Tíminn - 14.08.1974, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Mi&vikudagur 14. ágúst 1974
Miðvikudagur 14. ágúst 1974
Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.)
Þessi dagur býður ekki upp á neitt sérstakt.
Allra sízt ættir þú nokkuð að vera að stússa í við-
skiptum. Ráðlegast mun vera fyrir þig að hvíla
þig og taka llfinu með ró i dag.
Fiskarnir: (19. febr-20. marz)
Þaö er alls ekki útilokað, að einhverjar
breytingar og þær þó talsverðar verði á högum
þínum nú á næstunni, en að öllum líkindum
verða þær samt farsælar fyrir fjölskyldu þina.
Hrúturinn. (21. marz-19. april)
Forðastu að gera þér rellu út af smámunum eða
æsa þig upp, þó að þér finnist eitthvað gert á
hluta þinn. Það er ekki nema smávegis skipu-
lagning á hlutunum, sem vantar núna.
Nautið: (20. april-20. mai)
Það litur út fýrir, að ákveðinn aðili sé að reyna
að gera þér llfið leitt á einhvern hátt, en láttu
þaö ekki hafa áhrif á þig. Vertu fastur fyrir og
trúr sannfæringu þinni.
Tviburamerkið: (21. mai-20. júní)
Það gæti komið sér illa fyrir þig, að einhver orð-
rómur kemst á kreik, sem snertir þig meir en
lltið persónulega. En berðu höfuðið hátt. Þú átt
þá skapfestu, sem þarf til að koma uppréttur út
úr þessu
Krabbinn: (21. júni-22. júli)
Þú þarft að afla þér upplýsinga varðandi stór-
mál, sem varðar þig alveg sérstaklega miklu.
Þú skalt nota skipulagsgáfu þina og hafa eyrun
opin, þvi að þetta skiptir miklu bæði þig og þina
nánustu.
Ljónið: (23. júli-23. ágúst)
Þú verður að gæta tungu þinnar I viökvæmu''
máli, og það er mikilvægt að kunna að halda á
spilunum. Þú skalt reyna að gera þlnum nánustu
meira til hæfis en undanfarið þú þarft að leita til
þeirra.
Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept)
Það er ekki heppilegt fyrir þig að brjóta heilann
um of um vandamálin. Lifðu fyrir liðandi stund,
og um fram allt, vertu hjálpsamur, ef leitað
verður til þln I dag. Það hefur sitt að segja.
Vogin: (23. sept-22. oktj
Það má búast við þvi, að þú umgangist
kunningja þina i dag, og þá skaltu varast að
lenda I deilum og umfram allt skaltu hlusta og
virða skoðanir annarra. Láttu ekki eirðarleysi
ná tökum á þér.
Sporðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.)
Þessi dagur býður ekki upp á mikla möguleika,
og það er hætt við, að þú eyðileggir einhverja
möguleika i mikilsverðu máli, ef þú ferð að
hrófla viðþvi I dag. Þú skalt halda þig sem mest
heima við.
Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.)
Þú hefur ástæðu til að vera i góðu skapi i dag og
lita björtum augum á lifið og tilveruna. Þú skalt
blanda geði við fólkið i kringum þig, og þá færðu
meira út úr deginum en þig jafnvel órar fyrir.
Steingeitin: (22. des.-19. jan).
Fyrirætlanir þinar eru á þessu stigi málsins
einkamál þitt. Þú átt á hættu að skemma fyrir
þér með þvi að tala um þær. Hafðu samband við
vini þina og geröu ekkert, nema i sambandi viö
þá.
AUSTUR-
FERÐIR
Um Grlmsnes —• Laugarvatn — Geysi —
Gullfoss
Um Selfoss — Skeiðaveg — Hreppa —
Gullfoss.
Um Selfoss — Skálholt — Gullfoss — Geysi.
Dagíega frá BSÍ — Simi 2-23-00 — Ólafur;
Ketilsson.
Kjördæmabreytingar
SVO kallast smágrein i Landfara-
dálkum Timans 10. júll. Höfundur
þeirrar ritsmlðar, Skúli ólafsson,
segir i upphafi greinarinnar orð-
rétt: „Allir virðast sammála um
að breyta þurfi kjördæmum
vegna mikilla búferlaflutninga,
frá þvi siðustu kosningalög tóku
gildi”.
