Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.08.1974, Blaðsíða 7
TÍMINN 7 Föstudagur 2. ágúst 1974. Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, sími 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingaslnii 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Áminning Kofoeds Fyrir skömmu birti danska blaðið Börsen viðtal við Niels Anker Kofoed, sjávarútvegsráðherra Dana. í viðtali þessu vék ráðherrann á frekar ósmekklegan hátt að fyrirhugaðri útfærslu fisk- veðilögsögu Islands i 200 milur. Vegna vináttu íslendinga og Dana verður að treysta þvi, að þau ummæli ráðherrans séu ekki að öllu leyti höfð rétt eftir honum. Annars kom annað fram i þessu viðtali, sem telja má ekki siður eftirtektarvert. Danski ráð- herran skýrði frá þvi, að dönsk skip væru nú á miðunum við Nýfundnaland i þeim tilgangi að tryggja Dönum sögulegan rétt til fiskveiða innan væntanlegrar efnahagslögsögu Kanada. Efna- hagslögsaga einstakra strandrikja sagði ráð- herrann, verður að vera háð þvi skilyrði, að þjóðir, sem áður stunduðu fiskveiðar innan hennar, haldi réttinum til þess áfram. Það er vissulega ekki ófróðlegt fyrir Færeyinga og Grænlendinga að kynnast þessari stefnu danskra stjórnvalda. Erlendar þjóðir, sem i skjóli valds og yfirgangs hafa veitt við Grænland og Færeyjar, eiga að halda réttinum til þess áfram, enda þótt fiskveiðilögsaga Grænlands og Færeyja verði færð út. útfærslan á með öðrum orðum að vera litið meira en nafnið tómt. Þessi ummæli danska sjávarútvegsráðherrans eru ekki sizt lærdómsrik vegna þess, að þau gefa glöggt til kynna fyrirætlanir þeirra rikisstjórna, sem eru afturhaldssamastar i hafréttarmálum. Þær gera sér ljóst, að ekki verður lengur spornað gegn þvi, að strandriki geti tileinkað sér allt að 200 milna efnahagslögsögu. Þær eru þegar reiðu- búnar að fallast á þessi mörk, en þó þannig, að þetta verði gert með þeim hætti, að erlendir fiski- menn haldi áfram rétti til að veiða innan efna- hagslögsögunnar, ef þeir hafa gert það einhvern tima áður. Það á að vera á valdi alþjóðlegra stofn- ana að ákveða, hve viðtækur þessi réttur skuli vera. Þannig skal nýlendurrétturinn gilda áfram á hafinu. Gegn þessu verða strandriki, sem háð eru fisk- veiðum, að risa. Alveg sérstaklega gildir þetta þó um ísland, þar er útlendingar hafa haldið uppi meiri veiðum við Island en flest eða öll lönd önnur. íslendingar verða að leggja á það megináherzlu á hafréttarráðstefnunni, að það sé höfuðatriði i þvi sambandi við efnahagslögsögu þá, sem kann að verða samþykkt, að hún veiti strandrikjum óskoraðan rétt til að ráða yfir auðæfum þeim, sem eru i hafsbotninum eða yfir honum á um- ræddu svæði, Að sjálfsögðu getur það komið til mála, að útlendingar fái þar undanþágu til fisk- veiða eða nýtingar á öðrum náttúruauðæfum. En það á að vera á valdi strandrikisins eins að ákveða þessar undanþágur, en ekki á valdi alþjóðlegra, afturhaldssamra stofnana, likt og alþjóðadóm- stólsins, i Haag. Óákveðinn forgangsréttur, sem ákveðinn er af slikum aðilum, getur reynzt strand- rikinu litils eða einskis virði. Danir litu einu sinni á sig sem stórveldi og ný- lenduveldi. Það gerðu Sviar einnig á dögum Karls tólfta. Þvi miður eimir enn dálitið eftir af þessum hugsunarhætti hjá sumum hinna dönsku og sænsku vina okkar. Þess vegna eiga þeir sorglega erfitt með að skilja sjónarmið íslendinga. En það á ekki að vera Islendingum hvöt til að draga úr bar- attu sinni, heldur áminning um að herða hana. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Klarsfeld sigraði þrátt fyrir dóminn Forseti Frakklands skarst í leikinn Beate Klarsfeld BEATE KLARSFELD vann sér umdeilda frægð fyrir sex árum, þegar hún löðrungaði Kurt Kiesinger, sem þá var kanslari Vestur-Þýzkalands. Hún gaf honum að sök, að hann hefði á unga aldri verið félagi i flokki nasista. Þremur árum seinna, eða 22. marz 1971, vakti Klarsfeld aftur á sér athygli, þegar hún reyndi, ásamt manni sinum, Sergie Klarsfeld, og þremur öðrum mönnum, að ræna Kurt Lischka á götu i Köln i þeim tilgangi að flytja hann til Frakklands. Lischka varðist hins vegar svo hraustlega, að Beate og félögum hennar hafði ekki tekizt að ná tökum á hon- um, þegar fleira fólk kom á vettvang. Vegna þessarar misheppnuðu mannráns- tilraunar var höfðað mál gegn Beate Klarsfeld, sem var talin hafa stjórnað tilrauninni. Mál hennar hefur siðan verið á döfinni. Stjórnir Israels og Austur-Þýzkalands buðu henni báðar verjendur, og valdi hún israelska mál- flutningsmanninn. Það var dómstóll i Köln, sem fjallaði um mál hennar, og felfdi hann úrskurð sinn um miðjan sið- asta mánuð. Samkvæmt hon- um var Beate dæmd i tveggja mánaða fangelsi. 