Tíminn - 26.11.1974, Qupperneq 9
Þriöjudagur 26. nóvember 1974.
TÍMINN
9
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ititstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f
Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif-
stofur i Aðaistræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 —
auglýsingasimi 19523.
Verð I lausasölu kr. 35.00.
Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
Játning Ragnars
Það er bersýnilegt af ræðu þeirri, sem hinn
endurkjörni formaður Alþýðubandalagsins,
Ragnar Arnalds, hélt við setningu landsfundar
þess, að bandalagið á erfitt með að marka sér
stöðu á sviði stjórnmálanna, þar sem það vill
hvorki teljast sósialdemókratiskur eða
kommúnistiskur flokkur. Ragnar Arnalds vildi
helzt halda þvi fram, að bandalagið væri eins
konar milliflokkur milli sósialdemókrata og
kommúnista og reyni að ná fylgi beggja. Slikar
tilraunir hafa verið reyndar víðar og borið frem-
ur litinn árangur. Þannig er Sósialiski þjóðar-
flokkurinn i Danmörku i augljósri hnignun, og fá-
ir spá sósialiska kosningabandalaginu i Noregi
verulegri framtið. Linurnar milli sósialdemó-
krata og kommúnista eru að skerpast að nýju og
möguleikarnir til að sameina þessa aðila i einn
flokk virðast þvi fara minnkandi. Flokkar, sem
reyna að standa þarna á milli, verða þvi nauðugir
eða viljugir að halla sér til annarrar hvorrar
hliðarinnar.
Það er ljóst af ræðu Ragnars Arnalds til hvorr-
ar hliðarinnar hann vill hálla sér. Ragnar sagði
orðrétt:
„Stundum heyrum við, að Alþýðubandalagið sé
á hraðri leið til hægri. En slikt er hinn mesti mis-
skilningur. Það er einmitt þetta sem þarf að ger-
ast, að Alþýðubandalagið dragi til sin verulegt
fylgi frá Alþýðuflokknum og öðrum flokkum
hægra megin við það, án þess að Alþýðubanda-
lagið þokist til hægri. Engin rök verða færð fyrir
þvi, að Alþýðubandalagið hafi færzt til hægri.
Alþýðubandalagið hélt t.d. fastar á herstöðvar-
málinu i seinustu vinstri stjórn en það gerði i
vinstri stjórninni árið 1956 með fulltingi Sósial-
istaflokksins”.
Hér játar formaður Alþýðubandalagsins ótvi-
rætt, að millistöðunni, sem Alþýðubandalagið
hefur valið sér milli sósialdemókrata og komm-
únista, sé fyrst og fremst ætlað að ná fylgi frá
hægri, án þess að bandalagið sjálft færist nokkuð
til hægri. Þetta er m.ö.o. nákvæmlega sama
vinnuaðferðin og þegar Einar Olgeirsson og
Brynjólfur Bjarnason breyttu nafni
Kommúnistaflokks íslands fyrst i Sameiningar-
flokk alþýðu-Sósialistaflokkinn og siðar i Alþýðu-
bandalagið. Þeir Einar og Brynjólfur voru ekki
neitt að breyta stefnunni, þótt þeir breyttu nafn-
inu. Nafninu var aðeins breytt til að ná meira fylgi
frá hægri, án þess að breyta stefnunni.
Formaður Alþýðubandalagsins játar hrein-
skilnislega i framangreindum umræðum sinum,
a§ þetta sé vinnuaðferð Alþýðubandalagsins enn i
dag. Það eigi að ná fylgi frá hægri, en stefnan eigi
að vera óbreytt, og raunar sé hún nú enn lengra
til vinstri en stefna Sósialistaflokksins var 1956
ífndir forustu þeirra Brynjólfs og Einars.
Frekara þarf ekki vitnanna við um það, að for-
ustumenn Alþýðubandalagsins telja flokk sinn
miklu fremur kommúnistiskan en sósialdemó-
kratiskan, þótt reynt sé að ná sósialdemókrötum
til fylgis við hann. Þessa játningu hefur formaður
Alþýðubandalagsins orðið að gera, þvi að ekki er
hægt að vera bæði kommúnistiskur og sósi-
aldemókratiskur i senn, og millistaða er raun-
verulega ekki til milli þessara tveggja stefna.
Hann játar þvi hreinskilnislega, að hægra bros
Alþýðubandalagsins sé aðeins pólitisk vinnuað-
ferð, en stefnan sé óbreytt og sé raunar enn rót
tækari en i tið Einars Olgeirssonar og Brynjólfs
Bjarnasonar.
