Tíminn - 13.08.1974, Síða 16

Tíminn - 13.08.1974, Síða 16
 GSÐI fyrir góóan nmt $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Kólera d flóðasvæðunum NTB—Dacca. — Kólera er nú komin upp i Bangladesh, eftir stórflóðin, sem nú eru i rén- un . Að minnsta kosti 2000 manns hafa látið lifið i flóðun- um. Heilbrigðisyfirvöld landsins hafa sent 200 lækna og hjúkrunarmenn með birgðir af kólerubóluefni til stórborg- anna Rangpur og Mymensingh, þar sem kóler- an er að breiðast út. Skortur er á bóluefni i Bangladesh, og hafa flugvélar með birgðir verið sendar frá Sviss, Malaysiu og fleiri rikjum. Flóðin hafa rénað i fjórum stærstu fljótunum, en ástandið i Dacca hefur þó ekki batnað, þvi að þar hélt vatnið áfram að stiga i gær og þúsundir manna urðu að yfirgefa heim- ili sin i nágrenni borgarinnar. |j Samkvæmt opinberum tölum 5 hafa 2050 manns látið lifið, en búizt er við að sú tala muni hækka, þegar öll kurl eru komin til grafar. 800 þúsund heimili eru eyðilögð og að minnsta kosti 22 þúsund húsdýr hafa farizt. Monsúnflóð hafa einnig orð- ið i norðurhluta Indlands og munu um 300 manns þar hafa drukknað. Um 30 milljónir manna hafa að meira eða minna leyti orðið fyrir barðinu á flóðunum. Fulltrúi Rauða. krossins i Dacca segir, að ekki verði mögulegt að bæta tjónið af flóðunum án aðstoðar alþjóðasamtaka og einstakra rikja. Breytir Ford Kínastefnunni? NTB—Washington — Henry Jackson, öldungadeildarþing- maður demókrata, fór þess á leit við Ford, Bandarikjaforseta á sunnudaginn, að breyta uro stefnu gagnvart Kina og stefna að fullri viðurkenningu. í skýrslu um ferð sina til Kina nýlega, segir Jackson, að Bandarikin eigi að einbeita sér að þvi að bæta sambandið við Kina og sagði, að nú væri timi til kom- inn til að viðurkenna að fullu Alþýðulýðveldið. Hann sagði, að það fyrsta sem gera þyrfti, væri að opna sendiráð i Peking og eins konar útibú i Taipei á Formósu, þannig að það yrði öfugt við það sem nu er. — Ég held að skyldur okkar gagnvart Formósu muni ekki þegar fram i sækir verða nokkur hindrun fyrir slikri breytingu, sagði Jackson. Hann sagði enn- fremur, að fá yrði Kina með I samstarf um eftirlit með hervæð- ingu og auka menningarleg sam- skipti landanna að mun. Sér hefði skilizt i Kinaförinni, að Kinverjar vildu gjarnan að Atlantshafsbandalagið yrði svo sterkt, að það verkaði sem hemill á útjænsiu af hálfu Sovétrikjanna og að Kinverjar væru mótfallnir þvi, að bandariskt herlið hyrfi frá Evrópu. Danmörk og EBE- löndin viðurkenna Enn barizt á Kýpur Guineu-Bissau NTB—Nikósiu — Tyrkneska út- varpið á Kýpur tilkynnti snemma i gærmorgun, að enn heföu brotizt út bardagar á eynni. 1 fréttinni, sem heyrðist i Tel Aviv, segir, að griskt og Kýpur-griskt herlið hafi ráðizt á tyrkneska þorpið Aya Kebir um kl. hálf fimm um nótt- ina og hart hefði verið barizt enn fjórum stundum siðar. Útvarpið skoraði á Kýp- ur-griska herinn að leggja niður vopn þvi frekari bardagar þjón- uðu engum tilgangi. Skipzt var á föngum i fyrsta skipti i fyrrinótt og voru þá 13 Kýpur-Tyrkir afhentir. Búizt var við að fleiri yrðu látnir lausir bráðlega. Talsmaöur Kýpurstjórnar sagði I gær, að honum væri ekki kunnugt um bardaga viö tvö þorp á milli Nikósiu og Larnacu. Gæzlulið frá SÞ hefur verið sent þangað til að kanna hvað hæft sé i bardagafregnunum i tyrkneska