Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Laugardagur 8. júnl 1974 WOftLDCUP fréttir Þeir leika í HM-keppn- inni 1974 A FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ rann út sá frcstur, sem þau lið, sem taka þátt I lokakeppni HM i V-Þýzkalandi, höfðu til þess að skila listanum yfir þá 22. V-Þjóðverjar trjóna ó toppinum: leikmenn, sem myndu leika fyrir löndin 16. I HM. Hér á siðunni, sem er helguð heims- meistarakeppninni að þessu sinni, birtum við nöfn allra leikmanna, sem leika i HM. —sos Þeir hafa yfir sterkasta liði Evrópu ab ráða ,,Der Bomber" hefur skorað 60 prósent af mörkum þeirra Frá því i heimsmeistara- keppninni í Mexikó 1970, hefur V-Þýzkaland ótví- rætt sýnt þaö, að það hef ur yfir sterkasta landsliði Evrópu að ráða. Ef teknir eru saman þeir leikir, sem Evrópulöndin hafa leikið í HM 1970 í Mexíkó, i undan- keppninni fyrir HM 1974 í Þýzkalandi og í Evrópu- keppninni 1970-1972, þ.e.a.s. öllum vináttuleikj- um sleppt, kemur það i Ijós að V-Þýzkaland hefur 84.4% vinningshlutfall i 16 leikjum. Þeir hafa unnið 12 leiki, gert 3 jafntef li og að- ei«s tapað einum leik, hin- um sögufræga leik gegn Italiu i Mexíkó 3:4 og það eftir framlengingu. En hið athyglisverðasta við þessa sigurgöngu Þjóðverja er, að þeir hafa unnið ellefu af þessum tólf unnu leikjum annað hvort á útivelli eða á hlutlausum velli. Eini leik- urinn, sem þeir unnu á heimavelli var gegn Al- baníu 2:0, í Evrópukeppn- inni. Jafnteflin þrjú komu öll á heimavelli, gegn Tyrklandi, Póllandi og Englandi. Næst I röðinni er ttalia með 72.5% vinningshlutfall I sfnum leikjum. Af 20 leikjum hafa þeir unnið 11, gert 7 jafntefli og tapað 2. Þessir tapleikir eru úrslitaleik- urinn gegn Brasiliu i HM 1970 og leikur gegn Belgiu, sem þýddi það, að italir voru slegnir út úr Evrópukeppninni I forkeppninni. Það kemur á óvart, hve ofar- lega Rússar eru á þessari töflu, þvi að þeir komust ekki I úrslit I HM 1974. Eru þeir I þriðja sæti með 71.1% vinningshlutfall. Um stöðu annarra landa vfsast til meðfylgjandi töflu. Það þarf ekki að koma á óvart, hvaða lið er I 33ja og neðsta sæti töflunnar, auðvitað tsland. 6 leik- ir tapaðir og markatalan 2:29. En tsland hefur sér auðvitað það til málsbótar, að hafa leikið lang- fæsta leikina af öllum löndunum. Eins og vitað er, tók tstand ekki þátt i Evrópukeppni landsliða 1970-72, en þar hefði kannski veriö hægt aö næla sér f eitt eða jafnvel tvö stig með dálitilli heppni. En tsland á efalaust eftir að bæta stöðu sina f keppninni f Evrópu- keppni landsliða 1974-76. Enn eitt, sem kemur á óvart I sambandi við þessa töflu, er hve neðarlega Pólland er. Þeir hafa aðeins 55% vinningshlutfall I 10 leikjum, vegna þess, hve illa Pól- verjum gekk f Evrópukeppninni. Ef tsland er frátalið, eru aðeins 4 menn, sem kepptu alla leikina fyrir landslið sfn, á þessu fjög- urra ára timabili. Þeir eru Búlgarinn Christo Bonev, sem spilaði alla 15 leiki Búlgariu, Svisslendingarnir Odermatt og Kuhn, sem spiluðu saman alla 12 leiki Sviss og Möltubúinn Cocks, sem spilaði alla leiki Möltu, 12 að tölu. En samt sem áður hefur ttalinn Burgnich flesta leiki að baki, hann spilaði 19 af 20 leikjum ttalfu. Það fer vfst ekki á milli mála, hver hefur skorað flest mörk i þessum leikjum, hinn stórkostlegi Gerd Muller. ,,Der Bomber” skoraði 21 mark f þeim 15 leikj- um, sem hann lék f, eða 60% af öllum mörkum V-Þýzkalands. Sá, sem næstur kemst Muller I list- inni að skora mörk, er hollenzki snillingurinn Cruyff, með 12 mörk I 9 leikjum. M.a. sendi hann Diðrik Ólafsson fjórum sinnum til þess að sækja knöttinn I netið. Ludgi Riva skoraði að visu 13 mörk, og er þannig fyrir ofan Cruyff á listanum, en hann notaði til þess 17 leiki. Það er ekkert vafamál, að þessir snillingar eiga eftir að vera markvörðum heims- meistarakeppninnar erfiður ljár i þúfu. — Ó.O. I > ' Brasilía 1. Leao, 2. Luiz Pereira, 3. Mar- inho, 4. Ze Maria, 5. Piazza, 6. Francisco Marinho, 7. Jairzinho, 8. Leivinha, 9. Cesar, 10. Rivelina, 11. Paulos Cesar. 