Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. ágúst 1974. TÍMINN 5 HAGFRÆÐILEGT RIT UM ÁHRIF OPINBERRA AÐ- GERÐA Á ATVINNULÍFIÐ Opinberar aðgerðir og atvinnu- lifið 1950-1970 nefnist nýútkomið rit, sem samið var á vegum Félags ísl. iðnrekenda og Lands- sambands iðnaðarmanna, og er unnið af Hagvangi h.f. undir yfir- umsjón Sigurðar R. Heigasonar, hagfræðings. Segja má, að ritið sé hagsaga þess tfmabils, er það nær yfir, en þarna er safnað saman á einn stað upplýsingum um at- vinnulffið og könnuð áhrif opin- Sveinn Einarsson látinn Sveinn Einarsson, bóndi á Reyni i Mýrdal, andaðist að heimili sínu 31. júli. Sveinn fæddist að Reyni 11. marz, 1895, sonur Einars Brandssonar, bónda þar og Sig- rlðar Brynjólfsdóttur, konu hans. Hann varð gagnfræðingur frá Flensborg 1916 og stundaði kennslu um langt skeið ásamt bú- skapnum. Hann var bóndi á Reyni frá 1926-1953 og átti þar lögheimili alla ævi. Um árabil fór hann til vers á vetrum. Sveinn Einarsson gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum um dagana. Hann átti sæti i stjórn Búnaöarsambands Suðurlands frá 1939, i stjórn Mjólkursam- sölunnar, i sóknarnend Reynis- kirkju og var organisti þar. Þá má og geta þess, að hann var fréttaritari Timans um langt árabil. Sveinn kvæntist 3. júll 1926 eftirlifandi konu sinni. Þór- nýju Jónsdóttur frá Ásólfsskála undir Eyjafjöllum, og eiga þau fjögur börn. berra aðgerða á þaö. Að þvi er forráðamenn þeirra stofnana, sem að útgáfunni standa, sögðu á fundi með blaða- mönnum, er ástæöan til að I þessa útgáfu var ráðizt einkum sú, að þeim finnst hlutur iðnaðarins fyr- ir borð borinn af opinberum aðil- um miðað við þá fyrirgreiðslu, sem sjávarútvegur og landbúnað- ur hafa notið, en erfitt hefur verið að sanna, hver staða iðnaðarins hefur raunverulega verið og er, I atvinnulífinu, þar sem óyggjandi gögn hafa ekki verið handbær, en nú er bætt úr þvl. 1 niðurstööum ritsins kemur fram, að hið opinbera hefur mik- inn fjölda tækja til að hafa áhrif á atvinnulífið og að naumast hefur nokkru þeirra tækja verið beitt, þannig að sjávarútvegur og land- búnaður hafi ekki notið þeirra meira en aðrir atvinnuvegir, og hafi verið forgangsatvinnuvegir gagnvarthinu opinbera. A nefndu tímabili hefur dregið úr beinum afskiptum hins opinbera, sem hefur orðið til hagsbóta fyrir þá, sem ekki hafa notið forgangs. Bent er á, að hlutur iðnaðar sé verri en annarra framleiðsluat- vinnuvega, sérstaklega hvað við kemur lánsfjármálum, en skiln- ingur á mikilvægi iðnaðar hafi farið vaxandi á tlmabilinu. Þar sem bókin er unnin sem visindarit, er ekki lagður dómur á, hvort opinberar aðgerðir hafi veriö réttar eða rangar, heldur leitazt við að sýna aðeins hverjar þær hafa verið og hver áhrif þeirra hafa verið. Bókinni er skipt I átta kafla. Fjallar sá fyrsti um tilgang þeirr- ar athugunar, sem birt er I bók- inni, auk þess sem gerð er grein fyrir helztu niðurstöðum. 