Tíminn - 14.08.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.08.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miövikudagur 14. ágúst 1974 Miðvikudagur 14. ágúst 1974 TÍMINN 9 §111 ÞAÐ ER SVO MIKIÐ GULL í ÍSLENZKUNNI.... ....HINN SKÍRI MÁLMUR HELDUR SÉR HREINUM ÞAÐ ORÐ hefur lengi legið á Akureyri, að hún væri mikill skólabær. Slikt er ekki út i bláinn, þvi að skólastarfsemi á sér bæði langa sögu og merka þar i bæ, eins og alkunnugt er. Ekki fer það heldur á milli mála, að Akureyri hefur átt og á enn marga ágæta skólamenn og hafa sum- ir þeirra orðið svo viðkunnir af verkum sinum, að heita má, að þeir séu fyrir löngu orðnir sameign allrar þjóðarinnar. Þegar höfundur þessara lína var staddur fyrir norðan ekki alls fyrir löngu, vildi svo vel til, að honum tókst að ná tali af einum þeirra skólamanna á Akureyri, sem enn standa i miðri dagsönn- inni. Það var Sverrir Pálsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akureyri. Þetta tækifæri var að sjálfsögðu ekki látið ónotað — og fpr viðræða okkar hér á eftir: — Mig langar að spyrja þig fyrst, Sverrir: Hversu lengi ert þú búinn að kenna hér á Akur- eyri? — Ég byrjaði að kenna við Gagnfræðaskólann hérna haustið 1947, þá nýkominn frá prófborð- inu, og hef kennt þar óslitið siðan. Fyrstu árin var ég jafnframt stundakennari við Iðnskólann, en aðalstarf mitt hefur alltaf verið i Gagnfræðaskólanum. — Hvaða námsgreinar hefur þú aðallega kennt? — Ég hef nærri þvi eingöngu kennt islenzku. Þó hef ég gripið i aðrar námsgreinar mér til hvild- ar og dægrastyttingar og stund- um reyndar lika af þörf skólans, helzt erlend mál og landafræði. — Islenzkan hefur kannski alltaf verið þitt hugðarefni? — Já, það held ég að ekki sé neinum vafa bundið. Ég var vist ekki gamall, þegar ég ákvað að leggja stund á islenzk fræöi og gerast kennari i þeirri grein. Ef ég man rétt, þá mun ég hafa verið Rætt við Sverri Pálsson, skólastjóra á Akureyri rétt um tiu ára, þegar ég tók þessa ákvörðun, en að visu hafði ég þá átt i dálitilli baráttu við sjálfan mig og velt vöngum yfir þvi, hvort ég ætti heldur aö leggja fyrir mig jarðfræði eða málfræði. En um þessar mundir komst ég á snoðir um að ef ég ætti að verða jarðfræðingur, þyrfti ég að lesa efna- og eðlisfræði og helzt að fara i stærðfræðideild — og á þá bliku leizt mér ekki. Ég hef aldrei verið elskur að þeim ágætu náms- greinum, en jarðfræðin á alltaf talsvert sterk itök i mér. Ég les yfirleitt allt, sem ég get um það efni og þykir það alltaf heillandi. Ekki ástæða til þess að örvænta — Nú langar mig að spyrja þig um eitt, sem kannski er ekki svo auðvelt, að svara og sizt i stuttu máli: Hvernig finnst þér islenzk- an vera á vegi stödd hjá okkur um þessar mundir? — Ég er ekkert hræddur um framtið hennar. Að visu er lélegt mál iðkað i vissum hópum manna, bæði skripimál og flatt mál. en það er svo mikið gull i is- lenzkunni, að ég held að hún muni hreinsa sig af öllum þeim slett- um, sem á hana berast, svo hér eftir sem hingað til. Það er eðli hins skira málms að halda sér hreinum, þótt á hann falli. Ég er meira að segja þeirrar skoðunar, að siðan á gullöld bókmennta hafi aldrei verið ritað hreinna, auð- ugra eða betur lifandi mál á Is- landi en einmitt