Tíminn - 17.08.1974, Síða 1

Tíminn - 17.08.1974, Síða 1
/■ SLONGUR BARKAR TENGI Landvélarhf 14í). tölublað — Laugardagur 17. ágúst — 58. árgangur Dömur! Nýjung! DRESSFORM fatnaður loks á íslandi Pantið bækling núna 33373 Sjálfvirkur slmsvari allan sólarhringinn. Póstverzlunin Heimaval, Kópavogi. Meðalævi fólks á Vestur- löndum hætt að lengjast? — hjartasjúkdómar og bílslys hækka dónartöluna HHJ-Rvik. — Af framförum i læknavisindum og heilbrigðis- málum almennt hefur leitt, að undanfarna áratugi hefur dánar- tala fólks hvarvetna lækkað mjög. Á ailra siðustu árum hefur þó orðið nokkur breyting á þessu sums staðar á Vesturlöndum. Þess eru dæmi, að dánartalan — sérstaklega hvað karlmenn á- hrærir — hefur hækkað að nýju. Orsakir þessa eru aðallega tvær, að sögn Leo A. Kaprio, aðalfram- kvæmdastjóra Evrópudeildar WHO — annars vegar hin geig- vænlega tiðni dauðsfalla af völd- um hjartasjúkdóma, og hins veg- ar bilslysin. Yfirleitt eru konur körlum langlifari. Að undanförnu hafa reykingar kvenna farið vaxandi, og fjölgað hefur þeim konum, sem aka bil, og þær lenda þvi oft- ar i bilslysum en áður gerðist. betta tvennt er talið valda þvi, að dánartala kvenna hefur viða á Vesturlöndum ekki lækkað jafn- ört og áður, eða jafnvel hækkað. Þess má geta i þessu sambandi, að á fyrri hluta þessa árs fækkaði bilslysum viða um allt að 20-30% vegna bensinskortsins, sem leiddi af oliukreppunni s.k. Meða lævi Þegar rætt er um meðalævi fólks er átt við þann árafjölda, sem liklegt er,að nýfædd börn eigi ólifaðan. Island er i flokki þeirra landa, þar sem meðalævin er hvaðlengst. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Islands er meðalævi is- lenzkra karla 70,7 ár, en meðal- ævi kvenna 76,3 ár. Hvað meðal- ævi karla áhrærir, er ísland i fjórða sæti i heiminum ásamt Danmörku. Meðalævi karla er lengri I Noregi og Hollandi, þar sem hún er 71,0 ár, en lengst er hún I Sviþjóð, þar sem nýfædd sveinbörn geta vænztþess að lifa i 71,9 ár. 1 aðeins tveimur löndum er Framhald á bls. 2 Endurgreiðsla 25%gjaldsins að hefjast —hs—Rvik. Næstkomandi þriðju- dag, 20. ágúst, verður byrjað að greiða innflytjcndum 25%-inn- flutningsgjaldið, sem sett var á á sinum tfma til að reyna að draga úr hinum gegndarlausa innflutn- ingi. Að sögn Björns Tryggvasonar, aðstoðarbankastjóra hjá Seðla- bankanum er enginn vafi á þvi, að þessi ráðstöfun hefur valdið minni eftirspurn eftir gjaldeyri til innflutnings. Upphæðin nam að kvöldi 14. ágúst 1152 milljónum króna samtals. Af upphæðinni, sem innflytj- endur greiða, eru borgaðir 5% vextir, eftir að vaxtahækkunin varð 15. júli s.l., en vextir voru áður 3%. Afréttin vestan Hítarvatns: Hvar liggja sýslumörkin? — og hverjum ber fasteignagjaldið? BH-Reykjavik. — Sums staðar á landinu leikur talsverður vafi á sýslumörkum, og sú spurning hefur stundum skotið upp kollin- um, hvort land jarðar geti verið I tveim sýslum. Til dæmis hefur verið deilt um það, hvar eru mörk Suður-og Norður-Þingeyjarsýslu, og hugsanlega gætu einnig verið skiptar skoðanir um mörk Borgarfjarðarsýslu og Kjósar- sýslu. Nú um þessar mundir velta menn þvi fyrir sér, hvar séu mörk Mýrasýslu og Hnappadalssýslu við Hitarvatn. t þvi tilviki er um það að ræða, hvert fas'teignagjöld eiga að renna. A landabréfi herforingjaráðs- ins danska eru sýslumörk sýnd eftir Hitarvatni endilöngu og úr norðurenda þess að mörkum Dalasýslu. Landsvæði vestan vatnsins milli Svinbjúgs og Klif- sands, skammt frá útfalli Hitar- ár, er hins vegar eign Hraun- hrepps, og hafa engar brigður verið bornar á það. Veltur það á þvi, hvort sýslumörk eru rétt sett á herforingjaráðskortið, hvort Frh. á bls. 15 Reglur gegn hamstri á erlendum gjaldeyri — ferðamannagjaldeyrir afgreiddur þremur dögum fyrir