Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 15
Föstudagur 2. ágúst 1974. TÍMINN 15 Anna Erslev: FANGI KONUNGSINS. (Saga frá dögum Loð- viks XI. Frakkakon- ungs). Sigriður Ingimarsdóttir þýddi. Georg fór þó ekki beint inn heldur upp i einn turninn og staðnæmdist ekki fyrr en á efsta stigapallinum. Þá tók hann upp stóran hvitan klút og veifaði út um gluggann. Það var merkið, sem Leó átti að biða eftir. Sendiboði konungs stóð þögull við hlið hans og skildi hvorki upp né niður. En Loðvik kon- ungur hafði kennt her- mönnum sinum að þegja og hlýða. ,,Jæja,” sagði Georg. „Nú getum við sótt hanzkann.” Þeir klifruðu niður stigann og gengu inn i kirkjuna. Þar var Leó fyrir, og á altarinu lá einhver hlutur vafinn dýrum dúk. Georg tók böggulinn, rakti hann i sundur og sýndi lifverð- inum hanzkann og bréfið frá ábótanum. Lifvörðurinn tók þá hanzkann og fékk þeim lausnarbréfið, og gengu þeir nú alls hugar fegnir til fangelsisins. Þar sat meistari Húbertus i þröngu búri og var orð- inn mjög máttfarinn. — Stundu siðar sat hann meðal barna sinna. Meistari Húbertus fór skömmu siðar til Gatanóborgar ásamt fjölskyldu sinni. Þar náði hann sér brátt and- lega og likamlega, þvi að fólkið var honum mjög gott. — En gleðin náði þó fyrst hámarki sinu, þegar þau ísabella og Georg voru gefin saman I hjónaband. Endir. O Þróun varðskipinu ÆGI. Þetta var upp- haflega kafbátaleitartæki, og það olli byltingu i fiskveiðum með nót. Þetta eru undanfarar mikilla nýj- unga i tækjabúnaði fiskiskipa, og undirritaður fann til sannrar gleði að fá aftur að sjá þessa gömlu kunningja frá æskuárun- um á Ingólfi Arnarsyni og honum Ægi. Ef sama afturhald hefði ráðið i tækjabúnaði fiskiskipa og i skipa- gerðinni, ja þá lýzt manni nú ekki á blikuna. Islenzkir sjómenn eru þvi, eins og áður var sagt, rig- bundnir við gamlar hefðir og nýjungagjarnir i senn. Þversögn- in stóra á hér við. Fiskisagan flýgur— yfir land Ekki má gleyma fjarskiptum með öllu. Það liðu oft margar vik- ur á tslandi, þar til fregnaðist um sæfara, sem taldir voru af. Vitna má þar til Björns Jórsalafara og oft mun það hafa komið fyrir, að menn komu utan úr Vestmanna- eyjum og lentu við Landeyjasand eða á Stokkseyri, eftir að búið var að jarða þá, eða halda minningarguðþjónustu þeim til heiðurs i kirkjunni heima. Þetta var áöur en fjarskiptin komu til sögunnar. Fiskisagan flaug, en yfir sjó flaug hún ekki, né óbrúað- ar ár og fjallaskörð. Fjarskipti eru þvi ekki ómerkur þáttur i þró- unarsögu fiskveiða og sjávarút- vegs, þó samhengið sé á stundum ekki eins augljóst og fiskarnir, sem taldir eru úr trollinu. Með loftskeytum er skipunum leið- beint við veiðarnar. Togaraflot- inn talast við mörgum sinnum á dag, og það sama gera bátarnir, og sjómenn tala við heimili sin. Skip eru kvödd inn, þegar fisk- skortur er á markaði, eða i frysti- húsinu, og nýting mannafla og tækja verður mun betri en ella væri. Á sýningunni i Laugardalshöll- inni eru fjarskiptatæki sýnd, en þau breyttu miídu eins og áður sagði, og áhorfandinn sér hlutina I nýju samhengi. Stauranót og sildarverk- un á Austfjörðum Hér hefur verið stiklað á stóru. Megnið af rúmi og tima hefur verið notað til hugleiðinga um þróun i fiskveiðum og þróun fiski- skipa. Samt má