nú. Viðeigum svo margt ágætra rithöfunda og skálda, sem standa á traustum grunni gamallar málhefðar, en eru þó nógu frjóir til þess að endurnýja málið, eins og alltaf þarf að gera, ef það á ekki að staðna. Þar að auki hafa senni- lega aldrei jafnmargir látið sér annt um islenzkt mál, hreinleik þess og fegurð, og nú um þessar mundir, ekki aðeins i hópi rithöf- unda og fræðimanna, heldur með- al almennings sjálfs, og það skiptir ef til vill mestu máli. — Þú minntist á flatt málfar tiltekinna hópa fólks. Finnst þér bera meira á þessu nú en til dæm- is þegar þú varst i skóla? — Ef ég ætti að nefna þær breytingar, sem ég hef orðið var við, þá eru þær einkum i þá átt, að orðaforðinn hefur minnkað. Ann- ars finnst mér mál — til dæmis skólanemenda — vera ósköp likt og áður. Það er alltaf talsverður hópur nemenda á hverju ári, sem á áberandi auðvelt með að tjá sig og er skýr, bæði i hugsun og fram- setningu. Þessi hópur er að visu misjafnlega mikill hluti af nemendafjölda hvers árs, en hann er þó alltaf til, og á meðan svo er finnst mér ekki nein ástæða til þess að örvænta. Mál fólks, sem gengur á sauðskinnsskóm Þegar ég var að tala um lélegt mál tiltekinna hópa, átti ég til að mynda við það hörmulega mál, sem er á sumum þeim auglýsing- um, sem dembt er yfir þjóðina, og ég átti lika við málfar sumra at- vinnustjórnmálamanna. Það er eins og þeir tyggi hver út úr öðr- um sömu orðasamböndin, sem verða harla bragðlaus, þegar þau hafa verið margtuggin i háttvirta kjósendur. Þó er langt frá, að ástkærir landsfeður vorir séu all- ir undir eina sök seldir i þessu efni, og sumir þeirra eru meðal þeirra Islendinga, sem fegurst mál tala og safarikast. Um auglýsingarnar er það að segja, að þær eru oft svo klaufa- lega orðaðar, að það getur auð- veldlega valdið misskilningi hjá þvi fólki, sem kann móðurmál sitt, eða þá að þær eru hugsaðar á erlendu máli, dönsku eða ensku. Ég minnist þess, að fyrir jólin i vetur var oft lesin auglýsing, þar sem brýnt var fyrir eiginmönnum að fara nú i tiltekna verzlun og „kaupa gjöf fyrir konuna.” í min um eyrum táknaði þetta, að eiginmennirnir ættu að skreppa i sendiferð fyrir konur sinar og kaupa eitthvað, sem þær hafa þá væntanlega ætlað að gefa ein- hverjum öðrum. En sjálfsagt hafa auglýsendurnir átt við hitt, að nú ættu eiginmenn að kaupa gjöf handa konum sinum, þótt ekki yrði það ráðið af orðalagi auglýsingarinnar. Hér var verið að kenna þá notkun forsetningar- innar „fyrir”, sem kann að vera rétt og eðlileg i ensku, en er fram- andi og fáránleg i islenzku. Þess háttar kennsla er miklu verri en margt annað ve’gna þess að hún nær eyrum næstum allra lands- manna og á sinn þátt i að grafa undan málsmekk fólks. — Hvað viltu segja um hin svo- kölluðu tizkuorð? — Þvi er ekki að neita, að til eru þau orð, sem.. mæta okkur svo að segja hvar sem við förum, meðal annars næstum i hvert skipti, sem við opnum sjónvarps- tæki. Sum þessara orða eru nú þegar farin að fara alvarlega i taugarnar á mér. Tökum til dæmis orðið „nánast”. Hitinn á Akureyri var nánasttiu stig i gær. Hann er nánast sextugur. Oftast er notkun þessa orðs og annarra af sama toga alveg óþörf fyrir nú utan það, hvað hún er bæði ósmekklegog fátækleg. Eina bót- in, er