Tíminn - 05.11.1974, Qupperneq 9
Þriftjudagur 5. nóvember 1974.
TÍMINN
1
r
Otgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Heigason. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur I
Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif-
stofur f Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 —
auglýsingasimi 19523.
Verð i lausasölu kr. 35.00.
^ Askriftargjald kr. 600.00 á inánuði.Blaðaprent h.f.
J
Nöldur íhalds-
blaðanna
Málgögn Sjálfstæðisflokksins halda áfram að
kenna vinstri stjórninni um þá efnahagslegu erfið-
leika, sem nú er glimt við. Þetta er siðast gert i
Reykjavikurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn,
en i sama blaði er skýrt frá þvi, að sykurverð
hafi þrefaldazt á þessu ári. Hver treystir sér til að
færa þá hækkun á reikning vinStri stjórnarinnar?
Það, sem mestum erfiðleikum veldur nú, er hin al-
þjóðlega verðbólga, sem hækkunin á sykur-
verðinu er gott dæmi um. Af þeim ástæðum búa
flestar þjóðir nú við vaxandi efnahagserfiðleika,
og viða er orðið mikið atvinnuleysi. Við þeim
vanda verður að snúast, og til þess að tryggja at-
vinnuöryggið, kann að þurfa að skerða lifskjörin
nokkuð um skeið.
Það er hins vegar fjarri lagi að túlka þessa erfið-
leika þannig, að þjóðin sé að komast á vonarvöl.
Islenzka þjóðin hefur aldrei búið við betri kjör eða
meira rikidæmi. Erfitt er að finna það land, þar
sem lifskjörin eru betri. Þetta á að gera okkur
auðvelt að þrengja að okkur um skeið. Afkoma at-
vinnuveganna varð góð á siðast liðnu ári. Margar
atvinnugreinar skiluðu þá ágætum arði. Á þessu
ári hefur hins vegar syrt i álinn, einkum hjá út-
flutningsframleiðslunni. Nær allar rekstrarvörur
hafa stórhækkað i verði, og sumar margfaldazt,
eins og t.d. olian. Við þetta hefur bætzt verulegt
verðfall á ýmsum útflutningsvörum. Þá býr iðn-
aðurinn, sem framleiðir fyrir heimamarkað, við
vaxandi samkeppni sökum Efta-aðildarinnar.
Loks var svo á siðastliðnum vetri samið um meiri
kauphækkanir en útflutningsframleiðslan gat
borið. Þetta var hinum reyndari mönnum verka-
lýðshreyfingarinnar, eins og þeim Birni Jónssyni
og Eðvarð Sigurðssyni, vel ljóst, en þeir fengu ekki
rönd við reist. Þar voru ekki sizt að verki liðsmenn
þáverandi stjórnarandstöðunnar, og er skemmst
að minnast skrifa Mbl. og Visis, þegar opinberir
starfsmenn sömdu um hóflega hækkun á launum
láglaunafólks, en um litla hækkun á launum
þeirra, sem betur voru settir. Þessi blöð áttu þá
ekki nógu sterk orð til að lýsa hneykslun sinni.
Fyrir atbeina áðurnefndra blaða var sá grundvöll-
ur, sem lagður hafði verið i samningum rikis-
stjórnarinnar við opinbera starfsmenn, alveg
brotinn niður og samið um miklu meiri hækkanir,
einkum til handa þeim, er betur voru settir. Hér
gerðist svipuð saga og sumarið 1958, i tið þá-
verandi vinstri stjórnar. Fyrir atbeina stjórnar-
andstöðunnar var þá komið fram meiri kauphækk-
unum en atvinnuvegirnir þoldu. Eftir stjórnar-
skiptin voru þær teknar af launþegunum með lög-
gjöf.
