Tíminn - 17.08.1974, Qupperneq 8
8
TÍMINN
Laugardagar 17. ágdst 1974.
s
Góð æfing
björgunarsveitá
Slysavarnafélag islands
efndi til samæfinga fyrir
björgunarsveitir sínar í
Öræfasveit um síðustu
helgi. Blaðamaður Timans
fór austur og slóst i för
með björgunarsveitafólki.
Mjög margir sóttu þessa
samæfingu/ eða rúmlega
fjögur hundruð manns/ úr
26björgunarsveitum SVFI.
Sveitirnar sendu mismun-
andi marga fulltrúa/ flest-
ir komu frá björgunar-
sveitinni Tryggva á Sel-
fos£i/ eða 26/ og frá björg-
unarsveitinni Ingólfi í
Reykjavík komu 21. Marg-
ir áttu langt að sækja og
má þar á meðal nefna full-
trúafrá björgunarsveitun-
um á ólafsfirði og á
Hvammstanga. A11 stór
hópur björgunarfólks
hafði f jölskyldu sína með í
þessari samæfingu.
Samæfingar björgunar-
sveita SVFI eru orðnar
fastur liður í þeirra starf-
semi. Fyrsta samæfingin
var haldin 1. ágúst 1966 í
Seiðisárrétt á Gili og árið
seinna fóru fulltrúar sveit-
anna í hringferð á sjó um-
hverfis landið á Sæbjörgu
og voru þá gerðar marg-
vislegar sjóbjörgunaræf-
ingar.
Blaðamaður Tlmans hélt aust-
ur i öræfasveit á föstudagskvöld
og kom þangað laust eftir mið-
nætti. A grasi gróinni grund við
tæran læk, sem rennur úr hliðun-
um fyrir ofan Hofsbæina, hafði
tjöldum verið slegið upp. Flestir
mótsgesta voru lagztir til hvilu,
en þó voru fleiri að bætast i hóp-
inn.
Að sögn eins björgunarsveitar-
manns, sem ég hitti við tjaldborg-
ina, höfðu fyrstu mótsgestir kom-
ið á fimmtudagskvöld, flestir
„Yfir þrjátiu þúsund manns eru
i dag félegar I hinum ýmsu
slysavar’^ueildum. Björgunar-
sveitir -'a Fl.Skiptast þær i þrjá
hópa -$lir verkefnum, — sjó-
bjö-í&narsveitir, landbjörgun-
a.eAeitir og björgunarsveitir,
s?m hafa hvor tveggja með
höndum. Eins og gefur að skilja
ræður landfræðileg staða björg-
unarsveitanna hér mestu um.”
hefðu komiö á föstudag, og sagði
hann, að enn væri nokkurra að
vænta
Rignt hafði talsvert i V-Skafta
fellssýslu, og á söndunum, en I
öræfasveit var úrkomulaust, en
nokkur næðingur. Við reistum
okkar tjald og sofnuðum.
Setning samæfingar
Klukkan var vart nema rúm-
lega átta, þegar syfjuleg augu
min opnast við skerandi hljóð. I
fyrstu kom ég ekki fyrir mig,
hvar ég væri staddur, né hvað
væri eiginlega um að vera. Þetta
var þá hljóðmerki, sem gefið var
til að vekja mannskapinn. Ég átt-
aði mig þó fljótlega og leit út um
tjaldskörina: björgunarfólk var
að vakna.
Börn, konur og menn, gengu
niður að tærum læknum með
þvottapoka, handklæði, sápu og
tannbursta, — og buðu hvort öðru
góðan dag. Þeir, sem voru félag-
ar i björgunarsveitum klæddu sig
i appelsinugulu stakkana með
merki Slysavarnafélagsins.
Veður var gott, sólarlaust en
hlýtt. Þokubakki grúfði yfir hæstu
hliðum fjallanna og björgunar-
sveitafólk snæddi morgunverð.
A slaginu tiu höfðu allir komið
sér fyrir i hring umhverfis tjald
stjórnarinnar, sem um fram-
kvæmd þessarar samæfingar
sáu. Hannes Hafstein,
framkvæmdastjóri SVFl, gekk
inn i hringinn með gjallarhorn sér
við hlið, Sagði hann, að Gunnar
Friðriksson, forseti stjórnar fé-
lagsins, hefði gert þeim þann
heiður að vera með þeim á þess-
ari samæfingu, Siðan gaf hann
Gunnari orðið.
Byrjaði Gunnar Friðriksson
ávarp sitt með þvi að þakka öllum
fyrir að koma á þessa samæfingu,
og sagði, að sumir hverjir hefðu
lagt mjög langa leið að baki, unz
komið var að leiðarenda. I
ávarpi sinu komst Gunnar m.a.
svo að orði:
— Markmið samæfinga er að
efla kynningu björgunarsveita-
manna og gera þá hæfari til að
annast þau versefni sem á herðar
þeirra eru lagðar. Hér i öræfa-
sveit, á samæfingu, á að vera
skemmtileg stund og góð æfing i
þýðingarmiklu starfi. Ég býð
ykkur öll velkomin.
