Tíminn - 17.08.1974, Page 3

Tíminn - 17.08.1974, Page 3
Laugardagur 17. ágúst 1974. TÍMINN 3 Viðurkenning fyrir fegrun og snyrtimennsku: Hvassaleiti fegursta gata Reykjavíkur í ár BH—Reykjavík. — Hvassaleiti varð að þessu sinni fyrir valinu, sem fegursta gatan i Reykjavik, og hefur viðurkenningarmerki fegrunarnefndar verið komið upp við götuna. Þá hefur og 11 mann- virkjum í Reykjavik verið veitt viðurkenning, svo og 3 fyrirtækj- um fyrir snyrtimennsku. Loks hlutu þrjár verzlanir viðurkenn- ingu fyrir fallegar gluggaút- stiliingar og fimm aðilar fyrir fegurstu veggmerkingar I borg- inni. Viðurkenningarskjölin voru afhent i Höfða i gær, föstudag, og ávarpaði Birgir Isleifur Gunnars- son, borgarstjóri, viðstadda og þakkaði framtak það, sem unnið hefur verið tii fegrunar Reykja- vikur. Það hefur legið i loftinu nokkur undanfarin ár, að Hvassaleiti fengi viðurkenningu sem fegursta gata borgarinnar, og vissulega hefur þessi gata margt sér til ágætis, svo að enginn þarf að undrast þá viðurkenningu, er gat an hlýtur nú. Þegar við renndum þangað upp eftir til að kynna okk- ur betur forsendur þess,að hún var valin, fannst okkur augljóst, aö vel hafði tekizt til. Þarna er snyrtimennskan I fyrirrúmi, vel hlúð að gróðri, hlaðnir steinvegg- ir, litafegurð og skipulag. Gatan er nokkuð stór, U-laga út frá Háa- leitisbraut, og þar er mikill fjöldi SóleyjargaU 1. húsa, aðallega fjölbýlishúsa og raðhúsa. Við götuna eru viðbótar- stigar fyrir bakhús, sem setja sinn sérkennilega svip á um- hverfið. Dómnefndinni, sem valdi . Hvassaleiti fegurstu götu borgar- innar, þótti einnig ástæða til að benda á Stóragerði, Sunnuveg og Eikjuvog. Fulltrúar Arkitektafélags Is- lands völdu 11 fegurstu mann- virki I Reykjavik, og var val þeirra bundið við þrjú timabil, 1930-’38, 1939-’70 og eftir 1970. Urðu eftirtaldar byggingar að þessu sinni fyrir valinu: Einbýlishús að Sóleyjargötu 1, Fossvogskirk ja, Sundhöll Reykjavikur, Neskirkja, sam- býlishúsið Skaftahlið 12-22, Menntaskólinn við Hamrahlið, iðnaðarhúsið að Dugguvogi 2, iönaðarhúsið að Sundagörðum 4, Kirkja óháða safnaðarins við Háteigsveg, kyndistöð Hitaveitu Reykjavikur við Bæjarháls og innsiglingarvitar við Reykja- vikurhöfn. Þá hafði sérstök nefnd valiö snyrtilegustu fyrirtækin og stofnanirnar og fallegustu út- stillingarnar, og lagði hún til, að eftirtalin fyrirtæki og stofnanir fengju viðurkenningu: Tollhúsið, Tryggvagötu 19, lögreglustöðin, Hverfisgötu 113- Gaml* iBndböllin. 115, og afgreiðsla smjörlikisgerð- anna hf., Þverholti 19. Einnig lagði nefndin tií, að þessir aðilar fengju viðurkenn- ingu fyrir fallegar gluggaút- stillingar: Optik sf., gleraugnaverzlun, Hafnarstr. 18, verzl. Vogue, Skólavörðustig 12, og verzlun H. Biering, Laugavegi 6. Þá völdu fulltrúar Félags is- lenzkra teiknara fegurstu vegg- merkingarnar i Reykjavik, og hlutu þessir aðilar viðurkenn- ingu. Rafmagnsveita Reykjavikur, Frh. á bls. 15 InnsigiingarviUrntr við Reykja- vikurhöfn. (Timamyndir Gunn- ar). Leikskóli viö Hvassaleiti. Garöar vlö fegurstu götuna. Stigur aö húsabaki. ! Hlaöinn garöveggur. Grimsá Þórunn ráðskona I veiöihús- inu sagði, að laxveiðimenn- irnir væru mjög ánægðir með veiðina eins og er. Þó að áin sé fremur vatnslitil, þá er hún full af laxi. A miðvikudaginn rigndi litið eitt og glæddist veiðin þá um leið. A fimmtudagsmorgun komu hvorki meira né minna en 27 laxar á land, veiddir