að þessi orð verða sjaldan langlif. Þannig mætti nefna mörg dæmi um orð og orðasambönd, sem komast i tizku, en eiga sér oft skamman aldur i daglegu máli, og önnur koma i þeirra stað. Ég get ekki varizt þeirri hugsun, að mér þykir bera meira á þessum orðum hjá skólagengnum mönn- um en hinum, sem eru sjalf- menntaðir. Það er ofur eðlilegt, að langskólagengnir menn verði fyrir meiri áhrifum frá erlendum málum heldur en hinir, enda hall- ast ég að þvi, sem Jón prófessor Helgason mun hafa sagt, að það mál sé hreint, sem fólk á sauð- skinnsskóm hefur talað. Með öðr- um orðum: Alþýðumálið islenzka er hreinasta málið, sem við eig- um völ á. Dauðdagi zetunnar — Nú hafa ýmsir málfræðingar kvartað undan þvi, meðal ann- ars i útvarpinu, að kollegar minir i blaðamannastétt séu um of und- ir áhrifum erlendrar orðskipun- ar. Hefur þú ekki orðið þessa var? — Það á við um blaðamenn eins og alla aðra, að það er ekki sama, hver maðurinn er. Við megum ekki dæma heila stétt eft- ir einstökum dæmum. Hins vegar megum við auðvitað aldrei gleyma þvi, að orðskipan er hluti islenzks máls. Það er ekki nóg, að hvert orð sé góð og gild islenzka og að það sé rétt skrifað. Það er ekki siður mikilvægt, hvernig þau standa saman — hver innbyrðis afstaða þeirra hvers til annars er, og að þau gefi skýra mynd af þeirri hugsun, sem á bak við ligg- ur. Þvi aðeins skrifum við móður- mál okkar sómasamlega, að við hugsum á íslenzku. Sverrir Pálsson. — Siðast liðinn vetur var z- unni slátrað, svo sem frægt er oröið. Sumir kölluðu það land- hreinsun, aðrir liktu þvi við morð. Hvorn flokkinn fyllir þú? — Mér hnykkti nú satt að segja við, þegar mér barst helfregn z- unnar Hins vegar verðég aðjáta, að ég sætti mig prýðilega við örlög hennar og græt þau ekki. Sumir láta að þvi liggja, að hér sé verið að breyta islenzku ritmáli, það held ég að hljóti að stafa af grófum misskilningi. Islenzkt rit- mál stendur óhaggað, hvernig sem við breytum stafsetningar- reglum. Það er ekki það, sem um er að ræða, þvi að stafsetning er aldrei annað en búningur máls- ins, og reglur um stafsetninguna eru fyrst og fremst tilhögunarat- riði á hverjum tima, en ekki neinn mergur málsins. Hins vegar tel ég varhugavert að breyta reglum um staf- setningu mjög oft eða mjög ört. Það veldur margvislegum óþæg- indum ekki sizt þeim, sem eru að læra þessar reglur i skólum. Það skiptir kannski ekki meginmáli, hverjuvið breytum, heldur að við höfum sæmilega festu i þessum málum, en séum ekki að hringla með reglurnar. Breytingarnar hefðu mátt vera róttækari — Hvernig lizt þér annars á nýju stafsetningarreglurnar, sem menntamálaráðuneytið var að senda frá sér? —Þær eru alveg nýkomnar til min með Stjórnartiðindum og ég hef ekki kannað þær nákvæm- lega. En ég verð að segja að fyrst fariö var á annað borð að hreyfa við þeim, þá finnst mér, að breyt- ingarnar hefðu mátt vera róttæk- ari en þær eru. — Hefðir þú kannski viljað losna við ypsilonið lika? — Nei svo róttækur er ég ekki. En við höfum lengi átt við að glima ósamræmi hvað varðar stóran staf og litinn, og mér sýn- ist sem ekki hafi enn verið fullhöggvið á þann hnút. Hvers vegna eigum við til dæmis að hafa stóran staf i dagaheitum, sem dregin eru af mannanöfnum, en