1 öðrum kafla er gerö grein fyrir helztu tækjum hins opinbera, til að hafa áhrif á framleiðslu og aðstöðu at- vinnuveganna. Má þar nefna fjárlög, lánastefnu, gengi, tæki til beins eftirlits og breytinga á opin- berri umgjörð efnahagslifsins, svo sem skattakerfi. Þriðji kafli fjallar um þróun efnahags- og atvinnullfs á árun- um 1950 til 1970. Er fjallað þar um þróun þjóðarframleiöslu og tekna, fjárfestingar og fjármagn, mannafla og launaþróun, fram- leiðni og framleiðniþróun. Við lokum vegna sumarleyfa til 12. ágúst HEILDVERZLUN ANDRESAR GUÐNASONAR Klettagörðum 11-13 — Sími 8-63-88. ibúð óskast úti á landi Ungt par með eitt barn óskar eftir að kaupa 2ja til 3ja herbergja íbúð úti á landi Upplýsingar i sima 36909 frá kl. 8-10 á kvöldin. Þá koma fjórir kaflar, þar sem fjallað er Itarlega um iðnað, sjávarútveg, landbúnað og verzlun. 1 hverjum kafla er fjall- að fyrst um sögulega þróun við- komandi atvinnuvegar, þá skýrt frá opinberum aðgerðum gagn- vart atvinnuveginum á tímabil- inu, og loks teknar saman niður- stöður. Hverjum kafla fylgja ýmsir viðaukar. í áttunda kafla er gerð saman- tekt á aðgerðum hins opinbera og áhrifum þeirra á atvinnuvegina. í bókinni eru um 130 töflur og línu- rit. Efnisyfirlit er mjög ítarlegt, sem léttir mjög notkun bókarinn- ar sem uppsláttarrits. Margir menn hafa unnið að gerð bókarinnar á vegum Hag- vangs hf. Auk þess hefur verið lögð áherzla á, aö menn úr at- vinnulífinu læsu handritið yfir, og gerðu við það athugasemdir. Hafa þeir gefið margvislegar ábendingar, sem auka gildi rits- ins. Mikil vinna hefur fariö I gagna- söfnun í rit þetta, þar sem lltið var um heillegar heimildir um þetta mikla breytingatlmabil I sögu þjóðarinnar. Rit þetta er þvl undirstöðuverk um hagsögu þessa tlmabils. Loclckeed L Stýrisendar í brezkar vöru- og fólksbifreiðar og dráttarvélar J @DIH[L.D[j3@ Höggdeyfar í flestar gerðir bifreiða frá Japan og Evrópulöndum IXLOSSI! Skipholti 35 • Sfmar: 8-13-50 verzlun -8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa Hefja dtti víðtæka leit — þegar maðurinn kom fram Gsal—Rvik. — Leitað var I gær- dag að miðaidra Hollendingi i Austur-Skaftafeilssýslu. Hafði maðurinn dvalizt I sumarhótelinu i Nesjaskóla, Nesjum og ætiaði hann til Reykjavikur i gærmorg- un, en hafði ekki látið i sér heyra frá þvi um klukkan hálf þrjú dag- inn áður. ARBOK SVFÍ -hs-RvIk. ÍJt er komin Árbók Siysavarnafélags tslands 1974, sem í eru jafnframt starfs- skýrsiur ársins 1973. Er þetta hið vandaðasta rit með fjölda greina og prýtt mörgum myndum. Meðal efnis I árbókinni má nefna tvær minningagreinar, um frú Gróu Pétursdóttur og frú Iðunni Eiriksdóttur: af- mæliskveðju til forseta SFVÍ, Gunnars Friðrikssonar og sagt er frá vlgslu Gróubúðar á Grandagarði. Siöan kemur skýrsla SVFl og sagt er frá fyrstu dögum eldsumbrotanna I Vestmanna- eyjum og þátt SFVl I björgunarstarfinu. Þá eru frá- sagniraf 16. landsþingi félags- ins I Reykjavik 1973, þrekraun á áraskipi um aldamótin, frá ísafirði o.fl. Ennfremur. má nefna grein um ófremdar- ástand I öryggismálum smá- báta. Þá eru skýrslur um slysfarir og björgunarstörfáslðasta ári sagt frá frækilegum björgun- um og ýmislegt fleira mætti nefna um efni ritsins. Arbókin er hátt I 200 blaðsiður að stærð, prentuð á vandaðan