Tíminn - 05.11.1974, Qupperneq 14

Tíminn - 05.11.1974, Qupperneq 14
14 TÍMINN Þriftjudagur 5. nóvember 1974. sér, kom ókunni maöurinn aftur til skjalanna og mælti skipandi: „Fáiö mér byðuna!" Og svo bar hann hana einn alla leið heim á hlað. Katrín veitti því athygli, hve Elvíru var brugðið. í þetta skipti var hún alveg orðlaus. En í laumi gat hún ekki á sér setið að gjóta augunum til gestsins. Þetta var auðsjáanlega sjómaður, og málfærið benti til þess, að hann væri Finni. Hann var hár vexti og vel vaxinn og ungur að árum. Hann Ijómaði allur af hreysti og lífs- þrótti. Hann streymdi úr svörtu, bylgjuðu ári hans, úr skærum, stálbláum augum hans, frá beinu nefinu, rauð- um vörunum og litlu, svörtu yf irskegginu. Hann sindraði af hvítu tönnunum og brúnu hörundinu, og hann byltist í hverri hreyfingu líkamans. Það var eins og allur sá kraftur, sem í manninum bjó, væri að reyna að losna úr læðingi, og það mætti á hverri stundu búast við, að hann brytist fram sem æðandi hvirfilbylur. Orka mannsins kom samt ekki fram í miklum orða- f laum eða yf irlæti. Hann mælti varla orð f rá vörum alla leiðina, og það hefði næstum mátt ætla, að hann væri feiminn. Þetta er í reyndinni bara unglingur, hugsaði Katrín, ekki mikið yfir tvítugt. Þegar heim á hlaðið kom, lyfti hann húfu sinni í kveðjuskyni og hraðaði sér á eftir félögum sínum í áttina til búðarinnar. Elvíra sneri sér að Katrínu, hikandi og eins og hálffeimin, og mælti: ,,Þetta var snar strákur, ha?" Katrín leit vingjarnlega til hennar. „Já, Elvíra. Þetta var hraustlegur strákur", endurtók hún. Hún var einstaklega glöð yf ir þessum atburði og þeim áhrifum, sem ókunni maðurinn hafði haft á Elvíru, því að hvaða dilk, sem þetta kynni að draga á eftir sér, þá er æskan snauð og dauð eins og nakin klöpp án ásta og ævin- týra. Upp frá þessum degi virtist Elvíra ekki vilja vita Viktor Blom nærri sér. Hún spottaði hann og leit á hann slíkum fyrirlitningaraugum, aðenginn þurfti framar að vaða í villu um það, hvernig hún myndi svara kvonbæn- um hans. DRENGIRNIR STÆKKA. Elzti drengur Katrínar var kominn á níunda ár. Hann var smár eftir aldri, en hnellinn og seigur, hvorki hungur né kuldi virtist bíta á hann. Litla andlitið var kringlótt og dálítið fjarrænt. Hvítur ennislokkurinn var klipptur þvert. Hann var ekki beinlínis laglegur, en Katrín vissi, að hann átti í fari sínu það, sem betra er en fríðleiki: hann var svo skapfastur og viljastrekur, að hann var þegar orðinn þroskaðri heldur en vesalings faðir hans. Eiríkur, — ógæfubarnið, eins og hún kallaði hann alltaf með sjálfri sér, — var alger andstæða bróður síns. Hann hafði aldrei f rá fæðingu verið f ullkomlega hraust- ur. Hann veiktist af hverjum barnakvilla, sem vart varð i byggðinni, og hann var uppstökkur og veill í skapi. Hann var grannur vezti, eins og Jóhann, en var þegar orðinn jafn hár og eldri bróðir hans. Andlitsfallið var smáfellt og veiklulegt. Katrínu virtist hann myndi hafa verið óvenjulega fallegur drengur, ef hann hefði fengið að vera aðnjótandi meiri hreysti og gleði. En hann var barn, sem þurfti sérstakrar umönnunar og gæzlu, og hún hafði hvorki tíma til þess né ef ni á því að vaka yf ir hon- um sem skyldi. Þriðji drengurinn, Gústaf’, var orðinn fimm ára gamall. Hann virtist vera mjög venjulegt barn — ekki annað eins hörkutól og Einar, og ekki jafn veill og veiklulegur og hinn bróðirinn. Katrín hafði kennt drengjunum að stafa, og meðhjálp- arinn hafði meira að segja hlýtt þeim yfir. Einari gekk námið stirðlega, og Katrín sárvorkenndi honum, er hann sat á skemlinum við gluggann og stautaði í kverinu. Boð- orðin tíu voru honum torskilin, og hann varð að marg- staglast á þeim, áður en hann botnaði nokkurn skapaðan hlut í þeim. En hann var aðdáunarlega þolinmóður og beit á jaxlinn og las f síf ellu, enda þótt hann væri kannski með grátstaf inn í kverkunum. Og þegar hann