Tíminn - 14.08.1974, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. ágúst 1974
TÍMINN
5
Stærsta fjárhús
Fjárhúsið verður mjög stórt,
eins og fyrr sagði, og er talið það
langstærsta á landinu. Það
verður 45x19,80 metrar að flatar-
máli. Kjallari verður undir öllu
húsinu. Vinnuflokkur frá Búnað-
arsambandinu, niu menn, vinna
að byggingunni, og hafa þeir sér-
stök flekamót til verksins.-
Það, sem einna sérstæðast má
telja við þessa nýju byggingu, er,
að vagn, sem fylltur verður af
heyi i hlöðunni, verður hafður á
spori, sem gengu meðfram endi-
löngum garðanum, og mun svo
verða hægt að moka heyi af vagn-
inum um leið og hann fer sjálf-
krafa eftir endilöngum garðan-
um. Þessi vélknúni vagn er nýj-
ung, sem hefur ekki verið notuð
hér á landi. Hann verður senni-
lega knúinn rafmagni eða raf-
hlöðu-mótor.
Þetta er að sjálfsögðu mikil
vinnuhagræðing og verður miklu
fljótlegra áð gefa fénu á þennan
hátt.
Hlaðan, sem er byggð við
fjárhúsið, er 9x50 metrar.og
fimm metra há.
Akureyrarprent
1853-1862
— sýning á bókum prentuðum á Akureyri
AMTSBÓKASAFNIÐ á Akureyri
hefur opnað sýningu á allflestum
þeim bókum, sem prentaðar voru
á fyrsta áratug prentsmiðju-
reksturs i bænum. Elsta bókin á
sýningunni er „Sálma og bæna-
kver” eftir séra Jón Jónsson,
seinast prest á Möðruvöllurn i
Hörgárdal og Hallgrim djákna
Jónsson, 2. útgáfa (1. útgáfa var
prentuð i Kaupmannahöfn árið
1832). Bókin er gefin út árið 1853
og er fyrsta bók, sem prentuð
var á Akureyri.
Af þvi sem „látið var á þrykk út
ganga” á þessum bernskuárum
akureyrskrar prentlistar, ber
fyrst að nefna Norðra og siðar
Norðanfara, fyrstu blöð, sem-út
voru gefin á Akureyri. Nokkuð
ber á rimum, en þarna getur
einnig að lita markaskrár, smá-
sögur og galdrakver, að ógleymd-
um ýmsum guðfræðilegum ritum.
Ekki má heldur gleyma Felsen-
borgarsögum, sem margra
hneyskluðu á þeim tima, og flest-
ir muna, er lesið hafa Heimsljós
Sumarútsalan hefst
Á MORGUN
Ullarkápur - Jerseykápur
Crimpelenekápur - Terylenekápur
Frakkar - Regnkápur - Dragtir
Jakkar - Buxnadraktir
FJÖLBREYTT ÚRVAL - LÁGT VERÐ
Bernharð Laxdal
KJÖRGARÐI
Laxness. Er ekki að efa, að ýms-
um mun þykja fýsilegt að kynna
sér, hvert lesefni bezt hefur þótt
hæfa almenningi á þessum árum.
Sýningin mun standa til 13.
september.
Nýr
kaupfélagsstjóri
í Vík
Kaupfélagsstjóraskipti urðu
fyrir skömmu hjá Kf. Skaftfell-
inga i Vik i Mýrdal, er Gisli Jóns-
son lét af þvi starfi og við tók
Matthias Gislason. Hinn nýi
kaupfélagsstjóri er þritugur,
Siglfirðingur að uppruna, út-
skrifaður úr Verzlunarskólanum
1963, og hefur undanfarin ár verið
skrifstofustjóri hjá Bifreiðum og
landbúnaðarvélum hf. i Reykja-
vik. Hann er kvæntur Erlen Jóns-
dóttur, og eiga þau tvo syni.
á landinu
GB—Reykjavik— Að Stóru-Giljá
i A-Húnavatnssýslu er nú verið að
byggja stærsta fjárhúsið á land-
inu. Mun það hýsa 900 fjár, þegar
byggingu þess er lokið. Áfast við
fjárhúsið er hlaða, sem kemur til
með að taka á fjórða þúsund
hesta af heyi.
Blaðið hafði samband við
Erlend Eysteinsson bónda á
Stóru-Giljá og sagði hann, að
byrjað hefði verið á framkvæmd-
um I vor og vonaðist hann til að
geta tekið fjárhúsið i notkun fyrir
hirðingu i haust. Fyrst verður að
sjálfsögðu aðaláherzlan lögð á að
byggja hlöðuna og koma henni
undir þak, þannig að Erlendur
geti komið heyi sinu i hana fyrir
veturinn. Sagði hannyað heyskap-
urinn hefði gengið mjög vel i
sumar og væri að mestu lokið.
Erlendur var með rúmlega ellefu
hundruð fjár á fóðrum siðastlið-
inn vetur.og sagði hann að það
yrði ekki minna næsta vetur.
* eigendur
byggjendur
Termel
olíufylltir
rdfmagnsofnar
til húsahitunar
Mánaðarlega fáum við stórar send-
ingar af Termel olíufylltum raf-
magnsofnum og eigum þá einnig á
lager.
Vinsamlegast símið til okkar eða
sendið pöntun. Sendið okkur afrit af
hústeikningunni og við reiknum út
ofnastærðirnar og verðið.
Ofnarnir eru fáanlegir í ýmsum
stærðum og rafvirkjar og raftækja-
salar munu einnig — ef þér óskið þess
— veita aðstoð við útvegum ofnanna.
STÆRÐIR OFNANNA ERU ÞESSAR:
Styrkur Hæö Lengd
350 WÖTT 30 SM 60 sm
500 30 84
800 30 144
1000 30 180
500 60 60
800 60 84
1250 60 144
2000 60 192
Kjölur sf
Tjarnargata 35 — Keflavik
Símar: 92-2121 & 92-2041
Til þess að reikna út rafmagnsþörf
hússins til hitunar má gera ráð fyrir
35-40 wöttum pr. rúmmetra.
Þessir ofnar hafa alls staðar líkað
mjög vel — enda gefa þeir frá sér
hitann eins og vatns-miðstöð.
&
Stærsta póstverslun Evrópu, Quelle international,
selur allar hugsanlegar vörur til notkunar heima og aS
heiman. Nú eigið þér kost á að nota vörulista þeirra
til innkaupa. Á 800 litprentuðum siðum Quelle vöru
listans eru 40.000 vörutilboð. Notfærið yður þetta
nytsama hjálpargagn.
Fyilið út afklippuna neðst í auglýsingunni og sendið
okkur ásamt kr. 370.00. Þér fáið nýja vörulistann
sendan ásamt leiðbeiningum, en gjaldið endurgreiðist
við fyrstu pöntun yðar.
Ótal fjölskyldur um alian heim notfæra sér Quelle
vörulistann til innkaupa. Reynslan hefur sýnt þeim að
það borgar sig. Fylgið fordæmi þeirra og þér munuð
komast að sömu niðurstöðu.
Quelle vara er gæðavara á góðu verði.
'tíxm