Tíminn - 13.08.1974, Síða 7
TÍMINN
7
Þriðjudagur 13. ágúst 1974.
V.
Útgcfandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas
Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar
18300-18306. Skrifstöfur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af-
greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523.
Verð I lausasölu kr. 35.00.
Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði.
Blaðaprenth.f.
Óheppileg samstaða
þýzku ríkjanna
Loksins kom þó að þvi, að þýzku rikin yrðu sam-
mála. Samkvæmt þvi sem Morgunblaðið hefur
skýrt frá, hafa fulltrúar beggja þýzku rikjanna á
hafréttarráðstefnunni vitnað i úrskurði Haagdóm-
stólsins þvi til stuðnings, að riki ættu sögulegan
rétt til veiða innan væntanlegrar efnahagslögsögu
annars rikis, ef þegnar þess hafa stundað þar
veiðar áður.
Það er vissulega ánægjulegt, að þýzku rikin geti
orðið sammála um eitthvað, en ánægjulegra hefði
verið, ef það hefði getað orðið um eitthvað annað
en það, sem helzt minnir á hið versta i fari Þjóð-
verja, þröngsýni og yfirdrottnunarhneigð. En það
er ekkert annað en þröngsýni að vilja halda i hefð,
sem er orðin úrelt, og það er yfirdrottnunarhneigð
og nýlenduandi að vilja halda i úrelta hefð, sem
hefur myndazt vegna yfirgangs og valdbeitingar
stærra rikis við máttarminna riki fyrr á timum. I
sannleika sagt er hörmulegt til þess að vita, að
Þjóðverjar skuli, eftir allt sem á undan er gengið,
gerast merkisberar og talsmenn slikra skoðana á
mikilvægri alþjóðaráðstefnu. Menn voru farnir að
vona, að slikur hugsunarháttur hjá þeim hefði dáið
með Hitler.
Islendingar áttu lika von á öðru en þvi, að
Vestur-Þjóðverjar yrðu tregari til samninga við
þá en Bretar i landhelgisdeilunni, þar sem Bretar
eru kunnir að þvi að vera allra manna þráastir, og
hafa auk þess átt miklu meiri hagsmuna að gæta á
íslandsmiðum en Vestur-Þjóðverjar. Togaraút-
gerð er miklu minni þáttur i vestur-þýzku at-
vinnulifi en brezku, og áhugi Vestur-Þjóðverja á
sjómennsku er ekki meiri en svo, að oft munu út-
lendingar skipa meirihluta vestur-þýzkra togara
áhafna. Þrátt fyrir þetta hafa vestur-þýzk stjórn-
völd ekki viljað semja við íslendinga á sama
grundvelli og Bretar. Þau hafa raunar gengið
lengra, þvi að þau hafa reynt að þvinga okkur til
samninga með þvi að beita áhrifum sinum innan
Efnahagsbandalags Evrópu á þann veg, að íslend-
ingar fái þar ekki umsamin tollfriðindi, nema þeir
fallist á þann samningsgrundvöll, sem vestur-þýzk
stjórnvöld bjóða þeim, en samkvæmt honum yrðu
íslendingar að vikja frá þvi, sem var mesti
ávinningurinn i samkomulaginu við Breta.
íslendingar hafa á liðnum tima átt að jafnaði
góð skipti við Þjóðverja og lagt áherzlu á að halda
þeim. Þjóðverjar eru á margan hátt ein merkasta
þjóð Evrópu. og oft hafa þeir staðið i fremstu röð,
jafnt i verklegri sem andlegri menningu. Yfirleitt
má segja, að þeir hafi komið vel fram við íslend-
inga, og margir áhrifamenn hjá þeim hafa verið
góðir vinir Islendinga. Þess vegna hafa Islend-
ingar hugsað til góðra samskipta við þá eftir siðari
heimstyrjöldina og fylgzt vel með hinni öru upp-
byggingu i báðum þýzku rikjunum, en af henni má
glöggt marka, hve miklir atorkumenn Þjóðverjar
eru. Það hefur lika verið von Islendinga, að Þjóð-
verjar væru, eftir allar raunir og reynslu af
nasisma og styrjöldum, búnir að segja skilið við
yfirdrottnunarhneigð og nýlendudrauma. Þvi
miður benda tilvitnanir þeirra i úrskurði Haag-
dómstólsins, þegar hann leggur blessun sina yfir
úrelta nýlendustefnu, til annars. Vonandi átta
Þjóðverjar sig á þvi i tima, að þeir eru hér á
gamalli og rangri braút.