ekki láta hjá liða að minnast á fornan atvinnuveg, en það eru veiðar i landnót á Austfjörðum og mannvirkjagerð og aðstööu i landi til sildarsöltun- ar, en fyrir henni stóðu einkum og sér i lagi Norðmenn. Má heita, að þar sé undanfari stórrekstrar i f Arekstur við bílaleigu JG-Reykjavlk. — Harkalegur árekstur varð á Hliðarfæti (götunni, sem liggur frá Reykja- nesbrautað Loftleiöahótelinu), er leigubifreið ók aftan á bilaleigubil frá Loftleiðum. Ákeyrslan átti sér stað fyrir framan bilaleiguna. Slys urðu ekki á mönnum, en báðar bifreiðarnar voru óökufærar eftir áreksturinn. Auglýsið í Tímanum fiskveiðum og fiskvinnslu. Mjög haglega gert likan er á sýning- unni af slikri starfsstöð, og ennfremur af stauranót, eða landnót, sem sildin gekk i. Sumir halda þvi fram, að síldarsöltun hafi aldrei orðið meiri á Aust- fjörðum en á þessum áratugum. Arið 1880 voru fluttar út héðan 96.760 tunnur af sild. 11 aldir i sýningarskrá Þegar sýningin er skoðuð væri ef til vill rétt fyrir menn að kynna sér efni ritgerðar i sýningarskrá, en hana hefur Asgeir Jakobsson samið. Auðvitað er erfitt að festa ellefu alda sögu sjávarútv. og fiskveiða á fáein blöð i sýningar- skrá en tekst þó merkilega vel. Peningamál, aflatölur og annað hagfræðilegt rúmast þar betur en á myndum eða I munum, og til að hafa fullt gagn af þessari sýn- ingu, færi vel á þvi að lesa þessa stuttu ritgerð. Ef gerð er einhver úttekt á sýningunni, þá er hún léttbyggð og fer hratt yfir. Sér i lagi er þó fengur að, að sjá fleiri þætti at- vinnu manna á Islandi i sam- hengi. Við höfum haft sjávarút- vegssýningar, landbúnaðar- sýningar og iðnsýningar, sér- sýningar af öllu tagi, en þessi samsýning opnar ný svið, þótt umfang verði skiljanlega minna fyrir hinar einstöku greinar þjóð- arbúskaparins. Hönnuðir sýningarinnar voru þeir Stefán Snæbjörnsson og Ast- mar Ólafss. Sýningarráð~s]Svaf— útvegsins skipuðu eftirtaldir menn: Már Elisson fiskimála- stjóri, formaður, Guömundur Garðarsson, fulltrúi, S.H. Guð- mundur Ibsen, fulltrúi S.I.S., Loftur Loftsson, fulltrúi S.I.F., Ingimar Einarsson, fulltrúi L.I.O. og Ingólfur Stefánsson, fulltrúi F.F.S.t. — JG. Athugið breytta dætlun og hótel í Mallorcaferð Fulltrúardðsins Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Reykjavik efnir til hópferð- ar til Mallorca 21. ágúst næst komandi I samvinnu við Ferða- skrifstofuna Sunnu. Menn geta valið um tvö hótel i mismunandi veröflokki, en bæði eru mjög hagstæð. Þetta eru Hotel Alexandra og Hótel Niagara. Bæði hótelin eru viö Arenalströndina. Nú þegar hafa tryggt sér far um 30 manns. Þeir, sem hafa hug á að fara i þessa ferð þurfa að hafa samband við skrifstofu Fram- sóknarflokksins sem allra fyrst. Skrifstofan er að Rauðarárstlg 18, simi 2 44 80. ÞROUIM B7a-'isna OPIN DAGLEGA KL. 14.00—22.00 í KVÖLD KL. 9.oo ÞROUN B-74-nS74 BJARTUR í SUMARHÚSUM HEÍMSÆKIÐ séra guðmund. leikþáttur úr sjálfstæðu fólki fluttur af róbert ARNFINNSSYNI OG VAL GÍSLASYNI TÍZKUSÝNING KL. 9.30 Á VEGUM ÁLAFOSS DAGLEGA NÝJAR ÍSLENZKAR KVIKMYNDIR KL. 4.00 og 8.00 Reykjavikurdeild: Kynnisferðir um Reykjavík hefjast dagleg kl. 2.45 frá Gimli v/Lækjargötu og Laugardals- höll kl. 3.00. Sætapantanir í síma 28025.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.