Hannes Hafstein, tók til máls,
og bauð sérstaklega velkominn til
starfa hjá Slysavarnarfélaginu,
nýskipaðan erindreka félagsins,
Hálfdán Henrýsson, stýrimann,
og sagði að þetta væri fyrsti fund-
ur hans sem erindreka með
,,A fyrri samæfingum björgun-
arsveita SVFI hafa verið dag-
langar og oft tveggja daga stöð-
ugar æfingar, þar sem björgun-
arsveitunum var skipt niður i
flokka eftir mismunandi verk-
efnum. Að þessu sinni var sam-
æfingin meira sem mót og kynn-
ing, þar sem fléttað var inn i
sjóbjörgunaræfingum, en björg-
un manna úr sjávarháska hefur
verið eitt meginverkefni SVFÍ
frá öndverðu.
björgunarsveitunum. Hlutverk
erindreka SVFI er að ferðast um
landið, heimsækja deildirnar og
hafa æfingar með björgunar-
sveitamönnum. Ennfremur bauð
Hannes tvo gesti sérstaklega vel-
komna. Kristin Sigurðsson, full-
trúa frá Björgunarfélagi Vest-
mannaeyja, en félagið er elzta
björgunarfélag landsins og beitti
sér m.a. fyrir að fá eftirlitsskip
fyrir bátaflotann árið 1920. Hinn
gesturinn, sem boðinn var sér-
staklega velkominn, var Garðar
Sigurðsson, frá Björgunarfélag-
inu Stakk, i Keflavik.
Skýrði Hannes frá þvi, að hald
ið yrði til sjóbjörgunaræfinga við
lón Jökulsár á Breiðamerkur-
sandi, en áður en lagt yrði af stað
þyrftu formenn sveita SB VI að
ræða litillega saman, og kallaði
Hannes á viðkomandi menn.
Lagt af stað
Stuttu eftir setningu samæfing-
ar hélt bilalestin af stað frá tjald-
búðunum. Margir bilanna voru
orðnir þyrstir af langri ferð dag-
inn áður, og þáðu þeir árbit sinn á
Fagurhólsmýri, en þar er útibú
frá Kaupfélagi A-Skaftfellinga
með benzin- og oliustöö, „sjoppu”
og öðru tilheyrandi.
Eftir stutta viðdvöl á Fagur-
hólsmýri var ekið austur á bóg-
inn, og notið þess fagra útsýnis,
sem fyrir augu bar. Aðeins eitt
skyggði á gleðina: vegirnir voru
vart jeppafærir. Bilarnir hristust
og skóku sér á allar hliðar til að
losna undan farginu, en allt kom
fyrir ekki. út um gluggana mátti
sjá fjöllin, jöklana, og lónin hrist-
ast upp og niður, eins og mynd i
biluðu sjónvarpstæki.
Það var þvi ekki að undra þótt
sumir bæðubílana sina afsökunar
á meðferðinni. Þegar komið var
að höfuðbólinu, Kvlskerjum,
brauzt sólin út úr skýjunum og
setti hún eðlilega strax sitt mark
á umhverfið. Við Fjallsárlón gátu
menn ekki stillt sig lengur, og
hlupu út úr bilunum til að draga
að sér ferskt öræfaloftið og teiga I
sig náttúru jökla, áa og sanda.
Frá liffræðilegu sjónarmiði, ef
svo má að orði komast, hafa bil-
arnir sennilega notið þessarar
stundar mest við Fjallsárlónið,
þótt hinu sé ekki að leyna, að
mannfólkið undi sér vel þarna,
við hina tignarlegu jöklasýn og
beljandi Fjallsá, sem brauzt fram
i farvegi sinum, með stóra og
smáa isjaka.
„Við völdum þennan stað fyrir
samæfinguna, vegna þess, að
við fundum að hugir margra
beindust i þessa átt. Stærsti
hlutinn af hópnum hefur aldrei
áður komið i öræfasveit. Okkur
fannst einnig kærkomið að efla
tengslin við björgunarsveitir
SVFt I þessum landshluta, en
þær hafa ekki komið á samæf-
ingu áður.
Hannes Hafstein kynnir nýja tegund af linubyssum, fyrir björgunar- Siguröur Gislason frá Hrauni, skytta björgunarsveitarinnar Þorbjörns I Grindavik, býr sig undir að
sveitamönnum. skjóta iinunni yfir jökulána. T.h. er Tómas Þorvaidsson, einnig úr Grindavik, en hann stjórnaði æfingunni.