Tíminn - 05.11.1974, Qupperneq 3
Þriðjudagur 5. nóvember 1974.
TÍMINN
3
i
Vísnasöngvararnir Trille — ásamt dótturinni Sille — og Cornelis Vreeswijk.
TimamyndG.E.
TRILLE OG CORNELIS KOAAIN
— þau eru einhverjir kunnustu vísnasöngvarar á Norðurlöndum
HHJ—Rvik. — Þeim fjölgar æ
hérlendis, sem yndi hafa af vísna-
söng, eins og sjá má af þvi aö
miðar á tvenna tónleika vlsna-
söngvaranna Cornelis Vreeswijk
og Trille seldust upp á fáeinum
minútum i gærmorgun.
Þau Cornelis og Trilleem hingað
komin frá Færeyjum, þar sem
þau hafa haldið tónleika. Flestir
munu þekkja hinn sænsk-hol-
lenska Cornelis af lögum hans,
sem hafa nokkuð verið leikin i út-
varp. Trille, sem er dönsk, mun
hins vegar ekki vera jafn kunn
hérlendis, þótt hver maður þekki
hana i heimalandi hennar.
Cornelis hefur alls sungið inn á
átján LP-plötur. Oftast hefur
hann sjálfur samið bæði lög og
ljóð, en auk þess hefur hann sung-
iö Bellman, Taube og Forssell.
— Það er alltaf verið að spyrja
mig að þvi, hvort ég sé hættur að
semja sjálfur, sagði hann á fundi
með blaðamönnum i gær — en þvi
fer fjarri.
— Ég er ekki enn búinn að
ákveða hvað ég syng á tónleikun-
um hér, en ég get þó lofað þvi, að
sendiherranum mun ekki geðjast
að þvi öllu, sagði Cornelis og hló
við, en I Sviþjóð er hann kunnur
fyrir ádeilu á borgaralega lifs-
háttu, sem oft er svo hvassyrt að
undan hefur sviðið.
— Ég er gagnrýninn i söng
minum sagði Cornelis ennfremur
en vil samt ekki láta draga mig i
flokkspólitiskan dilk — ég eftirlæt
áheyrendum að túlka lag og ljóð
eins og þá lystir.
AAaður týnist
af brezkum
togara
Gsal-Reykjavik.-I fyrri nótt fór
maður fyrir borð af brezka
togaranum, Crystal Palace, þar
sem hann var staddur um 150
sjómilur suð-austur af Stokks-
nesi. Þrátt fyrir mikla leit, bar
hún engan árangur.
Eiturlyf í
Gsal-Reykjavik — Um helgina
fundust eiturlyf I fórum eins skip-
verja á Brúarfossi. Voru það um
15 grömm af marijuana og aö
sögn Asgeirs Friðjónssonar hjá
fikniefnadeiid lögregiunnar, var
ekki hægt aö sjá, að eiturlyfin
hefðu verið keypt til dreifingar
eða hagnaðar viðkomandi skip-
verja.
Farið var með hasshundinn um
borð i skipið, þegar það kom til
Reykjavikur núna um helgina og
fundust eiturlyfin fyrst og fremst
vegna ábendinga annarra skip-
verja og vegna óróleika i kringum
einn ákveðinn skipsklefa, að sögn
Ásgeirs.
Sagði hann, að þessu máli yrði
sennilega lokið með sektaálagn-
ingu.
Þá gat Cornelis þess, að þau
Trille hefðu skoðað Árnastofnun
og séö þar mikið magn segul-
banda með þjóðlegri islenzkri
tónlist. — Þarna er mikið efni,
sem islenzkir visnasöngvarar
gætu unnið úr, sagði hann og mig
furöar á þvi, að ekkert af þessu
hafi verið gefið út.
— Við Cornelis höfum sungið
allmikið saman sagði Trille og ég
held að mér sé óhætt að segja, að
sá boðskapur, sem við viljum
koma á framfæri sé I stórum
dráttum áþekkur. Danskir visna-
söngvarar iðka mjög pólitiska
ádeilu og þannig má t.d. nefna að
viða sér I visunum stað þess
stjórnmálaástands, sem nú rikir I
Danmörku.
— Ég mun þó einnig syngja hér
vlsur, þar sem kveður við annan
tón, þvi að á tónleikunum á
sunnudaginn ætla ég að syngja
visur við ljóð eftir Jens August
Schade.
