Tíminn - 13.08.1974, Page 2
2
TÍMINN
Þrlftjudagur 13. ágilst 1974.
Þriðjudagur 13. dgúst 1974
Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.)
Peningar valda þér erfiðleikum i dag, og yfir-
leitt mun flest ganga á afturfótunum fyrir þér.
Fjarlægari málefni standa sennilegajafnilla, en
þú ert ekki eins mikið við þauð riðinn.
Fiskarnir: (19. febr-20. marz)
Enda þótt þér sé þvert um geð að ræða persónu-
leg málefni við aðra, veröur sennilega ekki hjá
þvi komizt. Þú skalt fara aö ráöum vina þinna,
þvi þeir vilja þér ekkert nema gott.
Hrúturinn. (21. marz-lí). april)
Þú kemst að raun um að fyrri staðhæfingar
þinar eru markleysa og þú kemst einnig að
þeirri staðreynd, aö þú ættir að hugsa áður en
þú talar. Einhver persóna hefur gert þér lifiö
leitt aö undanförnu og skaltu þvi foröast hana
eftir fremsta megni.
Nautiö: (20. april-20. mai)
Þótt þér virðist allt ætla að ganga á móti þér i
dag, skaltu ekki láta hugfallast. Þessi vandamál
þin munu reynast smávægileg seinna meir, og
þá muntu hlægja dátt. Notaðu daginn til hvildar.
Tviburamerkið: (21. mai-20. júni)
Vertu ekki alltaf að æsa þig upp út af smá-
munum. Eins skiptir þú þér óþægilega oft af
hlutum, sem koma þér ekkert við. Vertu samt
ákveðin i þvi máli, sem þér liggur nú þyngst á
hjarta, og dragðu ekkert undan.
Krabbinn: (21. júni-22. júli)
Notaður daginn til að gera áætlanir fram i
timann. Starfsorka þin er með eindæmum i dag,
og þvi ættir þú að koma i verk öllu þvi, sem þú
ætlaðir að gera i siðustu viku.
Ljóniö: (22. júli-23. ágúst)
Mikið ósamkomulag virðist hafa rikt upp á sið-
kastið og skaltu ekkert tækifæri láta ónotað til
að bæta það. Þú skalt reyna að fyrirgefa ef eitt-
hvað hefur verið gert á hluta þinn, þú græðir
mest á þvi sjálfur.
Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept)
í dag er ekki rétti tlminn til afreka. Þvi skaltu
taka daginn rólega og rækja störf þin af skyldu-
rækni og alúö. t kvöld færö þú mjög sennilega
heimsókn, sem þú hefur beðið eftir lengi.
Vogin: (23. sept-22. oktj
Einhver er að reyna að veiða upp úr þér
leyndarmál, láttu þá persónu ekki komast upp
með þaö, og segðu sem minnst. Það gæti komiö
sér illa siðar aö tala af sér. Kvöldinu ættirðu að
eyða i faðmi fjölskyldunnar.
Sporðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.)
Heilsan er ekki upp á þaö bezta i dag, svo þú
ættirað taka likamlegtástand þitt til athugunar.
Farðu I morgunleikfimi og mundu eftir að efna
loforð viö eldra fólkiö I fjölskyldunni
Bogmaöurinn: (22. nóv-21. des.)
Þótt vel gangi I augnablikinu, þá minnztu þess,
aö dramb er falli næst. Þú skalt gæta itrustu
varkárni i samskiptum við eldra fólk, þvl
annars getur margt valdiö misskilningi, sem þó
var vel meint.
Steingeitin: (22. des.-19. janj.
Viðhorf þin til ýmissa mála verða stöðugt já-
kvæðari, og þvi er trúlegt, að mörg vandamál
leysist á næstunni. Þú ættir að gefa þér tima til
að sinna persónulegum áhugamálum, þvi nú er
rétti timinn til þess.
AUSTUR-
FERÐIR
Um Grimsnes — Laugarvatn — Geysi —
Gullfoss
Um Selfoss — Skeiðaveg — Hreppa —
Gullfoss.
