Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 20
 GBÐI fyrir góöan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖD SAMBANDSINS Aðalfundur SÍS: VERÐTRYGGING LiFEYRISSJOÐA — og verulegt átak í félags- og fræðslumálum samvinnumanna — fundinum lauk í gær —hs—Rvík. — Aöalfundi Sam- bands islenzkra samvinnufélaga lauk að Bifröst á hádegi i gær. AO loknum skýrslum Jakobs Fri- mannssonar stjórnarformanns og Erlendar Einarssonar forstjóra I fyrradag var tekið til meðferðar aðalumræðuefni fundarins, fræðslu og félagsmál samvinnu- hreyfingarinnar. • Sigurður Markússon framkvæmdastjóri Skipulags- og fræðsludeildar flutti framsöguerindi þar sem hann rakti helztu þætti fræöslu- málanna og fjallaði sérstakiega um þær breytingar sem fyrirhug- aöar eru á útgáfustarfsemi Sam- bandsins, skipulagi Samvinnu- skólans og Bréfaskóla S.t.S. og A.S.t. Sigurður A. Magnússon verður skólastjóri Bréfaskólans, Gylfi Gröndal ritstjóri Sam- vinnunnar og blaðafulltrúi Sam- bandsins og Haukur Ingibergsson cand. mag. skólastjóri Sam- vinnuskólans. Fyrir fundinum lá ýtarleg skýrsla, sem dreift hafði verið til Sambandsfélaganna og spunnust um hana og framsöguerindið miklar umræður meðal fundar- manna. Fram kom að B.S.R.B. hefur verið boðin aöild að Bréfaskólan- um og eru umræður um það mál á byrjunarstigi. Aö lokum var samþykkt álykt- un þar sem lýst var yfir stuðningi viö fyrirhugaðar breytingar á starfsemi Fræðsludeildar. Taldi fundurinn, að fyrst um sinn bæri að leggja sérstaka áherzlu á eftir- talda þætti fræöslumálanna: 1. Unniö verði ötullega að út- breiöslu Samvinnunnar i nýj- um búningi félagsmannablaðs. 2. Stefnt veröi að þvi að efla starfsemi Bréfaskóla S.l.S. og A.S.Í. og lögð sérstök áherzla á stuðning skólans við störf les- hringa og námshópa. 3. Unnið veröi að stækkun og efl- ingu Samvinnuskólans innan þess ramma sem settur mun i væntanlegum lögum um við- skiptamenntun á framhalds- skólastigi. Þess má geta hér að viðræður eiga sér nú staö við rektor Háskóla tslands og formann svo- kallaðrar tengslanefndar, og standa vonir til, að nemendum framhaldsdeilda Samvinnuskól- ans verði heimilaöur inngangur i einhverjar af deildum Háskólans, þ.e. að loknu stúdentsprófi upp úr fjóröa bekk Samvinnuskólans, sem verður i fyrsta skipti i vetur. Það kom einnig fram i fram- söguræðu Sigurðar Markússonar, að nemendafjöldi Bréfaskóla SÍS og ASt er orðinn fra upphafi rúm- lega 21 þúsund, og að þörfin fyrir skólann fer sivaxandi, sérstak-. lega með tilliti til aukinnar fullorðinsfræðslu. Þá var einnig gerð breyting á reglugerð fyrir Lifeyrissjóð S.t.S. og samþykkt tillaga frá Sam- bandsstjórn þar sem eindregið er skorað á stjórnvöld að tryggja öllum félagsmönnum lifeyris- sjóða landsmanna verötryggðan lifeyri. Fundurinn gagnrýndi harölega það grófa misrétti sem i þvi felst að opinberir starfsmenn skuli einir njóta slfkra forrétt- inda. I stjórn Sambandsins höfðu end- að kjörtimabil sitt þeir Eysteinn Jónsson, Þórarinn Sigurjónsson, Laugardælum og Ragnar Ölafs- Framhald á bls. 19 Þjóðhátíðarnefnd skorar á íslendinga: Einn og óskiptur vilji um áfengislausar þjóðhátíðir Þar sem afmælishátiðir fara að hefjast um land allt á eilefu alda afmæli byggðar á tslandi vill þjóðhátiðarnefnd 1974 nota tæki- færið, og þakka samstarf við byggðanefndir um mikilsverðan undirbúning, sem nú er að Ijúka. Fyrstu þjóöhátiðirnar hefjast 17. júni. Þann dag verður efnt til afmælishátiöa á sjö stöðum á landinu. Hátiðirnar verða að Varmá i Mosfellssveit, i Ólafs- fjarðarkaupstað, að Laugum i Reykjadal, Höfn i Hornafirði, Kleifum við Kirkjubæjarklaust- ur, Selfossi og i Garðahreppi. Hátiðin á Selfossi stendur dagana 15.