Charles W. Yost, The Christian Science Monitor:
Hershöfðingium má
ekki treysta um of
Sameiginlegur vandi risaveldanna beggja
James Schlesinger, varnarmálaráðherra Bandárikjanna.
A LEIÐTOGAFUNDINUM I
Moskvu i byrjun júli tókst ekki
aö draga neitt úr vigbúnaðar-
kapphlaupinu. Þessi dapur-
lega niðurstaða gefur tilefni til
nokkurra hugleiðinga um,
hvað hafi valdið þvi, að ekkert
varð ágengt.
Arangursleysið stafaði fyrst
og fremst af þvi, að aðilar geta
ekki orðið sammála um
samræmdar og jafnvægar
takmarkanir kjarnaodda og
eldflaugaskotstöðva. Banda-
rikjamenn hafa mikla yfir-
burði i eign kjarnaodda, eða
7940, sem búið er að koma
fyrir, en Rússar eiga aðeins
um 2600, samkvæmt opin-
berum skýrslum.
SOVÉTMENN hafa aftur á
móti yfirburði að þvi leyti, að
þeir eru búnir að koma fyrir
fleiri eldflaugaskotstöðvum en
Bandarikjamenn, eða 2235 á
móti 1710. Ennfremur er þess
að geta, að nýjustu skot-
stöðvar þeirra bera svo mjög
af að stærð og „skotkrafti”, að
þeir ættu auðvelt með að koma
fyrir fleiri kjarnaoddum en
Bandarikjamenn að nokkrum
árum liðnum, ef þeir kærðu
sig um.
Bandarikjamenn vilja þvi
eindregið kveða á um
hámarkseign skotstöðva eða
kjarnaodda — eða hvors
tveggja — eins fljótt og auðið
er, eða áður en Sovétmenn
komast fram úr þeim i þessu
efni. Sovétmenn eru eðlilega
tregir til að stöðva fram-
vinduna, meðan þeir standa
verr að vigi. Bandarikjamenn
óttast aftur á móti að verða
aftur úr með timanum, ef ekki
lánast fljótlega að stöðva
framvinduna.
ÞE GAR bandariska
herstjórnin hóf fyrst að koma
upp eldflaugavarnakerfi, báru
gagnrýnendur fram þá við-
vörun, að þarna kynni að vera
aukið alldýrum og ef til vill
óviðráðanlegum þætti við vig-
búnaðarkapphlaupið, án þess
að auka um leið varnamátt
eða öryggi Bandarikjanna svo
nokkru næmi. Og þetta hefur
einmitt ásannazt.
EKKI verður hjá þvi komizt
aö drepa á eitt grundvallar-
atriði I þessu sambandi. Þvi
margbreytilegri og full-
komnari sem vigvélarnar
hafa orðið, þvi harðari hafa
herfræðingar og foringjar
oröið á þvi, að ekki væri á færi
annarra en sérfræðinga að
kveða á um, hve mikils þyrfti
með til þess að fulls öryggis
þjóðarinnar væri gætt. Stjórn-
málaleiðtogar, bæði i Banda-
rikjunum og Sovétrikjunum,
hafa aö jafnaði beygt sig fyrir
þessari röksemdafærslu.
Krustjeff rifjar upp i endur-
minningum sinum, er þeir
Eisenhower forseti ræddust
við um þetta I Camp David
árið 1959. Þeir viðurkenndu
þar hvor fyrir öðrum, að þeir
virtust að jafnaði varnar-
lausir gegn kröfum hers-
höfðingja sinna.
EIGI að lánast að ná
nokkrum teljandi árangri i
eftirliti með vigbúnaði eða
minnkun hans, verður að hefja
rökleiðslurnar upp af tækni-
stiginu. Hlutdrægir atvinnu-
menn mega ekki einir fjalla
þar um, og ekki má miða við
verstu hugsanleg tilvik eða
gegndarlausan ofmátt beggja.
