Tíminn - 13.08.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.08.1974, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 13. ágúst 1974. TtMINN 13 „Bomber er efstur á blaði skorara V-þýzki markaskorarinn Gerd Miiller, eða „Der Bomber”, eins og hann er kallaður, er tvimæla- iaust einn mesti markaskorari.sem hefur komið sem fram i sviðsljósið. Þessi snjalli leikmaður, getur skorað mark úr nær hverri stellingu, er efstur á blaði yfir þá leikmenn, sem hafa skorað mörk i úrslitakeppnum HM, en hann hefur skorað samtals 14 mörk i HM-úrslitum. Múiler skoraði 10 mörk i HM i Mexikó 1970 og siðan bætti hann við fjórum mörkum i HM i V-Þýzkalandi i sumar. Þar með var hann kominn einu marki yfir Frakk- ann Fontaine, sem skoraði 13 mörk í HM i Sviþjóð 1958. Gerd Mflller hefur náð frábærum árangri f landsleikjum með V-Þýzkalandi, hann hefur skorað 68 mörk i 62 landsleikjum. Þá er hann mesti markaskorari, sem hefur leikið f v-þýzka „Bundeslig- unni”, en hann hefur verið markhæsti leikmaöurinn f 1. deildar- keppninni þýzku i mörg undanfarin ár, siðan að hann byrjaöi að leika með Bayern Miinchen hefur hann skorað um 160 mörk fyrir félagið i Bundesligunni”. —SOS Gerd Miiller — markaskorarinn mikli IBA-VALUR 0:1 Línuvörður svaf á verðinum Akureyringar verða að bíta í það súra epli að híma á botninum eftir 12. um- ferðina i 1. deild/ — og vissulega var eplið súrt í þetta skiptið# þvi að segja má/ að sigurinn hafi verið innan seilingar — mest aII- an leikinn/ og jafntefli nokkurn veginn víst/ að minnsta kosti ef línuvörð- ur „að sunnan" hefði ekki dottað svo illilega á verðin- um á þýðingarmiklu augnabliki. Það verður að segjast eins og er, að það var sannarlega hastar- legt, að það skyldi vera á móti Akureyringum, sem lánið skyldi leika við Valsara og hefja þá upp úr fallhættunni, og skilja Akur- eyringana þar eftir, en beizkur er sigurinn, og sannarlega mega þeir vera þakklátir forsjóninni — og starblindum linuveröi. En sem sagt: Valsarar geta einbeitt sér að bikarkeppninni, þeir hafa engra hagsmuna að gæta lengur I 1. deild, — Akureyringar berjast fyrir tilveru sinni i 1. deild, og það verður hörð barátta, nema ham- ingjusólin taki að skina á þá eins og Valsara i þessum leik. Það var Ingi Björn Albertsson, sem skoraði eina mark leiksins i siöari hálfleik. Sýndu Akur- eyringar i þessum leik snjalla rangstöðuaðferð, sem vissulega krefst sæmilegrar athygli linu- varða, að ekki sé meira sagt, a.m.k. á stundum, en I þvi tilfelli, er markið var skorað, var linu- vörðurinn alveg úti að aka, Ingi Björn fékk að bruna einn og óvaldaður upp að marki og skora. En tækifærin voru svo sem mörg, mýmörg næstum þvi, og þess vegna var leikurinn skemmtilegur og f jörugur, — með sinum eftirköstum, þvi að linu- vörðurinn átti ekki upp á pall- borðið hjá áhorfendum, fremur en starfsbróðir hans i bikarleikn- um fyrir skemmstu. En allt fór vel. Bæði léku liðin vel og gerðu sitt bezta. Mesta athygli vakti Jó- hannes EBvaldsson, og er þaö mál manna, að hann hafi borið höfuð og heröar yfir aðra leikmenn, sem fyrir norðan hafi leikið á þessu sumri a.m.k. Beztur Norðanmanna var Gunnar Aust- fjörð. Elmarsmálið: Leikurinn ógildur I gærkvöldi fjallaði sérráðsdómstóll KRR um Elmarsmálið svonefnda. Varð það niðurstaða dómstólsins, að umræddur leikur Vals og Fram skyldi ógildur og leikinn að nýju Halldórs- son sextugur Gisli Halidórsson, forseti iþróttasambands islands átti sextugsafmæli i gær. Gisli hefur um áratugaskeið veriö i forystu- sveit islenzkra iþrótta og unnið mikið og óeigingjarnt starf. Hann var um langt árabil formaðu' iþróttabandalags Reykjavikur, eða frá 1949 til 1962, að hann var kjörinn forseti ÍSt. Jafnframt átti Gisli sæti I borgarstjórn Reykja- vikur og var forseti borgarstjórn- / ar 1970-74. Margir urðu til að sækja Gisla og frú Margréti heim i gær, og var þá þessi mynd tekin. tþrótta- siðan vill nota tækifærið til að þakka Gisla fyrir ánægjulegt samstarf á liðnurn árum. Listinn yfir þá leikmenn, sem hafa skorað flest mörk I HM-keppni, lítur þannig út: •• MÖRK AR MULLER, V-Þýzkalandi 14 1970 (10) 1974 (4) FLONTAINE, Frakklandi 13 1958 KOCSIS, Ungverjalandi 1954 RAHN, V-Þýzkalandi 10 1954 ( 4) 1958 (6) PELE, Brasiiíu 1958 ( 6) 1970 (4) EUSEBIO, Portugal 9 1966 JAIRZINHO, BrasiIIu 9 1970 ( 7) 1974 (2) STABILE, Argentinu 8 1930 LEONIDAS, Brasilíu 1938 SZENGELLER, Ungverjalandi 7 1938 ADEMIR, Brasiliu 7 1950 LATO, Pollandi 7 1974 MORLOCK, V-Þýzkalandi 6 1954 PROBST, Austurriki 6 1954

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.