-17. júni, en hinar standa einn dag. Siðan verður efnt til hátiða um hverja helgi i júni og júli i byrjun ágústmánaöar viösvegar um landið. Þjóöhátiðarnefnd 1974 vill I þessu sambandi benda fólki á, að hinar ýmsu byggðir hafa lagt i mikinn kostnað fyrir utan fyrir- höfn, við undirbúning hátiðahald- anna. t flestum byggðum hafa forráðamenn hátiða látið gera minjagripi, bæði til að minna á merkan atburð i sögu byggðar- innar, og einnig til að afla fjár til hátiöahaldsins. Þá hefur þjóðhátiðarnefnd 1974 gefið út minjagripi i sama skyni. Það er von þjóöhátiðarnefndar 1974 að fólk láti sér annt um aö eignast þessa minjagripi, sem bæði hafa mikið verðgildi sem söfnunar- gripir og auðvelda auk þess nefndum að standa fjárhagslega undir kostnaði við hátiöahöldin. Þegar þjóðhátiðirnar eru að hefjast er þjóöhátiðarnefnd 1974 þó efst i huga að þær megi fara vel fram og vera landi og þjóð til sóma i hvivetna. Enginn undir- búningur eöa góður vilji örfárra undirbúningsaðila getur ráðiö úrslitum i þvi efni. Þar ráða þjóð- hátiðagestirnir sjálfir mestu. Þvi heitir þjóðhátiðarnefnd 1974 á landsmenn að taka nú höndum saman og láta hvergi koma blett Framhald á bls. 19 Sjóstanga- veiðimót HHJ—Rvik. — I dag efnir veiðifélagið Sjóstöng i Kefla- vik til sjóstangaveiðimóts. Þátttakendur veröa 48. Flestir eru islenzkir, en þó verða i hópnum fjórir Bandarikjamenn og einn Breti. Haldið verður frá Keflavik klukkan sex að morgni og komiö að landi um tvöleytið og þá veröur aflinn veginn og skráður. Veitt verður út af Stafnesi og Sandgerði, en þar má fá vænan þorsk og ufsa. Fariö verður á 6-7 bátum. Útlit er fyrir gott veður, svo að vænta má þess að mótið verði hið skemmtilegasta. I kvöld verður svo verð- launaafhending og mótsslit á Hótel Sögu. Veiðifélagið Sjóstöng hefur starfað i nær áratug og félagar eru um hálft hundr- að. Mikill áhugi er á þessari iþrótt i Keflavik sem annars staðar á landinu, enda eru óviða betri skilyrði fyrir sjó- stangaveiði en hérlendis. NOREGUR OG ISLAND FRAAALEIÐA MESTA RAF ORKU Á HVERN ÍBÚA Raforkuvinnsla á tslandi var all- veruleg á árinu 1973 segir i nýút- kominni skýrslu Orkustofnunar. Var hún alls 2.285 GWh, og var aukningin 29,3% f.f. ári. 2.181 GWh, eða 95,4%, var unnin i Narfa breytt í skuttogara SfpS mkSt ■ gb—Rvik. — Togarinn „NARFI” er nú farinn til Hollands, þar sem breyta á honum i skutskip og er það i fyrsta skipti sem islenzkum togara er breytt þannig. „NARFI”, sem er 890 tonna siðuskip, sigldi áleiöis til Harlingen i Hollandi á fimmtudag, þar sem breytingin mun fara fram. Einnig mun skipið allt verða yfirfarið og endurnýjaö. Eigandi og útgerðar- maöur „NARFA”, Guðmundur Jörundsson, sagði i gær, að breytingin tæki um þrjá og hálfan mánuð og að áætlaður kostnaður næmi um áttatiu til niutiu milljónum króna. Þessa Timamynd tók Gunnar þegar Narfi lagöi úr höfn i Reykjavik. vatnsaflsstöðvum. Raforku- vinnslan samsvaraði 10.843 kWh á ibúa, og mun aðeins eitt land, — Noregur — framleiða meira raf- magn á ibúa. Raforkuvinnslan skiptist þannig á framleiöendur, að Landsvirkjun framleiddi 86,2%, Laxárvirkjun 6,3%, Rafmagns- veitur rikisins 5,2%, Andakilsár- virkjun 1,3% og ýmsar (9) raf- veitur 1,0%. Raforkan skiptist þannig i notk- un að 63,9% var stórnotkun (þ.e.a.s. Alverksmiðjan, Aburðarverksmiðjan, Sements- verksmiðjan og Keflavikurflug- völlur), og 36,1% var almenn notkun. Þáttur stórnotkunar jókst um 43,0% en þetta var fyrsta árið, sem Alverksmiðjan fékk fulla orku samkvæmt samningi. Almenn notkun var með 10,5% i aukningu, og er það talsvert meira en hin klassisku 7% á ári og tvöföldun á 10 árum. Uppsett afl i orkuverum lands- ins var 468.629 kW i árslok 1973, þar af 376.054 kW i vatnsafli (80,2%). Afl vatnsorkunnar jókst um 12.300 kW á árinu vegna stækkana á tveim virkjunum, Laxárvirkjun og Andakilsár- virkjun. Laxárvirkjun er nú 20.460 kW að stærð við núverandi aðstæður (var 12.560 kW) og Andakilsárvirkjun er 7.920 kW (var 3.520 kW). Afl jarðvarmastöövar var óbreytt, 2.625 kW, og heildarafl oliukynntra aflstöðva var nær óbreytt frá fyrra ári, disilstööin i Vestmannaeyjum (3.927 kW), hvarf undir hraun, en ýmsar disilstöðvar voru stækkaðar. Alverksmiðjan var langstærsti orkuneytandinn, en til hennar runnu 1.231.078 MWh á s.l. ári og var það 52.2% aukning frá árinu áður. Næstmest orka fór til Aburðarverksmiðjunnar i Gufu- nesi eða 146.687 MWh. Stórnotkun var alls 1.459.415 MWh árið 1973 en almenn notkun nam 826,037 MWh. ORKUVINNSLA OG ORKUNOTKUN 1973 ORKUVINNSLA '//^//y Suöveslurlond Vestflrði.- Norðurland Austurland GWh 2019 33 182 51 ORKUNOTKUN Almenn nolkun ísol Önnur notkun _ GWh 826 1231 228

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.