útvarpinu. Samningaviðræðunum milli Dauflegt mannlíf í Hrísey? — barnsfæðingar að verða nær óþekkt fyrirbrigði GB-Reykjavik. — Flest er gott i fréttum héðan, sagði Sigurður Finnbogason I Hrisey, er blaðið hafði sam- band við hann. Þó er það eitt, sem betur mætti fara, og það er að barnsfæðingar eru að verða óþekkt fyrirbrigði i Hrisey. Ibúar Hriseyjar eru rétt um þrjú hundruð manns, og siðastliðið ár fæddust tólf börn. 1 ár aftur á móti hefur aðeins eitt barn fæðzt i Hris- ey, og hljóta allir að sjá, að þetta gengur ekki. Það er vonandi, að þetta standi eitt- hvað til bóta og unga fólkið f jörgist og taki sig á i þessum efnum. Það virðist sem sagt af, er áður var, þegar stúlkan sagði: — Ég er ekki gift, en ég hef verið i Hrisey! utanrikisráðherra Breta, Grikkja og Tyrkja, sem hefjast áttui Genf I gær, var frestað til þess að ráð- herrarnir gætu rætt saman sin á Góður eystra —hs—Rvik. Mjög góð aflabrögð hafa verið hjá Vestfjarðatogur- unum um alllangan tíma á svo- kölluðum Ilalamiðum. Togararn- ir hafa komið að landi með 140-160 tonn eftir 6 daga útiveru og megn- ið af aflanum verið mjög góður, stór þorskur. Mest af aflanum hefur verið fryst hingað til, en væntanlega verður I auknum mæli farið að salta aflann, þvi að fyrstihúsin eru sem óðast að koma sér upp aðstöðu til þeirrar verkunar, fá saltfiskflatningsvél- ar o.s.frv. Frystihús Framness h.f. á Þingeyri hefur þó saltað all- an þann afla, sem unnt hefur ver- ið, en pláss er vfðast af skornum skammti til þessarar verkunar. Flestir skuttogarar Vestfirö- inga eru bæði með flotvörpu og botnvörpu um borð, og nota þær jöfnum höndum Að sögn fréttarit- ara Timans á ísafirði, Guðmund- ar Sveinssonar, hefur aflinn verið mjög góður i langan tima. Nefndi hann sem dæmi, að Guðbjörg IS, hefði fengið fyrir skömmu 20 tonn i einu hali I flottrollið, og kom þá með 180 tonn eftir 6 daga veiði- ferð. Mjög mikil vinna hefur að sjálfsögðu verið vegna þessa mikla afla, sem borizt hefur á land. Sagði Guðmundur, að unga fólkið hefði sýnt mikinn þegnskap um verzlunarmannahelgina, er það fór hvergi, um þessa mestu —hs—Rvik —Auk þess að selja i Danmörku, seldu islenzku sild- veiðiskipin sild i Þýzkalandi og Hollandi i síðustu viku. í lok sið- ustu viku voru skipin búin að selja alls fyrir 461 milljón, en höfðu á sama tiina i fyrra selt fyrir 399 milljónir. Aflamagniö er heldur minna i ár, eða 17.539 lestir á móti rúmum 18 þúsund lestum á sama milli fyrst. Klerides, forseti Kýp- ur og leiðtogi tyrkneska hlutans á eynni, Denktash verða einnig á fundinum, þegar hann hefst. ferðahelgi ársins, heldur vann sleitulaust við að koma aflanum undan alla dagana. Mikið er af erlendum veiðiskip- um á þessum sömu slóðum, og hafa þau' að likindum fiskað engu lakar en islenzku skipin. Suðvesturland Hjá togurunum við Suðvestur- landið hefur aflinn verið mjög misjafn, það sem af er sumri, og eitthvað minni en t.d. i fyrra. Yfirleitt eru skipin i kringum 2 vikur I hverri veiðiferð, og er afl- inn mun lakari heldur en við Vestfirði. 1 siðustu viku lönduðu Hjörleifur 195 tonnum, Ogri 200 tonnum, Þormóður goöi 170 tonn- um, allir eftir um hálfs mánaðar útiveru, að sögn Inga L. Magnús- sonar hjá Togaraafgreiðslunni. 