litinn staf i fugla- og plöntuheit- um, sem eins er ástatt um? Ég dreg enga dul á það, að ég yrði fegirin, ef þessum hvimleiðu stóru stöfum inni i málsgreinum fækk- aði frá þvi sem nú er. Ég sé ekki heldur neitt á móti þvi að skrifa „leingi”, „einginn”, „lángur” og „gángur”, þar sem mikill meiri- hluti þjóðarinnar hefur borið þessi orð þannig fram langa hrið. Gamli, vestfirzki framburðurinn, „langur”, „svangur” og svo framvegis er að visu allrar virðingar verður og hann ber að varðveita, en hann er bundinn við takmarkað landsvæði, og ég held, að sá yfirgnæfandi hluti þjóðar- innar, sem ber þessi orð fram á annan veg, hljóti að fara að eiga sinn rétt hvað stafsetninguna snertir. Háskóli þjóðlifsins — Þú minntist áðan á hreint mál óskólagengins fólks. Þú ert þá hlynntur þvi, að lærdómsmenn haldi tengslum við almenning? — Já, það er ég sannarlega. Það er blátt áfram meginatriði i almennri menntun hvers islenzks manns, að hann hafi kynnzt dag- legu striti alþýðufólks til sjávar og sveita. Menn mega ekki með neinu móti glata tengslum við það lif, sem lifað er i landinu, og þá baráttu fyrir lifinu, sem þjóðin heyir á hverjum tima. Ef þessa liftaug skortir eða ef hún slitnar, þá verður sá maður, sem fyrir sliku verður, eins og auli eða „andlegt igulker” skólabókanna, eins og Stephan G. komst að orði. Þessi háskóli þjóðlifsins er að minum dómi alger forsenda þess, að menn nái þeirri viðsýni, að þeir geti talizt menntaðir menn. Skólakerfi Islendinga má aldrei verða svo háð skólastofum, námsbókum og kennslutækjum, að hinn lifandi skóli, þjóðlifið sjálft, sitji á hakanum. Við meg- um ekki hafa svo langt skólaár, að nemendur hætti að vinna um bjargræðistímann. Sá skólanem- andi, sem vinnur að framleiðslu- störfum i sveit eða við sjó, þó ekki sé nema að sumrinu, eignast við það mikilsverð andleg verðmæti, en auk þess öðlast hann skilning á högum og þörfum þjóðarinnar og þvi lifi, sem lifað hefur verið i landinu öid fram af öld. Ég tala hér af eigin reynslu.Ég er kaupstaðarbarn, er. naut þeirrar gæfu að vera á góðu sveita- heimili nokkur sumur i æsku minni og vann þar öll algeng störf, sem til féllu. Ég hefði ekki fyrir neinn mun viljað vera án þess, enda tel ég þessi sumur hafa orðið mér drýgri en margra ára skólaganga, og reyndar hefði ekkert getað komið i staðinn fyrir þau. Bókin um Ragnheiði Brynjólfsdóttur — Nú áttir þú, Sverrir, nokkurn hlut að útkomu bókar fyrir tæpu ári. Þessi bók fékk harða dóma og ef ég man rétt, lét einhver svo um mælt opinberlega, að þarna hefðir þú og fleiri lagt nöfn ykkar við ósæmilegt athæfi. Hverju svar ar þú til — eða viltu kannski ekki svara neinu? — Það er rétt, að ég fékk að njóta þeirrar ánægju að hjálpa til við útgáfu þessarar bókar, og það litla starf, sem ég lagði þar fram, er eitthvert skemmtilegasta verk sem ég hef fengizt við. Ég hefði ekki viljað fara á mis við þá furðulegu reynslu, að vera vitni að þvi að þessi bók varð til. En spurningunni um ósæmilegt at- hæfi verður aðeins svarað á einn veg, þvi að það orðalag hlýtur að vera sprottið af fullkomnum ókunnugleika. — Nú var þvi haldið fram, að hér væri um óeðlilega náin rit- tengsl að ræða við annað verk (ég skal taka fram, að sjálfur hef ég ekki borið þetta