Um Selfoss — Skálholt — Gullfoss — Geysi.
Daglega frá BSl — Simi 2-23-00 — ólafur'
Ketilsson.
Á þjóðarafmæli
AF ÞVÍ, sem markverðast gerð-
ist hér á landi þjóðhátiðardaginn
28. júli — þann dag sem yfir 50
þús. islendingar söfnuðust saman
á Þingvöllum við Öxará — þótti
mér þrennt merkilegast, og kom
það allt svo merkilega á óvart, að
margur mun hafa átt erfitt með
aö átta sig á, að slikt hafi raun-
verulega gcrzt.
Ég get alls ekki fallizt á, að
hátiðin hafi verið litilsverð. Ég
held að hún hafi verið vel undir-
búin, og það, að hún fór skipulega
fram, tet ég ekki vott um deyfð og
þróttleysi, heldureitt af merkjum
hinna kyrru og hljóðlátu straum-
hvarfa. Þrótturinn kemur siðar,
þegar til hans þarf að taka.
En þetta sem ég tók sérstak-
lega eftir, og þótti allra merkileg-
ast, var i fyrsta lagi þau ummæli
Jens Pálssonar mannfræðings, i
Timanum I dag, aö norræna kynið
sé vissulega til hér á jörðu, I öðru
lagði þaö, að forseti tslendinga,
Kristján Eldjárn, lét það hvað
eftir annað koma fram i ræðu
sinni á Efri-Völlum, að sér þætti
vænt um að sjá, aöfólkið i lan'dinu
væri enn hinn sami stofn og
áður.og i þriðja lagi þetta, -að
Ragnar Arnalds sagði á Lögbergi
þennan dag, að hinir germörisku
Forn-tslcndingar hefðu komizt
lengra i þvi en nokkrir aðrir, sem
þá voru uppi, að skapa mönnum
jafnrétti i þjóðfélagi sinu — enda
bar hann þetta saman við það, að
lýðræði og jafnrétti væri nú á
hærra stigi með germönskum
þjóðum en nokkrum öðrum þjóð-
um hér á jörð. Ég heyrði ekki
betur en að þetta væri i ræðu
hans, og hafi mér rétt heyrzt, þá
voru þetta vissulega mikil tiðindi
og góð — sem varla hefðu getað
gerzt annars staðar en á Þing-
völlum.
- Úr þvi að þrir áhrifamenn, hver
á sinu sviði, hafa gerzt sannorðir i
meira og betra lagi á einum og
sama degi, — sem jafnframt var
þjóðhátiðardagur, — mega aðrir
ekki láta sitteftir liggja. Skal hér
nú láta heyra meginatriði nokkur,
sem undirritaður var að raða
saman I eitt, einmitt dagana á
undan þjóðhátiðinni — án þess að
hafa hana þó i huga — og munu
þessi sannyröi, er ég nefni svo,
verða sigursæl, ef menn samein-
ast um þau. Sannyrði þýðir ekki
aö orðin séu óumbreytanleg eða
Radiomobile
Háta larar
K 13LOSSK-----------------
Skipholti 35 • Símar:
8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa
é
Permobel
Blöndum
bílalökk
31LOSSK—
Skipholti 35 ■ Simar:
8-13-50 verzlun 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa
óskeikul, heldur hitt, að um er að
ræða viðleitni til sannleiks. Og
svo er lika verið að reyna hér að
koma orðum að þvi, sem margir
eru að hugsa einmitt á þeim tim-
um, sem nú eru. Enginn getur
neitað þvi, að það sem hér er rit-
að, snertir hugsanir margra
manna.
Sannyrði
1. Ég trúi á framtið islenzks ætt-
stofns og norræns kyns, af þvi
að slikur stofn hefur sýnt sig að
vera mannúðlegastur og mest i
átt til fullkomnunar allra
manntegunda á jörðu hér.
