Tíminn - 13.08.1974, Síða 12

Tíminn - 13.08.1974, Síða 12
12 TÍMINN Þriðjudagur 13. ágúst 1974. A Frank Usher: (^) TÆPU VAÐI Amanda klæddi sig \ víðar buxur og skinnjakka, og fór á göngu í hinum snotra bæ Karlsthor. Hún horfði i búðar- glugga og virti fyrir sér hin einstaklega snotru, gömlu hús. Hún fékk sér léttan morgunverð á útiveitingastað á árbakkanum. Hinum megin við hina stríðu elfu voru lágir ásar. Þar áttu vorblómin sitt ríki. Á meðan hún var að borða tók hún eftir því að lag- legur, Ijóshærður ungur maður veitti henni alveg sérstaklega athygli. Amanda var ekki óvön slíku, en eins og á stóð fannst henni það dálítið grunsamlegt. Litlu seinna kom maðurinn að borðinu til hennar. — Góðan dag. Eruð þér Amanda Curzon? Hún fann strax að hann mundi enskur vera. Hún horfði kuldalega á hann. — Haf ið þér nokkuð á móti því að ég f ái mér sæti? — Jah, ég þekki yður ekkert. — Svona talar maður ekki við landa sina. — Hvernig fóruð þér að vita nafn mitt? — Þér komuð fram i Mayer-kjallaranum í Munchen fyrir nokkru. Þér eruð umtöluð persóna. Þér verðið að vera við því búin að vera endurþekkt. Hún brosti lítillega. — Mér þykir það leittog bið menn aðafsaka mig. — Nafn mitt er Peterson. — Góðan dag, sagði hún stillilega. Hún var engan vegin viss um hvar hún hefði þennan mann. — Hvar eru vinir yðar, ungfrú Curzon. — Vinir? Hún horfði sakleysislega framan í hann, en varðsvodálítiðsmeyk.Nú vissi hún nefnilega að það var búið að hafa uppá þeim. — Þér vitið hverja ég meina. — Ég hef ekki hugboð um það. Hver eruó þér og hvað viljið þér? — Ég er vinur, svaraði Peterson. — Og ég held að yður megi vera Ijóst að marga vini eigið þér ekki í augna- blikinu. Amanda stóð á fætur. — Ef þétta á að vera einhver ný aðferð til þess að sigra konu, sagði hún, — Þá held ég að þér getið sparað yður ómakið. Þar með fór hún sína leið. Hún gekk heim í íbúðina. Hvað átti hún að gera? Hún átti þess engan kost að aðvara þá Óskar og Nickolai. Núna eftir á varð henni það Ijóst að með því að ganga beina leið heim í íbúðina, hefði hún kannski komið upp um felustað þeirra. En það var of seint séð, því nú var bankað. Það var þýðingarlaust að sjálfsögðu að láta bank þetta sem vind um eyrun þjóta, í von um að komumenn mundu snúa frá. Hún gekk þvi að hurðinni og opnaði lítillega. Tveir menn stóðu utanvið dyrnar og hafði hún hvorugan áður séð. Þeir voru klæddir þungum regn- kápum og með lina hatta á höfði. — Hvers óskið þið? spurði Amanda. — Við viljum fá að koma inn og bíða eftir vinum yðar. Slegin felmtri reyndi hún að loka dyrunum, en annar mannanna setti fót sinn í gættina. Báðir gengu þeir svo inn. Hún hrökklaðist undan þeim. — Þið haf ið engan rétt til að koma hingað. — Setjist og takið það rólega. Við ætlum að bíða eftir Stanislov. — Hvað viljið þið honum? — Við ætlum að taka hann með okkur til Rússlands aftur. — En það getið þér ekki. Við erum í Þýzkalandi — Vestur-Þýzkalandi. Annar þeirra fór að hlæja. — Setjist, enska stúlka. Við skulum biða, sagði hann. — Við verðum líka að ákveða hvað við eigum að gera við þig- 11. kapituli. Hvernig vildi það til að þeir fundu þau svona fljótt? Ekkert höfðu þau þó aðhafst eftir að þau komu hingað til Vestur-Þýzkalands, sem gæti vakið eftirtekt. Hafði Óskar sagt Figl frá því að þau væru í Karlsthor þegar hann hringdi til hans frá Mellinger? Hvað átti hún að gera. Hún gat ekki aðvarað Óskar og Nickolai. Þessir tveir Rússar voru mjög vingjarnlegir, og enskuna töluðu þeir mjög svo sæmilega. Öll framkoma þeirra var mjög kurteisleg og hnitmiðuð og þegar henni varð hugsað til erindis þeirra gerði þessi framkoma þá mun hættulegri heldur en að þeir hefðu verið tillitslausir og ruddalegir. Þeir hétu Praslov og Shanski. Praslov var yfir- maðurinn. Hann sýndist þroskaðri og reynslumeiri en Shanski. Praslov var kunnugur í Englandi og Bandaríkj- unum, sem benti ótvírætttil þessaðhann væri mjög hátt- settur K.G.B.