Sökum hinnar erfiðu stöðu útflutningsatvinnu-
veganna hefur reynzt nauðsynlegt að færa nokkuð
á milli þeirra og launþega, en reynt er að gera það
með þeim hætti, að láglaunamenn taki á sig léttari
byrðar en hinir, og þannig verði jafnað að nokkru
það launaóréttlæti, sem fólst i kaupsamningunum
i vetur. Þótt þetta sé gert, er hrein fjarstæða að
vera að tala um hrun og öngþveiti. Islenzka þjóðin
mun þrátt fyrir þessar aðgerðir búa við betri kjör
en flestir aðrir. Svo fjarri fer þvi, að hægt sé að
tala um slæman viðskilnað vinstri stjórnarinnar.
—Þ.Þ.
Spartak Beglof APN:
Moskvuför Schmidts
varð órangursrík
Aukin samvinna Sovétríkjanna og
Vestur-Þýzkalands
Brezjneff og Schmidt f Moskvu.
Margt bendir til þess, aö för
Helmuts Schmidt kanslara
til Moskvu hafi oröiö
árangursrikari en búizt var
viö fyrirfram. Blaöamenn
höföu orö á þvi, aö Schmidt
heföi veriö iéttur i bragöi eft-
ir sföustu viöræöur þeirra
Brezjneffs. Helzt er gizkaö á,
aö Brezjneff hafi gefiö fyrir-
heit um tilslökun i Berlinar-
máiinu, og Schmidt geti þvi
gert sér rökstuddar vonir um
árangur á þvi sviöi fyrir
þingkosningarnar 1976, en
þaö gæti styrkt aöstööu hans
i þeim. Augljóst viröist af
þvi, hvernig rússneskir fjöl-
miölar ræöa um fundinn, aö
vandamenn Sovétrikjanna
hafa áhuga á nánu samstarfi
viö Vestur-Þýzkaland. Þetta
kemur glöggt fram i eftir-
farandi grein þekkts
rússnesks fréttaskýranda':
MEÐAN Helmut Schmidt,
kanslari Vestur-Þýzkalands,
var i Moskvu og átti
samningaviðræður við
sovézka leiðtoga, mátti
sifellt lesa i blöðum þær lýs-
ingar á viðræðunum, að þær
væru „viðskiptalegs eðlis”,
„hlutstæðar”. Slik lýsing
gefur mjög góða hugmynd
um viðræðurnar. Þegar
hefur verið lagður grund-
völlur almennra samskipta
landanna, eins og staðfest er
i Moskvusamningnum frá
1970, þar sem hinn pólitiski
raunveruleiki i Evrópu er
viðurkenndur og vald-
beitingu hafnað. Samningur-
inn hefur reynzt vel, og
verður framkvæmd hans
haldið áfram. Stofnað hefur
verið til nýrra tengsla, sem
þegar hafa skapað sér sinar
hefðir og grundvöll, einkum
á fundum og viðræðum, sem
i hvert skipti hafa stuðlað að
þróun og eflingu gagnhag-
kvæmrar samvinnu. A þetta
lagði L. Brézjneff áherzlu i
viöræðunum.
ÞAÐ var eftirtektarvert,
að á listanum yfir umræðu-
efnin voru mörg málefni, þar
sem báðir aðilar aðhyllast
lik sjónarmið: Gagnkvæm
löngun til að gera slökun
spennu að stöðugum þætti I
lifi Evrópu. Akvörðun þeirra
að finna skjóta og góða lausn
mála á Samvinnu — og
öryggismálaráðstefnu
Evrópu. Þeir vilja, aö fundin
verði lausn á umræðunum
um fækkun í herjum og sam-
drátt I vigbúnaði i Miö-
Evrópu. Báðir aðilar eru
fylgjandi afvopnun og
viðurkenna þörfina á að
samningum um bann við
notkun kjarnorkuvopna
verði framfylgt. Vestur-
Þýzka sambandslýöveldiö er
fylgjandi hinum nýju til-
lögum Sovétrfkjanna um að
bann verði lagt við náttúru-
spjöllum i hernaðartil-
gangi.) Báðir aðilar hafa
ásett sér að efla starf SÞ,
sem báðir eru aðilar að.