saman) en væri það ekki ósæmilegt athæfi, ef svo er? — Ef rittengslin væru á þann veg að annar textinn væri gerður eftir hinum, þá væru ummæli eins og ósæmilegt athæfi sannarlega ekki ástæðulaus, en nú er þessu bara hreint ekki þann veg farið. Það er alveg rétt, að á nokkrum stöðum er áberandi liking með bókinni um Ragnheiði Brynjólfs- dóttur og Skálholti Kambans, bæöi um veigamikil atriði og smáatriði. En á hitt er að lita, að i mjög stórvægilegum atriðum bókarinnar er efnisþráðurinn all- ur annar. Menn geta velt þvi fyrir sér fram og aftur, hvernig stend- ur á þeirri likingu, sem er með þessum bókum. Ég veit það eitt, að hér er áreiðanlega ekki um rit- stuld eða neins konar fölsun að ræða. Ef ég hefði haft nokkurn minnsta grun um slikt athæfi, hefði ég auðvitað aldrei nálægt þessu verki komið. Ef einhver hefði ætlað að falsa verk Kamb- ans, er ég ósköp hræddur um, að hann hefði farið öðru visi að. Og reyndar er bókin sjálf bezta sönn- un þess, að hún er til orðin á full- komlega heiðarlegan hátt. Að falsa alkunn skáldverk og gera af þeim eftirlikingar væri lika bæði lágkúrulegt, fáránlegt og von- laust tiltæki, enda yrði afrakstur- inn ærið bögsulegur. — Eins og ég gat um áðan, þá fékk þessi bók mjög misjafna dóma. Áttið þú ekki erfitt með að sætta þig við þá, sem harðastir voru? — Ég veita þvi ekki, að það, sem verst var sagt um bókina, kom dálitið óþægilega við mig fyrst i stað, en nú hef ég sætt mig við þessar árásir á þeirri for- sendu, að þær hafi verið gerðar af ókunnugleika og vanþekkingu. Hins vegar vona ég, að það eigi aldrei framar eftir að koma fyrir, að almenningi sé i ritdómi ráðlagt að kynna sér ekki tiltekið ritverk. Og ég vona að það eigi ekki heldur eftir að koma fyrir, að þeim,sem af einlægni vinna að einhverju heiðarlegu verki, sé opinberlega beðið bölbæna — að þess sé óskað opinberlega, að verk þeirra verði þeim bæði til skaða og skammar. Þetta hugarfar er hættulegt, ekki aðeins þeim, sem þannig er óskað ills,heldur engu að siður hinum, sem bera slikan hug i brjósti. Annars er það um þessar ásakan- ir að segja, að þær hrina ekki á okkur, af þvi að við vitum okkur saklaus af öllum fölsunum Höldum tengslunum við fortiðina — Snúúm okkur þá að öðru: Nú hefur námstimi lengzt og miklu fleiri ungmenni stunda langskólanám en tiðkaðist fyrir svo sem þrjátiu árum. Finnst þér, skólastjóri, að þetta hafi komið til skila i þroskaðri eða hamingju- samari einstaklingum? — Það er ákaflega misjafnt og einstaklingsbundið hvaða mat menn gera sér úr þeim tækifær- um, sem þjóðfélagið er farið að bjóða. En ég geri ráð fyrir þvi, að þetta sama þjóðfélag fái aftur margfalda umbun i hæfari einstaklingum, sem eru vel undir það búnir að takast á hendur hin ólikustu verkefni i þessu sam- félagi okkar, sem verður sifellt flóknara. Jafnframt verðum við að halda i þá von, að einstakling- arnir verði hamingjusamari en þeir áður voru, á meðan þeim var meinuð skólaganga af ytri aðstæðum. Ég veit þó ekki, hvort það unga fólk, sem nú bókstaflega veður i tækifærum, kann að meta allt, sem fyrir það er gert, — hvort það tekur þessum gæðum með nokkru teljandi þakklæti. — Kannski er sú kynslóð þrátt fyrir allt hamingjusömust, sem kynnzt hefur hvoru tveggja, tæki- færaleysinu fyrr og allsnægtun- um nú? — Já, ég held það sé hverjum manni hollt að þekkja lifsbaráttu og kjör genginna kynslóða. Það hjálpar okkur, sem nú lifum til þess að meta þau gæði, sem við eigum völ á og gleðjast yfir þvi, að við skulum fá að njóta þeirra. — VS. Fáein orð um ferðir hestamanna Nú er fyrir skömmu lokið landsmóti hestamanna, er háð var á Vindheimamelum i Skaga- firði dagana 10.