-maður. Hann horfði með meira kæruleysi á hina mjög svo aðlaðandi og þó óttaslegnu ensku stúlku, en félagi hans. Praslov lét ekki þessar vestrænu stúlkur töfra sig, sem báru kyntöfra sína utáná sér eins og auglýsingaspjöld — hið ævaforna bragð til þess að draga mennina að sér f rá áríðandi störfum. Praslov var eigi að síður mjög kurteis við hana. HVELU Þú ert með dag í, Gengur Það er blaðið' 'Hvaða da^rCVeit laðið’littu efst á það) í ekki............ * siðan 1 Sær- eridag / ekki. Haddi?' IffiL | Þriðjudagur 13. ágúst. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar 12.25 Fréttir og veðurfregnir'. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegiðJón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Katrin Tómasdóttir” eftir Rósu Þorsteinsdóttur Höfundur les. (8). 15.00 Miðdegistónleikar: ts- lensk tónlist a. Svita fyrir strengjasveit eftir Arna Björnsson. Hljómsveit Rikisútvarpsins leikur: Bohdan Wodiczko stjórnar. b. Planósónata eftir Leif Þórarinsson, Rögnvaldur Sigurjónsson leikur. c. „Um ást og dauða” eftir Jón Þórarinsson, söngvar fyrir bariton og hljómsveit við lög eftir Rosetti. d. „Hug- leiðing um fimm gamlar stemmur” eftir Jórunni Viðar. Höfundurinn leikur á pianó. e. Lög eftir Sigfús Einarsson. Margrét Eggertsdóttir syngur. Guð- rún Kristinsdóttir leikur á planó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir.) 16.25 Popphornið 17.10 Tonleikar. 17.40 Sagan: „Fólkið mitt og fleiri dýr”. eftir Gerald Durrell Sigriður Thorlacius heldur áfram lestri þýðingar sinnar. (22). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir., Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Til umhugsunar. Sveinn H. Skúlason sér um þátt um áfengismál. 19.50 Úr norsku og ensku Hjörtur Pálsson les þýðing- ar sinar á nokkrum ljóðum eftir Rolf Jacobsen og W.H. Auden. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverrisson kynnir. 21.00 Skúmaskot.Hrafn Gunn- laugsson og Ólafur H. Torfason fjalla um fjölmiðl- 21.30 Sumartónleikar frá út- varpinu I Stokkhólmi. Flytj- endur: Sinfóniuhljómsveit sænska útvarpsins, stjórn- 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Sólnætur” eftir Sillanpaa Andrés Kristjáns- son islenskaði. Baldur Pálmason les. (6). 22.35 Harmonikulög. The Accordian Masters leika. 22.50 A hljóðbergi. Dæmisaga fyrir fullorðna I ævintýra- stil. Peter Ustinov les Many Moons eftir James Thurber við undirleik Ed Summer- lin. 23.15 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 1 ■IBBIBI Þriðjudagur 13. ágúst 1974 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Bændurnir. Pólsk frarn- haldsmynd, byggð á sögu eftir Nóbelsskáldið Wladis- law Reymont. 4. þáttur. Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. 21.25 Sumar á norðursióðum. Breskur fræðslumynda- flokkur um dýralif i norð- lægustu löndum heimsins. 2. þáttur. Seleyjar Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. Þessi mynd er tekin á Pribilóveyjum við Berings- sund, þar sem loðselurinn á aðalheimkynni sin. 21.50 tþróttir. Meðal efnis verða myndir frá islenskum knattspyrnuleik jum. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Dagskrárlok óákveðip-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.