Tíminn - 13.08.1974, Qupperneq 5

Tíminn - 13.08.1974, Qupperneq 5
Þriftjudagur 13. AKiat 1974. TÍMINN 5 Þessa mynd af Ólöfu Halblaub tók Finni nokkur, sem hjólafti fram A hana. Þau skiptust á nokkrum orftum og tóku siðan myndir hvort af öðru, en hann var einnig ekm á ferð. Ólöf hlóö litla vöröu, svo að bakpokinn yrði ekki eins einmana á mynd- inni. Gekk ein yfir Kjöl ,,Tel það ekki í frdsögur færandi" GB Reykjavik — Ung húsmóðir og tveggja barna móðir frá Akur- eyri gerði sér litið fyrir um miöj- an júli s.l., lagði land undir fót og gekk ein sins lið yfir Kjöl. Ferðin tók sex daga. Ólöf Halblaub heitir hún, og víð hittum hana að máli á heimili hennar á Akureyri og spurðum hana um ferðina. ,,Mér finnst þetta ekki neitt merkilegt og óþarfi að vera að gera veður út af þessu”, sagði Ólöf. Hún sagðist hafa fengið þessa hugmynd fyrst fyrir þrem árum og hafa gengið með hana i maganum siðan. Ólöf hefur alltaf haft mikið yndi af göngu ferðum, og þá ekki i byggð, heldur upp um fjöll og firnindi. Segist hún oft aka i bil sinum út úr byggð, og ganga svo sér til heilsu- bótar og skemmtunar i nokkra klukkutima. Er hún oftast ein á þessum ferðum, en hefur þó stundum son sinn með sér. Undirbúningur ferðar Ólafar yfir kjöl var mikill og tók lang- an tima. Allt var miðað við það, að hún þyrfti sem minnst að bera. Hún saumaði sér sjálf tjald úr vatnsþéttum nylondúk, og vó það aðeins eitt kiló og sex hundruð grömm, með öllu tilheyrandi, tjaldsúlu og hælum. Kostnaðurinn við tjaldið varð sáralitill, eða að- eins sjö hundruð krónur. Eini ókosturinn við tjaldið var sá, að það var heldur of þétt, en Ólöf setti glugga á það til loftræsting- ar. Svefnpokann sinn saumaði Ólöf einnig, eða réttara sagt, hún saumaði poka utan um æðardúns- sæng, og vó þetta aðeins eitt og hálft kiló. Bakpokinn er, eins og hitt, einnig hannaður af Ólöfu. Hann vegur sex hundruð grömm tómur og kostaði aðeins sex hundruð krónur. Þegar Ólöf hafði pakkað niður öllu þvi, sem hún taldi nauðsyn- legt til fararinnar, vó allt saman aðeins sextán kiló. Þá er meðtal- inn fatnaður, matur, myndavél kompás, kort og fleira. A hádegi 14. júli lagði Ólöf svo upp i gönguferðina frá Blöndudal. Hún hafði áður áætlað, hve langa leið hún þyrfti ^ð komast á degi hverjum, og bjóst við að ganga í átta til tiu klukkustundir á dag. Fyrsta daginn gekk hún 25 km, en annan daginn var hún lengst á ferð, þótthún legði aðeins 14—15 km að baki, en veðrið var mjög gott þann dag, glampandi sólskin og hiti, og erfitt var að ganga. Þvi varð hún að vinna upp tima, og gekk i ellefu og hálfan tima þriðja daginn, en þá um kvöldið kom hún að Hveravöllum, og fékk framúrskarandi góðar móttökur hjá hjönunum þar. Eftir að hafa gist að Hveravöll- um, hélt hún svo áfram ferð sinni. Olöf ætlaði að stytta sér leið yfir Kjalarhraun, hjá Rjúpnahæð, þvi hún hafði heyrt, að þar væru gangfærar hestaslóðir. Það reyndist þó ekki vera, heldur var allt mjög stórgrýtt og erfitt yfir- ferðar. Hún tók þvi miö á veginn aftur, en við þennan útúrdúr seinkaði henni um marga klukku- tima. Þvi var það, að hún lét eftir sér að taka boði um far, til að vinna upp þann tima, sem hún hafði misst, en það var aðeins stutta stund, og i eina skiptiö sem hún tók boði annarra vegfarenda um bilfar. Þessa nótt gisti hún við Hvitár- nes, en daginn eftir, sem var fimmti dagurinn, gisti hún við Bláfell. Siðan hélt hún ferðinni áfram og var komin klukkan sex á tiltekinn stað skammt fyrir oi an Gulifoss, en þar hafði verið áætlað að náð yrði i hana um klukkan tiu á föstudagskvöld, svo hún var heldur fyrr á feröinni en búizt hafði verið við i upphafi. Við spurðum Ólöfu hvort húi hefði ekki verið neitt hrædd á ferð sinni, svona alein. „Nei, ég fann aldrei fyrir neinni hræðsíu. Þegar ég