brottför —hs—Rvfk. Blöndunarvélin hans Sverris Runólfssonar var I gær sett upp á stóran flutningabil og ekið upp á Kjalarnes, þar sem Sverri hefur verið úthlutaður 1 kilómetri til að sanna ágæti „blöndunar á staðnum”, eins og aðferðin er kölluð, sem hann ætlar aðleggja vegi með. Sverrir sagði við það tækifæri, að hann hefði ávallt gert góða samninga við Guð almáttugan, en ekki hefði hann vitað það fyrr, að Hann stjórnaði bankakerfinu fyrir sig. Vélina leysti Sverrir út I fyrradag, en I gær voru hömlur settar á gjald- eyrissölu bankanna. Sverrir sagði, að hann myndi setja vélina niður við endann á vegarkaflanum, þar sem hún biði þess, aö lokið yrði við aö undirbúa vegarstæðiö. Það gengur hins vegar hægar en ráð var fyrir gert, þvi Sverrir fékk ekki nema eina jarðýtu, en ætlaði að fá fjórar. Þess verður væntanlega ekki langt að biða, að árangurinn af langri baráttu hans við „kerfiö” sjái dagsins ljós. „Kerfiö” kvað hann mengað af siidarárahugsunarhætti, þar sem markmiðiö væri að raka sem mestu saman á sem stytztum tima, en langtimasjónarmið litt tekin með I reikninginn, — auk þess sem það væri ákaflega þungt I vöf- um. Timamynd: Gunnar —hs—Rvlk. Siðustu dagana hefur verið gifurleg eftirspurn eftir er- lendum gjaldeyri, einkum ferða- mannagjaldeyri. öilum er ljóst, að einhverjar ráðstafanir verða gerðar til að rétta við þjóðarbú- skapinn, og kemur þá gengisfell- ing m.a. i huga manna. Vegna þessarar gifurlegu eftirspurnar og feikilega álags á gjaldeyris- deildirnar, hefur Seðlabankinn, I samráði við viðskiptaráðuneytið og gjaldeyrisbankana, sett nýjar reglur um að ferðagjaldeyrir verði ekki afgreiddur nema þremur virkum dögum fyrir brottför. Aður var þessi timi 14 dagar fyrir brottför. Ennfremur hafa verið settar reglur um, að gjaldeyrissala fari þvi aðeins fram, að skuldbinding sé að falla i gjalddaga og hún knýjandi að mati gjaldeyrisdeilda bankanna. Þessar reglur eru settar til þess að sporna við þvi, að menn hamstri gjaldeyri löngu áður en þeir þurfa á honum að halda, sagði Jóhannes Eliasson, banka- stjóri i Útvegsbankanum i viðtali I gær. Hann sagði, að fólk ætti von á gengislækkun og þvi keypti það t.d. farmiða eitthvað fram i tim- ann og fengi út á þá gjaldeyri. Ekki hafa menn þó getað keypt gjaldeyri fyrr en 14 dögum fyrir brottför, þvi að sú regla var sett i april s.l. 1 tilkynningu Seðlabankans til viðskiptabankanna segir svo: „Vegna óvissu i gjaldeyris- og gengismálum hefur bankastjórn- in ákveðið i samráði við við- skiptaráðuneytið og gjaldeyris- bankana, að eftirfarandi reglur gildi frá og með 16. ágúst: 1. Gjaldeyrissala fari þvi aðeins fram, aðskuldbinding sé að falla i gjalddaga og hún knýjandi að mati gjaldeyrisdeildar bank- anna. Til þess að ganga úr skugga um þetta, fari allar gjaldeyris- beiðnir um hendur gjaldeyris- deildar bankanna áður en til af- greiðslu komi, þannig að sala gjaldeyrisins fari i fyrsta lagi fram tveimur virkum dögum eftir móttöku beiðninnar i banka. Regla skv. 1. málsgrein á við allar yfirfærslur, einnig C. gjald- eyrisbeiðnir,en um ferðagjaldeyri eru til viðauka þær reglur, sem hér fara á eftir. Varðandi erlend- ar skuldbindingar innflytjenda vara skal söludagur gjaldeyris miðast við þann dag, sem stætt er á að afgreiða gjaldeyrinn, þannig að eðlileg skil-verði. 2. Gjaldeyrisbeiðnir vegna brottfarar af landinu (ferða- sjúkra og námsgjaldeyrir) séu ekki afgreiddar með lengri fyrir- vara, en að þrir virkir dagar séu til brottfarar. Með afgreiðsludegi gjaldeyris skv. ofanskráöu er átt við söludag gjaldeyris. Ofangreindar reglur eiga einnig við vixlasamþykktir við úttekt á innflutningsskjölum. Jafngilda þær þvi sölu gjaldeyris, skv. ofanskráðu.”

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.