Tíminn - 13.08.1974, Page 11

Tíminn - 13.08.1974, Page 11
Þriðjudagur 13. ágúst 1974. TÍMINN 11 Nú vantar Akranes aðeins herzlumuninn — sigraði Fram á laugardaginn 3:1, og hefur 3ja stiga forskot. Staða Fram er alvarleg Fátt virðist nú geta hindrað það, að íslands- meistaratitillinn hafni á Akranesi. Eftir sigur Skagamanna gegn Fram á laugardaginn hefur Akra- nes 3ja stiga forskot, en aðeins er eftir að leika 2 umferðir í deildinni. Fari svo, að Akranes verði is- landsmeistari, mun það ekki aðeins gleðja hjörtu Akurnesinga, heldur einnig fjölmargra aðdáenda liðs- ins frá gamalli tíð. Leikur Akraness og Fram, sem lauk 3:1, var ekki eins ójafn og markatalan gefur tilefni til að halda. Sannleikurinn er sá, að Fram var mun betri aðilinn i fyrri hálfleik, og hefði þá átt að upp- skera fleiri mörk en eitt. En hvort tveggja var, að framlinuleik- menn Fram ' voru einstaklega klaufskir og Davið i Akraness- markinu bjargaði vel. Það sem gerði gæfumuninn, var að Fram hafði undirtökin i fyrri hálfleik, er miðvallarleikmenn liðsins réðu lögúm og lofum á miðjunni, þ.e. Asgeir Eliasson, Gunnar Guð- mundsson og Guðgeir Leifsson. Svo þung var sókn Framara i byrjun leiksins, að það virtist liggja i loftinu, að Fram myndi vinna stórsigur, ekki sizt eftir fyrsta mark leiksins, sem Rúnar Gislason skoraði eftir 8 minútur. En það var siður en svo noikkur uppgjafarandi i liði Akraness. Og á 17. minútu skoraði bezti maður liðsins, Teitur Þórðarson, jöfnunarmark með skalla. Fleiri urðu mörkin i fyrri hálf- leik ekki, en i siðari hálfleik varð mikil breyting á. Nú náðu Skaga- menn tökum á miðjunni, og réðu eftir það öllum gangi leiksins. Þeim tókst á 11. minútu siðari hálfleiks að ná forystu með öðru skallamarki Teits, en allan heiður af undirbúningi marksins átti hinn snaggaralegi hægri útherji, Karl Þórðarson, sem sendi vel fyrir markið á Teit. Þriðja og siðasta mark Akraness skoraði Jón Alfreðsson á 30. minútu. Sigur Akraness var sanngjarn að þvi leyti, að Skagamenn nýttu tækifæri sin og sýndu mikinn bar- áttuvilja, enda var mikið i húfi fyrir þá, þar sem Islands- meistaratitillinn er nú aðeins i seilingarfjarlægð. En var ekki einnig mikið i húfi fyrir Fram? Liðið rambar á barmi falls, en það var ekki að sjá á leikmönnum liðsins i siðari hálfleik, að þeir Teitur Þórðarson — lék aðalhlutverkið f liöi Akraness á laugardaginn og skoraði tvö mörk. Línurnar skýrast í I. og II. deild LINURNAR i 1. og 2. deild i Is- landsmótinu i knattspyrnu hafa skýrzt mjög að undanförnu. Úrslit einstakra leikja um helgina og staðan eftir þá er eins og hér segir: Vikingur—Keflavik 2:2 KR-IBV 2:0 Akranes—Fram 3:1 Akureyri—Valur 0:1 Akranes 12 7 5 0 20:8 19 Keflavik 12 6 4 2 20:10 16 Valur 12 3 6 3 15:14 12 KR 12 4 4 4 14:16 12 IBV 12 2 6 4 14:16 10 Fram 12 2 5 5 14:18 9 Vikingur 12 2 5 5 12:15 9 Akureyri 12 3 3 6 12:24 9 Markhæstu menn: Teitur Þórðarson, Akranesi 7 Steinar Jóhannsson, Keflavik 7 Örn Óskarsson, IBV 5 Matthias Hallgrimss. Akranesi 5 Næstu leikir: Föstudaginn 23. ágúst á Laug- ardalsvelli KR—Fram. Staðan i 2. deild eftir leikina um