á átta stengur. Þeir laxar, sem hafa veiðzt undanfarið, eru um 15-16 pund, en Björn Pétursson úr Reykjavik fékk einn áíján punda á Blue Charm NO.8. Nú eru komnir um eitt þús- und laxar á land i allt, en það eru bæði erlendir og innlendir laxveiðimenn, sem eru nú við veiðar i Grimsá. Laxá i Aðaldal Helga Halldórsdóttir ráðskona I veiðihúsinu sagðist halda, að laxarnir væru einhversstaðar á þjóðhátið, þvi svo dauflega hefur veiðin verið undanfarið. Það hefur verið mjög heitt i Aðaldalnum, og segja kunnug- ir,að þá komi mikið slý I ána, vatnið verður að sjálfsögðu alltof heitt og súrefnislitið. Laxinn liggur þvi og hreyfir sig ekki. Siðasta „holl”, sem var við veiði I fióra daga, fékk aðeins nitján laxa. En I allt munu komnir á land rétt um niu hundruð laxar, sem er tölu- vert minna heldur en á sama tima I fyrra. Fnjóská. Veiði hefur verið óvenjugóð I Fnjóská I Þingeyjarsýslu i sumar, sagði Sigurður Ring- sted, formaður Stangveiði- félagsins Flúða á Akureyri. Sérstaklega hefur veiðin veriö góð á miðsvæðunum. Neðan brúarinnar við Vaglaskóg eru leyfðar sex stangir. A öllu veiðitimabilinu i fyrra komu 273 laxar alls á land, en nú eru þegar komnir um þrjú hundruð laxar, svo allar likur eru á, aö veiöin verði stórum betri en i fyrra. Auk þess hefur bleikju-veiðin verið mjög góð i sumar, en engar tölur gat Sigurður Ringsted gefiö okkur, en þær munu skipta tugum hundruða bleikjurnar, sem fengizt hafa, og eru þær óvenjustórar I ár. Bezti bleikjuveiðitlminn er þó eftir, en hann er i september. Þaö mun vera alveg fullbók- að og uppselt I Fnjóská það sem eftir er af veiðitimabilinu i ár. Vatnsmagniö I Fnjóská er undir meðallagi þetta árið, en öfugt við flestar aðrar lax- veiðiár, þá er veiðin meiri þegar minna vatn er i henni. Sagan endursamin Það er ekki óalgengt i löndum austantjalds, aö sagan sé endurrit- uð eftir þvi, hvernig pólitiskar aðstæöur eru hverju sinni. Þannig er margsinnis búið að endursemja sögu margra þekktustu manna I rússneskum alfræðibókum. Oftast liða nokkur ár á milli, en þó stundum ekki nema fáir dagar. Ýmislegt bendir til þess, að ritstjórn Þjóðviljans hafi tekið sér þessa sagnritun til fyrirmyndar, og geri stundum betur en sjálfir lærimeistararnir. Þannig var aðalfyrir- sögn i Þjóöviljanum siðasti. miðvikudag á þessa leiö: Alþýðuflokk- inn skorti viljann til samstarfs. Samkvæmt þessu lýsti Ragnar Arn- alds þvi I viðtali, að viðræðurnar um vinstri stjórn hefðu strandað á viljaieysi Alþýðuflokksins. A forsiðu Þjóðviljans i gær (föstudag) er sagan hins vegar orðin á aöra leið. Þá birtist þar eftirfarandi fyrir- sögn, sem náði yfir alla siðuna: ólafur greip tylliástæðu til þess að hætta stjórnarmyndunartiiraun. Á miövikudaginn var Alþýðuflokkurinn talinn sökudólgurinn, en á föstudaginn er það ólafur Jóhannesson. Svona fljótt hafa þeir aust- antjalds sennilega aldrei breytt sögunni. Það verður aldrei af rit- stjórum Þjóðviljans skafið, að þeir eru bæði námfúsir og næmir. Laxveiðimaðurinn Þar sem Þjóðviijinn er nú farinn að telja þá upp, sem blaðið teíur hafa haft litinn áhuga á nýrri vinstri stjórn, ætti það að segja söguna af manninum, sem einn núverandi stjórnar- flokka kaus i samninganefnd sina, en brást þannig við, að hann fór i laxveiöar, þegar viöræðurnar hófust eftir þjóðhátíðina, og var fjarverandi mestallan timann, sem viöræö- urnar stóðu yfir. Hefði Þjóöviljinn talið þaö merkium brennandi áhuga á myndun nýrrar rikisstjórnar, ef þessi maður heföi tilheýrt öörum flokki en Alþýðubandalaginu? 