Tíminn - 13.08.1974, Page 1
Landvélar hf
145. töiublaö — Þriöjudagur 13ágúst — 58. árgangur
Dömur!
Nýjung!
DRESSFORM fatnaður loks á
tslandi
Pantið bækling núna
Sjálfvirkur simsvari allan
sólarhringinn.
Póstverzlunin
Heimaval/ Kópavogi.
Kylfingar veiða
regnbogasilung
Björgunarsveitir Slysavarnarfélags tslands héldu samæfingu i öræfasveit um helgina. Blaðamaður
Timans slóst I för með þeim, og segir frá þeirri ferð iblaðinu slöar. A þessari mynd, sem tekin er við lón
Jökulsár á Breiðamerkursandi, sést ungur maður frá Norðfiröi koma aðlandi á eystri bakkann, eftir að
hafa verið dreginn yfir jökulkalt lónið I björgunarstóli. Timamynd: Gsal
— sem Laxalón þarf að losna við vegna
vatnsskorts í uppeldistgörnum
—hs—Rvík. — t landi Golfklúbbs
Reykjavikur er litil tjörn, sem i
eru þessa dagana hvorki meira né
minna en 4-5 þúsund regnboga-
silungar, eða 2-2 1/2 tonn.
Helminginn af silungnum keypti
golfklúbburinn, en hinn helming-
inn gáfu þeir feðgar á Laxalóni,
Skúli Pálsson og Ólafur sonur
hans. í fyrra var ennfremur
settur silungur i þessa tjörn, en
þá var hann að öllu leyti gefinn.
Þá voru seld veiðileyfi fyrir 300
krónur i tjörninni og var há-
marksafli á stöng 5 silungar. Nú
verða veiðileyfi seld á 500 krónur
og sami hámarksafli.
Að sögn þeirra sem til þekkja,
er mikið sport i þvi að veiða regn-
bogasilunginn á stöng, hann er
sterkur og getur orðið um 4 pund
að stærð. Meðalstærðin er hins
vegar um 500 grömm eða eitt
pund.
1 gær var verið að sleppa regn-
bogasilungnum i tjörnina, og
leituðum við þá upplýsinga hjá
Ólafi Skúlasyni á þvi, hvers
vegna Laxalón gæfi og seldi
silunginn þeim golfmönnum.
Sagði hann, að litið annað vaári
við silunginn að gera. Þannig
væri málum háttað að Reykja-
vikurborg væri með dælustöðvar i
nágrenni stöðvarinnar. Þegar
grunnvatnið minnkaði við
dælinguna, minnkaði einnig
Friðunarlögin og
skytturnar:
Högl finnast
í líkama
þriðja hvers
svans
SVANIR eru meðal stærstu og
fegurstu fugla á norðurslóðum, og
viðast i Norðurálfu eru þeir al-
friðaðir. Á Norðurlöndum er
samheldni norrænna þjóða tákn-
uð með fljúgandi söngsvönum.
Allt hnigur að þvi, að menn ættu
að bera þá lotningu fyrir þessum
hvitu, tigulegum fuglum, er þeir
geta mesta borið fyrir fleygum
verum. Það hefur þvi komið eins
og reiðarslag yfir menn, er ný-
lega voru lögð fram gögn þvi til
sönnunar, að friðunarlögin eru
þverbrotin og þessu fuglakyni i
engu vægt.
Það voru enskir fuglafræðing-
ar, sem ljóstuðu þessu upp. Svan-
ir, sem verpa i nyrztu héruðum
Sovétrikjanna, fljúga á haustin
um Eystrasaltslönd til Danmerk-
ur, Vestur-Þýzkalands, Hollands,
Englands og Irlands, þar sem
þeir hafast við á vetrum. Ensku
fuglafræðingarnir fanga vetur
hvern mikið af svönum, vega þá
og mæla, merkja þá og fylgjast
með heilsufari þeirra. Og nú hafa
svanirnir einnig verið röntgen-
myndaðir i þvi skyni að finna,
hvort i likama þeirra leynast
högl.
Þessikönnun hefurfarið fram i
þrjá vetur, og hafa 272 svanir ver-
ið röntgenmyndaðir. Niðurstaðan
hefur komið yfir menn eins og
reiðarslag. í likama 92 svana
fundust högl, frá einu upp i
tuttugu og eitt, en það er jafnmik-
Frh. á bls. 15
Endanleg úrslit
væntanleg í dag
vatnið i uppeldistjörnunum, og-er
svo raunar einnig með tjörnina i
landi golfklúbbsins.
ólafur sagði, að nú væri búið að
fá nauðsynleg heilbrigðisvottorð,
svo unnt væri að flytja seiði og
hrogn út, en Skúli i Laxalóni hefur
staðið i ströngu að fá leyfi til út-
flutnings i um tvo áratugi. Nú
þegar leyfi væru hins vegar
fengin, stæði vatnsskortur frek-
ari útflutningifyrir þrifum. Sagði
hann, að þeir væru búnir að fara
fram á leyfi til að flytja stöðina af
þessum sökum austur i ölfus, en
það hefði enn ekki fengizt, þvi að
yfirvöld þessara mála virtust ugg
andi um að stofninn sýktist. Við
rannsóknir hefur hins vegar
komið i ljós, að stofninn er ekki
með neinn veirusjúkdóm, og lik-
lega eini ósýkti stofninn um viða
veröld.