1 forsendum dómsins er komizt að þeirri niðurstöðu, að hún hafi af hugsjónaástæðum látið leiðast til refsiverðra öfga og ofstæk- is. 1 tsrael, Frakklandi og Austur-Þýzkalandi hefur þessum úrskurði hins vegar verið harðlega mótmælt. Einn af ráðherrum Israels heimsótti Beate strax eftir að dómurinn var felldur og vott- aði henni samúð og virðingu stjórnar sinnar. Fjöldi frjáls- lyndra blaða um viða veröld tók málstað hennar. Fyrir Beate skipti þó mestu, að Giscard d’Estaing forseti tók i strenginn með henni og hefur fengið loforð Schmidts kansl- ara fyrir þvi, að það verði gert með löglegum hætti, er Beate Klarsfeld reyndi að gera ólög- lega. SAGA þessa máls er sú, að Beate Klarsfeld, sem nú er 35 ára, hefur siðan á unga aldri verið mikill andstæðingur nasista, en hún er fædd og uppalin i Berlin. Það dró ekki úr andúð hennar á nasistum, þegar hún giftist frönskum Gyðingi, en faðir hans hafði látizt i fangabúðum nasista. Beate fluttist með manni . sinum til Frakklands og komst þá fljótt að raun um, að marg- ir nasistar, sem höfðu verið dæmdir fyrir striðsglæpi i Frakklandi eftir styrjöldina, höfðu komizt þaðan eða verið fjarverandi, og dómum yfir þeim hefði þvi aldrei verið fullnægt. Einn þessara manna var Kurt Lischka, sem nú er 65 ára og er velefnaður fésýslu- maður i Köln. Hann hafði um skeið verið náinn samverka- maður Adolfs Eichmans. Lischka hafði átt mikinn þátt i þvi, að um 100 þúsund Gyðing- ar höfðu verið fluttir frá Frakklandi og margir þeirra siðan látið lifið i gasklefum nasista. Fyrir þetta hafði franskur dómstóll dæmt hann i lifstiðarfangelsi. Hann hafði verið dæmdur fjarverandi, þar sem hann hafði komizt til Vestur-Þýzkalands, og dómn- um yfir honum þvi aldrei I fullnægt. Beate Klarsfeld hafði ætlað sér að ræna honum og flytja hann til Frakklands til þess að láta fullnægja dómnum yfir honum. Nokkru eftir striðslokin hafði verið gerður samningur um það milli Frakka og Vestur-Þjóðverja, að striðs- glæpamenn, sem hefðu verið dæmdir i Frakklandi, yrðu ekki dæmdir siðar af þýzkum dómstól, ef þeir hefðu komizt til Vestur-Þýzkalands. Samningur þessi var gerður vegna þess, að Frakkar óttuð- ust, að þýzkir dómstólar kynnu að kveða upp mildari dóma en franskir dómstólar. Það ákvæði vantaði hins vegar i samninginn, að Þjóðverjar skyldu framselja Frökkum þá menn, sem þeir höfðu dæmt fjarverandi og komizt höfðu til Þýzkalands. Vegna þessa samnings slapp Lischka við dóm i Þýzkalandi, og var heldur ekki framseldur Frökkum. Það var fyrst árið 1971, sem Frakkar og Þjóð- verjar gerðu samning um þetta efni, en þá var vitað um 300 menn, sem Frakkar höfðu dæmt, en höfðu sloppið við refsingu vegna þess, að þeir höfðu komizt til Vestur- Þýzkalands. Þennan nýja samning hefur þýzka þingið hins vegar ekki staðfest. Eftir að Beate Klarsfeld haföi fengið áðurnefndan dóm og þá andúðaröldu, sem dómurinn vakti i Frakklandi, skarst d’Estaing I leikinn, og er talið, að hann hafi nú fengið loforð Schmidts kanslara fyrir þvi að Þjóðverjar staðfesti þennan samning. Þá verður Lischka fluttur með löglegum hætti til Frakklands. EN DÓMURINN yfir Beate Klarsfeld og málareksturinn gegn henni hefur haft viðtæk- ari áhrif. Til skamms tima var Ernst Achenbach einn af áhrifamestu þingmönnum Frjálslynda flokksins i Vestur- Þýzkalandi. Hann var fulltrúi Ernst Achenbach flokksins i utanrikismála- nefnd þingsins, fulltrúi hans um skeið i Evrópuráðinu og nú siðast fulltrúi hans á þingi Efnahagsbandalagsins. A striðsárunum starfaði Achenbach i sendiráði Þjóðverja i Paris, og er nú upplýst, að hann hafi sent simskeyti til Berlinar þess efnis, að morð, sem hafði verið framið á tveimur þýzk- um liðsforingjum, yrði hefnt á þann hátt, að tvö þúsund franskir Gyðingar yrðu fluttir austur. Við þessar upplýsing- ar hefur það bætzt, að Achenbach hefur átt mestan þátt i þvi, að þýzka þingið hefur ekki enn staðfest áðurgreindan samning milli Þjóðverja og Frakka. Vegna þessara ástæðna og fleiri hafa Frakkar á þingi Efnahags- bandalagsins nú krafizt þess, að Achenbach verð‘i ekki lát- inn mæta þar framar. Heima i Vestur-Þýzkalandi krefjast ungsósialistar og fleiri þess, að Achenbach verði vikið úr utanrikismálanefndinni, og helzt af þingi. Beate Klarsfeld þarf þannig ekki að taka hinn tveggja mánaða dóm nærri sér. Hún virðist hafa náð þvi marki sem hún ætlaði sér. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.