Tíminn - 26.11.1974, Page 14
14
TÍMINN
Þriöjudagur 26. nóvember 1974.
var að jafnaði ekki vænzt, að þurrabúðarfólk hefði ann-
aðað bjóða en kaff ibolla við slík tækifæri. En Katrín gat
ekki einu sinni boðið svart kaffi af þeirri einföldu
ástæðu, að hún átti hvorki kaf f i né sykur oq baðan af síð-
ur kökur eða kaffibrauð. En eigi að síður var líkfylgdin
f jölmenn. Það var enginn annar en Norðkvist kapteinn,
sem ók líkvagninum, og þar eð barnið var jarðsungið
siðari hluta laugardags í fegursta og blíkasta vorveðri,
sem hugsazt gat, f jölmennti fólk til kirkjunnar.
Líkvagninn var skrýddur grenilimi, og hvít kistan var
því nær þakin blómskrúði. Norðkvist kapteinn sat í öku-
mannssætinu. Katrín og Jóhann gengu hlið við hlið á
eftir vagninum. Katrín var í gömlum, svörtum kjól og
hafði sjal á herðunum. Hvort tveggja var snjáð og slitið
og kjóllinn alltof þröngur, því að hún var orðin þreknari
heldur en hún var, þegar hún kvaddi heimahagana
tuttugu og þriggja ára gömul stúlka. Skórnir hennar voru
I jótir og ræksnislegir, þrátt f yrir viðleitni hennar til þess
að hreisa þá og bursta, enda voru þetta sömu skórnir og
hún hversdaglega notaði við akurvinnu og mjaltir. Jó-
hann átti ekki einu sinni dökk föt til þess að vera í við út-
förina. Brúnu hamvoðarbuxurnar hans og kámuga, bláa
treyian voru f líkur, sem betur hefðu hæft mykjuvagni en
líkfylgd. Á höfði hafði hann upplitaða sjóarahúfu, sem
hallaðist út í annan vanga að gömlum hætti. Hann bar
heimatilbúinn einiviðarsveig á öðrum handleggnum, og
langir léreftsborðar, sem Elvíra hafði skrifað á með
bleki: „Hvíl ífriði'" og „Hinzta kveðja til Söndru frá
Pabba og AAömmu", drógust nær því ofan í rykið á
veginum. Hann reyndi að setja á sig þann svip, sem
hæfði hátíðlegri alvöru þessarar stundar, en það mis-
tókst algerlega, hann var fremur skringilegur en hátíð-
legur, þar sem hann þrammaði á eftir líkvagninum.
Svipur Katrínar vitnaði á hinn bóginn um hljóða sorg, og
það var auðséð, að hún skeytti sízt af öllu um það,
hvernig hún kom öðrum fyrir sjónir.
Gröfin hafði verið tekin í „nýja kirkjugarðinum" —
með öðrum orðum í þeim hluta kirkju'garðsins, sem var
lengst frá kirkjunni. Þar voru enn fá leiði. Efnafólkið
atti kappi um síðustu grafreitina í „gamla kirkjugarðin-
um", þar sem moldin var dökk og frjó og gott að gróður-
setja, blóm og hávaxnar eikur veittu forsælu á sólskins-
dögum og skjól í næðingum. Nýrri hluta garðsins bar
hins vegar hátt, og þar var jörðin sendin og hvergi skjól
fyrir nepjunni utan af Langasundinu. En hann var nógu
góður legstaður handa þurrabúðarfólki og fiskimönnum
og öðrum fátæklingum. Dóttir Katrínar var lögð til
hinztu hvíldar meðal sinna líka.
Gamli, hvítskeggjaði hringjarinn byrjaði að syngja
með svo hræðilegum hljóðum, að Gústaf faldi sig grát-
andi bak við mömmu sína. Presturinn kastaði rekunum
þremur á kistuna og þuldi fyrir munni sér það, sem
venjulegt er við greftranir. Síðan flýttu karlmennirnir,
sem í líkfylgdinni voru, sér að fylla gröfina. Loks voru
blómvendirnir og sveigarnir lagðir ofan á moldarhrúg-
una, og þar með var athöf ninni lokið. Norðkvist ók léttan
á heimleiðinni, vagninn var fullur af kátum börnum og
unglingum. Þeir, sem fótgangandi voru, kvöddu Jóhann
og Katrínu þar, sem vegir skildu og hröðuðu sér til kvöld-
verkanna heima. Litla telpan Katrínar og útför hennar
gleymdist fljótt. — Senn voru hjónin orðin tvö ein eftir.
Drengirnir höfðu fengið að sitja í vagni Norðkvists.
Jóhann virtist sakna barnsins meir eftir jarðarförina.
