Tíminn - 14.08.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.08.1974, Blaðsíða 16
SIS-FOÐlJll SUNDAHÖFN GBÐi fyrirgóóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Átta fjall- göngukonur fórust NTB-Moskvu — Staðfest var i gær i Sovétrikjunum, að átta fjallgöngukonur hefðu farizt i Pamir-fjöllunum i Mið-Asiu i fyrri viku. t tilkynningu frá Tass-fréttastofunni, sem send var út eftir að vestrænir fjöl- miðlar höfðu birt fréttina, seg- ir, að náttúruhamfarir hafi or- sakað slysið, en ekki slærn stjórn leiðangursins. Bandariski blaðamaðurinn, Christopher Wren frá New York Times, sem sjálfur er reyndur fjallgöngumaður, var af tilviljun i hópi bandariskra fjallgöngumanna I Pamir, sem hitti fyrir fjallgöngu- konurnar átta, þegar þær voru að klifa Lenin-tindinn, sem er 7.134 metra hár. Koval, formaður iþróttaráðs Sovétrikjanna, sagði Tass, að konurnar hefðu verið á leið niður af tindinum, þegar þær lentu i óveðri, sem eyðilagði tjöld þeirra og útbúnað og hefðu þær þvi frosið i hel. Fjórar kvennanna höfðu áður klifið tindinn, en meðal þeirra voru frægustu fjallgöngukon- ur landsins. Fjórir fjallgöngu- menn, þrir eistlenskir og svissnesk kona, fórust á Len- in-tindi i fyrra mánuði. Tindurinn er við landamæri Kina. Ákvæði um möskvastærð þverbrotin TVÆR vörpur útlendra togara hafa nú með fárra daga fresti verið dregnar úr sjó úti af Vest- fjörðum, báðar ólöglegar. Verður að draga af þessu þá ályktun, að veruleg brögð séu að þvi, að stórir togarar noti ólöglcg veiðarfæri. I siöustu viku náði togarinn Július Geirmundsson upp botn- vörpu af svokallaðri Alfredo- gerð, sem notuð mun á færeysk- um togurum. Við tiu mælingar, sem fulltrúi frá bæjarfógetaemb- ættinu á Isafirði gerði á pokanum, reyndist möskvastærðin I neðri hluta hans niutiu millimetrar, en i efri hlutanum 110 millimetrar. Lögleg möskvastærð er aftur á móti 120 millimetrar. Tæpum tveim klukkustundum eftir að varðskip klippti sundur togvira vestur-þýzka togarans Hoheweg BX-735 svo sem skýrt var frá i blaðinu I gær, fékk togar- inn Framnes frá Þingeyri troll I vörpu sina á sama stað. Er talið fullvist, að þetta hafi verið veiðarfæri hins þýzka togara. Var varpan fóðruð mjög þettriðnu neti tuttugu fet upp eftir pokanum, og var möskvastærðin aðeins um þrjátiu millimetrar, fjórfalt minni en löglegt er og viðlika og tiðkast viö loðnuveiðar. Vörpunni fylgdu togvirar og toghlerar, og hefur skipstjórinn á Framnesi, Auðun Auðunsson, skýrt svo frá, að augsýnilegt sé, að virarnir hafi verið klipptir sundur. Ford snýst gegn verðbólgunni NTB-Washington — Gerald Ford, Bandarikjaforseti, sagði i gær, að verðbólgan væri þjóðaróvinur númer eitt og bað jafnframt um aðstoð þingsins til að berjast gegn fjármálavanda landsins. Eftir ræðu forsetans var hægt að greina i þinginu fyrstu merki um nýjan samstarfsanda. Þessi fyrsta ræða nýja forsetans til þingsins fékk mjög góðar mót- tökur og oftlega varð hann að gera hlé á máli sinu vegna fagnaöarláta þingmanna. Bankanefnd fulltrúadeildar- innar tilkynnti I gær, að hún myndi þegar á morgun hefja samningaviðræður, sem stefndu að þvi að koma I framkvæmd einu atriði þess, sem forsetinn bað um,: nýju verðlagsráði, sem á að hafa beint eftirlit með þróun I kaupgjalds- og verðlagsmálum. Þessu snöggu viðbrögð túlka sérfræðingar sem tákn um sterkan samstarfsvilja i þinginu. Heimildir vilja meina, að forseti fulltrúadeildarinnar, Carl Albert, ásamt flokksleiðtoga demókrata, Thomas O.Neill, hafi talað um fyrir nefndarformanninum, Wright Patman, að flýta fyrir þessu frumvarpi, þrátt fyrir að Patman sjálfur var i vafa um að rétt væri að koma á fót nýju verð- lagsráði. Ford hélt áfram fundahöldum i gær og ræddi m.a. við Kissinger og tvo háttsetta fulltrúa varnar- málaráðuneytisins. 1 dag mun hann hitta borgarstjóra viðs vegar að úr Bandarikjunum. Ýmist of eða van: Þurrkasvæðin á kafi í vatni NTB-Washington — Mikil þrumu- veður með úrheliisregni og vind- hraða allt að 95 km á klst hafa nú leyst af hólmi þurrkana miklu I miðvesturrikjum Bandarikjanna. Bændur þar hafa beðið regns i margar vikur, en nú finnst þeim heldur mikið af þvi góða. 1 frétt- um frá hinum ýmsu stöðum þarna segir, að akrarnir séu nán- ast gruggug stöðuvötn og moldin skolist burtu meö vatninu. Landbúnaðarráðuneytið segir, að neyðarástand sé rikjandi hjá bændum i mörgum rikjum vegna þurrkanna, og sum héruö hafi þegar fengið rikisaðstoð og önnur sótt um hana. Verst er ástandið I Kansas, Missouri, Illinois, Okla- homa, S-Dakota, Texas, Ne- braska og Ohio. Tjónið er metið á 10 milljarða dollara og búizt er við.aö ekki séu öll kurl komin til grafar. Afleið- ingin verður hækkað matvöru- verð innanlands, takmörkun út- flutnings vissra korntegunda. KVIKMYNDUN ALENHARÐI FÓGETA LÝKUR í DAG —hs—Rvik. Kvikmyndun á „Lén- harði fógeta”, sem sjónvarpið er að gera, lýkur væntanlega i dag. 1 upphafi var gert ráö fyrir að kostnaður við gerð kvikmyndar- innar yrði um 3 milljónir, en hann mun nú vera orðinn talsvert miklu hærri, og hafa jafnvel 30 milljónir veriö nefndar i þvi sam- bandi. Þó að þessar himinháu tölur séu ekki réttar, er ljóst, að kostnaður er mun meiri en gert var ráð fyrir i upphafi. Ennfrem- ur hefur verkiö tafizt talsvert, sem vonandi kemur ekki að sök, Huld húsfreyja í Bíldsey: Dularfull atvik í breiðfirzkri eyju HA — BREIÐAFJARÐAR- EYJAR? Eru þær ekki svo til allar I eyði? Svo er talið — og þó. t almæli er komið, að i Bildsey gangi álfkona ljósum logum, og er margt um þetta rætt. Við fórum á stúfana til þess að kanna, hvað eiginlega hefði borið fyrir fóik i Bíldsey. Okkur lék forvitni á að vita eitthvaö um þessa Bíldseyjar- konu, sem sumir voru farnir að kalla áifakroppinn mjóa. Eggert Björnsson, skipstjóri I Stykkishólmi, hefur umsjón með vitunum i Höskuldsey og Elliðaey — og jafnframt fer hann iðulega með ferðafólk, útlent og innlent, út 1 Breiða- fjarðareyjar. Blldsey, sem er við utanvert Arneyjarsund, um fimm kilómetra frá Stykkishólmi, hefur verið I eyði siðustu áratugi. Uppi stendur þar þó allgott ibúðar- hús. Eyjan er nú I eigu Árna Helgasonar, stöðvarstjóra i Stykkishólmi, og hefur Eggert leyfi hans til þess að skjóta fólki þar á land og leyfa þvi að skoða sig um og lita inn i hús- ið, ef svo vill verkast. — Það var fyrir um það bil mánuði, að ég fór með tuttugu og fimm Þjóðverja út i Bilds- ey, sagði Eggert, er Timinn ræddi við hann. Fararstjórinn talaði Islenzku, og hafði ég sagt honum, að ekkert fólk væri i eynni. Honum brá þess vegna i brún, er hann sá konu sitja á bekk undir húsveggn- um. Stóð hún upp, er gestirnir nálguðust/og hvarf inn. Sneru komumenn þá frá, þar sem þeir héldu húsið ekki mann- laust, enda töldu fleiri i hópn- um sig hafa séð opna glugga. Ég fór svo út I eyna um kvöldið, ásamt nokkrum Is- lendingum, þvi að ég vildi ekki hafa gluggana opna. Sjálfur fór ég ekki heim að húsinu, þvi að það var farið að brima, svo að ég vildi gæta bátsins, en förunautar minir sögðu, að allir gluggar hefðu verið lokaðir, og einn meira að segja negldur aftur. Tveir reyndu að komast inn, en gátu það ekki, þvi að húsið virtist læst. Þá hafði stúlka i hópnum orð á þvi, að kannski vildi Huld húsfreyja opna, ef hún væri heima. Og viti menn: Svo brá við, að þá var opið. Svo fór ég þriðju ferðina og prófaði þá skrána sjálfur, sagði Eggert. Þá gat ég ekki lokað, en litlu seinna var allt harðlæst. Kona, sem var i þessari ferð, taldi sig hafa séð i eldhúsinu miðaldra konu framliðna að hún sagði. Þannig er sagan, sagði Egg- ert, hvað svo sem maður á að halda. en reiknað er með að sýna kvik- myndina um jólin. Timinn ræddi litillega við Jón Þórarinsson, framkvæmdastjóra lista og skemmtideildar sjón- varpsins, I gær og spurði hann fyrst að þvi, hvort kvikmyndún færi ekki senn að ljúka. — Jú, þetta er langt komið. Tökunni var að mestu lokið fyrir sumarfrl, en verið er aö taka sið- ustu myndirnar núna, þriðjudag og miðvikudag. Það eru útitökur, sem teknar eru austur I Rangár- vallasýslu. — Er þetta ekki eitt stærsta verkefnið, sem sjónvarpið hefur tekið fyrir. — Þetta er langstærsta verk- efnið, og af ýmsum ástæðum. 1 fyrsta lagi er þetta kvikmynd, en ekki sjónvarpsleikrit, og auk þess er verkið nokkuð fjöímennt. Auk u.þ.b. 20 leikara eru nokkuð margir svokallaðir „statistar” sem koma fram i þvi. — Hvernig hafa tökurnar gengið? — Upptökurnar hafa gengið vel. Nokkuð mikið er um útisen- ur, en veðrið hefur litið truflað. Innisenur voru hins vegar allar teknar I Valsheimilinu við öskju- hllð, en af þvi höfðum við afnot i um hálfan annan mánuð. Eins og ég gat um áðan lýkur tökum á morgun (miðvikudag), en eftir er að sjálfsögðu mjög mikil tækni- vinna, s.s. klipping hljóðsetning o.s.frv. — Hvenær fáum við svo að sjá kvikmyndina? — Það verður væntanlega um jólin, að þvi hefur verið stefnt. — Hvað kostar svo að gera svona stykki? Lausafregnir ganga um það, að kostnaður sé oröinn anzi hár? — Það liggur nú ekki ljóst fyrir ennþá. Áætlunartölur voru náttúrlega gerðar, en ýmsar breytingar hafa orðið á verðlagi siðan og ýmsar ófyrisjánlegar tafir hafa lika oröið. Ég vil ekki á þessu stigi málsins nefna neinar tölur, sem gætu verið meira og minna villandi. Það ganga nú alltaf slikar lausafregnir, eins og þú varst að minnast á, menn blása þetta út hver fyrir öðrum, en enginn veit neina raunveru- lega tölu. Það er núna verið að vinna að þvl að taka þetta saman, Frh. á bls. 15 Hlaut 3. gráðu brunasár Um kiukkan hálf sjö á mánu- dagskvöldið var maður, sem býr 1 húsinu að Bræðraborgarstlg 32, var við, að reyk lagði út um glugga I húsinu. Þegar hann réðst til inngöngu I herbergið, sá hann, að eldur var I legubekk og rúm- fötum, og að maðurinn, sem bjó I herberginu, lá á legubekknum. Slasaðist maðurinn mikið, hlaut þriðju gráðu bruna á mest allan hluta likamans, fætur og andlit sluppu. 1 gær var hann enn I lífs- hættu. Alitið er, að kviknað hafi I út frá sigarettu. íslending- ur bíður bana d Mallorka Banaslys varð á Mallorka siðastliðinn sunnudag. Ungur Is- lendingur, Þorsteinn Ingólfsson, sem þar var i sumarleyfi ásamt eiginkonu sinni, féll fram af svöl- um og lézt samstundis. Höföu hjónin búið I Ibúðarhúsi á Palma Nova og féll Þorsteinn fram af svöium hússins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.