2. Vagga norrænnar endurreisnar
hlýtur að verða hér á tslandi,
þvi að hér hefur arfur fortiðar-
innar varðveitzt, og hér hefur
heimspeki framtiðarinnar
skapazt. Hér hefur hin norræna
tunga verið töluð i 1100 ár og á
framtið þeirrar tungu veltur
framtið lifsins.
3. Skilyrði endurreisnarinnar er
að menn haldi sjálfsviröingu
sinni, þori að heita norrænir
menn og islenzkir og að hafa
framtið niðja sinna fyrir hug-
sjón. Samskonar hugsjónir eiga
rétt á sér með hvaða kynstofni
öörum sem er, og með hvaða
þjóð sem er. Hver einstakling-
ur hefur fullan rétt á sér.
4. Norræn endurreisn getur
aðeins orðið þar, sem menn
vita af sambandi sinu við lifið á
öðrum hnöttum. Þar sem þá
þekkingu vatnar, skiptast
menn i trúarbragðamenn og
trúarbragðaandstæðinga, og
eru hvorir tveggja jafnóhæfir
til þess að hefja endurreisnina.
5. Sú hreyfing, sem stefnir til vit-
neskju um lifiö á öðrum hnött-
um og til sambands við það, er
þegar i uppsiglingu um alla
jörð, og mun hún verða sem
ægishjálmur yfir hinni nýju
norrænu framsókn, jafnt sem
hverri annarri sannri fram-
sókn.
6. Norræn trúarbrögð áttu engan
þátt i þvi að hrinda af stað sið-
ari heimsstyrjöldinni. Trúar-
brögð hafa yfirleit ekki dugað
til þess, i sögu mannkynsins, að
afstýra styrjöldum, en margar
styrjaldir hafa verið háðar
I nafni trúarbragða. Ahangend-
ur einnar trúarbragðagreinar
ættu aö varast að svivirða önn-
ur trúarbrögö.
7. Semitiskar trúarhugmyndir
hafa sumar verið mjög
grimmdarlegar, enda var lög-
gjöfin, sem leiddi hér til
galdrabrenna og stórudóma á
16., 17. og 18. öld, sótt beint i
semitiska trúarbók. Þó eru
semitisk trúarbrögð ekki ill i
sjálfu sér, en þurfa aðeins leið-
réttingar og endurskoðunar.
við.
8. Semitar eru ekki saklausari en
norrænir menn. Hatrið, sem
geisar milli hinna semitisku
trúarþjóða, þ.e. Gyðinga og
Múhameðsþjóða, þarf aö lækn
ast og mun læknast, fyrir áhrif
héðan, ef norrænt mannlif nær
aftur styrk sinum og þroska.
9. Offjölgun hinna lituðu þjóða
ógnar framtið þeirra sjálfra og
alls mannkyns. Þegar eðlileg
fjölgun og framför Norður-
landabúa hefst, mun offjölgun
hinna lituðu þjóða læknast af
sjálfu sér (lifaflfræðilegt lög-
mál).
10. Áróðursvél nútimans hefur
eitt bitbein,og þetta bitbein er
hvitir menn, og þó umfram allt
norræðir menn. Þessi áróðurs-
vél verður að bila, eigi
mannkynið að lifa.
11. Höfuðeinkenni norræns hugs-
unarháttar er sannsöglin, slikt
sem m.a. ritun tslendinga-
sagna byggðist á. Norrænn
maður verður ævinlega að geta
staðið fyrir máli sinu, og hann
metur aðra menn eftir þvi,
hversu þeir hafa sannleikann I
heiðri.
Þorsteinn Guðjónsson
IGNIS
KÆLISKÁPAR
RAFT0RG
SÍMI: 26660
RAFIÐJAN
SÍMI: 19294
MmtWHailillMtÍMIMMIt
Tíminn er
peningar
| Auglýs uf
iTímanum
VAKTAVINNA,
DAGVINNA
Viljum rdða nú þegar karlmenn
og kvenfólk til starfa í verksmiðju
okkar.
Vaktavinna, dagvinna.
Uppl. Hjd verkstjóra.
STAKKHOLTI 4 Reykjavik