Eins og fyrr segir seldust allir
miðar á tvenna tónleika þeirra
Trille og Cornelis upp á fáeinum
minútum i gærmorgun. Þess
vegna verður efnt til aukatón-
leika á föstudagskvöld, og miðar
verða seldir i kaffistofu Norræna
hússins á miðvikudagsmorgun kl.
niu. Þá verða og seldir þeir miðar
sem kunna að verða afgangs á
tónleika með Cornelis, sem Is-
lenzk-sænska félagið efnir til á
sunnudag.
í dag og á sunnudag efnir
Dansk-Islenzka félagið og Félag
dönskukennara til tónleika með
Trille og miðar á þá verða seldir
við innganginn.
Á miðvikudag fara þau bæði
norður til Akureyrar, ef veður
leyfir og halda tónleika þar. Þeir
tónleikar verða að tilhlutan
Böðvars Guðmundssonar kenn-
ara, en hann er sem kunnugt er
einn þeirra fáu listamanna Is-
lenzkra, sem lagt hafa stund á
visnasöng.
Þá er ákveðið að þau komi fram
I Vöku á laugardagskvöld.
Hins vegar mun útvarpið ekki
hafa sýnt áhuga á að taka upp
tónleika þeirra, og má það undar-
legtkallast, ef rétter. Væri og full
ástæða til þess að sjónvarpið léti
taka tónleikana upp á band,
þannig að fleiri fengju að sjá og
heyra þessa listamenn en þeir
fáu, sem komast á tónleikana
sjálfa.
i tilefni af skrifum Þjóðviljans að undanförnu um slit viðræðn-
anna um vinstri stjórn, þykir rétt að birta hér niðurlagsorö greinar
eftir Ingvar Glslason alþingismann, sem birtist I Timanum 8.
september siðast liðinn:
,,Ég geng þess ekki dulinn, að mörgum góöum framsóknarmanni
eru það sár vonbrigöi, að ekki gat oröið framhald á vinstra sam-
starfi undir forystu Ólafs Jóhannessonar. Ekki situr á mér að gera
lltið úr slikum vonbrigðum. Þau eru mér skiljanleg, og þingmönn-
um Framsóknarflokksins yfirleitt. Hitt er jafnvist, að skilyröi til
áframhaldandi vinstra samstarfs voru ekki fyrir hendi. Eins og ég
hef áðui; greint frá, strönduðu viðræður um vinstri stjórn á vilja-
leysi Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokks. Alþýðubandalagið neit-
aði að lita raunsæjum augum á stjórnmálaaðstæður, eins og þær
blasa nú við. Sjálfur Lúðvik Jósefsson, sem þó er minnst kreddu-
bundinn þeirra Alþýðubandalagsforingja, og yfirleitt kunnur að þvi
að vera i öruggu jarðsambandi, sýndi vinstri viðræðum ódulda
fyrirlitningu. Engum getum skal að þvi leitt, hvernig á þvi stóð, að
Alþýðubandalagið lék þann leik, sem raun bar vitni. En það skal
verða klárt, að framsóknarmenn láta ekki hafa sig I að eltast við
pólitiskar kenjar. Það var nauösynlegt að mynda starfhæfa rikis-
stjórn, og úr þvi að Alþýðubandalagið valdi þann kost að „draga sig
út úr pólitik”, þá varð að leita annarra ráða til stjórnarmyndunar
og flokkasamstarfs á Alþingi. Myndun núverandi rlkisstjórnar var
þingræðisleg nauðsyn. An hennar hefði veriö stefnt út I pólitiskt
öngþveiti, sem er i andstöðu við almennan vilja fólksins I landinu og
andstætt lýðræði og þingræði, og þó fyrst og fremst andstætt grund-
vallarhagsmunum islenzkrar þjóðarog þjóðarbús. Þess skulu menn
minnast, að með myndun rikisstjórnarinnar er fundin iausn á
alvarlegri stjórnarkreppu og sköpuð skilyrði til stöðugra stjórnar-
fars en þjóðin hefur mátt búa viö að undanförnu. Mikilvægi núver-
andi rikisstjórnar verður bezt skilið i þvi ljósi. Dóm um þessa rikis-
stjórn ætti enginn að kveða upp fyrirfram. Hana ber aö dæma eftir
verkum og árangri þeirra. Sá dómur biður sins tima.”
