Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. júni 1974 TÍMINN 7 1 Hveragerði var Noregs- konungur viðstaddur, þegar skrúfað var frá gufuorku á vegum Orkustofnunar rikisins. Gerði það Ölafur Sigurjónsson, starfsmaður stofnunarinnar, en þetta er mesta nýtanlegt gufuafl, sem enn hefur fengizt viö borun, og er talið, að það verði notað i þágu raf- virkjunar. Um fimm-leytið fengu blaða- maður og ljósmyndari Timans að vera viðstaddir, er Noregskon- ungur heilsaði upp á Norðmenn, búsetta á tslandi. Við tilkomu- mikla athöfn i Frimúrarahöllinni heilsaði Noregskonungur upp á allt að þrjú hundruð manns, sem þarna voru samankomnir. Þessi athöfn verður öllum ógleymanleg, er þar voru. Norski sendiherrann, Olav Lydov, kynnti boðsgesti fyrir konungi, sem heilsaði þeim af alúð, hverjum fyrir sig. Fyrst gestanna gekk fyrir konung frú Marie Ellingsen, sem nú er orðin 93 ára, og urðu miklir fagnaðarfundir, er gamlir og góðir vinir hittust enn einu sinni. Það var áberandi hversu marg- ar konur i hópi gesta voru klædd- ar norskum þjóðbúningum, og setti það virðulegan svip á sam- komuna. Þarna voru rifjuð upp gömul kynni i vinahópi og um margt spjallað. Formaður Nordmannslaget i Reykjavik Else Aas, ávarpaði Ólaf Noregskonung, og færði hon- um góða gjöf, bókahnif úr silfri, áletraðan sem gjöf frá Norömönn um i Reykjavik, en hnifurinn er fagurlega steini skreyttur og i vönduðum umbúðum. Klukkan átta i gærkvöldi hófst kvöldverðarboð Ólafs konungs um borð i konungsskipinu. Um klukkan ellefu lét það úr höfn. t morgun kl. 9 er áætlað, að konungsskipið komi til Vest- mannaeyja. Þar er gert ráð fyrir, að Noregskonungur og fylgdarlið hans dvelji fram undir hádegi, en þá heldur konungur heim á leið, og lýkur þar með dvöl hans hér á landi. ÍiÍÍIS Pþyk'' Konungur og forsætisráðherra, sem báðir bera sama nafn sitja að veizluborði á Þingvöllum, ólafur V. Noregskonungur, og Ólafur Jó- hannesson, forsætisráðherra tslands. Tímamyndir: GUNNAR/ RÓBERT Þegar Norðmenn á tslandi fögnuðu Noregskonungi, voru margar konur klæddar fögrum, norskum búningum. Góö gjöf þegin í Norræna húsinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.