Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Laugardagur 8. júni 1974 TÍMINN 11 Laugardagur 8. júni 1974 listans og gera má fastlega rá8 fyrir þvi, að hann annaðhvort sitji á alþingi næsta kjörtimabil, sem kjörinn fulltrúi eða sem vara- maður. Við hittum ólaf að máli, er hann var á ferðinni fyrir sunnan og inntum hann eftir fregnum af kosningabaráttunni þar fyrir vestan. — Hvernig spá menn kosninga- úrsligum á Vestfjörðum? — Það rikir mikil óvissa á Vestfjörðum um úrslit kosning- anna, sem fram eiga að fara nú siðar i þessum mánuði. Hannibal vann mikinn sigur i siðustu alþingiskosningum. Þetta er al- mennt skoðað, sem persónulegur sigur hans. Gera menn nú ráð fyrir að atkvæðin muni skipazt öðru visi að þessu sinni. Framsóknarmenn komu vel út úr siðustu kosningum — Framsóknarflokkurinn kom nokkuð vel út úr bæjar- og sveita- stjórnarkosningunum á Vest- fjörðum. Tel ég, þegar úrslit þeirra kosninga eru skoðuð, að flokkurinn hafi ekki oft áður haft sterkari stöðu. Flokkurinn var viða i kosningasamvinnu við aðra flokka. Sama er að segja um stjórnarflokkana, en þó er ekki ljóst, hvort lita ber á SFV á Vest- fjörðum, em stjórnarflokk, þar eð Karvel Pálmason, sem skipar fyrsta sætið hjá þeim, var i and- stöðu við núverandi rikisstjórn á siðustu dögum þingsins, sem öll- um er kunnugt. — Hver er einkum ástæðan fyr- ir góðri stöðu Framsóknarflokks- ins i kjördæminu? Ný atvinnutæki og 50 sjómilna landhelgi hafa gjörbreytt hag Vestfirð- inga A Vestfjörðum hefur orðið sú jákvæða þróun á undanförnum árum, að i staðinn fyrir fólks- fækkun, sem var hér á dögum viðreisnarstjórnarinnar, fer fólki hér heldur fjölgandi. Þetta segir mikið, talar sterku máli um lifs- kjör manna og trú þeirra á byggðina. Ástæðan fyrir þessari jákvæðu byggðaþróun er að at- vinnuuppbygging hefur verið mikil. Mikið hefur komið af góð- um, afkastamiklum atvinnutækj- um, eins og skuttogurum og báta- flotinn hefur stækkað. Þá hafa átt sér stað verulegar endurbætur á hraðfrystihúsunum i kjördæm- inu. Þetta tvennt að ógleymdri út- færslu landhelginnar i 50 sjómil- ur, er það, sem snúið hefur hjól- inu við, fyrir okkur á Vestfjörð- um. Menn eru nú bjartsýnni á framtiðina fyrir vestan. — Rétt er að taka það fram, að varðandi landhelgina hefur verið reynt að þyrla upp miklu moldviðri til að leyna þeirri stað- reynd, að viðreisxnarstjórnin vildi ekki færa landhelgina út og ætlaði að biða eftir hafréttarráð- stefnunni með útfærsluna, og svo hitt, að viðreisnarherrarnir vildu ofurselja okkur alþjóðadómstóln- um i Haag. Frh. á bls. 15 Skólahúsið á Suðureyri við Súgandafjörð. Skuttogarinn FRAMNES IS, er einn þeirra fjölmörgu skuttogara, er nú eru undirstaða atvinnulffsins út um land, ekki einasta á Vestfjörðum, heldur um allt land. 50mflna landhelgis ogsex tugir skuttogara, er stórkostlegasta átak, sem nokkur rlkisstjórn hér á iandi hefur gert, til eflingar atvinnulifi. Staða is- lenzks fiskiðnaðar væri æði bágborin, ef ekki heföi komið til vinstri stjórnar, eftir langa, ömurlega „við- reiösn”. Einhvern veginn virð- ist það hafa fylgt Vest- fjörðum, að þar hafa kosningar ávallt verið spennandi og þaðan hafa komið miklir þing- skörungar. Svipmikið land, þar sem barátta við s jó og fisk var eilif og setti svip sinn á fas þeirra og óviða var félagshyggja meiri en hjá Vestfirðingum, en hvergi var ihaldið held- ur fornlegra og blindara en