pappir. Þegar maðurinn fór frá sumar- hótelinu hafði hann sagzt ætla upp að Almannaskarði. Atti hann bók- að hótelherbergi á Höfn næstu nótt og áætlunarferð til Reykja- vikur um morguninn. Þegar hann hafði ekki komið fram I gærmorg- un gerðu lögreglan og Björgunar- félag Hornafjarðar þegar ráð- stafanir til undirbúnings leitar. Höfðu þessir aðilar frengir af manni sem hefði sézt stiga upp I bil á norðurleið við Almanna- skarð og ennfremur fleiri fregnir sem þeir létu kanna gaumgæfi- lega. Þyrla Slysavarnarfélags Is- lands og Landhelgisgæzlunnar Gná, var stödd á Hornafirði, og var hún send til leitar. Flaug hún að Vestrahorni og upp á Lóns- heiði, en varð ekki mannsins vör. Þegar hér var komið sögu voru gerðar ráðstafanir til viðtækrar leitar, en i sama mund og leitar- menn ætluðu að leggja af stað, kom Hollendingurinn I leitirnar. Hafði hann farið inn i Bergársdal og lagzt þar til svefns, enda var veður gott. Maðurinn varvelbúinn og varð ekki meint af. ' i bygginga 4/öruna^® Skeiian 4 • Simi 8-62-10 0 Iðnaður vefstól, og er það vel til fundið að kynna vefnaðinn, þar sem vað- mál var nær eini útflutningur ís- lendinga fyrstu aldir byggðar á íslandi. Þá er skemmtileg sýning á keramikbrennslu, sem er sérstæð blanda handverks og verksmiðju- framleiðslu, sem náð hefur mikilli útbreiðslu hérlendis, og eru íslenzkir skrautmunir eftir- sóttir. Prentlistin á að vonum slna fulltrúa þarna, og eru til sýnis fornar myndamótaskreytingar úr hinum elztu prentsmiðjum. Þá er smápressa til að prenta nöfn sýn- ingargesta á minjaspjöld. Þá er það enn til að laða fólk að iðnaðardeildinni, að þar fá menn sólardrykkinn Tropicana ómæld- an stund úr degi hverjum, og er það vel þegið. Aöilar að iönaðardeild Þróunarsýningarinnar eru Félag Islenzkra iðnrekenda, Iðnaðar- ráðuneytið, Landssamband iðnaöarmanna og Samband Is- lenzkra samvinnufélaga, iðnaðardeild. Fulltrúi iðnaðarins I sýningarráði er Björn Guð- mundsson, iðnrekandi, og veitir hann sýningardeildinni forstöðu. REYKJAVÍK þJÓÐHÁTÍÐ 1974 I tilefni 1100 ára byggðarí Reykjavfk hefur Þjóðhótíðar- nefnd Reykjavíkur 1974 lótið gera þessa minjagripi: Minnispening um landnám Ingólfs Arnarsonar. 70 mm i þvermál. Afhentur í gjafaöskju. Upplag: Silfur, 1000 stk. kr. 10.000./pr. stk. Bronz, 4000 stk. kr. 3.000./pr. stk. Teiknaöur af Halldóri Péturssyni. Framleiðandi: Is-Spor h.f. Útsölustaðir: Skrifstofa Þjóðhátlðarnefndar Reykjavikur, Ilafnarbúðum. Landsbanki lslands. Frlmerkjamiðstöðin, Skólavörðustig. Veggskjöld úr postulíni framl. hjá Bing og Grön- dahl í Kaupmannahöfn í aðeins 4000 eintökum. Teiknaður af Halldóri Péturssyni. Útsölustaðir: Thorvaldsenbazar, Austurstræti. Rammagerðin, Hafnarstræti Raflux, Austurstræti tsl. heimilisiðnaður, Ilafnarstr. Frimerkjamiðstöðin, Skóla- vörðustlg. Æskan, Laugavegi. Domus, Laugavegi Geir Zoega, Vesturgötu Rammagerðin, Austurstræti Bristol, Bankastræti tsl. heimilisiðn. Laufásvegi Mál & menning, Laugavegi Liverpool, Laugavegi S.t.S. Austurstræti. Rósin, Glæsibæ Gjafabúöin, Vesturveri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.