Tíminn - 17.08.1974, Qupperneq 4

Tíminn - 17.08.1974, Qupperneq 4
4 TÍMINN Laugardagur 17. ágúst 1974. Leiðbeiningar fyrir Italíufara Eitt af þvi/sem fólk sækist eftir að sjá á ttaliu, þegar þangað kemur, er basilika heilags Franz frá Assisi. Og nú er hún orðin enn fegurri. Hin undurfögru málverk og kalkmálverk eftir málarana Giotto og Cimabue, Simone Mar- tini og Pietro Lorenzetti voru til skamms tima lýst meö mjög daufu skini. Vikum saman lét fyrirtækið Siemens tæknimenn sina rannsaka og gera tilraunir með ljósaútbúnað. Nú hafa þeir komið fyrir 900 rafmagnsluktum, þannig að áhorfendur sjá þær ekki, en lýsingin jafnast og kemur listaverkunum til góða. Arangur- inn varð góður, en slika lýsingu sér fólk sialdan i kirkjum. Afsakið, frú Sukarno! Fræg brezk „simavændiskona, Norma Levy að nafni (sem sést hér á minni myndinni), gaf út bók i fyrra, sem vakti mikla at- hygli. Þetta voru endur- minningar hennar úr starfinu, og þar sagði hún m.a. að hún hefbi átt vingott við Sukarno, forseta Indonesiu, — og hann hefði verið einn af viðskiptavin- um sinum. Ekkja Sukarno for- sta, Dewi Sukarno, — sem er 33ja ára gömul, mjög falleg og ungleg kona af japönskum ætt- um, — brást skjótt við og fékk sér góðan lögfræðing til að mót- mæla þessu og kveða nið- ur þennan ósóma um sinn látna eiginmann. Niðurstaða rannsóknarinnar varð sú, að þessi ummæli voru dæmd -hel- ber uppspuni og lygi Normu Levy, þvi að gleðikonan hafði aldrei svo mikið sem augum lit- ið Sukarno forseta. Norma var dæmd til að eyðileggja allt óselt upplag af bókinni og biðja forsetafrúna fyrrverandi afsök- unar. Þessu var framfylgt i London, og á stærri myndinni sjáum við hvar frú Sukarno kemur frá bókaútgefandanum eftir þessa athöfn. — Mér fannst mér skylt að krefjast málaferla út af bókinni, þótt ómerkileg væri, sagði frú Dewi, — bæði sem ekkja Sukarnos og einnig sem móðir barna hans, og ég er fegin að þetta leiðindamál er til lykta leitt, sagði hún að lokum — Hvað er þetta, maður, hefurðu aldrei séð sjómann hoppa fyrir borð? — Heyrðu mig Hildur, voru það ekki 50 grömm af mjöli og 500 grömm af geri, sem ég átti að nota í kökuna? DENNI DÆMALAUSI Ó þetta eru bara þið, ég hélt, að þið væruð komin i rúmið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.