helgina: FH—Selfoss 8:0 Völsungur—Þróttur 0:3 Armann—ísafjörður 1:3 FH 12 9 3 0 33:4 21 Þróttur 12 6 5 1 22:12 17 Breiðablik 11 7 2 2 31:11 16 Haukar 11 5 3 3 18:14 13 Selfoss 12 4 0 8 14:30 8 Völsungur 12 3 1 8 17:29 7 Ármann 12 3 1 8 13:28 7 Isafjörður 12 2 1 9 13:33 5 Markhæstu menn: Loftur Eyjólfson, Haukum 10 Ölafur Danivaldsson, FH 8 Ólafur Friðriksson, Brbl. 7 Helgi Ragnarsson, FH 7 Guðmundur Þórðarson, Brbl. 7 væru sér meðvitandi um það. Vist er um það, að Fram-liðið er of gott til að falla, en þá verða leik- menn liðsins lika að gera sér grein fyrir þvi, að án fyrirhafnar vinnst enginn sigur. Akraness-liðið er mjög gott um þessar mundir. Það vann nokkra heppnisigra i byrjun motsins, en hefur siðan sigið jafnt og þétt á, og er nú án nokkurs vafa okkar sterkasta lið. Þjálfari liðsins leyfði sér þann munað að hafa Eyleif Hafsteinsson á vara- mannabekknum á laugardaginn. Það sýnir, að hann hefur full tök á verkefni sinu. Teitur Þórðarson, Karl Þórðarson, Jón Gunnlaugs- son og Jón Alfreðsson eru sterkir leikmenn. Sömuleiðis Björn Lárusson i stöðu bakvarðar. Dómari i leiknum var Valur Benediktsson. Hann gerði hlut- verki sinu góð skil, þó að stund- um finnist manni hann óneitan- lega dálitið svifaseinn. Óskaði eftir að víkia úr dómstólnum Sem kunnugt er fjall- ar sérráösdómstóll knattspyrnuráös Reykjavíkur um svo- kallað Elmars-mál þessa dagana. I dómstólnum eiga sæti þrír aðalmenn/ Bergur Guðnason (Val), Vilberg Skarphéðinsson (Vík- ingi) og Carl Bergmann (Fram). Carl Bergmann hefur verið erlendis undanfar- ið, en kom nýlega heim. Hafði hann ekkert frétt af máiinu annað en það, sem hann sá í blöðum. Mun Carl hafa sett sig i samband við formann dómstólsins, Berg Guðnason, og tilkynnt honum, að hann treysti sér ekki til annars en að víkja úr dómstólnum, þar sem Fram væri aðili að málinu. Ekki er vitað, hvort Bergur Guðnason fylgir í fótspor hans, en sem kunnugt er, var það Val- ur, sem kærði Fram fyr- ir að nota Elmar. AAetþáfttaka í íslandsmótinu í DAG hefst á Grafar- holtsveilinum íslands- mót í golfi. Það telst til tiðinda, að þátttakandur i þessu móti eru á þriðja hundrað talsins, og er þetta langfjölmennasta íslandsmót i golfi, sem haldið hefur verið. Vegna þessarar miklu þátttöku, Guðrún Benediktsdóttir. sem gerir alla framkvæmd erfið- ari, hefur verið um það rætt meðal kylfinga, hvort ekki væri ástæða til að takamarka þátttöku eða efna til undankeppni. Hvað sem þvi liður, er þetta aðeins skemmtilegur höfuðverk- ur fyrir forráðamenn Golf- sambandsins, þvi að það segir sina sögu um vinsældir golfiþrótt- arinnar hér, en fáar iþróttagrein- ar hérlendis hafa verið i meiri uppgangi en hún. tþróttasiðan mun skýra frá úr- slitum á golfmótinu næstu daga. Nýtt met Guðrúnar GUÐRÚN Benediktsdóttir bætti eigið tslandsmet i kringlukasti allverulega, er hún kastaði 38.22 metra á frjálsiþróttamóti, sem haldið var á Höfn i Hornafirði um helgina. Þetta met er meira en einum og hálfum metra betra en fyrra metið, en það var 36,60 metrar og var sett fyrr i sumar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.