Tíminn - 13.08.1974, Page 3
TÍMINN
3
Framkvæmdum viö væntanlegar stórbyggingar Sambandsins við Sundaböfn miðar vel áfram. — Tfma-
mynd Gunnar.
Birgðastöð Sambands-
víð Sundahöfn
ins
— miðar vel áfram
Framkvæmdum við væntanleg-
ar stórbyggingar Sambandsins
við Elliðavog i Reykjavik hefur
miðað eftir áætiun, og er nú svo
komið, að fyrsti hluti þeirra er
um það bil að komast i notkun.
Það er skipadeild, sem tekur i
notkun vörugeymslu i kjallara
undir hluta hinnar væntanlegu
birgðastöðvar og á geymslusvæði
utan hennar.
Að sögn Hjartar Hjartar, fram-
kvæmdastjóra skipadeildar hefur
nú þegar verið tekin i notkun um
500 fermetra tengiálma i bygg-
ingunni, og verður það húsnæði
notað sem vörugeymsla. Þá
verður einnig tekin i notkun á
næstunni i þremur áföngum 4.000
fermetra vörugeymsla i kjallara
birgðastöðvarinnar, og sagði
Hjörtur, að gert væri ráð fyrir að
hún yrði komin i fulla notkun um
áramótin. Lika væri verið að
ljúka við að ganga frá 7.500 fer-
metra útigeymslusvæði, sem
deildin myndi taka i notkun á
næstunni.
Hjörtur gat þess, að þetta
breytti stórlega aðstöðu skipa-
deildar i sambandi við vöru-
gevmslur. Deildin hefði undan-
farið haft geymslu á Reykjavfkur
flugvelli, þaðan sem hún þyrfti að
vikja i þessum mánuði, og auk
þess hefði hún haft vörugeymslu i
örfirisey, sem hún þyrfti þó alltaf
að rýma, þegar loðnu- eða
sildarvertið stæði yfir.
Auk þess er, eins og áður hefur
verið greint frá, fyrirhugað að
reisa þarna á svæðinu stóran
vöruskála fyrir skipadeildina. Sú
framkvæmd er þó ekki á dagskrá
fyrr en lokið hefur verið byggingu
birgðarstöðvarinnar.
m
bm
i
Veiðimál á vestanverðu Norðurlandi
t Degi 8. þ.m. er vakin athygli á grein eftir Einar Hannesson, sem
nýlega birtist i Frey og fjallar um veiðimái á vestanverðu Norður-
landi eða i Skagafjaröarsýslu. Húnavatnssýslum og Strandasýslu.
Þar segir, að um 60 silungs- og göngusilungsár séu á þessu svæði og
226 stöðuvötn, yfir 300 metra á breidd. Hann lýsir nánar ám,
vötnum, vatnsmagni og vatnasvæðum, og telur, að heildartekjur af
veiði í þessum vötnum og ám sé um 20 milljónir króna á ári, en að
þessi hlunnindi ættu að geta gefið 36 milljónir. Beina og óbeina
verðmætamyndun þessara hlunninda telur greinarhöfundur geta
orðið allt að 100 milljónum króna. Til þess að ná þvi marki þarf að
gera fiskvegi um hindranir ánna, miðla vatni, sleppa gönguseiðum i
árnar, bæði laxa og silunga, og setja silungaseiði i fisklaus vötn.
i þessari grein, sem hér er aðeins vikið að, eru upplýsingar og
ábendingar, sem vlðar eiga við en á nefnu svæði, og er hún þvi hin
fróðlegasta og uppörvandi lestur, varðandi þessa hjálpargrein
landbúnaðarins, sem að visu er og hefur verið mikils metin, en býr
yfir nær óþrjótandi möguleikum.
Skörin færist upp í bekkinn
í degi 8 þ.m. birtist eftirfarandi klausa i þættinum Smátt og stórt:
„Eitt af slagorðum manna, sem á siðustu árum hafa verið að
bjástra við myndun nýrra flokka, er „nýtt stjórnmálaafl I
islenzkum stjórnmálum”, eins og þeir orða það. Og þetta „nýja
stjórnmálaafl” er skreytt með sameiningarhjalinu, sem allir
kannast við. Menn, sem kljúfa flokka og stofna nýja segjast, alltaf
vera að sameina fólkið! 1 málgangi Framsóknarmanna á
Austurlandi eru þessir nýju menn nefndir „umhlaupandi strákar”.
Hvort sem það er nú við hæfi, er svo mikið vist, aö fólk i Austur-
landskjördæmi hafnaði þcim.