-14. júli siðastlið- inn. Mót þetta þótti takast vel að flestra dómi, enda fór saman ein- stök veöurbliða þessa daga, og mótssvæðið sem slikt að flestu á- kjósanlegt. Til þessa hestamóts sóttu menn hvaöanæva af landinu á hestum. Tel ég fullvist, að yfir miðhálend- ið, norður Kjöl og heiðarnar þar vestur af hafi farið mestu reið- manna- og hestaflokkar siðan á Sturlungaöld. Leiðir mjög margra hesta- mannahópa lágu noröur og suður um Kjöl, um Hveravelli, norður að Blöndu á Kjalvegi hinum forna, og siðan niður Eyvindar- staöaheiði hjá innstu bæjum i Svartárdal. Um Starfnsrétt og þaðan Kiðaskarð til Skagafjarð- ar. Einnig munu hópar hafa farið Skagfirðingaveg um Stórasand og riöiö Blöndu á Blönduvöðum framan Galtarár. A þessum leiðum eru allmargir áfangastaðir bæði norðan og sunnan jökla. Staðir þessir eru á- fangar gangnamanna i haustleit- um, I daglegu tali nefndir ganganmannakofar. Við flesta ef ekki alla þessa gangnaskála eru girðingarhólf ætluö sem aðhald og beitiland fyrir hesta i göngum. Nú eru þessi hestahólf eins og eftir engisprettufaraldur. Jörðin sviðin og grá af sparki þúsunda hestahófa. Litlar eða engar likur eru á að þetta land nái sér i sumar hér eft- ir. Það er þó ekki þetta sem ég ætla að fjölyrða um, þó óneitan- lega sé það þess vert. Um langan aldur mun hafa skapazt sú hefð, að riðandi menn hafa beitt hrossum sinum á ferð um heiðarnar og þegið gistingu i leitarskálum átölulaust. En þeg- ar farið er með hestahópa svo skiptir hundruðum, hvern i ann- ars slóð, vaknar óneitanlega spurning um, hvort ekki þurfi að skipuleggja þetta betur, þannig aö ekki verði um hreina örtröð að ræða i áfangastöðum milli lands- fjóröunga. Ég beini þvi hér með til Lands- sambands hestamanna, að þetta verði tekið rækilega til athugunar fyrir næsta stórmót. Einn er sá staður, sem varð fyrir miklu álagi þessa daga. Það er við Galtará á Eyvindarstaða- heiði. Þar er allrúmgóður skáli og allstórt girðingarhólf við. Galtará hefur sem kunnugt er verið gerð ódauðleg i bókmennt- um ókkar með kvæði Jónasar. Mjög margir hestamannahópar munu hafa komið að Galtará, bæði á norður- og suðurleið. Sum- ir aðeins áð, aðrir gist. Einhverjir hafa fengið leyfi, aðrir ekki. Þess væri að vænta, að fólk sem tefði á þessum gististöðum, reyndi að ganga um þannig, að ekki yrði gert að blaðamat. Þarna hafa einhverjir skilið þannig við að skemmtiferðafólk, sem fór um dagana eftir lok mótsins, gaf þá lýsingu á um- gengni í skálanum, að hún hefði veriö ömurleg og sett blett á ann- ars góða ferð. Hálfétnar matar- leifar um borð og bekki, úrgangur og umbúðir eins og hráviði i ná- grenni skálans. Ég tiunda þetta ekki frekar, en sjónarvottar að þessu eru margir og ber öllum saman. Engum getum skal að þvi leitt, hverjir hafa skilið eftir sig þessar minjar. Trúlega dyljast þeir