Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 15
Laugardagur 8. júni 1974 TÍMINN 15 0 Sýsla 50 milurnar staðreynd — Vestfjarðaáætlun Fimmtiu milurnar eru hins vegar staðreynd nú og þótt allir séu ekki ánægðir með allt, þá eru menn þó sammála um það, að hagstætt hafi verið að semja upp á þau býti, sem samið var um. Stór hafsvæði eru friðuð og verk- smiðjutogurum hefur verið bægt út úr landhelginni. Samningarnir hafa verið rægðir, en þó held ég að fáir tslendingar vildu að hernaðarástand rikti enn á fiski- miðunum. — Ef áframhaldandi viðreisn hefði verið i landinu, væri land- helgin ennþá 12 sjómilur með þeim hroðalegu afleiðingum, sem það hefði haft i för með sér fyrir fiskistofnana við Island. — Hvað með Vestfjarðaáætl- unina? sem mikið var rædd á sin- um tima? — Vestfjarðaáætlunin, þegar hún kom fram á sinum tima, var fyrst og fremst vegaáætlun yfir dálitinn hluta af Vestfjörðum. 1 þeirri vegaáætlun var gert ráð fyrir þvi að tengja saman, með varanlegum vegi, — sem fær yrði mestan hluta ársins, — byggðirn- ar i kringum tsafjörð. Segja má þó, að meðan vegurinn um Breið- dalsheiði er slikur sem hann er, þá sé þeirri tengingu ólokið, varð- andi Vestur-lsafjarðarsýslu. Sú Vestfjarðaáætlun, sem við höfum látið okkur dreyma um, hún er miklu viðtækari, spannar yfir fleiri þætti en akvegi. Þegar er byrjað að framkvæma sumt af þessu, t.d. svonefnda Inn-Djúps- áætlun, en markmiðið er að styrkja stöðu byggðarinnar við innanvert tsafjarðardjúp. Sýsla til sölu! — Þarna verður gerð visinda- leg, félagsleg könnun, eða hag- fræðileg könnun, þar sem reynt verður að gripa inn i félagsleg fyrirbæri, eins og fólksflótta og einangrun. — Þessu fagna menn á Vest- fjörðum, þar sem alltof lengi hef- ur dregizt að hamla móti fólks- flóttanum af þessum svæðum. — Mér kemur i hug, að á dög- um viðreisnar samdi Árni G. Ey- lands áhrifamikla blaðagrein, sem bar fyrirsögnina Sýsla til sölu.sem þó var ekki alveg rétt. Atti hann við Inndjúpið. Hins veg- ar var það sannleikanum sam- kvæmt, að hægt var um tima að fá keypta heila hreppa á þessum slóðum. Svona alvarlegt var ástandið þarna, þegar vinstri stjórnin tók við. — Þvi miður verður það að segjast eins og er, að við erum ekki búnir að koma öllu i fram- kvæmd, er þessar byggðir varð- ar, en skriðan hefur þó verið stöðvuð og brátt mun þróunin snúast þar við eins og annars staðar á Vestfjörðum. Fólki mun fjölga i byggðunum við tsa- fjarðardjúp. Kosningabarátta með hefðbundnu sniði — 13 fundir — Nú fer kosningabaráttan i liönd. Hvernig verður staðið að henni að þessu sinni? — Það verður nú með hefð- bundnum hætti. Frambjóðendur munu ferðast um kjördæmið allt og hitta fólkið að máli. Þá eru ráðgerðir fundir og svo er það föst regla, að allir stjórnmálaflokkar koma sér saman um sameigin- lega framboðsfundi. Um það eru menn sammála, en deilir hins vegar á um, hversu viða ber að halda fundi, og hversu marga þarf að hafa. Við framsóknarmenn aðhyll- umst þá skoðun, að það beri að hafa fundina fremur fleiri, en færri. Við erum til dæmis þeirrar skoðunar, að ekki nái nokkurri átt að ekki skuli haldnir framboðs- fundir i Bæjarhreppi áStröndum, en framboðsfundir munu alls verða 13 að þessu sinni. Aðsókn að slikum kappræðu- fundum hefur verið góð, þvi stjórnmálaáhugi er mikill i kjör- dæminu. — Nú finnst mörgum, að Strandasýsla tilheyri landfræði- lega, eða akvegalega séð fremur Húnavatnssýslu, en Vestfjörð- um. Hvernig lita Vestfirðingar á þetta? — Strandasýsla er og verður óaðskiljanlegur hluti af Vest- fjarðakjálkanum. Að visu eru samgöngur greiðari við sýslurnar fyrir norðan, en ágætar samgöng- ur eru við Barðaströnd og innan- verðan Breiðafjörð. Sams konar samband verður að komast á við Djúpið. Samstarf er ágætt milli byggðarlaganna i Vestfjarða- kjördæmi. Þetta samstarf hefur farið vaxandi með árunum. Má þar t.d. nefna Fjórðungssamband Vestfjarða. Gunnlaugur Finns- son, sem skipar annað sæti fram- boðslistans, er formaður þess. Þótt samgöngur séu góðar við Norðurland, þá er enginn vafi á þvi, að við litum á Vestfjarða- kjálkann, sem eina órjúfandi heild. A það bæði við Stranda- menn og Vestfirðinga. örlög þessa landshluta hafa verið sameiginleg og verða það áfram. — Hvað cr brýnasta mál, sem kemur til kasta nýkjörinna þing- manna og rikisstjórnar að vinna aö fyrir Vestfjarðakjördæmi? Átak i húsnæðismálum — Bygging 1000 leiguí- búða — Nokkuð vel er nú séð fyrir atvinnumálum og vel horfir i landhelgismálinu. Stærsta verk- efnið verða húsnæðismálin. Fólk- inu fækkar ekki i Vestfjarðar- kjördæmi, — þvi fjölgar og þetta hefur leitt af sér húsnæðisskort. Ef Framsóknarflokkurinn heldur á stjórnartaumunum eftir kosningarnar, verður unnið að ibúðauppbyggingum út um land, i rikum mæli. Þá ekki sizt i Vest,- fjarðakjördæmi. Fyrir örfáum árum, var svo til ekkert byggt á Vestfjörðum, menn bóksatflega áttu von á að fasteignir yrðu verðlausar. Nú er hins vegar mikil húsnæðisekla, þrátt fyrir það, að einstaklingar reisi hús. Okkur er þó ljóst, að það leysir ekki allan vanda. Bygging leigu- húsnæðis er mjög nauðsynleg og verður að eiga sér stað á vegum sveitarfélaganna. — Steingrimur Hermannsson, 1. þingmaður Vestfjarðakjör- dæmis, beitti sér fyrir þvi mjög ákveðið á alþingi, að sett yrði lög- gjöf um byggingu leiguhúsnæðis og var miðað við að 1000 leigu- ibúðir yrðu byggðar úti á landi. Þetta mál er núna að komast á framkvæmdastig, og vonum við, að okkar hlutur verði ekki minni, en efni standa til. Vestfirðir eru i dag að risa upp eftir mjög langa stöðvun og hrörnun. Allt viðreisnartimabilið, eins og það lagði sig, hallaði stöðugt á ógæfu- hliðina fyrir þessum landshluta og það var að verða almennur hugsunarháttur, að Vestfirðir ættu enga framtið fyrir sér og ekkert vit væri i að fjárfesta þar. Þær eignir yrðu verðlausar. Nú hefur dæminu verið snúið við og fólkið trúir á sina heima- byggð og framtið hennar, segir Ölafur Þ. Þórðarson skólastjóri að lokum. — ,IG. Bátur til sölu Til sölu er 5 tonna bát- ur í mjög góöu ásig- komulagi. Upplýsingar geíur Hörður Gilsberg í síma 93-6235. BÆNDUR 13 ára viljugur drengur óskar eftir vinnu í sveit. Upplýsingar í síma 8- 58-67. BÆNDUR 15 og 13 ára unglings- piltar óska eftir vinnu í sveit. Eru vanir Upplýsingar í síma 50689 á kvöldin. Sunnudagur í). júni 1974 17.00 Endurtekið efni Munir og minjar „Blátt var pils á baugalin”. Elsa Guðjóns- son, safnvörður, kynnir þróun islenska kvenbúningsins. Umsjónar- maður dr. Kristján Eldjárn. Áður á dagskrá 9. júni 1967. 17.25 Knut ödegaard Þáttur frá norska sjónvarpinu, byggður á ijóðum eftir norska skáldið Knut öde- gaard, sem mikið hefur ort um byggðaþróun i landinu og fólksflótta úr sveitum. Islenskur texti. Jón O. Edwald. Ljóðaþýðingar Einar Bragi. Þulur Gisli Halldórsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið) Áður á dagskrá 3. mai siðastliðinn. 18.00 Skippi Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Gluggar Breskur fræðslumyndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi og þulur Silja Aðalsteins- dóttir. 18.50 Steinaldartáningarnir Bandariskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 19.10 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Borg kórallanna Fræðslumynd um dýralif á kóralrifjum og skipsflökum neðansjávar. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 20.55 Bræðurnir Brezk fram- haldsmynd i beinu fram- haldi af myndaflokknum um Hammond-bræðurna, sem var hér á dagskrá i vetur, sem leið. 1 þáttur. Fjölskyldufundur Þýðandi Jón O. Edwald. 21.45 Tökum lagið Breskur söngvaþáttur, þar sem hljómsveitin , The Settlers” og fleiri leika og syngja. 