Vissulega er þetta athyglisverð játning. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Allsherjarþingið viður
kennir Palestínumenn
Telur þá eiga fullan rétt til sjálfstæðis
UNDANFARNAR vikur
hefur mikil athygli beinzt að
allsherjarþingi Sameinuöu
þjóðanna sökum þeirrar um-
ræöu um Palestinumálið, sem
þar hefur farið fram. t'tilefni af
þvi þykir rétt að rekja i stuttu
máli afskipti Sameinuðu þjóð-
anna af þessum málum frá
upphafi:
t aprflmánuði 1947 barst
Sameinuðu þjóðunum ósk um
það frá Bretum, að þær tækju
málefni Palestinu til sérstakr-
ar meðferðar, þar sem Bretar
væru ákveðnir i að láta af
stjórn þar, en skæruliðasam-
tök Gyðinga höfðu gert þeim
óvært I landinu. Sameinuðu
þjóðirnar tóku málið strax til
meðferðar og varð niðurstað-
an sú, að allsherjarþingið
samþykkti i nóvember 1947 til-
lögu þess efnis, að Palestinu
yrði skipt i tvö riki, Gyðinga-
riki og Arabariki, en Jerúsa-
lem skyldi sett undir alþjóð-
lega stjórn. I framhaldi af
þessu héldu Bretar frá Pales-
tinu i maimánuði 1948 og lýstu
Gyðingar þá yfir stofnun tsra-
elsrikis. Styrjöld hófst þá milli
ísraelsmanna og Araba og
veitti tsraelsmönnum öllu bet-
ur, nema i viðureign við
Jordaniumenn. Sameinuðu
þjóðirnar reyndu að miðla
málum og tókst að koma á
vopnahléssamningum i mai
1949. Samkvæmt þeim fékk
tsraelsríki nokkru meira land
en þvi hafði upphaflega verið
ætlað samkvæmt tillögum
S.Þ. Jordanía lagði hinn svo-
kallaða vesturbakka Jordanár
undir yfirráð sin og Egyptar
Gazasvæðið. Jerúsalem var
skipt milli tsrael og Jordaníu,
en var þó að vissu leyti undir
sameiginlegri stjórn. Gæzlu-
sveitum frá Sameinuðu
þjóðunum var falið að fylgjast
með þvi, að vopnahlé væri
haldið, en þær voru eingöngu
staðsettar i Arabalöndunum,
þar sem tsraelsmenn neituðu
þeim um landvist.
Meöan á styrjöldinni stóð,
haföi meginþorri Araba verið
hrakinn eða flúið frá þeim
landsvæðum, sem féllu undir
Israel. Sameinuðu þjóðirnar
ákváðu að beita sér fyrir sér-
stakri aðstoð við þá og tóku
flestir þeirra sér þvi bólfestu i
flóttamannabúðum i ná-
grannalöndunum. Jafnframt
var samþykkt ár eftir ár á
allsherjarþinginu, að flótta-
mennirnir ættu rétt á að
hverfa aftur til fyrri heim-
kynna eða að fá skaðabætur.
Þessu hefur tsrael alltaf hafn-
að. Flóttamennirnir héldu
hiris vegar áfram að lifa i von-
inni um heimkomu vegna
þessara ályktana allsherjar-
þingsins.
ÞETTA ástand hélzt nokk-
urn veginn óbreytt til 1967. Þá
visuðu Egyptar gæzlumönn-
um S.Þ. frá landamærunum.
tsraelsmenn gripu þá tækifæri
til að hefja leifturstrið gegn
Arabalöndum og varð vel
ágengt. Þeir tóku Gazasvæðið
og Sinaiskagann af Egyptum,
vesturbakkann af Jordaniu og
Golanhæðir af Sýrlendingum.
Þá lögðu þeir Jerúsalem alveg
undir yfirráð sin. Vopnahlé
komst á fyrir milligöngu Sam-
einuðu þjóðanna og var málið
til meðferðar I öryggisráðinu
allt sumarið 1967. I nóvember
1967 náðist samkomulag i
öryggisráðinu um hina marg-
nefndu 242 — ályktun. I tillög-
unum er lögð megináherzla á
tvö höfuðatriði:
1. tsrael kveðji herlið sitt
heim frá svæðum, sem voru
hertekin i styrjöldinni 1967.
2. Viðurkennt verði sjálf-
Arafat talar á aiisherjarþinginu
stæði allra rikja i viðkomandi
heimshluta og friðhelgi landa-
mæra þeirra.
Til viðbótar þessu leggur til-
lagan svo áherzlu á, að
siglingar verði frjálsar um
allar helztu siglingaleiðir á
þessu svæði, og er þá vitan-
lega átt við Súezskurð, og að
stefnt verði að réttlátri lausn á
málum flóttamanna.
Alyktun-242 hefur siðan ver-
ið grundvöllur allra friðarum-
ræðna um þessi mál. Hún er
ekki sizt merkileg fyrir þá sök,
að i henni felst, að Arabarikin
eru tilbúin til að viðurkenna
sjálfstæði og landamæri tsra-
els, ef tsrael lætur herteknu
svæðin af hendi.