gisti i Sandárskála, sem er sæluhús, þá var ég rétt háttuð. þegar ég heyrði einhvern umgang fyrir utan, en vissi strax hvaö um var að vera. Það voru aðeins nokkrar kindur, sem voru að nugga sér upp við skálann.” Mikil umferð sagði Ólöf að hefði verið. Hún hafði ákveðið að halda sig við veginn, þvi þótt hún hefði kompás og gott kort, taldi hún ekki ráðlegt að hætta sér út fyrir merktar leiðir. Af öllum þeim bilafjölda, sem ók framhjá Ólöfu á hinni ein- manalegu gönguför hennar, voru aðeins örfáir ökumenn sem stönzuðu til að tala við hana. flestir til að bjóða far. ,,Það hafa ábyggilega allir haldið að ég væri einhver útlendingur og ekki viljað stoppa þess vegna”, sagði Ólöf oe hló. Hún sagðist hafa haft mjög gaman af ferðinni, ,,... og hver veit nema ég fari einhvern tima aftur i álika ferðalag”, sagði hún að lokum. ólöf stendur hér viö tjald sitt og svefnpoka, en myndin var tekin I garft- inum vift hús hennar á Akureyri. Samtök karlmanna til varnarágengnikvenna ALLT kallar á sitt andsvar, og hafa herskáar kvennahreyf- ingar dregift þann dilk á eftir sér aft sumum karlmönnum finnst stöðu sinni i ntannfélag- inu ógnað. Þeir eru teknir aft búast til varnar. í Bandarikjunum hefur þeg- ar verið hrundið af stokkunum félagsskap karlmanna, sem hyggjast veita hver öðrum hjálp og stuðning i baráttunni við kvenkynið, og i öðrum hliðstæðum samtökum, sem hafa það markmiö að viðhalda sjálfsvirðingu karlmanna þar i landi, eru hvorki meira né minna en fimm hundruð félög eða hópar. Leiðtoginn heitir Warren Farrell og kennir stjórnmálafræði i háskóla i Washington. Meðal annars kennir Farr- ell, að karlmenn eigi að láta tilfinningar sinar óhikað i ljós, gráta og gleðjast eftir atvik- um. Svipuð samtök eru að kom- ast á legg i Englandi, en þar er leiðtoginn leikari, Georg Johnstone að nafni. önnur samtök i Englandi eru samtök fráskilinna feðra, en þeim er stjórnað af lækni og fésýslu- manni. Þau mótmæla þvi harðlega, að konum skuli ævinlega vera dæmdur for- ráðaréttur barna. — Börn þarfnast ferða, segja þeir. Við berjumst fyrir réttlæti. — Við erum fjölmennasti minnihluti veraldarinnar, sem nú er fótum troðinn, segir stjórnmálafræðingurinn bandariski, Farrell. Við erum látnir vinna öll hættulegustu störfin, karlmennirnir. Og svo bendir hann á, að i Libanon-sjúkrahúsinu i Los Angeles fjölgi geigvænlega karlmönnum, er þar eru til lækninga vegna náttúruleysis. — Þetta verður æ geigvæn- legra(segirhann,og það stafar af þvi, hve ágengt kvenfólkið er oröið. Hunang — allra meina bót? ÞAÐ er ekki nýtilkomið, að margir hafa tröllatrú á hunangi. Og það er ekki einungis, hversu gott það er við kvefi, heldur kem- ur margt fleira til greina. Mjög vlða er hunang hrært i sitrónu- safa notað gegn slikum kvilla. Þýzki læknirinn Karl Heede ráðleggur fólki,sem er miður sin á vorin, meira að segja að láta dálitið af hunangi i baðvatnið. 1 Georgiu i Sovétrikjunum verður margt fólk fjörgamalt, og þar er það ekki súrmjólkin, sem lengir lifið, heldur er þessi hái aldur þakkaður þvi, hversu mik- ils það neytir af hunangi. Bandariskur sýklafræðingur fullyröir nú, að hunangi drepi sýkla, og færir fram dæmi um það. Kópavogur— Barngóð kona óskast til aö gæta tveggja ára drengs á heimili, 4 tíma á dag, 5 daga vikunnar. — Upplýsingar í síma 4- 25-92. Kennarar - Kennarar Handavinnukennara pilta vantar við gagnfræðaskólann á Akranesi. Söngkennara vantar við barnaskólann á Akranesi. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Fræðsluráð Akraness. IAUGLÝSIÐ í TÍMANUM Kristneshælið Laus staða Deildarhjúkrunarkona óskast 1. október n.k. eða siðar. Laun samkvæmt 21. launaflokki starfs- manna rikisins. Upplýsingar gefur forstöðukonan, simi 96-2-23-03.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.