Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.01.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 03.01.2005, Qupperneq 2
2 3. janúar 2005 MÁNUDAGUR Neyðaraðstoð í Taílandi: Íslendingar aðstoða Svía heim HJÁLPARSTARF Boeing 757-vél frá Flugleiðumi lagði af stað til Taílands í gær með á annan tug lækna og hjúkrunarfræðinga inn- an borðs sem munu koma til hjálp- ar Svíum sem á að flytja af hamfarasvæðinu. Hinn 30. desember bauð Hall- dór Ásgrímsson Göran Persson, forsætisráðherra Svía, aðstoð Ís- lendinga vegna náttúruhamfar- anna í Asíu. Sænsk stjórnvöld þáðu aðstoðina á nýársdag og í kjölfarið var sett saman teymi hjálparstarfsmanna sem hélt utan í gær. Með í för eru tólf hjúkrun- arfræðingar, sex læknar, tveir menn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og tveir frá slökkvi- liðinu. Vélin mun hafa stutta viðdvöl í Taílandi á meðan hjálpargögn eru flutt frá borði og sjúklingar um borð. Íslenska hjúkrunar- fólkið og læknarnir munu annast sjúklingana á leið til Svíþjóðar, en verða ekki eftir í Taílandi. Vélin mun lenda í Svíþjóð hinn 4. janúar en ekki liggur fyrir hvort gert er ráð fyrir fleiri ferðum af þessu tagi. ■ MEULABOH, AP Hjálparsveitir munu brátt hætta að leita að eftirlifend- um á hamfarasvæðunum við Ind- landshaf, en litlar líkur eru á að fleiri finnist á lífi. Nú er talið að um 150 þúsund manns hafi farist í hörmungunum sem dundu yfir á annan í jólum. Á indónesísku eyj- unni Súmötru hefur enginn fund- ist á lífi í þrjá daga, en talið er að allt að því hundrað þúsund manns hafi farist þar. Fólk sem saknar ástvina sinna hefur þó ekki gefið upp alla von og leitar að þeim log- andi ljósi. Hjálparsveitir hafa einbeitt sér að því að koma neyðargögn- um til eyjarskeggja á Súmötru, þar sem áhrif jarðskjálftans sem olli flóðbylgjunni voru mest. Bandarískar þyrlur sveima yfir eyjunni og koma vatni, kexi og núðlum til íbúa, sem eru flestir á vergangi. Stjórnvöld í Indónesíu og Taílandi hafa gripið til þess ráðs að nota fíla til að hreinsa rústirnar sem flóðbylgjan skildi eftir sig. Neyðargögn eru loks farin að skila sér til fórnarlamba skjálft- ans allt um Indlandshaf. Að sögn hjálparsveita er fólk orðið ör- væntingarfullt eftir aðstoð og er keppst við að koma neyðargögn- um til þeirra sem urðu verst úti áður en það er um seinan. Sums staðar fetar fólk framhjá líkum fólks á níðurníddum heimilum þeirra til að verða sér úti um helstu eldhúsáhöld. Á Andaman- og Nicobar-eyjum í Indlandi kvarta innfæddir yfir að hafa enn ekki fengið nein neyðargögn en herskip kom að eyjaklasanum í gær með gögn og veitti vonar- glætu. Sums staðar er fólk farið að líta til framtíðar. Starfsmaður barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna segir að flóttamenn vilji koma börnum sínum aftur í skóla sem fyrst og munu samtökin starfrækja um 600 skóla fyrir um 120 þúsund börn á Súmötru. Heilbrigðisyfirvöld hafa áhyggjur af farsóttum þegar á líður en enn sem komið er hefur ekki bólað á þeim. Það er þó for- gangsverkefni að koma hreinu vatni til fórnarlamba flóðanna. ■ Gabbpóstur í Bretlandi: Sagði ætt- ingja látna LONDON, AP Breska lögreglan hand- tók í gær fertugan mann fyrir að senda aðstandendum fólks sem er saknað á flóðasvæðunum í Asíu falsaðar upplýsingar um að ást- vinir þeirra væru látnir. Maður- inn sendi tölvupóst í nafni bresku ríkisstjórnarinnar til þeirra sem lögðu fram fyrirspurnir um ætt- ingja sína og vini á vefsíðu Sky- fréttastofunnar. Breska ríkisstjórnin segist líta málið alvarlegum augum og full- vissar aðstandendur þeirra sem er saknað að hún myndi aldrei til- kynna lát ættingja þeirra eða vina með tölvupósti. ■ Flóðin í Srí Lanka: Tólf þúsund börn látin SRÍ LANKA, AP Starfsmenn barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna segja að sorgmæddir foreldrar safnist við strendur Srí Lanka á morgnana í von um að finna börn sín sem flóð- bylgjan hreif með sér fyrir viku og skolaði út á haf. Sumir lifa í voninni um að finna börn sín enn á lífi. Af þeim 30 þúsund sem hafa lát- ist í hamförunum á Srí Lanka eru tólf þúsund börn. Foreldrar flakka um flóttamannabúðir í von um að finna börn sín og hafa oft litlar vís- bendingar um hvort þau séu á lífi eða ekki. Víða eru börn grafin í fjöldagröfum án vitneskju foreldra þeirra. ■ HLÚÐ AÐ FERÐAMÖNNUM Forsætisráðherra Taílands spjallar við erlenda ferðamenn á Phuket-eyju. Óánægja í Taílandi: Ferðamenn fái hjálpina LONDON Þær raddir gerast hávær- ari á Taílandi að erlendir ferða- menn fái betri aðhlynningu en innfæddir í kjölfar flóðbylgjunnar sem reið yfir landið. Þetta kemur fram í breska tímaritinu Guardian. Surin Cootham slasaðist þegar flóðbylgjan gekk á land og hefur ekki getað gengið í kjölfarið. Hann segist enga læknisaðstoð hafa fengið og býr í tjaldbúðum ásamt börnum sínum. Hann segir stjórn- völd gera það að forgangsverkefni að koma ríkum ferðamönnum til hjálpar frekar en innfæddum. ■ Söfnunarsíminn er 907 2020 Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins í Asíu. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is, eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN kostar birtingu auglýsingarinnar „Ég sprengdi slatta.“ Guðmundur Gunnarsson er formaður Rafiðnaðar- sambands Íslands. Impregilo hefur sótt um at- vinnuleyfi fyrir 150 Kínverja og hefur sambandið lagst gegn komu þeirra. SPURNING DAGSINS Guðmundur, sprengdirðu marga kínverja um áramótin? BROTTFÖRIN UNDIRBÚIN Hjálparsveit skáta í Kópavogi undirbýr brottförina til Taílands. Tveir starfsmenn Landsbjargar eru með í för. FRÁ SÚMÖTRU Súmatra varð verst úti og þurfti að þola bæði jarðskjálftann og flóðbylgjuna. Talið er að allt að hundrað þúsund manns hafi farist þar. Fleiri finnast varla Rúmri viku eftir að flóðbylgjan gekk á land við Indlandshaf eru 150 þúsund látnir og þúsunda enn saknað. Ólíklegt er að fleiri muni finnast á lífi og hjálp- arsveitir hætta senn að leita. Neyðargögn eru farin að berast á flesta staði. Fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar: Ekki metin að verðleikum ÍÞRÓTTIR „Ég tel engan vafa leika á því að Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið besta íþróttamann- eskja landsins síðastliðin ár,“ seg- ir Arnór Pétursson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar. sem er afar ósáttur við kjör á íþrótta- manni ársins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hlaut Eiður Smári Guðjohnsen nafnbótina en Kristín Rós hafnaði í fjórða sæti. „Kristín Rós hefur unnið allt sem hægt er að vinna og er eini Ís- lendingurinn sem hefur komið heim með gull af Ólympíuleik- um,“ segir Arnór. „Ég skil því ekki hvers vegna gengið er fram- hjá henni ár eftir ár. Hennar mikli árangur er ekki metinn að verð- leikum.“ Arnór segist í framhaldi af vali á íþróttamanni ársins velta því fyrir sér hvað fatlaðir íþrótta- menn þurfi að afreka til þess að vera kjörnir íþróttamenn ársins. ■ Seltjarnarnes og OR: Ljósleiðarar í öll hús LJÓSLEIÐARI Seltjarnarnesbær og Orkuveita Reykjavíkur hafa undirritað samning þar sem gert er ráð fyrir að ljósleiðaratenging frá OR verði í öllum húsum á Sel- tjarnarnesi um mitt ár 2006. „Með aðild bæjarins að mál- inu teljum við okkur vera að stuðla að auknum lífsgæðum íbú- anna,“ segir Jónmundur Guð- marsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. „Reynsla frá Norðurlöndum sýnir að ljósleið- aratenging er að skila þriggja til fimm prósenta hærra fasteigna- verði.“ - at Tónlistarskólakennarar og hljómlistarmenn skrifa undir kjarasamning: Kerfisbreytingar verði skoðaðar KJARASAMNINGAR Félög tónlistar- skólakennara og íslenskra hljóm- listarmanna hafa skrifað undir kjarasamning. Samningurinn verður borinn undir atkvæði fé- lagsmanna og Launanefndar sveitarfélaganna nú í janúar en samningar tókust að kvöldi fimmtudagsins 30. desember. Samningurinn felur í sér ákveðnar launabreytingar auk þess sem gert er ráð fyrir að hugsanlegar kerfisbreytingar verði skoðaðar á samningstíman- um. Samningurinn gildir til loka september árið 2006. „Það eru ákveðin líkindi með samningi leikskólakennara og þessum samningi,“ segir Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga. „Þetta er styttri samningur en flestir aðrir auk þess sem launin eru í svipuðum farvegi og samn- ingur leikskólakennara gerir ráð fyrir.“ Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara, segist telja saminginn nokkuð góðan kost fyrir félagsmenn sína. „Við gerðum stuttan samning en honum fylgja bókanir um að unn- ið verði að hlutum sem taka lengri tíma,“ segir Sigrún. „Við vonumst því til að á samningstímanum náum við að vinna vel í haginn fyrir næstu samningalotu.“ - ht TÓNLISTARNEMENDUR Félög tónlistarskólakennara og hljómlistarmanna hafa skrifað undir kjarasamning til tæpra tveggja ára. Greidd verða atkvæði um samninginn í þessum mánuði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. 02-03 2.1.2005 21.14 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.