AF HALFU Palestinu-
Araba gætti strax mikillar
óánægju yfir ályktun 242
vegna þess, að hún segir ekki
neitt til um hvernig eigi að
leysa mál þeirra. Þvi má
segja, að hún hafi óbeint orðið
til að hleypa nýju lifi i sjálf-
stæðisbaráttu þeirra, sem
hafði verið mjög veik áður.
Sjálfstæðishreyfing þeirra hóf
þvi baráttu fyrir þvi, að mál
þeirra yrði tekið til sérstakrar
meöferðar og má segja, að
hún hafi komið þvi fram nú i
haust I þremur áföngum.
Fyrsti áfanginn var sá, að fá
Palestinumálið tekið upp sem
sérstakan dagskrárlið á alls-
herjarþinginu. Annar áfang-
inn var sá, að fá ráðstefnu
æðstu manna Arabarikjanna i
Rabat til að fallast á að Frels-
issamtök Palestinu-Araba
skyldu vera samningsaðilinn
um framtíð vesturbakkans, en
ekki Jordaniustjórn. Þriðji
áfanginn er svo ályktun sú,
sem allsherjarþingið sam-
þykkti með yfirgnæfandi
meirihluta siðastl. föstudag.
Aðalatriði hennar eru þessi:
Réttur Palestinu-Araba til
sjálfsákvörðunar og sjálf-
stæðis er viðurkenndur. Þetta
hefur ekki áður verið sam-
þykkt jafn afdráttarlaust,
heldur aðeins talað um laga-
legan rétt Palestínu-Araba
(legitimate rights), sem er
óljóst orðalag undir þessum
kringumstæðum.
Réttur Palestinu-Araba til
að hverfa aftur til fyrri heim-
kynna er enn á ný viðurkennd-
ur. Þetta hefur verið sam-
þykkt á flestum eða öllum
þingum S.Þ. siðan 1948, en fáir
lita þó á þetta sem raunhæfa
ályktun lengur, þvi að tsrael
muni aldrei fallast á þetta.
Hins vegar mun þykja rétt að
halda þessu til streitu, unz
friðarsamningar hafa náðst.
Deilan um Palestinu verður
ekki leyst, nema Palestinu-
Arabar séu einn aðalaðilinn að
samkomulagi um lausnina og
réttur þeirra til frelsis viður-
kenndur.
Fleiri atriði eru nefnd i
ályktuninni en þessi skipta
mestu máli. Að ýmsu leyti
mun ályktunin ganga
skemmra en róttækustu
Arabarikin vildu. Orðalag
hennar er miðað við það, að
sem flest riki gætu sætt sig við
hana. Ýms riki vildu að visað
væri til 242-ályktunarinnar,
svo að vafalaust væri, að ekki
væri verið að ganga neitt á
rétt tsraels. Nokkur riki sátu
hjá af þessum ástæðum eða
greiddu atkvæði á móti. Meiri-
hlutinn taldi þessa hins vegar
ekki þörf, þar sem ályktunin
242 stæði eftir sem áður i fullu
gildi, og skoða bæri tillöguna
sem viðbót við hana, en ekki
sem neina breytingu. Alyktun
242hefur verið réttilega gagn-
rýnd vegna þess, að hún væri
ekki nógu ljós hvað snerti
málefni Palestinu-Araba.
Mörg riki, sem greiddu at-
kvæði með tillögunni, áréttuðu
sérstaklega, að hún beindist
ekki að neinu leyti gegn Israel
og afstaða þeirra til sjálf-
stæöis tsraels væri þvi
óbreytt. Athygli vakti, að
Búlgaria, sem er talið mesta
fylgiriki Sovétrikjanna, tók
undir þetta.
Með þessari ályktun alls-
herjarþingsins, hefur sú
stefna fengið alþjóölegan
stuöning, að nýtt Palestinuriki
eigi að risa á vesturbakkan-
um, þvi að raunverulega fjall-
ar tillagan um þetta, þótt það
séekki nefnt berum orðum. Af
hálfú lsraelsmanna er þessu
tekiö illa, eins og er, en vafa-
laust munu þeir gera sér það
ljóst innan tiðar, að ekki verð-
ur hægt að ná samkomulagi á
öðrum grundvelli. Þess vegna
getur farið svo, að þessi álykt-
un allsherjarþingsins eigi eftir
aö teljast stórt skref i friðar-
átt, þvi að hún gerir tsraels-
mönnum það ljóst, hvert sé al-
menningsálitið i heiminum i
þessum efnum og að sú stefna,
sem þeir fylgja nú, leiði til
einangrunar og andstöðu, og
sé þvi allt annað en sigurvæn-
leg.
Þ.Þ.