hafði einu sinni lært eitthvað, þá gleymdi hann því aldrei aftur. Þess vegna kunni hann jafnan það, sem honum hafði verið sett fyrir, og hlaut ágæta einkunn fyrir frammi- stöðuna. Það var annars mesta kvöl fyrir krakkana að láta hlýða sér yfir. Katrín veitti því athygli, að það lagðist svo þungt á drengina hennar, að þeir misstu matarlyst í nokkra daga á undan og eftir. Það var eins og að vaða eld að fylgja gamla meðhjálparanum inn í stofuna, þar sem þolraunin átti fram að fara. Hann sat gneypur og ófrýnilegur við kringlótt borð með knipplingadúk, en börnin hópuðust saman eins og hræddar kindur í eitt stofuhornið, eins langt frá gamla manninum og unnt i Jörðin hefur ' veriö vöruð við. Geimlög reglan er á leiðinni. Það er búið. Geymar skips okka eru nú fullir af orku. Við getum farið Orkugeimstöðinni er nú beint út af braut sinni og snúið frá jörðu.... ... ^stefnan er sett i átt f' aö hinu laskaða geimskipi Skorpi-manna. Undrandi? En'sætt.'<s Þú skalt bara reyna að venja big við þá tilhugsun. . Laurann prinsessa, /þér getur ekki veriðs aívara. Þú þekkir1 Eftir alla þá erfiðleika^ sem pabbi hefur gengið i gegn um til að finna mann handa mér, sá held ég^ IW^ijiissa^/^/, ÞRIÐJUDAGUR 5. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05. Morgunstund barn- annakl. 9.15: Rósa B. Blön- dals heldur áfram að lesa söguna „Flökkusveinninn” eftir Hector Malot (20). Til- • kynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Fiskispjall kl. 10.05: Asgeir Jakobsáon flytur upplýsingaþátt að til- hlutan Fiskifélags Islands. „Hin gömlu kynni” kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þátt með frásögnum og tónlist frá liðnum árum. Hljómplötusafnift kl. 11.00: (endurtekinn þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. _ 12.25 Fréttir og veðurfregnir.i. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Frá getnaöi til fæðingar. Annar þáttur um með- göngutimann. Umsjón: Guörún Guðlaugsdóttir. 15.00 Miftdegistónleikar: ts- lensk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (Veðurfregnir kl. 16.15). Tónleikar. 16.40 Litli barnatiminn. 17.00 Lagið mitt. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýsku á vegum Bréfaskóla Samb. Isl. sam- vinnufél. og Alþýðusamb. Isl. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Heiðrekur Guðmunds- son skáld. Bragi Sigurjóns- son flytur erindi og les ljóð eftir skáldiö. 20.00 Útvarp frá Alþingi. 22.45 Veðurfregnir. Fréttir. 23.00 Harmonikulög / Mogens Ellegaard leikur. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. 5.nóvember 1974 20.00 Fréttir 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.40 Hjónaefnin. Itölsk fram- haldsmynd, byggð á sam- nefndri skáldsögu eftir Alessandro Manzoni. 3. þáttur. Jónatan Þórmunds- son. Efni annars þáttar: Hettumunkurinn Kristófer heitir Renzó og Lúciu aðstoð sinni, og heldur þegar til fundar viö don Rodrigó. Eft- ir harða en árangurslausa orðasennu visar valdsmað- urinn munkinum á dyr. Að- ur en hann fer á brott, kem- ur aldraður maður í þjón- ustu don Rodrigós að máli viö hann og heitir honum aöstoð sinni og upplýsingum um fyrirætlanir húsbónd- ans. Agnes, móðir Lúciu, ræður þeim Renzó til að taka hús á klerkinum don Abbondio, sem læst vera veikur og hleypir engum inn tilsín. Segirhún, að með þvi aö lýsa sig sjálf hjón i viður- vist klerks og tveggja vitna sé hjónabandið löglegt. Þessi fyrirætlan fer þó út um þúfur. Þjónar don Rod- rígos gera tilraun til að ræna Lúcíu, en grlpa I tómt. Mæögurnar og Renzó flýja nú til klaustursins, og Kristófer munkur sendir þau til reglubræðra sinna I * Monza handan Como-vatns. 21.55 Sumar á norðurslóðum. Bresk-kanadlskur fræðslu- myndaflokkur. Hreindýr I Kanada. Þýöandi og þulur Óskar Ingimarsson 22.20 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Sonja Diego. 22.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.