En það er viðar en á tslandi, sem ný stjórnmálasamtök eru stofn-
uð, þvi viða I Evrópu hafa nýir flokkar sett svip á stjórnmála-
baráttuna isiðustu misserum, og er nærtækast að nefna Danmörku
i þvi sambandi. En sunnar I álfunni færist skörin upp i bekkinn, að
þvi er mögum þykir, þvi að á ítaliu hinni sólriku og fögru hafa at-
vinnugleðikonur.er áður höfðu sin stéttarfélög, stofnað nýjan stiórn-
málaflokk.og þykir ekki ósennilegt, að innan tiðar muni einhverjir
fulltrúar þeirra þurfa að sinna löggjafarstörfum þar I landi”
Þ.Þ.
„íslenzk
myndlist í
1100 ár"
framlengd
AKVEÐIÐ hefur verið að
framlengja opnunartima
sýningarinnar islenzk
myndlist i 1100 ár að Kjar-
valsstöðum til 25. ágúst
næstkomandi, en sýningunni
átti að ljúka þann 15. ágúst. .
Mjög mikil aðsókn liefur
verið að undanförnu og hafa
nú alls um 25 þúsund gestir
komið á sýninguna.
S.l. sunnudag vóru gestir
um 2 þúsund talsins. Með
hliðsjón af þessu og fjölda
áskorana, ákvað fram-
kvæmdastjórnin að fram-
lengja sýningartimann til 25.
ágúst, eins og áður segir.
Nýjar samvinnuverzl-
anir víða um land
A SÍÐUSTU mánuðum hafa all-
margar nýjar samvinnuverzlanir
verið opnaðar hjá kaupfélögunum
viðs vegar um landið. Ýmsar
þeirra eru i beinu sambandi við
vaxandi umferð ferðamanna eftir
opnun hringvegarins, en öðrum
er ætlað að bæta þjónustuna við
heimamenn. Við greinum hér á
eftir frá þeim verzlunum, sem
okkur hafa nýverið borizt fregnir
af.
Brúarland
Kaupfélag Kjalarnesþings á
Brúarlandi opnaði nýja verzlun
sina 20. júni. Hún er i nýbyggðu
verzlunarhúsi við Vesturlands-
veginn, og er stærð þess 455 fer-
metrar, þar af sölurými verzlun-
ar 190 fermetrar og veitingasölu
40 fermetrar. Auk þess eru skrif-
stofur félagsins i húsinu.
nrfflTl
If
I
iwí
D
i
í
Vatnasvæði
Breiðdalsár.
Sigurður Lárusson hafði sam-
band við Veiðihornið á mánu-
daginn, og sagði að veiðin væri
nokkru minni heldur en i
fyrra. en nú munu um sjötiu
laxar vera komnir á land.
Siðastliðið veiðitimabil i
f yrrasumar komu 190 laxar á
land i allt. Þeir laxar, sem
veiðzt hafa i sumar, eru nokk-
uð vænir, en sá þyngsti sem
enn hefur fengizt, er 16 pund.
Óvenjumikið hefur veriö selt
af leyfum i Breiðdalsá I
sumar, og miklu meira heldur
en siöastliðið ár. Stangveiði-
félag Reykjavikur hefur ána á
leigu og hefur undanfarin
sumur sleppt nokkru magni af
seiðum i ána, og er það nú I ár
sem árangurinn er að koma I
ljós. Nóg mun um lax i ánni,
og I siðustu viku ringdi I tvo
daga, þannig að hún varð
vatnsmikil og er enn.
Norðurá.
Haraldur Helgason, mat-
reiðslumaður i veiðihúsinu,
sagði að heldur væri nú veiðin
daufleg. Ain er mjög vatns-
litil, og þó að nóg sé af laxi i
henni, þá liggur hann bara og
tekur ekki, sökum þess hve
vatnið er heitt og einnig er áin
mjög vatnslítil. Ekki gat
Haraldur gefið okkur upp
heildartölu þeirra laxa, sem
komið hafa á land, en siðast-
liðna þrjá daga hefur fimmtán
til tuttugu löxum verið landað.
Meðalþyngd þeirra er tiu til
tólf pund. Steikjandi hiti hefur
verið við Norðurá undanfarið
og sannkallað Mallorka-veð-
ur. Veiðimennirnir eru brúnir
og sællegir, og llta út eins og
þeir séu að koma frá sólar-
ströndum suðurlanda. Það er
sama sagan að segja frá lax-
veiðimönnum við Norðurár,
eins og á svo mörgum stöðum
annarsstaöar á landinu. að
það sem þeir þrá mest er góð
rigningardemba, sem mætti
gjarnan standa I nokkra daga,
þvi áin er svo vatnslitil.
Langá.