Viöræðuaðilar voru sam-
mála um lausn vandans i
Mið-austurlöndum: Fram-
fylgja þarf ákvörðunum
öryggisráðsins og vernda
lögmæta hagsmuni
Palestinuaraba, og taka
friðarviðræðurnar i Genf
upp á ný.
ÞAÐ ER margt i sovézk-
vestur-þýzkum samskiptum,
sem þarf aö mæla með
óvenjulegri mælistiku. Eftir-
farandi orð vestur-þýzka
kanslarans, Heln;uts
Schmidt, sem hann mælti i
Moskvu, minna okkur á
þessa staöreynd: „Þegar
litið er til baka, þá verður að
segja, að enginn lét sér detta
i hug i lok sjöunda ára-
tugsins, að samskipti okkar
myndu þróast á svo hag-
stæðan hátt á svo skömmum
tima”.
Samningurinn, sem gerður
var i Moskvu um reglulegar
viöræður um mál, sem varða
báða aöila, mun stuðla að
þróun samskipta landanna.
Það hefur verið ákveðið, að
utanrikisráðherrar landanna
og fulltrúar þeirra skuli
hittast i höfuðborgum land-
anna ekki sjaldnar en einu
sinni á ári.
A viðræðufundinum i
Moskvu var mikið rætt um
efnahagssamskiptin. Vestur-
þýzka sambandslýðveldið er
þegar aðalviðskiptaaðili
Sovétrikjanna á Vesturlönd-
um. En báðir telja, að þetta
sé aðeins upphafiö. Það sem
þeir ætla sér er langtima-
samvinna, sem áætluð er
mörg ár fram i timann.
Áætlað er að vinna að
umfangsmiklum áætlunum,
koma á iönaðarsamvinnu,
samvinnu á sviöi hag-
nýtingar náttúruauðlinda og
fleira.
SAMNINGURINN frá 30.
október um eflingu efna-
hagssamvinnu á að leggja
grundvöll að nýjum sam-
vinnuleiðum milli fyrirtækja
landanna. Sérstök áherzla er
lögð á samvinnu á sviði
hráefna-og orkuframleiðslu.
Það er eftirtektarvert, að
báöir voru sammála um, að
mikilvægt væri að koma á
sambandi milli Comecon og
EBE og nauðsyn þess að
treysta og efla viðskipta-
tengsl milli allra Evrópu-
landanna á grundvelli gagn-
kvæmrar virðingar fyrir
hagsmunum annarra.
Moskvuviðræðurnar fjöll-
uðu einnig um framkvæmd
fjórveldasamkomulagsins
um Vtstur-Berlin, sem gert
var 3. september 1971. Báðir
aðilar staðfestu hina sam-
eiginlegu yfirlýsingu frá 21.
mai 1973, þar sem lögð er
áherzla á nauðsyn þess, að
þessu samkomulagi verði
framfylgt út i yztu æsar i
samræmi við hagsmuni
varanlegar slökunar spennu
i Mið-Evrópu.
Heimsókn vestur-þýzka
kanslarans til Moskvu og
viðræöur hans við sovézka
leiötoga munu ekki aðeins
hafa i för með sér tvihliöa
tengsl milli rikjanna, heldur
einnig slökun spennu i
Evrópu almennt og út fyrir
mörk álfunnar. Verkefnið er
að „efla og auka fram-
farirnar, gæða þær eðli hag-
kvæmra samskipta á sem
flestum sviðum”. Þessi orð
L. Brézjneffs, sem hann viö-
haföi um sovézk-vestur-þýzk
samskipti, eru i reynd lykill-
inn að hinu almenna ástandi
i Evrópu, þar sem rikis-
stjórnir og stjórnmálamenn
eru ábyrgir fyrir slökun
spennu, fyrir viðskiptalegri
og raunhæfri lausn knýjandi
alþjóöavandamála.