Tíminn - 14.08.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.08.1974, Blaðsíða 1
SLONGUR BARKAR TENGI Landvélarhf Dömur! Nýjung! DRESSFORM fatnaður loks á Islandi Pantið bækling núna 33373 Sjálfvirkur simsvari allan sólarhringinn. Póstverzlunin Heimaval, Kópavogi. Ólafur Jóhannesson forsætisróðherra um stjórnarmyndunartilraunirnar: „Mat mitt, að ræður væru lengri við- gagnslausar" — tel rétt, að nú sé kannað, hvort samkomulag getur tekizt milli Framsóknarflokks og Sjólfstæðisflokks „ÓLAFUR JÓHANNES- SON, formaður Framsóknarflokksins, gekk á fund forsetg ís- lands i morgun og skýrði honum frá, að hann teldi nú ljóst orðið, að viðræð- ur þær, sem staðið hafa yfir milli fjögurra stjórnmálaflokka að undanförnu um myndun rikisstjórnar, bæru ekki árangur. Forseji íslands mæltist þá tii þess við Ólaf Jóhannesson, að hann héldi áfram tilraunum sinum til stjórnarmyndunar, samkvæmt fyrra um- boði, og kannaði aðra möguleika til myndunar meirihlutastjórnar. Féllst Ólafur Jóhannes- son á það”. Svo hljóðaði fréttatilkynning, sem Timanum barst frá skrif- stofu forseta Islands i gær. I framhaldi af þessu sneri blaðið sér til Clafs Jóhannessonar og leitaði hjá honum fregna af gangi þessara mála og hugsanlegri framvindu þeirra. — Það var 24. júli, sem forset- inn fól mér að reyna stjórnar- myndun, sagði Ólafur. Ég hóf þá, i samræmi við svar, sem ég hafði áður gefið formanni Sjálfstæðis- flokksins, Geir Hallgrimssyni, að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar fjögurra flokka — Framsóknarflokksins, Alþýðubandalagsins, Alþýðu- flokksins og Samtaka frjáls- lyndra og vinstrimanna. Eins og tekið hafði verið fram i bréfi minu til Geirs, hafði ég trú á þvi, að málefnalegri samstöðu þessara flokka væri unnt að ná. Sföan hafa þessar viðræður staðið sleitulaust nema hvað þær trufluðust nokkuð vegna þjóð- hátiðarinnar og gestakomu i sambandi við hana. Flokkarnir skiptust á skoðunum og hug- myndum, og ég lagði fram skrif- leg drög að málefnasamningi og ráðstöfunum, er gera þyrfti nú þegar i efnahagsmálum, og tillögur i utanrikismálum. Hinir flokkarnir lögðu einnig fram ýmis plögg, þar sem þeir gerðu grein Framhald á bls. 15 Eru vísinda- rannsóknir hornreka ó íslandi —engin Norðurlandaþjóðanna ver eins litlu fé til vísinda og íslendingar HHJ-Rvik — Við íslendingar verjum mun minna fé til vis- indarannsókna en aðrar Norðurlandaþjóðir. Nord- forsk, samstarfsnefnd Norðurlandanna um visinda og tæknirannsóknir, hefur ný- lega birt könnun á þessum málum og þar kemur i ljós, að við vcrjum aðeins sem svarar 0,5% af heildarþjóðarfram- leiðslunni tii rannsókna. Danir verja 0,8% af heildarþjóðar- framleiðslu sinni til rann- sókna, Finnar sömuleiðis, Norðmenn 1,0%, en efstir á blaöi eru Sviar, sem verja 1,5% til rannsókna. Þessar töl- ur miðast við árin 1970 og 1971, en ætla má, að hlutföllin hafi ekki breytzt að marki siðan. Hér er ennfremur aöeins tekið tiilit til rannsókna á sviði vis- inda og tækni, og ekki teknar með þær fjárhæðir, sem renna til hugvísindarannsókna, enda eru þær ekki svo stórfelldar að prósentutalan breytist svo nokkru nemi. Eins og sjá má af þessum tölum erum við aftarlega á merinni hvað fjárveitingar til visindarannókna áhrærir. Ef aðgætt er hverjar fjárveit- ingarnar voru hérlendis næstu ár á undan kemur i ljós, að 1967 runnu 0,3% af heildar- þjóðartekjum okkar til vis- indarannsókna, 1969 hækkar hundraöstalan upp i 0,5% og og tæknirannsókna helzt siðan óbreytt 1970 og 1971, en siðustu tölur I skýrslu Nordforsk eru frá þvi ári. Bandarikjamenn eru sú þjóð, sem mestu fjármagni ver til visinda og tæknirann- sókna eða um 2,5% af heildar- þjóöarframleiðslunni. Þá koma Frakkar, Bretar, Hol- lendingar og Japanir, sem verja um 2% til rannsókna, þannig að Sviar standa þess- um þjóðum ekki á sporði á þessu sviði, þótt þeir séu fremstir Norðurlandaþjóð- anna i þessu efni. Þess ber og að geta, að Sviar eyða miklu fé til rannsókna i sambandi við hernað og vopnabúnað til þess að vera öðrum óháðir á hernaðarsviðinu og vernda þannig hlutleysi sitt. Þá kemur og fram I skýrslu Nordforsk, að tsland sker sig einnig úr að þvi leyti, aö hér- lendis kostar rikiö rannsóknir að rösklega 90 hundraöshlut- um, en rannsóknir á vegum einstakra fyrirtækja eru sára- litlar, þegar á heildina er litiö. Þessu er öfugt fariö á hinum Norðurlöndunum. Þar kosta einstök fyrirtæki mikinn hluta allra rannsókna. I Sviþjóö eru þeir fjármunir, sem variö er til visinda og tæknirannsókna t.d. að 56% hundraöshlutum komnir úr sjóöum einstakra fyrirtækja og i Finnlandi er talan nærri jafnhá, eða 52%. i ,,Ég var I byrjun tlltölulega bjartsýnn á, að stjórnarmyndun gæti tekizt með góðum vilja allra aðila, en ' ég varð vondaufari, þegar fór að liða á viöræöurnar”, sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra I vlð- tali við Tfmann i gær. Tfmamynd Gunnar .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.