bak við nafnleysið, þvi tæplega trúi ég þvi, að þeir hafi skráð nöfn sin i gestabók skálans. Það er ekki vanzalaust af nein- um fararstjóra, að liða það að umgangur um hús, sem er all- langt frá byggð sé slik, að engu sé likara en sprengja hafi fallið. Nú um allmörg ár hefur verið rekinn áróður fyrir góðri um- gengni bæði við náttúru landsins og gistiskýli. Þvi finnst mér það napurlegt og þó um leið rauna- legt, að á þvi herrans ári 1974, þegar minnzt er um allt land 11 alda búsetu i landinu, skuli ein- hver ferðamannahópur þakka fyrir afnot af gangnamannaskála þannig aö sómakæru fólki býður við. Ferðir á hestum um óbyggðir að hásumarlagi eru án efa skemmtilegustu og heilbrigðustu ferðalög sem til eru hér á landi. Það er þvi leitt.að einhverjir sem lögðu leið- sina norður á Vind- heimamela kynntu ferð sina með þeim hætti, að það setur blett á alla, sem fóru um miðhálendið þessa daga. f.h. Upprekstrarfélags Eyvind- arst.heiðar. Sigurjón Guðmundsson. Fimmtudagskvöldið s.l. var haldin stórveizla f veitingahúsinu Sigtúni við Suðurlandsbraut. Þar voru samankomnir norrænir dýralæknar ásamt frúm sfnum og öðrum gestum, og i heild voru það um 650 manns. Að sögn Sigmars Péturssonar, veitingamanns og eiganda Sigtúns, var þetta fyrsta veizlan, sem hald- in er þarna i húsinu og fór ákaflega vel um alla og allir voru ánægðir. Er þó haft eftir leigubilstjórum, sem óku fólkinu til staðarins, að heldur hafi þvi brugðið i brún, við fyrstu sýn, en er inn var komið biöu þess þar hlaðin veizluborð með köldum mat, eða kalt borö, eins og það er vist nefnt. — Róm veröur nú ekki byggð á einum degi, sagði Sigmar og þrátt fyrir erfiðleika viö útvegum hrá- efnis i matinn, vegna skorts á kjötvöru, gekk þetta allt vel. Ég var með 5 kokka, síðustu dagana og smurbrauðsdömur, en eins og fólk veit, er ákaflega erfitt aö ganga frá köldu borði mcð einhverjum fyr- irvara, allt verður aö vera tilbúiö aðeins stuttri stundu áður, en hægt er að bera inn matinn.- Urr og bros af sömu rót runnið? DR. N. BOLWIG segir i bók sinni, Svipbrigði spendýra, að bros og hlátur sé eiginlega sið- fáguð útgáfa af urri. Upphaf- lega beraði dýrið tennur sinar, öðrum til viðvörunar, en á löngum öldum breyttist þetta hjá manninum i bros. Talið er, að fólk I Austur- löndum hafi tilhneigingu til þess að brosa, þegar það verö- ur skelkað, eða eregnt til reiöi. Flestir kennarar munu minn- ast barns, sem hafði þann hvimleiða sið að brosa aula- lega, þegar það var kallað fram til þess að ávita þaö fyrir eitthvert skammarstrikið. Sennilega táknar þetta bros, að hlutaðeigandi beygi sig fyr- ir ávitununum, þó að margir kennarar túlki það á annan veg. Það er auðvitaö langur veg- ur frá þvi að láta skina i tenn- urnar öörum til ógnunar, til brossins, sem leikur um varir fólks. Vanalega er brosið vináttumerki. En upphaflega fæddist brosiö af ótta eða óvissu. Flest fólk þarfnast vina til þess að telja sig óhult. Það vill njóta skilnings skilnings og öryggis. ósvikið bros sést sjaldan — bros, sem lýsir fölskvalausri gleði við að hitta einhvern á ný, og þessi svipbrigði eigum við mennirnir sennilega sam- eiginleg með öpum. En oftast eru brosin annars eðlis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.