1 gær landaði Karlsefni um 220 tonnum, en i dag landa Bjárni Benediktsson og Freyja. hinn fyrrnefndi á fjórða hundrao tonn- um, mest karfa, en hinn siðar- nefndi rúmum eitt hundrað tonn- um. Austfirðir Fyrir Austfjörðum hefur aflinn verið með ágætum, að sögn Bene- dikts Guttormssonar fréttaritara blaðsins á Neskaupstað. Hafa tima i fyrra. Meðalverði er nú kr. 26.29 fyrir kilóið, en var i fyrra kr. 22.07 fyrir hvert kfló. Þrjú afla- hæstu skipin eru Guðmundur RE, sem selt hefur 1.299 iestir fyrir rúmar 35 milljónir, Loftur Bald- vinsson EA hefur selt 1.266 lestir fyrir 33.6 milljónir og Faxaborg GK hefur selt 1.052 lestir fyrir 23.604 milljónir. NTB—Kaupmannahöfn. — Dan- mörk viðurkenndi i gær Guineu- Bissau og i gærmorgun tilkynnti franska utanrikisráðuneytið að Norðf jarðartogararnir Bjartur og Barði. þannig verið að koma með 130-140 tonn eftir vikuna, og hafa aflabrögðin verið svipuð hjá öðr- um skuttogurum Austfirðinga. Veiðisvæði þeirra hefur verið nálægt Hvalbak. Hins vegar hef- ur afli smábátanna fyrir austan verið litill i sumar, að sögn Bene- dikts, og miklar ógæftir. Fiskur- inn, sem togararnir hafa komið með, hefur yfirleitt verið góður. Gsal—-Reykjavik — Banaslys varð um borð i togaranum Baldri EA-124 frá Dalvik á sunnudags- morgun, þegar togvirar slitnuðu og urðu tveir menn fyrir virun- um. Annar mannanna lézt og hinn slasaðist alvarlega. Sá, sem lézt, hét Ólafur Rögnvaldsson. Togarinn var að veiðum 65 sjómilur vestur af Snæfellsnesi, þegar slysið varð. Slysavarnar- Klippt á vestur- þýzkan togara Gsai—Rvik. — Um klukkan fimm i gærdag klippti varð- skip á togvira vestur-þýzka togarans Hoheweg BX-735. en togarinn var að veiðum 8 sjómilur innan fiskveiði- markanna út af Hala. löndin niu i EBE hefðu komið sér saman um að viðurkenna hið nýja Afrikuriki. Þótt EBE-löndin hafi komið sér saman mun hvert þeirra fyrir sig senda formlega viðurkenningu. Holland og Belgia hafa þegar tilkynnt um sina viðurkenningu. Mesti jarðskjólfti á þessu óri NTB—Uppsölum — Mikill jarð- skjálfti varð á sunnudaginn i Mið- Asiu, nánar tiltekið i Pamir-fjöll- um og mældist hann 7,6 stig á Richters-kvarða, samkvæmt upplýsingum frá jarðskjálfta- stofnuninni i Uppsölum. Mun þetta vera sterkasti jarðskjálfti, sem mælzt hefur i heiminum i ár. félagi Islands barst hjálparbeiðni gegnum Loftskeytastöðina i Reykjavik og var strax haft sam- band við Landhelgisgæzluna, sem sendi varðskip á móti togaranum. Þyrla Slysavarnarfélagsins og landhelgisgæzlunnar, TF-Gná, flaug vestur að togaranum rétt fyrir klukkan eitt með Ólaf Ingibjörnsson lækni og hjúkrun- arkonu. Flugstjóri var Björn Jónsson. Þegar þyrlan kom að togaran- um, var hann staddur um 25-30 sjómilur út af Malarrifi. Var læknirinn látinn siga niður um borð I togarann, og úrskurðaði hann Ólaf Rögnvaldsson látinn. Gerði læknirinn að meiðslum hins skipverjans, eins og kostur var, — og undirbjó flutning á honum til Reykjavikur. Umklukkanl5 hélt þyrlan burt frá togaranum með hinn slasaða og tæpri klukkustund siðar var lent á Reykjavikurflugvelli. Sjúklingurinn var strax fluttur á gjörgæzludeild Borgarspitalans og var liðan hans eftir vonum i gærdag. Baldur hélt áleiðis til Siglufjarðar með lik ólafs Rögn- valdssonar og fara sjópróf þar fram. afli togara og vestra Síldveiðar í Norðursjó: 460 milljónir — Guðmundur RE hefur veitt fyrir 35 millj. Enn dauðaslys á miðunum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.