Þarna verður að fara eftir
óbrotinni, heilbrigðri
skynsemi, ef nokkur von á að
verða um árangur.
Einn af hinum frægari
forsætisráðherrum Breta,
Salisbury lávarður, sagði eitt
sinn: „Sérfræðingum má
aldrei treysta. Eigi til dæmis
að trúa öllu, sem læknarnir
segja, er engin fæða holl. Eigi
að trúa guðfræðingunum i einu
og öllu, er ekkert saklaust.
Eigi aö trúa hermönnunum, er
ekkert óhætt.”
MIKILVÆGASTA spurning-
in er auðvitað, hvort eitthvert
ákveðið stig hernaðarlegra
yfirburða auki fremur á
öryggi þjóðarinnar eða grafi
• undan þvi með þvi að ala á
ótta andstæðingsins. Hafa
„hernaðaryfirburðir” eða
„jafnræði” nokkurt gildi i
sjálfu sér annað en það að ala
á þjóðarmetnaðinum?
Trúa Bandarikjamenn þvi i
raun og veru, að heilvita leið-
togar rússneskir hætti á að
reyna að eyðileggja i áras
allar eldflaugastöðvar Banda-
rikjamanna á landi, jafnvel þó
að þeir telji sig örugga um að
geta það, þegar þeim er ljóst,
að Bandarikjamenn geta
skotiö á loft af sjó ákaflega
öflugum eldflaugum og varp-
að úr lofti ógrynni af
sprengjum? Hvaða hugsan-
legur ávinningur ætti að geta
réttlætt slika áhættu?
Óttist bandariskir hers-
höföingjar þennan möguleika
jafn mikið og þeir láta i veðri
vaka, ættu þeir að fjarlægja
freistinguna með þvi að fækka
eldflaugastöðvum á landi og
treysta i þess stað á eldflauga-
stöðvar á sjó, sem erfitt er að
granda, eins og margir
visindamenn hafa lagt til.
TRÚA Bandarikjamenn þvi,
að Rússar ráðist ekki vestur
yfir Evrópu með hefð-
bundnum hergögnum,
einungis vegna „yfirburða”
Bandarikjamanna i kjarn-
orkuvigbúnaði, eða i það
minnsta jafnræðis? Ef lagt
væri út i slikt ævintýri, vofði
yfir hætta á eyðileggingu
mikils hluta Sovétrikjanna,
jafnvel þó að Bandarikjamenn
ykju ekki einum einasta
kjarnaoddi við núverandi
birgðir sinar. Atferli Sovét-
manna siðan 1917 gefur ekkert
tilefni til að álita, að þeir geri
sig seka um slikt gáleysi.
Óttist Bandarikjamenn að
Sovétmenn beiti „kjarnorku-
kúgun,” ef þeir öðlast
einhvern tima einhverja
kjarnorkuyfirburði? Yrði slik
þvingun trúverðug eða likleg
til árangurs? Stalin virtist
ekki haldinn slikum ótta á
fyrstu árunum eftir heims-
styrjöldina siðari, meðan
Bandarikjamenn ýmist réðu
einir yfir kjarnorkuvopnum
eða höfðu mikla yfirburöi á
þvi sviði. Og slikur ótti virðist
ekki hafa hamlað Kinverjum I
deilum þeirra við Sovetmenn
undangengin 14 ár.
EIGN k jarnorkuvopna
hlýtur óhjákvæmilega að
halda áfram að breiðast út til
æ fleiri landa, nema þvi aöeins
og þangað til að risaveldin
ganga á undan meö góðu
fordæmi og draga verulega úr
kjarnorkuvigbúnaði sinum og
taka upp strangt eftirlit með
þvi, sem eftir er. Hættan á þvi
hlýtur að aukast, að einhver
gripi fyrr eða siðar til þessara
vopna og nokkur hundruð
þúsund manna láti lif sitt.
Ef og þegar slikt gerðist
krefðist hneykslaður al-
menningur þess hástöfum, að
endi yrði tafarlaust bundinn á
þetta heimskulega kapphlaup.
Geta Rússar og Bandarikja-
menn ekki hagað sér skyn-
samlega fyrr en slikur harm-
leikur er orðinn að veruleika?
Þ.Þ.