einmitt þar. Eins og sviptivindar eru tiðir i norðan á þröngum, djúpum fjörð- unum, hefur verið byljótt i pólitikinni og oft róið i tvisýnu. Þar hefur verið djarflega sótt og úrslit kosninga oft verið tvisýn. Telja hefur mátt þau atkvæði á fingrum annarrar handar, er skáru úr um þingsæti — og gagnstætt þvi, sem orðið hefur um önnur kjördæmi þessa lands, hafa kosningar orðið óvissari en áður á Ves^- fjörðum, eftir kjör- dæmabreytinguna. En einn kemur og annar fer, eins og þar stendur. Nú er Hannibal hættur i pólitik og verð- ur ekki i framboði, hvorki á Vestfjörðum né heldur annars staðar, og er seztur að á búi sinu i Selárdal. Bjarni Guð- björnsson, bankastjóri á ísafirði, lætur einnig af þingmennsku, eftir nær Rætt við Ólaf Þ. Þórðarson, skólastjóra á Súgandafirði, sem skipar 3. sætið ó lista Framsóknar- flokksins í Vestfjarða- fimmtán ára þingsetu og tveggja áratuga stjórn- málastörf i bæjarstjórn Isafjarðar og Halldór Kristjánsson á Kirkju- bóli, hverfur frá vara- þingmennsku og skipar nú heiðurssætið á fram- boðslista Framsóknar- flokksins. Fleiri umtalsverðar breytingar eru á Vest- fjörðum, þar á meðal sú, að Birgir Finnsson, fer ekki fram og sitthvað fleira mætti telja. Enn eru tvisýnar kosningar framundan i Vestfjarðakjördæmi. Ný andlit koma fram i stað- inn fyrir hin gömlu, sem hverfa og pólitikin fyrir vestan er sem oft áður óskrifað blað — að mestu. Rætt við Ólaf Þ|. Þórðar- son Þrjú efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins i Vest- fjarðakjördæmi skipa þeir Steingrimur Hermannsson, sem er i fyrsta sæti, Gunnlaugur Finnsson, Hvilft i öðru sæti, en þriðja sætiið skipar ungur skóla- stjóri vestan af Súgandafirði, Ólafur Þ. Þórðarson, sem getið hefur sér gott orð fyrir félags- málastörf i heimabyggð sinni. Ólafur skipar þannig baráttusæti kjördæmi . Ólafur Þ. Þóröarson, skólastjóri á Súgandafirði skipar 3. sætið á framboðslista Fram- sóknarflokksins I Vestfjarðakjördæmi. ólafur er fæddur á Súgandafirði árið 1940. Foreldrar hans eru þau Jófriður Péturs- dóttir og Þórður Agúst Ólafsson, bóndi á Stað iSúgandafiröi. ólafur lauk gagnfræöaprófi frá Núpi I Dýrafirði, siðan varð hann búfræðingur frá Hvanneyri, en settist svo I Kennaraskólann og lauk kennaraprófi og hefur nú i nokkur ár verið skólastjóri barnaskólans á Súgandafirði. Ólafur er kvæntur Þóreyju Eiriksdóttur Þorsteinssonar f.v. alþingismanns og kaup- félagsstjóra á Dýrafirði. Eiga þau eina dóttur, Áslaugu, sem er tveggja ára. Æskuheimili ólafs Þ. Þórðarsonar, Staður I Súgandafirði. Fólki fjölgar nú aftur á Vestfjörðum, Skuttogarar, endurnýjun hraðfrystihúsa og 50 mílna landhelgin, hafa gjörbreytt högum manna á Vestfjörðum Félagsheimilið i Hnifsdal. Viða er sumarfagurt á Vestfjörðum. Tignarleg fjöllin risa þverhnipt upp úr sjónum, úfin og veðruð, en inni á fjörðunum eru blómleg bændabýli og landið er grasi gróið og viöa vex kjarr og skógur. Landbún- aður hefur viða átt i vök aö verjast og þá sér i lagi við innanvert Djúp, en nú hafa verið gerðar merkiieg- ar fræðilegar rannsóknir til að hefta eyðingu sveita þar. Hin forna skipan, að hver fjörður væri sjálfum sér nógur, riki I rikinu er ekki lengur i takt við timann, gerð hefur verið viðtæk áætlun um alla byggð á Vestfjörðum og unniðer aðþvi að tengja firðina með öruggu vegasambandi. — Myndin er frá Þingeyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.