i l.istasafni islands sýn- ing á verkum Ninu Tryggvadótt- ur listmálara. 223 listaverk eru á sýningunni, flest úr söfnum og einkaeign hér á landi, en 44 fengin að láni hjá eiginmanni Ninu heit- innar, A1 Coplcy, sem býr i New York. Þetta cr þó aðeins hluti af verkum Ninu, sem eru viðsvegar um heim. Elzta myndin á sýningunni er litil teikning frá Þingvöllum, en f-yrir hana hlaut Nina verðlaun i Kvennaskólanum i Reykjavik að- eins 17 ára gömul. En meðal yngstu verkanna er einnig Þing- vallamynd, stór og sérstæð. Allmargar andlitsmyndir eru á sýningunni, en þær voru veiga- mikill þáttur i list hennar. Þarna má kenna marga kunna Is- lendinga, svo sem Stein Steinarr, Halldór Laxness, Þorvald Skúla- son, Selmu Jónsdóttur og Sigurð Pétursson. Ekki varð þvi við komið að sýna glermyndir eftir Ninu, en hún vann um skeið mikið að gler- myndagerð og hafði sérstaka tækni við hana. Þó má minna á að þrjár glermyndir Ninu eru greyptar inn i glugga þjóðminja- safnshússins. Við minnum einnig á að þrjár miklar mósaikmyndir hennar eru hér á landi, ein að Hótel Loftleiðum, önnur i Skál- holti og sú þriðja i Landsbankan- um I Austurstæri. 1 New York er eitt slikt stórverk úr mósaik, en úr þvi efni vann Nina mikið á sið- ari árum. 1 formála sýningarskrár, sem dr. Selma Jónsdóttir listfræðing- ur ritar, en hún hefur haft veg og vanda af sýningunni, segir m.a.: „Liturinn er sterkasti þátturinn I list Ninu Tryggvadóttur. Hann er hennar Islenzka aðal. Hann er lifið i málverkum hennar. Hér má nefna þá liti, sem henni voru hug- leiknastir, rauði liturinn glóir oft eins og eldurinn, sem brennur undir Islandi, guli liturinn skin eins og sólaruppkoman, þó ber bláa litinn hæst i verkum Ninu. Bláa litinn, sem fyrst og fremst er litur tslands, gerir hún einnig að sinum lit og ávallt á lifandi og frjóvgandi hátt. Ég býst við þvi, ef grandskoðuð væru öll verk Ninu Tryggvadóttur, að þá fynd- ust i þeim öllum blæbrigði hins bláa litaskala Islands. Stundum er hann gráblár og þunglyndis- legur, i annan tima himinblár og glaður og þá getur hann orðið safirblár, skær, harður og fullur af glóð eins og sjálfur safirsteinn- inn. Ætlunin með sýningu þessari er að sýna listakonunni Ninu Tryggvadóttur verðugan sóma og leitast við að draga fram ein- kennin i myndlist hennar. Um leið koma að sjálfsögðu i ljós viss sér- kenni listakonunnar sjálfrar. Slik afhjúpun persónuleikans verður ekki umflúin á sýningu sem þess- ari. Nina Tryggvadóttir var heims- borgari. Þessi viðförla kona, sem gerði hverja stórþjóð og stórborg að eðlilegu heimkynni sinu (Kaupmannahöfn, Paris, London, New York) sá þó alltaf ættjörðina sem fyrirheitna landið. Það var um jólaleytið 1962 að frá Ninu barst litil collagemynd, en þá tækni notaði hún oft I list sinni. 1 myndina voru notaðir steinar, trjábörkur og mosi, tint saman á erlendri grund, allt lagt á grunn, bláan að lit. Myndin ber nafniö „Hugsað heim”. Þarna var leitazt við, fjarri fósturjörð- inni, að setja saman mynd is- lenzkrar náttúru úr erlendu efni. Og grunnurinn blár islenzkur skammdegislitur, en þó glóandi i pensli Ninu, glóandi af ættjarðar- ást og heimþrá. Þessi blái litur kemur viða fram i myndum Ninu, sem flestar voru abstrakt i seinni tið. Sennilegt er að Nina Tryggvadóttir hafi hugsað heim.i hvert sinn er hún leysti af hendi listrænt vandaverk. Mætti þvi kannske lita á mörg verk hennar sem túlkun á þessari hugsýn hennar, Islandi.” Eiginmaður Ninu, A1 Copley, og dóttir þeirra Una Dóra, eru kom- in hingað á listahátiðina, en sýn- ingin á verkum Ninu Tryggva- dóttur er liður I henni. Þau feðgin verða hér i fárra vikna leyfi. Una Dóra hefur nýlega lokið háskóla- prófi I listasögu. A1 Copley starfar bæði að la?knavisindum og málaralist. Hann vinnur nú að rannsóknum á blóðstreymi og á blóðtappa við New York Medical College, en málar jafnframt, m.a. geysistór oliumálverk. Þau Nina og A1 Copley kynnt- ust, er hún hélt sina fyrstu sýn- ingu I New York 1945 (fyrsta einkasýning I Reykjavik 1942; Heimili þeirra var i New York, þar sem Nina Tryggvadóttir lézt 1968. SNOGH0J Nordisk folkehojskole (v/den gl. Lillebælts- broen) 6 mdrs. kurs fra 1/11 send bud ef tir skoieplan DK7000 Fredericia, Danmark tlf05-95 22 19 Sveit Barngóð, ábyggileg, 12 ára telpa óskar að komast á reglusamt, gott sveitaheimili. Sími 3-46-04. BRIDGESTONE Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. H- GUMMIVINNUSTOFAN SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055 Japönsku NYLON hjólbarðarnir. Allar vörubílasfærðir. 825x20, — 900x20, — 1000x20 og 1100x20 seldar á Tollvörulagersverði gegn staðgreiðslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.