22.20 Að kvöldi dagsSéra Jón Einarsson i Saurbæ flytur hugvekju. 22.30 Dagskrárlok Mánudagur 10. júní 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Bandarikin Breskur fræðslumyndaflokkur um sögu Bandarikja N- Ameriku. 11. þáttur. Skin og skúrir Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.25 Dæmalaus dári Breskt sjónvarpsleikrit eftir Tom Clarke. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Leikurinn gerist i Bretlandi, þegar liður að lokum fyrri heims- styrjaldarinnar. Aðalpersónan er liðsforingi, sem barist hefur á vigvöll- um Evrópu. Hann særist alvarlega og er fluttur á sjúkrahús heima i Bret- landi. Meðan hann biður eftir að ná fullum bata, tekur hann að ihuga orsakir og tilgang styrjaldarinnar og kemst að þeirri athyglis- verðu niðurstöðu, að hún sé aðeins háð til að íullnægja hegómagirnd og valdafikn stjórnmálamanna. 1 samræmi við þessa skoðun sina ákveður hann að neita að snúa aftur til vig- vallanna, en tekur þess i stað upp harða baráttu gegn striðsrekstri. 21.30 Dagskrárlok Þriðjudagur 11. júni 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Bændurnir Pólsk framhaldsmynd, byggð á samnefndri skáldsögu eftir Nóbelsskáldið Wladislaw S. Reymont. 2. þáttur Þrándur Thoroddsen. 21.25 Heimshorn Frétta- skýringaþáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.00 tþróttir Umsjónar- maður ómar Ragnarsson. Ilagskrárlok MIÐVIKUDAGUR 12. júni 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Flcksnes. Nýr, norskur gamanleikjaflokkur, byggð- ur á nokkuð breyttum og staðfærður leikritum eftir bresku gamanleikjahöfund- ana Galton og Simpson.. Af- sakið—tæknileg bilun.Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 21.00 Flokkakynning. Fyrri liluti. Fulltrúar stjórnmála- fíokkanna, sem bjftða fram til Alþingis i kosningunum 30. júni, kynna stefnumál sin i sjónvarpssal. 1 þessum áfanga kynningarinnar koma fram fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, Kommún- istasamtakanna, Marxist- anna-Leninistanna, Alþýðu- bandalagsins, Samtaka frjálslyndra og vinstri- manna og Lýðræðisflokks- ins i Reykjavik. 23.00 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 14. júni 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og augiýsingar 20.30 Kapp með forsjá. Bresk- ur sakamálamyndaflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 21.25 Flokkakynning. Siðari hluti. Fulltrúar stjórnmála- flokka, sem bjóða fram lista við alþingiskosningarnar 30. júni, kynna stefnumál sin i sjónvarpssal. 1 þessum hluta kynningarinnar koma fram fulltrúar l'rá Fram- sóknarflokknum, Alþýðu- flokknum, Lýðræðisflokkn- um á Akureyri, Lýðræðis- flokknum á Reykjanesi og Fylkingunni. 23.10 Dagskrárlok LAUGARDAGUR 15. júni 1974 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Læknir á lausum kili. Breskur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Dulsálfræði. (Para- psycologie). Sænsk fræðslu- mynd um sérstaka hugar- orku, sem einstöku menn virðast búa yfir, og rann- sóknir á útgeislun manna, dýra og jurta. Þýðandi Elsa Vilmundardóttir. 22.00 Mærin frá Orleans. (Joan of Arc). Bandarisk biómynd frá árinu 1948, byggð á leikritinu eftir Maxwell Anderson. Aðal- hlutverk Ingrid Bergman, Jose Ferrer og Ward Bond. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Myndin lýsir þátt- töku frönsku sveitastúlk- unnar Jeanne d'Arc i striði Frakka gegn Englendingum á þriðja tug 15. aldar. Je- anne, eða heilög Jóhanna, eins og hún hefur verið nefnd, taldi sig fylgja boði æðri máttarvalda. Hún náði trúnaði hins veikgeðja kon- ungs og leiddi her hans til sigurs yfir Englendingum. en var siðar tekin til fanga af óvinunum og brennd á báli sem galdranorn. 23.40 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.