600 millióna króna yfirdróttur 1 Þjóðviljanum I gær var greint frá ótrúlega miklum yfirdrætti Reykjavikurborgar i Landsbankanum. Þjóöviljinn segir: „Yfirvöld Reykjavikurborgar bera nú ábyrgð á einhverju stór- felldasta skuldasukki, sem um getur i sögu borgarinnar. Reykja- vlkurborg skuidar um 600 millj. kr. Iyfirdrátt I Landsbanda tslands, en það samsvarar um það bil helmingi til þriðjungi allra útsvara i Reykjavík á þessu ári. Af þessum 600 milijónum kr. eru 100 millj. kr. umsamdar, en allt hitt er á sektarvöxtum. Þessar yfirdráttarskuldir borgarinnar hafa aukist um 500 millj. kr. frá siðustu áramótum — sexfaldast. Þessi skuldasúpa er auðvitað i beinum tengslum við kosningabar- áttu ihaldsins. Þannig skirrist ihaldið ekki við að hirða hundruð miiljóna i sina þágu á sama tima og talað er f málgagni þess um þenslu og aftur þenslu. En auk þessa hafa allar skammtfmaskuldir borgarinnar af öðru tagi aukizt mjög verulega.” Þ.Þ. Mikið smygl í Grmdvíkingi Timanum hefur borizt svo- hljóðandi fréttatilkynning: Fyrir atbeina islenzku tollgæzlunnar fann norska tollgæzlan i fyrrinótt mikið magn smyglvarnings i m/b . Grindvlkingi GK 606, þar sem báturinn var i Egersund i Noregi. Fundust i bátnum 98.800 vindl- ingar, 3000 vindlar, 885 flösk- Norðmenn sér íslenzk BH-Reykjavik — Kirkju- og menntamálanefnd norska Stórþingsins hefur dvalizt hér á landi um vikutima og kynnt sér mennta- og menningarmál hér á landi, með sérstöku tilliti til grunnskóialaganna, sem sam- þykkt voru á Alþingi á siðasta vetri. Nefndin er skipuö fulltrúum allra stærri flokkanna I þinginu, og annast hún framkvæmd ailrar kennslu i Noregi. Hún er skipuð 12 manns, og kom nefndin öll hing- að ásamt ritara sinum. A fundi með blaðamönnum á fimmtudaginn gerði formaður nefndarinnar, Lars Roar Langs- let, nokkra grein fyrir tildrögum feröarinnar, hlutverki nefndar- innar og loks velheppnaðri ferð, sem allir þátttakendur væru mjög ánægðir yfir. Hefði hún i senn verið fróleg og skemmtileg. 1 samræðum við nefndarmenn kom i ljós, að þeir þekktu vel til hugmynda að baki islenzku ur af áfengi og 88 kassar af áfeng- um bjór. Var varningurinn falinn að hluta til I stýrishúsi, en aö mestu leyti þó i tvöföldum tanki, sem fylltur var til hálfs af vatni. Taliö er vist, að varningnum hafi átt aö smygla til Islands. Báturinn hefur fengið að fara frá Noregi gegn tryggingu. kynna skólamól grunnskólalaganna, þvi að þau voru að nokkru sniðin eftir þeim norsku. Það væri ljóst, að erfiö- leikar væru á framkvæmd þeirra, Norðmenn hefðu enn ekki séð fyr- ir endann á þeim öllum, og Is- lendingar ættu vafalaust eftir að reka sig á marga agnúa, en hitt hefðu nefndarmenn séð, sér til undrunar og ánægju, hversu Is- lendingar væru vel búnir að skól- um, og þá sérstaklega hversu umhirða öll i skólunum virtist vera góð. Norsku nefndarmennirnir gerðu allviðreist meðan þeir dvöldu hér á landi, heimsóttu margvislegar stofnanir i höfuð- borginni, fóru austur fyrir fjall til merkisstaða, að Reykholti, Nesjaskóla i Hornafirði, og þaðan að Hallormsstað. Loks fór nefnd- in út I Vestmannaeyjar til að kynnast staðháttum þar, og mun flestra mál, að þeim hafi þótt einna mest til koma að sjá upp- bygginguna á Heimaey.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.