Lúðvík og verðlagseftirlitið
Deilur virðast magnast innan Alþýðubandalagsins eftir þvi sem
nær dregur landsfundi þess. Þannig virðist Lúðvik Jósefsson ekki
eiga upp á pallborðið hjá þeim, sem ráða Þjóöviljanum. Þjóðviljinn
birtir nú greinar dag eftir dag, þar sem þvl er haldið fram, að verð-
lagseftirlitið hafi verið gagnslaust eða gangslitið á undanförnum
árum, þviaölitiðsem ekkert hafi verið gert af þess hálfu til þess að
fylgjast með verðlaginu. Verkefni verðlagseftirlitsins hafi raun-
verulega verið fólgið i þvi að ákveða hámarksálagningu, sem
kaupmenn hafi svo ekkert farið eftir, þar sem allt eftirlit skorti.
Þessum ádeilum Þjóðviljans er að sjálfsögðu aðallega beint gegn
Lúðvik Jósefssyni, sem hefur verið viðskiptaráðherra undanfarin
þrjú ár. — Þ.Þ.
LYKILLINN BEIÐ ÞJOFANNA
í SKRIFBORÐSSKÚFFUNNI
— tæpum 620 þúsundum stolið úr peningaskdp um helgina
Gsal-Reykjavik — Stórþjófnaður
var framinn um helgina. Brotizt
var inn I nokkur fyrirtæki við
Klettagarða I Reykjavik og I einu
fyrirtækinu var komizt inn i pen-
ingaskáp og 617.300 krónum stol-
ið.
Brotizt var inn i nokkur fyrir-
tæki við Klettagarða aðfaranótt
sunnudags, en það var þó ekki
fyrr en I gærmorgun, að upp
komst að farið hafði verið i
peningaskápinn. Höfðu þjófarnir
notað til þess lykilinn að skápn-
um, en hann hafði verið geymdur
I skrifborðsskúffu i sama her-
bergi.
Þjófarnir höfðu farið inn á
lagerinn, en þaðan er innangengt
i skrifstofur. Höfðu þjófarnir rót-
að i skúffum á skrifstofunni og
fundið lykil að peningaskáp, og
siðan opnað hann og stolið þaðan
Frh. á bls. 6
Háhyrningarnir forð-
uðust Sigurvonina
AA-Höfn, SJ-Reykjavik. Sigurvon
frá Stykkishólmi lagði upp irá
Höfn I Hornafirði fyrir helgina á
háhyrningsveiðar, en sjómenn-
irnir og hvalfangarinn um borð
urðu ekki varir. Þeir lögðu fáein
sildarnet til að laöa háhyrninga
að, en ekkert dugði.
Þetta var dálitið kynlegt, þvi að
menn i öðrum bátum, sem voru á
sömu slóðum á sildveiðum, sáu
töluvert af háhyrningum. Svo
virtist, sem hvalirnir vissu hvað
þeir um borð I Sigurvon höfðu i
hyggju og forðuðust þvi skipið.
Sigurvon hefur legið i höfn eystra
siðan á laugardag og stóð ekki til
aö hún færi út i gær, mánudag.
Fimm bátar eru nú á sild frá
Höfn og er afli sæmilegur, um 50-
110 tunnur i róðri. Tveir bátar
voru komnir inn fyrri hluta
mánudags, annar með um 50 en
hinn með um 100 tunnur.
Háhyrningsbúriö sett um borð I Sigurvon á Höfn nú fyrir helgina, áður
en lagt var af staö i veiðiferöina. Ljósmyndari Jens Mikaelsson.
Tíu brunaútköll
um helgina
Gsal-Rvik. Frá þvi á föstudags-
kvöld og til mánudagsmorguns
var slökkviliðið I Reykjavík kvatt
út tiu sinnum vegna bruna. t öll-
um þessum útköllum var litið tjón
vegna elds.
Vilhjálmur Sigurbjörnsson.
Vilhjálmur
Sigurbjörns-
son tekur
sæti á
Alþingi
Vilhjálmur Sigurbjörnsson,
framkvæmdastjóri Egilsstöð-
um, fyrsti varaþingmaður
Framsóknarflokksins i Austur-
landskjördæmi tók I gær sæti á al-
þingi i stað Tómasar Arnasonar,
sem dvelur erlendis i opinberum
erindagjörðum.
1 gær tók fyrsti varamaður
Sjálfstæðisflokksins i Austur-
landskjördæmi sæti á þingi i stað
Sverris Hermannssonar, sem er
erlendis.
Kenjar Alþýðubandalagsins