Tíminn - 17.08.1974, Side 13

Tíminn - 17.08.1974, Side 13
Laugardagur 17. ágúst 1974. TÍMINN 13 „Góð æfíng i veigamiklu starfí" O aðgerða við. Tiu komast til byggða, en tveir félagar þeirra liggja i valnum. Læknar frá Klaustri og Höfn, ásamt ljósmóð- ur i sveitinni þurftu að vinna mik- ið verk, sem tókst með ágætum. Vakti þessi atburður mikla at- hygli. Það varð til þess, að þýzki konsúllinn i Reykjavik, lét reisa á eigin kostnað skipbrotsmanna- skýliá Kálfafellsmelum árið 1903, eða sama ár og þýzki togarinn strandaði. I skýlinu voru vistir og skjólfatnaður. Þá lagði þýzki „Okkur finnst áriðandi að björgunarsveitir SVFl komi saman til sameiginlegra björg- unaræfinga, þvi við öll meiri háttar verkefni sveitanna, vinna nokkrar sveitir alltaf saman.” konsúllinn ennfremur til efnivið i skipbrotsmannaskýli á Ingólfs- höfða. Sagði Hannes, að árið 1911 hefðu útgerðarmenn frá brezku útgerðarbæjunum Hull og Grimsby, lagt til efnivið i skip- brotsmannaskýli á Mánabót i V- Skaftafellssýslu. — Eftir að SVFI er stofnað 29. janúar 1928, byggjast skipbrots- mannaskýlin eitt af öðru og hefur alla tið verið lögð mikil áherzla á þennan þátt i starfsemi félagsins. Það voru hinar ötulu kvenna- deildir, sem sérstaklega hvöttu til skjótra aðgerða i þessum málum á bernskuárum félagsins. — Hvað eru mörg skipbrots- mannaskýli við strendur landsins i dag? — Þau eru 46, og öll búin fjar- skiptabúnaði, annað hvort neyðartalstöð eða simum. 1 þess- ari ferð komum við m.a. með neyðartalstöö i skipbrotsmanna- 4 i **?*{£$" V.v, - ' Hér er Gunnar Pétursson lagður af stað I björgunarstólnum og nálgast árflötinn jafnt og þétt. skýlið á Skeiðarársandi, sagði Hannes. Það fer óneitanlega um mann einkennileg tilfinning, að sitja þarna upp á Ingólfshöfða, sem er girtur sjó og vötnum á allar hlið- ar, — og horfa yfir gráu sand flæmin, sem teygja sig svo langt sem augað eygir, og hlusta á frá- sögn Hannesar. — Þessir sandar hafa oft verið nefndir „krikjugarðar” skipa, hvað hafa mörg skip strandað hérna á söndunum, svo þú vitir til? ). Milli höfða, sem kenndir eru við þá fóstbræður Ingólf og Hjör- ieif, hafa strandað 35 skip, 26 er- lend og 9 islenzk, fyrir utan þau sem hafið og fjaran og sandurinn geymir, — og okkur er ekki kunn- ugt um. t þremur tilvikum af þessum 35, yfirgáfu áhafnirnar ekki skipin, en i hin skiptin var reynt að koma mönnum i land, en þeir hafa verið 429 talsins. 140 komust af sjálfsdáðum til lands, 17 létust, skoluðust fyrir borð, drukknuðu á leið til lands eða lét- ust af völdum hrakninga á sönd- unum. 262 hefur verið bjargað I land á vegum björgunarsveita. Sagði Hannes, að Meðallands- buktin hefði alla tið verið hættu- legust, og flest skipin hefðu strandað þar. — Eitt sinn strönduðu þrir brezkir togarar i einu, á Foss- fjöru. Það gerðist á striðsárun- um, árið 1944, að mig minnir, — „Það verður lögð rik áherzla á þennan þátt i starfi SVFl i ná- inni framtið, vegna þess að reynslan af þessum samæfing- um hefur verið mjög góð.” og lentu skipverjar i fimtán klukkustunda hrakningum um sandana, áður en þeir komust að Sléttabóli á Siðu. Þrir fórust, en hinir björguðust allir. Sagði Hannes mér að siðustu, að á vegum SVFl væru tólf skip- brotsmannaskýli á milli þessara tveggja áðurnefndu höfða. Fólk var byrjað að tinast niður af höfðanum. Við stóðum upp og fylgdum straumnum. Á kvöldvöku Þegar fólk hafði komið sér fyrir i tjöldum sinum, hvilt lúin bein um stund, og fengið sér batarbita, — var skundað á kvöldvöku. Hóp- urinn hittist fyrir framan hið stóra tjald mótsstjórnar. Sumir settust niður, aðrir stóðu, og enn aðrir gengu um. Fyrst tók Sigurður á Kviskerj um til máls, þá Inga Bjarnadóttir frá Selfossi. Páll Guðbjörnsson frá björgunarsveitinni Brák, Borgarnesi, flutti harmsögu úr Langavatnsdal og Olafur Gunn- laugsson frá björgunarsveitinni Sigurvon frá Sandgerði, stjórnaði fjöldasöng ásamt þremur for- söngvurum. Virtust allir hafa af þessu hina beztu skemmtan og lauk þessum ágæta degi með lág- væru gitarspili, — unz svefninn klippti á lagið og kann ég þá sögu ekki lengri. Samæfingu slitiö Klukkan tiu á sunnudagsmorg- un var samæfingunni formlega slitiö. Páll Björnsson á Fagur- hólsmýri flutti fyrst nokkur orð, en siöan tók Gunnar Friðriksson til máls. Sagði hann m.a. að ferð- in myndi verða sér ógleymanleg, og ekki hægt að lýsa henni með fáum orðum. Sagði Gunnar, að samæfingar væru það þýðingarmiklar i starf- semi félagsins, að þær mættu alls ekki falla niður, og vænti hann þess, að hópurinn, sem i öræfa- sveit kom, myndi mæta aftur á næstu samæfingu. Svo mælti Gunnar: — Mér er það ánægjuefni, hversu hér hefur verið fjölmennt. Ég þakka ykkur öllum fyrir kom- una, — góða heimferð. Og þar með var samæfingin úti. WriPjfsiiV'f-A Þrir af forystumönnum SVFÍ t.f.v. Hannes Hafstein framkvæmdastjóri, Gunnar Friðriksson, forseti stjórnar og Hálfdán Henrýsson, nýskipaður erindreki félagsins. Myndin er tekin við Fjallsárlónið. Menn konur, og börn, gengu til sinna verka og undir bjuggu heimferð. Tjöldin féllu eitt og eitt. En hópurinn yfirgaf ekki öræfasveit næstu klukkustundir. Þar i sveit er margt að sjá og skoða fyrir ókunnungan, og margir áttu erfitt með að slita augun frá þessari miklu fegurð, sem þar rikir, — þessum miklu andstæðum: kjarrvöxnum hlið- um, beljandi jökulám og hrika- legum jöklum. Þá fá orð ekki sagt, það sem i huganum býr. —Gsal— Vörubifreið til sölu Mercedes Benz 1413, árgerð 1969, með túr- binu og ballans-stöngum. Upplýsingar i sima 94-2147. Timinn er • peningar | Aiiglýsid' : i Tímanum Sólun SÖLUM HJÓLBARÐA A FÓLKSBlLA, JEPPA- OG VORUBlLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin <3 sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með fuilkomnum tækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. ARMULA7 V3050I &84844

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.