12. Renato, 13. Valdomiro, 14. Nelinho, 15. Al- fredo, 16. Marco Antonio, 17. Paulo Cesar, 18. Ademir, 19. Mir- andinha, 20. Edu, 21. Dirceu, 22. Waldir Peres. Þjálfari: Lobo Zagallo. Ítalía 1. Ndino Zoff, 2. Luciano Spin- osi, 3. Giacinto Facchetti, 4. Romero Benetti, 5. Francesco Morini, 6. Tarcisio Burgnich, 7. Sandro Mazzola, 8. Fabio Capello, 9. Giorgio Chinagli, 10. Gianni Rivera, 11. Luigi Riva. 12. Enrico Albertosi, 13. Giuaeppe Sabadini, 14. Mauro Bellugi, 15. Giusepp Wilson, 16. Antonio Juliano, 17. Luciano Cecconi, 18. Franco Causio, 19. Pieconi Anastasi, 20. Roberto Boninsegano, 21. Paolino Pulici og 22. Luciano Castellini. Þjálfari: Ferruccio Valcareggi. V-Þýzkaland 1. Sepp Maier, 2. Berti Vogts, 3. Paul Breitnar, 4. George Schw- arzenbeck, 5. Franz Beckenbau- er, 6. Horst-Dieter Höttges, 7. Herbert Wimmer, 8. Bernd Cull- mann, 9. Jurgen Grabowski, 10. Gunter Netzer, 11. Jupp Henckes. 12. Wolfgang Overath, 13. Gerd Muller, 14. Uli Höness, 15. Heinz Flohe, 16. Rainer Bonhof, 17. Bernd Hölzenbein, 18. Dieter Herzog, Jupp Kapellmann, 20. Hermut Kremers, 21. Norbert Nigbur og 22. Wolfgang Kleff. Þjálfari: Hermut Schön. Uruguay 1. Ladislao Mazurkiewicz, 2. Saudilio Jaqregui, 3. Juan Mas- nik, 4. Pablo Forlan, 5. Julio Mon- tero Castillo, 6. Ricardo Pavoni, 7. Luis Cubilla, 8. Victor Esparr- ugo, 9. Fernando Morena, 10. Pedco Rocha, 11. Ruben Corbo. 12. Hector Santos, 13. Gustavo de Simone, 14. Luis Garisto, 15. Mar- ino Gonzalez, 16. Alberto Car- daccio, 17. Julio Gimenez, 18. Walter Mantegazze, 19. Denis Milar, 20. Juan Silva, 21. Jose G. Gomez, 22. Gustavo Fernandez. Þjálfari: Roberto Porta. Landsleikir P W D L F A Pts % - 1 West Germany 16 12 3 1 35 14 27 84.4 2 Italy 20 11 7 2 35 14 29 72.5 3 Soviet Union 19 11 5 3 28 11 27 71.1 4 Netherlands 12 7 3 2 42 8 17 70.8 5 East Germany 12 8 1 3 29 9 17 70.8 6 Yugoslavia 13 6 6 1 15 9 18 69.2 7 Belgium 19 11 4 4 32 12 26 68.4 8 Spain 11 5 4 2 22 9 14 63.6 9 England 16 8 4 4 23 14 20 62.5 10 Switzerland 12 6 3 3 14 9 15 62.5 11 Hungary 17 7 7 3 30 19 21 61.8 12 Rumania 18 9 4 5 36 16 22 61.1 13 Bulgaria 15 7 4 4 29 19 18 60.0 14 Scotland 10 6 0 4 12 10 12 60.0 15 Sweden 16 7 5 4 22 16 19 59.4 16 Portugal 12 5 4 3 20 12 14 58.2 17 Austria 13 6 3 4 29 15 15 57.7 18 Poland 10 4 3 3 16 9 11 55.0 19 Czcchoslovakia 13 6 2 5 22 14 14 53.8 20 France 10 4 2 4 13 13 10 50.0 21 Northern Ireland 12 3 5 4 15 12 11 45.8 22 Turkey 12 4 3 5 10 16 11 45.8 23 Wales 10 3 2 5 8 11 8 40.0 24 Norway 12 2 1 9 14 34 5 20.8 25 Albania 12 2 1 9 8 22 5 20.8 26 Irish Republic 10 1 2 7 7 22 4 20.0 27 Finland 12 1 2 9 4 37 4 16.7 28 Greece 10 1 1 8 8 19 3 15.0 29 Denmark 10 1 1 8 4 24 3 15.0 30 Luxembourg 12 1 1 10 3 37 3 12.5 31 Cyprus 12 1 0 11 3 40 2 8.3 32 Malta 12 0 1 11 3 36 1 4.2 33 Iceland 6 0 0 6 2 29 0 0.0 AAarkhæstu menn Goals Games 1 Muller (West Germany) 21 15 2 Riva (Italy) 13 17 3 Cruyff (Netherlands) 12 9 4 Bonev (Bulgaria) 10 15 5 Lambert (Belgium) 9 15 6 Dumitrache (Rumania) 8 11 7 Streich (East Gcrmany) 7 8 8 Kreische (East Germany) 7 11 9 Bene (Hungary) 7 14 10 Keizer (Netherlands) 6 8 11 Jara (Austria) 6 9 12 Kocsis (Hungary) 6 12 13 Van Himst (Belgium) 6 18 14 Brokamp (Netherlands) 5 5 15 Bishovets (Soviet Union) 5 6 16 Lubanski (Poland) 5 7 17 Parits (Austria) 5 8 Sandberg (Swcden) 5 8 19 Boninsegna (Italy) 5 12 Chivers (England) 5 12 Kolotov (Soviet Union) 5 12 GERD MULLER.. verður hann aftur markhæstur I HM?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.