Ragnhildur Jóhannsdóttir
sagði, að heldur hefði veiöin
verið daufleg nú upp á siðkast-
ið, en hún hefur annars verið
ágæt I sumar, en Langá hefur
haft vatnsmiðlun, og er vatni
veitt úr vatni upp á fjalli, en
nú er það orðið alveg þurrt.
Aðeins er leyfilegt að veiða á
flugu i Langá og eru nú Blue
Charm og Hairy Mary einna
vinsælastar. Fimm hundruð
og fimmtiu laxar voru komnir
á land á sunnudagskvöldið, og
mun það vera svipuð veiði og á
sama tima siðastliðið ár.
Meðalþyngd laxanna er um
átta pund, en sá þyngsti sem
fengizt hefur reyndist átján og
hálft pund.
Þorlákshöfn
Hinn 18. juli opnaði Kaupfélag
Arnesinga að nýju verzlun sina i
Þorlákshöfn, en gagngerðar
breytingar höfðu þá verið gerðar
á henni eftir brunaskemmdir,
sem þar urðu i febrúar s.l. Stærð
hússins er 390 fermetrar, og þar
af er sölurými 156 fermetrar. Er
það nokkru meira en var þar
áöur, þvi að veitingasala þar
hefur nú verið lögð niður.
Vik i Mýrdal og
Kirkjubæjarklaustur
Þá er Kaupfélag Skaftfellinga
nýbúið að opna ferðamannaverzl-
un með hreinlætisaðstöðu og
bensinsölu I nýbyggðu 350 fer-
metra húsi sinu við Vik i Mýrdal,
sem nefnist Vikurskáli. Húsinu er
hins vegar enn ekki lokið, og er
fyrirhugað að opna þar veitinga-
sölu næsta vetur.
Á Kirkjubæjarklaustri, þar sem
félagið rekur útibú, er auk þess i
undirbúningi bygging nýs verzl-
unarhúss með veitingasölu, þar
sem auk þess verður rekið útibú
frá Sam vinnubankanum og
upplýsingaþjónusta fyrir ferða-
menn. Standa báðar þessar fram-
kvæmdir i sambandi við opnun
nýja hringvegarins, en ferða-
mannastraumur um þessar slóðir
hefur verið mjög mikill i sumar.
Skaftafell í öræfum
Þá var fyrir skömmu opnað til
bráðabirgða útibú Kaupfélags
Austur-Skaftfellinga i Skaftafelli
i öræfum, sem sérstaklega er
ætlað að þjóna auknum ferða-
mannastraumi eftir nýja vegin-
um sunnan Vatnajökuls. Húsnæð-
ið er þó ekki enn fullgert, en vænt-
anlega verður þvi lokið næsta
sumar.
Egilsstaðir
Þá opnaði Kaupfélag Héraðs-
búa verzlun sina i nýju húsnæði
hinn 26. april, eins og frá hefur
verið skýrt i fjölmiðlum. Húsið er
810 fermetrar, og þar af sölurými
720 fermetrar. —- Auk þess lét
félagið nýlega gera nokkrar
breytingar á söluskála sinum á
Egilsstöðum, og var veitinga-
salan þar stækkúð.
Ásbyrgi
Seint i júli opnaði Kaupfélag
Norður-Þingeyinga á Kópaskeri
nýtt útibú við Ásbyrgi i Keldu-
hverfi, þar sem rekin er verzlun,
veitingastofa og bensinsala.
Húsið er samtals 280 fermetrar,
og þar af sölurými 85 fermetrar
og veitingastofa rúmir 40 fer-
metrar. Jafnframt var verzlun
félagsins i Keldunesi lögð niður.
Varmahlið
Þá er skammt siðan verzlun og
veitingasala Kaupfélags Skag-
firöinga i Varmahlið var stækkuð.
Á efri hæð hússins eru nú auk þess
ibúðarherbergi fyrir starfsfólk
með sameiginlegu eldhúsi og
setustofu.
Hvammstangi
Loks er að geta um nýja
bygginga vöruverzlun, sem
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á
Hvammstanga opnaði seint i mai.
Hún er i 110 fermetra húsnæði, og
þar eru seldar hvers kyns
byggingarvörur og hreinlætis-
tæki, en auk þess rafmagns-
heimilistæki, verkfæri, viðleguút-
búnaður og vörur fyrir veiði-
menn.
82% sölu-
aukning
véla-
deildar
HEILDARSALA véladeildar
Sambandsins fyrstu sex
mánuði þessa árs nam 688
milljónum króna á móti 378
milljónum á sama timabili i
fyrra, sem er aukning um
82,3%. Að sögn Jóns Þórs
Jóhannssonar frkvstj. er
aukningin nokkuð jöfn i öll-
um undirdeildum og útlit
fyrir að hún haldist að veru-
legu leyti þaö sem eftir er
ársins.