Mér virðist greinarhöfundur
fara full gáleysislega með oröið
ALLIR, eða þá að hann leggur
aðra merkingu I þaö en ég hefi
vanizt, en hann um það. Höfundur
segir ennfremur: „Fámennustu
kjördæmin, Norðuríand vestra,
Vestfirðir og Austfirðir, fengu
jafnmarga fulltrúa 1971 og
Noröurland eystra og Suðurland,
sem eru helmigngi mannfleiri en
þau fámennustu. Þetta misrétti
utan Reykjavikursvæöisins sýnir
bezt, að breytinga er þörf”.
„Svo mörg eru þau orð”, eins
og prestarnir segja. Höfundur
leggur þvi næst fram ákveðnar
tillögur um kjördæmaskipun, en
mér sýnist nú aö dæmið, sem
hann tók um misréttið, bendi
frekar á að annað vaki meira
fyrir honum en beinlinis jöfnuður
milli kjördæmanna utan Reykja-
víkursvæðisins. T.d. bætir hann
þarna við nýju kjördæmi I þétt-
býlinu viö Faxaflóa (Kópavogi og
Seltjarnarnesi), og fjölgar
þingfulltrúum Reykjavikur úr 12 i
16, eða öllu heldur 20, ef
þingmönnum yrði ekki fækkað úr
60. Eftir tillögum S.Ó. Ætti öll
Húnavatnssýsla, allir Vestfirðir
með Strandasýslu og Dalasýsla
öll að hafa sömu þingmannatölu
á alþingi og smábletturinn Kópa-
vogur með Seltjarnarnesi. Þetta
getur maður nú kallað „byggða-
stefnu” sem segir sex. Síðan eiga
sjóplássin á Reykjanesskaga að
fá slna 4-5 þingfulltrúa. Og eru þá
þessi svæði við sunnanverðan
Faxaflóa (að meðtalinni höfuö-
borginni), búin að fá helming
allra þingfulltrúa á landinu. Ég
endurtek: „Þetta getur maður nú
kallað byggðastefnu”. Og ef
maður bætir svo Vestur-
landskjördæmi við, sem að tals-
verðu leyti liggur við Faxaflóa,
þá hefur þessi landshluti milli
Snæfellsness og Reykjaness 28-35
þingfulltrúa ámóti 20-25, eftir þvi
hvort þingmönnum, er fækkað
um 1/5 eða ekki.
Ég er anzi hræddur um að Hún-
vetningar, Vestfirðingar og Dala-
menn séu ekki allir á einu máli
um kjördæmabreytingar á
borð við tillögur Skúla Ólafsson-
ar. En gætum við ekki athugað
máliö frá öðrum sjónarmiðum en
beinlinis höfðatölureglunni, sem
virðist sigja föst I kollinum á
S.Ó.?
Eins og menn vita, er landinu
okkar skipt I 18 eða 19 sýslufélög,
og hefur hver hreppur I hverju
sýslufélagi 1 fulltrúa kjörinn á
sýslufundi, hvort sem hreppurinn
er fjölmennur eða fámennur.
Svona hefur það verið slðan ég
man fyrst eftir mér, og ég veit
ekki til þess aö þessi regla hafi
valdið miskllð.
Er það ekki rétt hjá mér, að
íslendingar hafi sama rétt i
Noröurlandaráði og t.d. Svíþjóð?
Og er það ekki rétt að tslendingar
hafi sama rétt á þingi Sameinuðu
þjóðann og t.d. Bretland og
Vestur-Þýzkaland? Viö höfum átt
i deilu viö þessi tvö rlki, sem ég
nefndi og deila þessi hefur verið
rædd mörgum sinnum á þingi
Sameinuðu þjóöanna og hafrétt-
arráðstefnunni. Það er vitað, að
allar sigurvonir okkar I þvi deilu-
máli eru einmitt bundnar við aö
við njótum þess, að höfðatölu-
reglan gildi ekki á þessum
þingum. Hvar stæðum viö t.d., ef
höfðatölureglan gilti I fiskveiöi-
deilunni, við sem erum aðeins
1/fcjOO hluti á móti fólksfjölda
Bretlands og Vestur-Þýzkalands?