Ólafur sagðist ekki álita, að
regnbogasilungurinn væri neitt
næmari fyrir sjúkdómum en t.d.
annar silungur eða lax, nema
siður væri. En eins og nú stæðu
sakir, virtist sem þessi byrjaði
útflutningur væri að lognashút af,
vegna þess að vatn fer minnkandi
I Laxalóni og ekki fæst leyfi til að
flytja stöðina á annan stað.
Meðan svona stendur, njóta
félagar i Golfklúbbi Reykjavikur
góðs af. Bæði vegna þess, að
klúbburinn þénar á þvi að selja
veiðileyfin, þénustan nam 107
þúsundum króna i fyrrasumar,
svo og vegna þess, að þeir komast
þarna i ódýra veiði. Slikt mun
hins vegar fátltt á Islandi i dag.
ÓLAFUR J ÓHANNESSON
forsætisráðherra mun senni-
lega ganga á fund forseta Is-
lands i dag og gera honum
grein fyrir stjórnar-
myndunartilraunum þeim,
sem hann hefur haft með
höndum að undanförnu. Verð-
ur þá jafnframt úr þvi skorið,
hvort hugsanleg er myndun
nýrrar rikisstjórnar með
stuðningi þeirra fjögurra
flokka, sém hann hefur rætt
við.
Mikið var um fundarhöld i
gær vegna stjórnarmyndunar-
tiiraunanna. 1 gærmorgun
héldu undirnefndir þær, sem
unnið hafa að lausn hinna
helztu mála, fundi enn á ný, og
eftir hádegið komu fulltrúar
flokkanna fjögurra I aðalvið-
ræðunefndinni saman. A milli
klukkan fimm og sjö voru
flokksstjórnarfundir haldnir.
í gærkvöldi var þingflokkur
Framsóknarmanna á fundi,
sem hófst klukkan niu.
Endanleg niðurstaða við-
ræðufundanna og stjórnar-
myndunartilraunanna verður
þó ekki heyrinkunn fyrr en i
dag, er Ólafur Jóhannesson
forsætisráðherra hefur rætt
við forseta landsins.
Stjórnarmyndunartilraunirnar:
Haukur Guðmundsson, félagi I Golfklúbbi Reykjavikur, er I þann mund
að sleppa um þriggja punda regnbogasilungi i tjörnina, ólafur Skúla-
• son bograr úti i vatninu. Timamynd: Gunnar.
í fíknilyfjamálum
þó virðlst sem dregið hafi úr fíkniefnaneyzlu
Gsal-Reykjavik — Um sjötiu
manns hafa nú hlotið dóma fyrir
neyzlu eða sölu ávana- og fikni-
efna. Þessar upplýsingar fékk
Timinn hjá Asgeiri Friðjónssyni
rannsóknarlögreglumanni, en
hann hefur frá upphafi haft rann-
sóknir á neyzlu þessara efna með
höndum.
— A timabilinu frá mai 1973 og
langtfram eftir þvi ári upplýstust
hjá okkur i fikniefnadeild lögregl-
unnar mjög mörg fikniefnamál,
sagði Ásgeir. Hins vegar er hér
nú það sem þeir hjá Veðurstof-
unni myndu kalla „kyrrstæða
lægð”. Sem stendur bætast ekki
við mörg ný mál. Með þessum
orðum er ég ekki að fullyrða neitt
um, að eiturlyfjaneyzla fari
minnkandi, en óneitanlega bendir
þó þessi þróun i þá átt.
Sagði Asgeir, að mestur timi
þeirra I fikniefnadeildinni færi i
rannsóknir á eldri málum, að-
greiningu á þeim og úrvinnslu.
— Þessi fikniefnamál hafa alla
tið komiö i hrinum, og oft er það
þannig, að eitt mál upplýsir ann-
að, — og að lokum verður keðju-
sprenging, sagði Asgeir.
— Berst mikið af fikniefnum frá
herstöðinni á Miðnesheiði?
— Jú, þvi er ekki að neita, að
nokkuð er um sölu á fikniefnum
frá herstöðinni, en ég vil þó taka
það skýrt fram, að það eru lika
mörg dæmi þess, að íslendingar
selji þeim fikniefni. Ég hef m.a.
komizt að þvi, að markaðsverö
þar hefur verið hærra en á Is-
lenzka markaðinum,— og ekki
bendir það til þess, að mikið sé
um fikniefni meðal hermann-
anna.
Sagði Asgeir, að sporhundurinn
hefði reynzt ágætlega, þótt hann
hefði ekki fundið mikiö af flkni-
efnum.
Frh. á bls. 15
70 manns dæmdir