Heimilið var svo tómlegt, þegar drengirnir voru allan
daginn að leikjum úti um klappir og kjörr. Katrín kom
oft að honum, þar sem hann sat sem í leiðslu og starði út i
bláinn. AAælgi hans var úr sögunni. Sjálfri fannst henni
harmur sinn mest líkjast líkamlegri þjáningu. Barnið
hafðj verið svo ungt og nátengt líkama hennar. Hana
verkjaði í brjóstið, og hún þráði að vefja mjúkan barns-
likamann örmum. En tíminn leið sem endranær, og vor-
yrkjur á ökrum og engjum hóf ust. Einar og Eiríkur urðu
báðir að fara með henni í vinnu hjá bændunum, en
minnsti snáðinn fékk að leika sér á akurrein í grennd við
móður sína. Jóhann réðst í sumarsiglingar að venju, og
við margvísleg störf i hópi hávaðasamra sjómanna
fjarri heimili sínu gleymdi hann jafnvel litlu stúlkunni,
sem hafði lifað svo skamma stund og dáið svo skyndi-
lega.
FYRSTI UNGINN FLÝGUR OR HREIÐRINU.
Árið eftir andlát Söndru kom Einar að máli við móður
sína og sagði henni, að hann ætlaði að fara til sjós. Hann
var þá orðinn tólf ára.
„Til sjós", hrópaði Katrín.
„Ja-á", sagði hann fastmæltur. „Heldur þú að ég ætli
að sitja hér heima alla ævi og þræla fyrir bændurna?
Norðkvist kapteinn hefur spurt mig, hvort ég vilj vera
aðstoðarmatsveinn í sumar".
„Norðkvist kapteinn? Hvaða Norðkvist?"
Ég fékk slæma einkunn
i bókina mina fyrir
að hafa verið með
tyg|?iój_kennslustund.
/Tyggjd-verksmiðjur v ,,Tyggjó getur haft
lættu að skrifa varnar-, léleg áhrif á )
fV
Þriðjudagur
26. nóvember
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Dagskráin Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Vettvangur, 5. þáttur.
Sigmar B. Hauksson fjallar
um spurninguna: Hvað er
hugfötlun?
15.00 Miðdegistónleikar: Is-
lenzk tónlist.
16.00 Fréttir. Tilkynningar
16.15 Veðurfregnir) Tón-
leikar
16.40 Litli barnatiminn. Anna
Brynjúlfsdóttir stjórnar.
17.00 Lagið mitt. Berglind
Bjarnadóttir sér um óska-
lagaþátt fyrir börn yngri en
tólf ára.
17.30 Framburöarkennsla i
spænsku og þýzku.
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Daeskrá
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
19.40 Svipleiftur úr sögu
tyrkjans. Sverrir
Kristjánsson flytur annað
erindi sitt.
20.05 Lög unga fólksins.
Ragnheiður Drifa
Steinþórsdóttir kynnir.
20.50 Að skoða og skiigreina.
Björn Þorsteinsson sér um
þátt fyrir unglinga.
21.20 Myndlistarþáttur. i
umsjá Magnúsar Tómas-
sonar.
21.50 Tónleikakynning.
Gunnar Gnðmundsson
segir frá tónleikum
Sinfóniuhljómsveitar ís-
lands i vikunni.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöld-
sagan: ,,1 verum”, sjálfs-
ævisaga Theódórs
Friðrikssonar. Gils
Guðmundsson les (8).
22.35 Harmonikuiög örvar
Kristjánsson leikur.
23.00 A hljóðbergi.
„Leikfangasmiöurinn hug-
djarfi” efti James
Thurber. Peter Ustinov les,
hljómlist eftir Ed Summer-
lin.
23.40 Fréttir i stuttu máli.
26. nóvember 1974
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrárkynning og
augiýsingar
20.40 Hjónaefnin Itölsk fram-
haldsmynd, byggð á sögu
eftir Alessandro Manzoni. 6.
þáttur. Þýðandi Jónatan
Þórmundsson. Efni 5. þátt-
ar: Renzó finnur Bortóló,
frænda sinn, á spunastofu i
Bergamóhéraði, sem um
þessar mundir taldist til
Feneyjarikis. Bortóló tekur
honum vel og býður honum
aðstoð sina. A meðan gerist
það I Mflanó, að Attilió
greifi, frændi don Rodrigós,
fær hinn volduga frænda
þeirra beggja, Conte Zió, i
leyndarráðinu til að beita
sér gegn bróður Kristófer,
og kemur hann þvi til leiöar,
að munkurinn er sendur I
eins konar útlegð til Rimini.
Don Rodrigó getur þó ekki
sjálfur rænt Lúciu úr
klaustrinu. Hann leitar þvi
til voldugs tignarmanns,
sem býr I rammgerðum
kastala og svifst einskis til
að koma áformum sinum I
framkvæmd. Tignarmaður
þessi, sem kallaður er ,hinn
nafnlausi”, heitir aðstoð
sinni. Menn hans frá Egidió
til að telja Gertrude á að
svikja Lúciu i hendur
þeirra, og hún er siðan flutt
nauðug til kastala „hins
nafnlausa”, sem er I nokkru
uppnámi.
21.50 Sumár á norðurslóðum
Bresk-kanadiskur fræðslu-
myndaflokkur. Lokaþáttur.
Gullbærinn gamli Þýðandi
og þulur Óskar Ingimars-
son.
22.20 Heimshorn Frétta-
skýringaþáttur. Umsjónar-
maöur Jón Hákon Magnús-
son.
22.50 Dagskrárlok