Nei. Þökkum guði fyrir, að svo
mikið er þó af jafnrettishugsjón og
bræðralagi i veröldinni, sem viö
njótum góös af, að við ættum ekki
að vera að jagast um það inn-
byrðis, hvort fleiri eða færri kjós-
endur standa á bak við hvern
þingmann okkar. Enda verður
ekki séð, að þessi fjölmennari
héruð hér á landi, með flesta
kjósendur á bak við hvern þing-
mann, hafi neitt orðið afskipt
vegna þingmannafæðar, heldur
þveröfugt.
Ég ætla ekki að fara að metast
á um við Skúla ólafsson, hvaða
landshlutar leggi mesta hlutann i
þjóðarbúið miöað við fólksf jölda,
þvi ég veit það ekki. En grunur
minn er sá, að fjölmennið við
Faxaflóa, að ég nú ekki tali um
höfuðborgina, myndi þar ekki
ofarlega á lista. Ég veit þó ekki,
ef farið er I matning, nema það
væri eins réttlátur mælikvarði á
fjölda þingfulltrúa I hverju
héraði, hvað þaö legði af mörkum
til þjóðarbúsins, þvi að sönnu er
það verk þingsins að deila þvl
réttlátlega, sem þjóðin aflar.
öll von okkar og allra þjóða
heims verður að byggjast á rétt-
læti og bræðralagi. Það er þvi
vanhugsaö, á þeim erfiðu timum,
sem nú eru I aðsigi á efnahags-
sviðinu, að vera aö fitja upp á
málum, sem óumflýjanlega leiöa
til deilu óg úflúðar i þessu
fámenna og strjálbýla landi.
Ég get ekki stillt mig um að
minnast ofurlltið á það, sem S.Ó.
segir um kjördæmaskipunina,
eins og hún var áður en siðasta
breyting var gerö. Hann segir
m.a.: Við erum búin að fá reynslu
af einmennings- og tvimennings-
kjördæmum”. Skúli telur það
fyrirkomulag óhæft með öllu. Ég
er ekki á sama máli, nema hvað
viðkemur tvimenningskjördæm-
unum, sem voru vitleysa. Ég held
þvert á móti, að við ættum aö
taka upp einmenningskjördæmi
um allt land, og láta hin gömlu
sýslumörk ráða. Okkur er nauð-
synlegt að koma hér á tveggja
flokka kerfi, svo við lendum ekki I
þvi ófremdarástandi eftir hverjar
kosningar að geta ekki komið
saman starfhæfri stjórn nema
með hrossakaupum milli flokka,
sem ávallt gefast illa, bæði hér og
annars staðar. T.d. eru nú 3 vikur
siöan kosið var, og enginn veit
enn, hvernig næsta stjórn verður,
en hvor sem hún verður hæri eða
vinstri stjórn, verður hún að
byggjast á hrossakaupum. Og við
erum ekki einir i þessu feitifati,
svona er það á öllum Norður-
löndunum, því miður.
Ég læt svo þessu greinarkorni
lokið.
Guðmundur J. Einarsson
■ ri
FjármálaráðuneytíO
12. ágúst 1974.
TILKYNNING TIL
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin
á þvi að gjalddagi söluskatts fyrir júli
mánuð er 15. ágúst Ber þá að skila
skattinum til innheimtumanna rikis-
sjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti
ÍITT
I Frysti-
■ kistur
Verslunin
I
4u lter(í
VARAHLUTIR
Notaðir
varahlutir í flesfar gerðir eldri bíla
Gipsy - Willys - Volkswagen - Cortina -
Hillman - Imperial - Saab • Benz -Volvo
Fiat - O'pel - BMC - Gloria - Taunus -
Skoda - Moskowitch • Vauxhall -
Renault R8 og R4
Höfðatúni 10 • Sími 1-13-97 BÍLA-
PARTASALAN
Opið frd kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga